Morgunblaðið - 08.08.1998, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 08.08.1998, Blaðsíða 30
+ 30 LAUGARDAGUR 8. ÁGÚST 1998 MORGUNBLAÐIÐ MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 8. ÁGÚST 1998 31 STOFNAÐ 1913 UTGEFANDI FRAMKVÆMDASTJÓRI RITSTJÓRAR Árvakur hf., Reykjavík. Hallgrímur B. Geirsson. Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. ORT VAXANDI AT VINNU GREIN ALLT stefnir í enn eitt metárið í ferðaþjónustu. Tölur yfir sjö fyrstu mánuði ársins sýna, að erlendum ferðamönnum fjölgaði um 17.000 frá sama tímabili árið 1997. Aukningin nemur um 14%, tvöfalt meiri en árið áð- ur. Þetta er ótrúlegur árangur miðað við það, að í fyrra var metár í heimsóknum erlendra ferðamanna og þá fóru þeir í fyrsta sinn yfir 200 þúsund. Að mati Magnúsar Oddssonar, ferðamálastjóra, eru viðbótar gjaldeyristekj- ur af erlendum ferðamönnum fyrstu sjö mánuðina u.þ.b. 1,7 milljarðar. Það þýðir, að gjaldeyristekjur af ferða- þjónustunni fara vel yfir tuttugu milljarða í ár, en tekj- urnar voru áætlaðar tæpir tuttugu milljarðar króna allt árið í fyrra. Þessar tölur sýna, svo ekki verður um villzt, að ferða- þjónustan er orðin ein mikilvægasta atvinnugrein lands- manna. Afstaða stjórnvalda og annarra til ferðaþjónust- unnar þarf að mótast af því. Samkvæmt opinberri stefnumótun, sem Halldór Blön- dal, samgönguráðherra, kynnti sumarið 1996, er reiknað með 6% fjölgun erlendra ferðamanna á ári. Miðað við það munu þeir verða um 340 þúsund árið 2005 og gjald- eyristekjurnar á áratugnum 1996-2005 nema milli 300 og 400 milljörðum króna. Þessi ótrúlegi árangur kann að nást, því aukningin hefur orðið meiri en spár gerðu ráð fyrir. NEYÐARSÍMINN SAMBAND náðist ekki við neyðarsímanúmerið 112 úr símasjálfsala í Miðhúsaskógi í Biskupstungum fyrir um það bil hálfum mánuði. Ástæðan var sögð sú, að láðst hafði að „gera breytingar" á númerum símasjálfsalans í símstöðinni á Selfossi. Kona, sem veiktist skyndilega í sumarbústað í Miðhúsaskógi, var því ekki komin í sjúkrahús í Reykjavík fyrr en 5 klukkustundum eftir að fyrst var reynt að hafa samband við símanúmerið 112. Atvik sem þetta er óafsakanlegt og það stoðar lítið að kenn^ um mannlegum mistökum. Þeim, sem annast rekstur neyðarsímans, ber að sjá til þess að kerfið sé í lagi og tryggja það. Náið samstarf þarf að vera við Landssímann enda er ljóst, að almenningssímar í sumar- húsahverfum eru m.a. settir upp í öryggisskyni. Þegar hringt er í neyðarnúmerið þurfa símtöl að vera hindrun- arlaus, því mannslíf kunna að vera í húfi. Almenningur greiðir ekkert gjald fyrir að hringja í neyðarnúmerið. Ástæðan er að sjálfsögðu, að öryggið getur ekki byggzt á því, hvort menn hafi rétta skipti- mynt í vasanum þegar slysin verða. Þetta fyrirkomulag á að vera sífelld áminning fyrir starfsmenn neyðarlínunn- ar og símafélaganna um mikilvægi þess að tafarlaust samband náist við númerið 112. AKSTUR UTAN VEGA MÁL ÞÝZKRA hjóna, sem eiga yfir höfði sér ákæru fyrir að hafa valdið náttúruspjöllum með akstri ut- an vegar í Hveradölum í Kerlingarfjöllum, hefur vakið athygli. Þýzku hjónin hafa haldið því fram að þeim væri ekki kunnugt um reglur um bann við akstri utan vega og