Morgunblaðið - 08.08.1998, Blaðsíða 9

Morgunblaðið - 08.08.1998, Blaðsíða 9
MORGUNBLAÐIÐ FRETTIR LAUGARDAGUR 8. ÁGÚST 1998 9 Náttúrufarskort NI fengu tvenn verðlaun á ráðstefnu í Kalifornm um landupplýsingakerfí Islensk kortagerð sögð á heimsmælikvarða NÁTTÚRUFARSKORT Náttúru- fræðistofnunar ísland fengu tvenn verðlaun síðastliðinn föstudag á ESRI ráðstefnu í Kaliforníu. ESRI fyrirtækið er stærsti framleiðandi landupplýsingakerfa í heiminum. Verðlaun eru veitt í fimm flokk- um fyrir framsetningu á ýmiss kom ar landupplýsingum og hlaut NÍ verðlaunin fyrir bestu kortagerðina, fyrir höggunar-, gróður-, og berggrunnskort en þau voru sýnd ásamt 1500 öðrum verkefnum frá 500 aðilum á sviði kortagerðar og landupplýsinga. Að auki hlaut NI verðlaun fyrir besta framsetningu en það eru heildarverðlaun á ráð- stefnunni og við veitingu þeirra stendur valið milli vinningshafanna úr flokkunum fimm. Höfundar jarðfræðikortanna eru Haukur Jóhannesson og Kristján Sæmundsson en höfundar gróður- kortsins eru Guðmundur Guðjóns- son og Einar Gíslason. Hans H. Hansen sá um kortagerð og tölvu- vinnslu kortanna. Hans H. Hansen landfræðingur og kortagerðamaður á NI tók við verðlaununum. I frétta- tilkynningu fró NI segir að í þess- um verðlaunum felist viðurkenning á því að íslensk kortagerð sé á heimsmælikvarða. Stærsti framleiðandi landupplýsingakerfa Náttúrufarskortin voru gefín út í maí síðastliðnum og hafa þegar selst um 2000 eintök af þeim. Sam- kvæmt upplýsingum frá NÍ sýnir höggunarkortið jarðfræði landsins á nýstárlegan hátt en á því eru jarð- lög flokkuð eftir aldri en ekki gerð og samsetningu, gróðurkortið mun Líflegt í Soffi og Selá Á SVÆÐUM Stangaveiðifélags Reykjavíkur í Soginu hefur verið mun betri veiði nú en á sama tíma í fyrra, að sögn Olafs Kr. Olafssonar formanns árnefndar Sogsins. „Þetta er miklu líflegra og fiskur um alla á,“ sagði Ólafur. „Það er verið að bóka físk á öllum svæðum og nánast öllum veiðistöðum.“ I Syðri-Brú voru komnir 18 laxar 5. ágúst sl., í Ásgarði 49 laxar, sá stærsti 19 pund, og 84 bleikjur á laxasvæðinu og á fjórða hundrað bleikjur á silungasvæðinu í Ásgarði. Þar hafði einnig fengist einn lax. Við Alviðru höfðu fengist 79 laxar og 61 bleikja, stærsti fískurinn 17 pund. I Bíldsfelli voru komnir 63 laxar, sá stærsti 13,5 pund, og 109 bleikjur. Selá í Vopnafirði Að morgni 6. ágúst veiddist 500. laxinn í sumar í Selá í Vopnafirði. Til samanburðar má geta þess að í fyrra var heildarveiðin 680 laxar. Hjá Veiðiklúbbnum Streng, sem hefur með útleigu á ánni að gera, er vonast til að áin fari í 1.000 laxa í sumar. Hæst hefur Selá farið í nærri 1.600 laxa. Veiði í ánni hefst ekki fyrr en 1. júlí og er veitt í 70 daga, fyrst á 4 stangir, þá 6 og frá 1. ógúst eru leyfðar 7 stangir í ánni. Morgunblaðið/Jón Svavarsson HANS H. Hansen með verðlaunakortin og gripina. vera það fyrsta sem sýnir gróðurfar alls landsins og berggi'unnskortið sýnir stærstu drætti í jarðfræði landsins. Hans H. Hansen segir verðlaunin hafa komið á óvart og þau séu mikill heiður og hvatning fyrir starfsmenn NÍ. Hann segir ESRI framleiða út- breiddasta landupplýsingakerfið, Arclnfo, og það sé notað af fjöl- mörgum stofnunum hér á landi. Með kerfunum sé t.d. haldið utan um upplýsingar um jarðfræði, gróð- urfar, dýralíf, samgöngur, orkukerfi og veitukerfi. Hans segir unnið að gerð fleiri korta á NÍ og þar sem allt sé nú unnið á tölvur séu ótal möguleikar á því að fella kort sam- an og kanna fyigni ýmissa þátta, t.d. gróðurfars og dýralífs á ákveðnum svæðum. Hann segir áhuga á upp- lýsingum af þessu tagi hafa aukist mikið síðustu ár samhliða umræðu um umhverfisvernd og umhverfis- mat. Sem dæmi um það hve umsvif- in aukist ört segir Hans að þegar hann fór fyrst á ESRI ráðstefnu ‘93 hafi þrjú þúsund manns sótt ráð- stefnuna en nú fimm árum síðar hafi gestirnir verið átta þúsund. Langur laugardagur Mörg tilboð í gangi Líttu við Laugavegi 4, sími 551 4473. Rýmingarsala Enn meiri verðlækkun verslunin hættir Tískuverslunin íris G. Bankastræti 14 (á horni Bankastrætis og Skólavörðustígs) Opið sunnudag kl. 13 til 17 Ulsalan hafin GÖNGUSKÓR Opið laugardag kl. 10-14 kr. Útsölutilboð 2.990. Stærðir 41- 45 MERCURV SKÓUERSLUN KÓPAU0GS HAMRA80R6 3 • SÍMI 554 17 54 ISJI Áýif Ásmundur Jóga gegn kvíða með Ásmundi Gunnlaugssyni. Uppbyggjandi námskeið fyrir þá sem eiga við kvíða og fælni að stríða og/eða eru að ganga í gegnum miklar breytingar í lífinu. Kenndar verða leiðir til þess að slaka á og öðlast aukið frelsi og lífsgleði. Engin reynsla eða þekking á jóga nauðsynleg. Þri. og fim. kl. 20.00. Hefst 11. ágúst. YOGA# STU D i O ★ Opnir jógatímar ★ Pólunarmeðferð Auðbrekku 14, Kópavogi, sími 544 5560. dgy Oðskofy Mig iangar t 'd axf bjóða þeit n eern áhuga hafa tii myndiutareýn íngar niinnar í PeriunnL, Reykjavík, junnudaginn 9. ági'ut ki. 16.00. Sýnuigui dtendur út ágújt. Aiiir veikoninir. Rtkey Ingimundardóttir Verðhriixi Síðasta útsöluhelgin Ótrúleg verðtilboð hj&G&6hifhhiMi Engjateigi 5, sími 581 2141. Opið virka daga frá kl. 10.00—18.30, laugardaga frá kl. 10.00—15.00. . tískuverslun ltauðartirstífi 1, sfmi 561 5077 'I' é
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.