Morgunblaðið - 08.08.1998, Qupperneq 25

Morgunblaðið - 08.08.1998, Qupperneq 25
MORGUNBLAÐIÐ „GOTT strákar. Afram svona og setja svo „power“ í pressuna GLAÐBEITTIR KR-ingar fagna sigri í búningsklefanum að leik loknum. GENGIÐ til leiks með háttvísisfánann í broddi fylkingar. kjafturinn á þessum gaurum. En þetta var nú bara góðlátlegt grín, enda er þeim lagið að sjá jafnan skoplegu hliðarnar á tilverunni, þessum körlum. Síðari hálfleikur var tíðindalítill og kvíðastingurinn hvarf smám saman eftir því sem líða tók á, enda voru KR-ingar nær því að bæta við en Framarar að minnka muninn. A meðan á leiknum stóð var Atli iðinn við að hrópa skipanir til sinna manna og þar brá fyrir ýmsum til- brigðum úr fagmálinu. Hann talaði til dæmis mikið um að „setja power í pressuna", sem þýddi líklega að leikmenn ættu með auknum krafti að fara í andstæðinginn og gefa honum engan frið með boltann. Eitt sinn kallaði hann: „Detta, Móði, detta...“, en átti þó ekki við að Pormóður ætti að fleygja sér í jörðina og þykjast meiddur heldur hitt, að hann ætti að „detta“ aftar í vörnina. Svo flautaði Bragi Bergmann dómari leikinn af, en þetta var þús- undasti leikurinn sem hann dæmdi. Petta var líka merkisleikur fyrir Þormóð Egilsson, vamarmann í KR, sem setti nýtt leikjamet, en hann lék þama sinn 295. meistara- flokksleik fyrir félagið. Gamla metið átti Gunnar Guðmannsson, „Nunni“, sem var eitt helsta átrún- aðargoð vatnsberans hér á árum áð- ur. Sigurður Örn Jónsson var líka að spila sinn 100. leik fyrir KR og átti 25 ára afmæli þennan dag. I búningsklefanum eftir leik var af- mælislagið tekið honum til heiðurs og það var létt yfir mönnum, enda þrjú stig í höfn og KR-ingar héldu þriðja sætinu í deildinni, sem var þeim afar mikilvægt eins og málin stóðu. Pað var vissulega skemmtileg reynsla að fylgjast með leiknum frá þessu sjónarhomi og ekki síður að taka þátt í „peppinu“ fyrir leikinn. Greinarhöfundur er þó á því að það henti honum betur af vera bara uppi í stúku í framtíðinni. Nóg er nú stressið samt. LAUGARDAGUR 8. ÁGÚST 1998 25 Draumar í farteskinu DRAUMSTAFIR Kristjáns Frímanns Mynd/Kristján Kristjánsson FERÐIN var draumur, draumurinn er ferð. Á þessum tíma árs eru menn venju fremur á faraldsfæti að fanga náttúru jarðar um sjáöld- ur augna sinna og drekka í sig fegurð hennar, sálinni til upp- lyftingar og andanum til auðs. Náttúran býr yfir töfrum hvort sem er á næðingssömum Sprengisandi eða sunnan við Kaíró, töfrum sem eru síbreyti- legir frá einni stund til annarrar svo að það sem ég sá í gær og þekki nú, er framandi og nýtt á morgun en samt kunnuglegt. Ferðin er því aldrei söm heldur för inn í endalausa framtíð úr flöktandi núi, þar sem víðsýni er safnað í sarp fortíðar og reynslu því ókomna til góða. í ferða- tösku draumsins era mörg lítil hólf og stórir geymar sem geyma ferðir okkar um tímann, lífið og dauðann. Þar má finna silkifóðruð hólf full af fögrum minningum og leyndum draum- um, skúffur klæddar smjör- pappír glataðra tækifæra þar sem brauðmylsna fallina drauma myglar. Draumurinn er ferð um völundarhús þíns innri manns þar sem upplifanir vök- unnar myndgerast í leiðangur um snjáða leðurtösku, ferða- koffort vitundarinnar. Þar finn- um við fom bréf gulnuð í lúnum kistlum með fregnir af hæfileik- um sem bíða færis að blómstra. Við tjald minninganna sjást svipir þess liðna hanga á slám líkt og púpur fiðrilda sem bíða hamskipta. I skemmum liggja trékassar á dreif óopnaðir, fullir af verjum fyrri tíma og fornum táknum en á botni kistunnar er uppruni þinn grafinn í skreytt- um stokk og ef til vill liggur út- boraður fjárleggur við hlið hans með trétappa í. Hvert hólf, hver geymsla er myndgerð fruma eða frjókorn og í hverju fræi búa erfðir okkar frá upphafi til upp- hafningar. í svefni birtist draumurinn sem ferð um þessi frjó og sérhver ferð um fræfla tilveru okkar er draumur draums til framandi en kunnug- legra staða. „ísól“ dreymir 1. Ég var stödd í Laugardals- höllinni í spítalarúmi, það voru tveir læknar hjá mér og ég var að fara að fæða barn. Fæðingin var mjög auðveld, eins og ég hefði ekkert fyrir henni, það var drengur með súkkulaðibrúna húð og mikið krullað hár. Eftir fæðinguna komu til mín fjórar manneskjur, einn karl og þrjár konur, ein konan var með mikið sítt ljóst hár. Ég vissi í draumn- um að þetta væru vinir Elínar vinkonu minnar en ég þekkti fólkið ekki. Þau fóru að segja mér sögur af skemmtilegum ferðalögum þar sem þau höfðu hjólað og klifrað á fjöll. Þegar þau voru farin stóð ég upp og fór að ganga um Laugardals- höllina, ég fór inn í lítið baðher- bergi þar sem ég hitti móður mína, sem er látin, hún var þar að klæða sig í spariföt og setja á sig skartgripi, ég var mjög glöð að sjá hana en hún vildi ekki tala við mig, það var eins og hún væri mér reið einhverra hluta vegna en ég gat ekki skilið af hverju. 