slóða. Það er sjálfsagt og eðlilegt að ferðamennirnir, sem um ræðir, rétt eins og aðrir, sem valda spjöllum á gróðri eða landslagi með akstri utan vega, taki afleiðingum gerða sinna. Hins vegar þarf að hyggja að fleiru. Augljóslega þarf að efla kynningu á banni við utan- vegaakstri, ekki aðeins meðal útlendinga, sem hingað koma, heldur einnig innanlands enda valda Islendingar án efa meirihluta þeirra skemmda, sem tillitslaus akstur af þessu tagi skilur eftir sig. Þá þarf að vinna að því að merkingar vega og vegar- slóða á hálendinu séu skýrari, þannig að ókunnugir átti sig betur á því hvað sé viðurkennd slóð og hvað ekki. Erfitt verður að taka á þessum málum af nauðsynlegri hörku fyrr en umbætur af þessu tagi hafa verið gerðar. Davíð Oddsson, forsætisráðherra, um sölu ríkisbankanna og þá endurskipulagningu á fjármálamarkaði sem framundan er ENDURSKIPULAGNINGU á fjármagnsmarkaði þar sem sala á eignarhlut ríkisins í rík- isviðskiptabönkunum tveimur, Landsbanka íslands hf. og Búnaðarbanka íslands hf., auk sölu á Fjárfestingarbanka at- vinnulífsins eru í lykilhlut- verki, hefur borið hátt að undanfórnu. Umræðuna hefur borið dálítið brátt að, en ríkissjóður hyggst afla sér verulegs fjár með eignasölu á næsta ári og því þarf þróunin í þessum efnum að skýrast áður en fjárlagafrumvarp verður lagt fram í byrjun október. I samtali við Morgunblaðið um viðhorfin í þessum efnum segir Davíð Oddsson, forsætisráð- herra, að þegar sú ákvörðun hefði verið tekin að breyta bönkunum í hlutafélög hefði mátt vera ljóst að eignarhlutur ríkisins í bönkunum yrði seldur í fyllingu tímans. Sú skoðun hefði að vísu verið uppi að hugsanlega væri skynsamlegt að gefa bönkun- um einhvern umþóttunartíma vegna þessara nýju aðstæðna, þ.e. hlutafjárformsins, og að þeir myndu til að byrja með eingöngu nýta sér heimild til hlutafjáraukningar um 15%. Þarna væri hann eingöngu að vísa til viðskiptabankanna, en öðru máli gegndi um Fjárfestingarbanka atvinnulífsins. „Síðan gerast hlutirnir hratt. Breytingar eru ör- ar og þó þetta hafi verið ráðagerðir manna og mat á þeim tíma þegar þetta var til umræðu í þinginu þá þarf engan að undra þó breyttar aðstæður og aukin samkeppni íslenska bankakerfisins við er- lenda banka hafi það í fór með sér að menn hugsi sinn gang og velti fyrir sér hvort hlutirnir þurfi ekki að ganga hraðar fyrir sig,“ sagði Davíð. Hann sagði að sala á viðskiptabönkunum væri hins vegar flóknari aðgerð en sala á Fjárfestingar- banka atvinnulífsins, meðal annars af sálrænum ástæðum. Margir ættu tilfinningaleg tengsl við viðskiptabankana, eftir áratugaviðskipti við þá, en öðru máli gegndi um heildsölubanka á borð við Fjárfestingarbanka atvinnulífsins, sem væri flestu fólki fjarlægari heldur en viðskiptabankarnir. Það mætti því segja að fram hafi farið endurmat á því hversu hratt ætti að fara í að selja hlut ríkisins í bönkunum með hliðsjón af því að hægt yrði að greiða hraðar niður skuldir ríkisins en þó hefði verið gert á undanfórnum árum, en það væri nýtt í íslensku efnahagslífi að ríkissjóður greiddi niður skuldir en safnaði þeim ekki. Þetta væri skýringin á því að ríkisstjórnin hefði farið að hugleiða sölu á eignarhlut í