2. Kom inn í herbergi í húsi og sá þar nágranna minn sitja og prjóna lengju eða trefil í öllum regnbogans litum, mest áberandi var hvítt og blátt. Ég brosti og labbaði til hans og sagði: „Nei, ertu að prjóna? það er uppáhald- ið mitt.“ Svo settist ég og fór sjálf að prjóna. 3. „Var stödd á tónleikum í Perlunni, þar var Hafdís kunnngjakona mín í gráum síð- um silkikjól, ég labbaði að henni en talaði ekkert við hana og fór að leita að útganginum. Ég gekk út úr Perlunni beint inn á gamalt hótel, þar niður í kjall- ara og út og inn um margar dyr, svo upp aftur og stóð þar á stigapalli og ætlaði að fara upp stigann. Þar var fyrir maður í hjólastól á leiðinni upp stigann svo ég ákvað að fara aftur niður og komast út af hótelinu. Svo var ég stödd úti að ganga eftir götu og leiddi lítinn dreng, ljós- hærðan og prúðbúinn. Við geng- um um stund og svo missti ég takið á höndinni á honum og hann datt ofan í stóra ferkant- aða gryfju sem var full af litlum mjúkum hlutum sem voru á hreyfingu. Ég stóð stutta stund og horfði skelkuð ofan í gryfj- una, hugsandi að hann myndi sökkva en hann hélst á yfirborði hlutanna og ég teygði handlegg- inn niður til hans. Hann tók í hönd mína og ég tosaði hann upp úr gryfjunni, hann var óslasaður. Við gengum áfram og ég spurði hvað þessir hlutir hefðu verið. Hann svaraði að þetta væru grísir og við gengum skellihlæjandi áfram.“ 4. „Ég stóð einhvers staðar úti og var að skoða hárið á mér, undrandi yfir því hvað það var sítt og það voru skítakögglar í því. Eg ákvað að fara inn á sal- erni sem var einhvers konar skáli á tjaldstæði. Þar afklæddi ég mig og stóð nakin og hélt áfram að skoða á mér hárið og skítinn í spegli, ennþá allveg undrandi. Pabbi minn og bróðir komu inn til mín og sögðust ætla að standa vörð fyrir utan og ég sá úti fyrir hvar vinkona mín gekk fram hjá með son sinn.“ Ráðning Bréf ísólar er langt, einir sex draumar sem hana dreymdi frá október ‘97 fram í apríl ‘98. Þeir lýsa hugmyndaríkri manneskju sem hefur margt á prjónunum, kannski of margt og draumur 5 og 6 tala um erfiðleika þar að lútandi. Draumarnir eru líkt og smá- sögur sem fylla bók um þig og þær hugmyndir sem þú hefur, þær væntingar sem þú berð og þær leiðir sem þú reynir til að höndla hlutina sem best. Fyrsti draumurinn lýsir væntingum um að allt sem þú gerir fari vel (fæða barn sem er súkkulaði- brúnt) og fólk sé þér velviljað (vinir vinkonu þinnar), hliðholt og sýni þér skilning í gjörðum þínum (móðir þín). Annar draumanna gefur í skyn að þér sé einkar lagið að nýta hug þinn og prjóna hugsun við hugsun. Þriðji draumurinn fer með þig inn í ferð um sál þína (Perlan) sem er þroskuð (hótelið) en hef- ur einhvern tímann orðið fyrir skakkafalli (maðurinn í hjóla- stólnum) sem verður þitt verk- efni (drengurinn, gryfjan og grísirnir) að bæta. I fjórða draumnum ertu búin að ná sál- rænum áttum (skoðaðir á þér hárið) og tilbúin að opinbera verk (skálinn og þú afklæddir þig) þín þér til góða (skíturinn í hárinu). Táknið sem faðir þinn og bróðir gefa í skyn er stuðn- ingur sem litlu drengirnir í draumunum gera einnig en þeir eru þinn Animus eða kraftbirt- ing gerða þinna. OÞeir lesendur sem vilja fá drauma sína birta og ráðna sendi þá með fullu nafni, fæðingardegi og ári ásamt heimilisfangi og dulnefni til birtingar til: Draumstafir Morgunblaðið Kringlunni 1 103 Reykjavík. Skiptir besta verðið máli? - Þegar bragðgæðin og besta verðið fylgjast að er valið engin spurning! 10 góðir saman Bestu kaupin! Á10 góðum stöðum GllDe&Pílfener Upplýsingasíða á Internetinu: http://come.to/gilde.info Borgarnes, Egilsstaðir, Eiðistorg, Hannover, Holtagarðar, ísafjörður, Mjódd, Selfoss, Stuðlaháls I

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.