ríkisbönkunum fyrr en ella. „Það er nú orðið viðurkennt sem almennt skyn- samlegt að minnka umsvif ríkisins, dreifa eignar- aðild og efla samkeppni og samkeppnishæfni, þó menn viðurkenni líka nauðsyn þess að auka hvar- vetna hagkvæmni í öllum rekstrí. Þetta á við um hugmyndir um einkavæðingu þessara banka. Rök- in eru þá þau meðal annars að innlend og erlend samkeppni almennt séð sé að aukast og markaður- inn að breytast. Því sé óhjákvæmilegt að bankarn- ir verði fyrirtæki með ríkari sveigjanleika og möguleika á lifandi þjónustu en áður var. I annan stað er það ekki umdeilt að rekstrarkostnaður bankanna á Islandi hefur verið of mikill. Það getur staðist í lokuðu efnahagskerfi, en um leið og efna- hagskerfið hefur opnast og tengslin við útlönd hafa aukist stenst það ekki til lengdar að íslenskir bankar lifi við hærri rekstrarkostnað en þekkist erlendis. Það verður að skapa bönkunum mögu- leika á því að hagræða og að búa sig undir sam- keppni. Bankarnir þurfa líka að eiga þess kost að nálgast eigið fé með nýjum hætti, svipuðum hætti og annars staðar hefur gerst,“ sagði Davíð. Ótrúlega lftill arður Hann sagði að bankarnir hefðu skilað eiganda sínum, ríkinu, ótrúlega litlum arði í gegnum tíðina, þó það kynni kannski að koma almenningi í land- inu á óvart. Þar væri um mjög litla íjármuni að ræða og aðrir eigendur að svo stórum fyrirtækjum hefðu aldrei liðið svo litla arðgjöf. Þá hefði það einnig ýtt undir þau sjónarmið að hraða þessari þróun nú að rík- ið hefði yfir færri tækjum að ráða til þess að sporna við óheppilegri þenslu í þjóðfé- laginu en áður hafi verið. Nýtt tæki í þeim efn- um sé sá mögu- leiki að selja eignarhluti í rík- isfyrirtækjum, þar með töldum fjármálafyrirtækjum, og um leið sé hægt að styðja við bakið á vaxandi hlutabréfa- markaði í landinu, sem hafi verið að þróast og orð- ið skilvirkari og þýðingarmeiri fyrir allan almenn- ing í landinu en verið hafi. Aðspurður hvernig hann sjái fyrir sér að gengið verði til verks í þessum efnum sagði hann að að því leyti sem þetta sneri að bönkunum væri mikilvægt að þeir yrðu trúverðugir eftir einkavæðingu þeirra Tryggj a verður dreifða eignaraðild og hagræðingu í bankakerfinu. Samkeppni milli öflugra bankastofnana verði að vera tryggð, því ástandið í þessum efnum yrði lítið betra með einn stóran einkabanka en tvo eða þrjá ríkisbanka. „I annan stað tel ég mikilvægt að eignarhaldi í bönk- unum verði dreift og það sé tryggt að bankarnir séu sem hlutlausastir gagnvart viðskiptalífinu,“ sagði Davíð. Hann sagði að ef einhverjum aðilum í viðskipta- lífinu tækist að ná mjög sterkum tökum á einstök- um bönkum þá væri hætt við að einkasjónarmið þeirra og skammtímahagsmunir gætu bitnað á arð- semikröfum sem bankinn ætti að lúta. Heilmikið sé til í þeirri skoðun að það sé nauðsynlegt að tryggja hlut- leysi bankakerfisins gagn- vart efnahagslífínu, einstak- lingum og fyrirtækjum, þannig að hagsmunimir séu ekki aðrir en þeir að skapa eigendum sínum arð. „Sumar þjóðir hafa það reyndar svo að þær binda það í lög hversu mikil eignarhlutdeild einstakra aðila má vera í bönkunum. Eg hygg að það sé til að mynda þannig í Nor- egi. Það má vel vera að slíkt gæti verið skynsamlegt að gera einnig hér á landi. Á.m.k. er það æskilegt að menn hafi ekki á tilfinning- unni að það séu einhver önn- ur sjónarmið sem ráði steíhu banka en almenn arðsemi- sjónarmið eins og einhverjir þröngir hagsmunir ráðandi hóps,“ sagði Davíð. Einkavæðing tryggir hagræðingu Hann sagði það einnig mikilvægt fyrir vaxandi líf- eyrissparnað landsmanna að lífeyrissjóðirnir tækju þátt í einkavæðingu bankanna með kaupum á hlutafé. „Eg tel einnig að þá eigi menn að velta fyrir sér hvort ekki sé rétt að tryggja að slík fjár- festing sé eingöngu gerð í arðsemiskyni fyrir lífeyris- sjóðina, en ekki til þess að tryggja einstökum kommisörum lífeyrissjóðanna, hvort sem þeir eru frá atvinnurekendum eða launþegum, persónuleg ítök í bankakerfinu. Það kemur að mínu viti til greina að lögbinda það með einhverjum hætti að þar sé eingöngu um sjónarmið fjárfestingar að ræða, en ekki spursmál um áhrif eða vald lífeyris- sjóða eða for- ráðamanna þeirra á einstök- um stofnunum. Þetta er spam- aður einstak- linganna í land- inu og einstak- lingarnir sem eiga þessa líf- eyrissjóði vilja örugglega ekki að það sé hugs- að um neitt ann- að en það að tryggja að fjár- munir þeirra nýtist sem allra best,“ sagði for- sætisráðherra. „Við vitum líka að einkavæðing bankanna trygg- ir hagræðingu þeirra og eins og ég hef áður nefnt komumst við ekki hjá slíkri hagræðingu. Það er hins vegar mikilvægt að hún eigi sér stað í góðu samráði við starfsfólk, sem ég held að sé opið íýrir slíkri hagræðingu, enda sé reynt að gæta hags- muna þess um leið, eins og kostur er. Við þurfum að lækka kostnaðinn í bankakerfinu. Það er skylda okkar gagnvart viðskiptalífinu, þ.e. sá kostnaður Davíð Oddsson, forsætisráðherra, segir að mikilvægt sé að tryggja dreifða eignaraðild við sölu ríkisbankanna og ........................................y------------- endurskipulagningu á fjármálamarkaði. I samtali við Hjálmar Jónsson segir hann að koma verði í veg fyrir að aðilar í viðskiptalífínu nái of sterkum tökum á bönkunum þannig að önnur sjónarmið en arðsemisjónarmið verði lögð til grundvallar í rekstri þeirra. sem fer í það að höndla með fé, ávaxta það, þannig að vaxtamunurinn þurfi ekki að vera jafnhár hér og hann hefur stundum verið. Við erum sem betur fer að komast í gegnum óreiðuna sem var hér í kerfinu forðum tíð. Við höfum verið að borga hana niður með háum vaxtamun og miklum afski’iftum og væntanlega ættu þar með að hafa skapast skil- yrði til þess að minnka vaxtamuninn með hagræð- ingu í bankakerfinu," sagði Davíð ennfremur. Hann benti á að fram hefði komið að mjög stór hluti af fjármunum bankanna hér á landi væri bundinn í húsnæði og búnaði eða sem næmi allt að helmingi eigin fjár þeirra samanborið við kannski 15-20% í öðrum löndum. Viðræður bæði við innlenda og erlenda aðila Davíð sagði að það væri spurning hvernig standa bæri að einkavæðingunni og hvort að í tengslum við hana ætti að fara fram stýrð hagræðing, þ.e.a.s. að ríkisvaldið beiti sér fyrir tiltekinni samhæfingu eða samruna bankastofnana eða hvort markaður- inn eigi alfarið að sjá um það. „Hvort tveggja er til. Það er ljóst að ríkisvaldið mun taka upp viðræður við innlenda aðila jafnt sem erlenda sem vilja ræða möguleika á því að kaupa hlut í bönkunum eða þá alla. Um leið og það yrði gert myndum við vilja hafa áhrif á það a.m.k. að framangreind sjónarmið um dreifða eignaraðild og þess háttar geti náð fram að ganga,“ sagði Davíð. Aðspurður sagði hann hvort tveggja koma til greina, að ríkisvaldið selji eignir sínar á markaði og/eða að samruni eigi sér stað og síðan verði hlut- ur ríkisins í þeim samruna seldur, en þá þurfi jafn- framt að tryggja að eignarhaldið verði dreift. Þarna sé aMns munur á þvað varði viðskipta- bankana annars vegar og Fjárfestingarbanka at- vinnulífsins hins vegar. Sparisjóðirnh' hafi lýst yfir áhuga á að kaupa Fjárfestingarbanka atvinnulífs- ins að hluta til eða að öllu leyti og sér finnist sjálf- sagt að fara í viðræður við þá um það. „Það eru ekki bindandi viðræður en það verður fróðlegt að sjá hvað fyrir þeim vakir og hvað ríkið gæti haft út úr því. Það er sennilega rétt að samlegðaráhrif af samruna Fjárfestingarbanka atvinnulífsins við viðskiptabanka eru minni en myndu vera við aðila eins og Kaupþing, sem er eign sparisjóðanna, en þau eru töluverð," sagði Davíð. Hann sagðist aðspurður ekki sjá að eignarhald á sparisjóðunum væri einhver þröskuldur varðandi það að þeir öxluðu stærra hlutverk á íslenskum fjármagnsmarkaði í sjálfu sér. Varðandi samlegð- aráhrif af sameiningu FBA og Kaupþings, teldi hann það vandamál hins vegar ekki fyrir hendi, því eignarhaldsfyrirkomulag sparisjóðanna gilti ekki um Kaupþing. „Ég býst við að það sé dálítið mikið gert úr vandamálinu með eignarhaldið, en það er sjálfsagt að fara yfir það og skoða hvort hlutir megi vera þar með öðrum hætti og ég heyri ekki annað á sparisjóðamönnum en þeir séu tilbúnir til þess að skoða þá umgjörð alla ef hún þvælist fyrir mönnum. Það er auðvitað ljóst að sparisjóðirnir eru bæði veikir og sterkir. Það eru öflugir spari- sjóðir fyrir hendi sem styrkja almennt stöðu sína með tryggingarsjóðum og sparisjóðabanka. Svo eru einnig smáir sparisjóðir með tiltölulega mikinn stjórnunarkostnað eðli málsins samkvæmt, þannig að þá má vel vera að þar þurfi að eiga sér stað ein- hveijar breytingar," sagði Davíð. Aðspurður hvað honum fyndist um þá skoðun að eignir ríkisins á þessum markaði yrðu verð- mætari við sölu ef fyrir lægi stefnumótun varð- andi þá þróun á fjármálamarkaði, sem framundan væri, sagðist hann telja nauðsynlegt fyrir ríkið sem eiganda í þessu tilviki að láta mjög fljótlega í Ijós stefnu sína varðandi endurskipulagningu bankakerfisins. Öll óvissa væri til þess fallin að veikja stöðuna í þessum efnum. T.a.m. væri nú fyrirliggjandi heimild til að selja 49% í Fjárfest- ingarbanka atvinnulífsins og sjálfsagt yrði að skýra frá því fljótlega hver ætlunin væri varðandi framhaldið og helst í tengslum við kaup á þeim hlut. „Sumir segja að það geti verið æskilegt fyrir banka eins og Fjárfestingarbanka atvinnulífsins, sem er að hjálpa fyrirtækjum að hasla sér völl er- lendis, að fá inn í þann banka erlenda eignaraðild, jafnvel fremur en í við- skiptabankana, Landsbanka eða Búnaðarbanka. Þessi sjónarmið þurfa menn að fara í gegnum mjög ræki- lega,“ sagði Davíð. Mikilvægt að tryggja þátttöku almennings Aðspurður hvað hann teldi að eignasala ríkisins á þess- um markaði gæti gengið hratt fyrir sig, en nefnt hef- ur verið að selja þurfi eignir ríkisins fyrir 11 milljarða króna á næsta ári, sagðist hann ekki vilja nefna neinar tölur í því sambandi, en óhætt ætti að vera að reikna með því að markmið fjárlaga næðist. Að hluta til muni eignasalan ekki færast til tekna, því að hluta til sé um að ræða endurgjald fyrir eign. Miklir peningar muni losna sem hafi verið bundnir og óarðgefandi. Þá sé hægt að nota til þess að greiða nið- ur skuldir og þar með minnka vaxtagreiðslur ríkis- sjóðs strax árið 2000 um jafnvel 500 milljónir kr. eða meira og þannig ár frá ári. „I stað þess að menn voru áður að hækka skatta til þess að auka það sem ríkissjóður hefði aflögu, þá erum við nú að lækka vaxtagjöldin til þess að auka það sem af- lögu er,“ sagði Davíð. Hann sagði að það væri mjög mikilvægt að tryggja þátttöku almennings í kaupum á eignar- hlut í bönkunum og að hlutabréfamarkaðurinn sé virkur í þeim efnum. Jafnframt teldi hann afar slæmt þegar bönkunum fækkaði ef fólk fengi það á tilfinninguná að stefna bankanna mótaðist af sér- hagsmunum en ekki hreinum arðsemisjónar- miðum eigenda. „Við höfum séð slíka hluti forð- um tíð í fyrir- tækjum að þar hafa hagsmunir einstakra stórra eigenda iðulega borið fyrir borð hagsmuni hinna smæni eigenda. Ég held að það væri afar illa farið hjá ríkinu ef þannig tækist til við sölu á eignum þess yfirleitt að stuðla að þess háttar skipan mála.“ Davíð sagði að þó nú sé tíska að tala um kjöl- festufjárfesta telji hann að í bankastofnun geti al- veg dugað að stærstu eignaraðilarnir, sem komi til með að hafa leiðbeinandi forystu um reksturinn, eigi eignarhluti á bilinu 3% til 8% til dæmis. Hann telji hins vegar ekki æskilegt að einn aðili eða skyldir aðilar ráði 30-40% eignarhlut í bankastofn- un. Það sé engin nauðsyn á eigendum með stærri eignarhlut en að ofan greinir og við slíkar aðstæð- ur geti eignaraðilar með 2-3% eignarhlut haft veruleg áhrif á reksturinn, auk þess sem þeir væru líklegastir til þess að knýja á um að arðsemisjón- armið réðu ferðinni. Þó það hafi ekki verið rætt í ríkisstjórn telji hann að það komi fyllilega til álita að tryggja það með lagasetningu að eignarhaldi í bönkunum, þegar ríkið sleppi af þeim hendinni, verði dreift. Um fordæmi í þeim efnum gætum við litið til annaiTa landa og jafnframt að það yrði einnig tryggt að það væru eingöngu arðsemisjón- armið sem réðu fjárfestingu fjárfesta á borð við líf- eyrissjóða, eins og áður var nefnt. Þurfum að fara með gát Aðspurður hvernig hann sæi þá hugsanlegt hlutverk erlends banka í endurskipulagningu s. bankakerfisins, en viðræður hafa hafist við sænska SE-bankann að frumkvæði hans um kaup á hlut í Landsbankanum, sagði hann að hingað til hefði verið talið að erlendir aðilar hefðu ekki mik- inn áhuga á að hasla sér völl í bankastarfsemi hér. Til þess væri hún of takmörkuð og markað- urinn of lítill. Þeir vildu frekar þjónusta banka- kerfið áfram á sama hátt og þeir hefðu gert til þessa, heldur en fara inn í jafn sérhæfða efna- hagsstarfsemi og færi fram hér. Sumir hefðu reyndar haldið því fram að það gæti skaðað hags- muni Islendinga ef einhver einn erlendur banki eignaðist ráðandi hlut í öflugum banka hér, þar sem það myndi valda því að aðrir bankar, sem hefðu keppst um að veita okkur þjónustu, myndu halda að sér höndum. Sá banki sem eftir yrði gæti þannig fengið ráðandi stöðu á markaðnum. Þetta væri einn þáttur sem yrði að skoða í þessu J*' samhengi. Hann teldi hins vegar að það hefði verið glapræði að fara ekki út í viðræður við erlendan aðila sem sýndi áhuga á því að kaupa hlut í íslensk- um banka og skoða það mál til hlítar. „En eins og ég hef orðað það, verða menn samt sem áður í lok- in að vera afskaplega sannfærðir um að það sé skynsamlegt skref að selja lungann úr elsta banka landsins og þeim stærsta til eins ráðandi aðila. Við sjáum það reyndar hér á Norðurlöndunum, að það eru hygg ég, víðast hvar, í samþykktum bankanna, settar girðingar gagnvart slíku. Hins vegar kæmi til álita að skoða einnig möguleika á því að eiga > samstarf, jafnvel með gagnkvæmri eignaraðild ís- lenskra og erlendra banka. Allt þetta þurfum við að skoða. Þetta er allt dálítið nýtt fyrir okkur. Það er þýðingarmikið að loka engum leiðum, en jafn- framt ekki síður þýðingarmikið að fara að með mikilli gát, því hlutir verða ekki svo auðveldlega aftur teknir," sagði Davíð. Aðspurður hvort hann teldi hægt að tryggja næga samkeppni á fjármagnsmarkaði hér á landi án þess að erlend eignaraðild kæmi til, sagði Davíð að þrátt fyrir möguleika þar að lútandi hefðu er- lendir bankar ekki hafið hér starfsemi eða komið hér upp útibúum. Smæð markaðarins réði þar sennilega mestu um og sérþekking þyrfti að vera fyrir hendi. Hann væri ekki viss um að eignarhald erlends banka ýtti í sjálfu sér undir samkeppni. Hins vegar hefði verið bent á að það gæti bætt tengslin við erlend bankakerfi, bætt vinnubrögð * og aukið alþjóðlega þekkingu ef erlendur banki eignaðist hlut í banka hér. Þetta gæti út af fyrir sig verið rétt, en á hinn bóginn hefði íslenski bankaheimurinn fylgst vel með þróuninni á þessu sviði og þar væri fyrir hendi mikil sérþekking. „En við ætlum að skoða þessa kosti nákvæmlega og viljum sjá hvað fyrir þessum banka vakh-. Engin ákvörðun hefur verið tekin, en ég tel eins og ég hef áður sagt, að menn verði að vera mjög sannfærðir um ágæti þess að selja áður en það verður gert,“ sagði Davíð. Hann sagðist aðspurður ekki telja að það væri ágreiningur milli stjórnarflokkanna um þessa hluti. Áðm- en hann hefði svar- að fjölmiðlum um þessi efni hefði hann til að mynda borið sig saman við utan- ríkisráðherra, formann Fram- sóknarflokksins, og það væri eng- inn ágreiningur milli þeh-ra um þessi atriði. Davíð sagðist telja að þessi mál þyrftu að skýrast í þess- um mánuði eða ekki seinna en í fyrrihluta september, þannig að aðilar á þessum markaði gætu séð hvaða stefna yrði ofan á. Það sé ekki gott að málefni af þessu tagi hangi mjög lengi í lausu lofti. „Stjórnarflokkarnir þurfa að koma til þings með mótaða stefnu í þessum efn- um. Það er ljóst að það þarf að tryggja framgang laga fyrir áramót til þess að markmið fjárlaga-^ frumvarps nái fram að ganga,“ sagði Davíð að lokum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.