Morgunblaðið - 08.08.1998, Blaðsíða 42
»42 LAUGARDAGUR 8. ÁGÚST 1998
MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ
+ Fríða Hjálmars-
dóttir, fædd
Guttesen, fæddist í
Þórshöfn í Færeyj-
um 6. nóvember
1927. Hún lést á St.
Jósefsspítala í
Hafnarfirði 1. júlí
síðastliðinn. For-
eldrar hennar voru:
Hjalmar Guttesen,
f. 18. október 1892,
d. 1962, og Elsebeth
. Elena Guttesen, f.
24. júlí 1894, d.
1978. Fríða var
íjórða af níu systk-
inum. Einnig átti hún þrjá hálf-
bræður.
Fríða giftist Elíasi ívarssyni,
fæddum Zachariasen, frá
Mykinesi íFæreyjum, árið 1950.
Þau skildu árið 1969. Fríða og
Elias eignuðust sjö börn, þau
eru: 1) Elín Jóhanna, f. 1949,
gift Erni Jónssyni, börn þeirra
eru: Hilmar Þór, Helga Björk
og Jón Örn. 2) ívar Hjálmar, f.
1951, kvæntur Ólafíu Illuga-
dóttur, börn þeirra eru: Hafliði
Þorsteinn, Svanur og Elías. 3)
.■ Elsebeth Elena, f. 1953, gift Jó-
hanni Frímanni Helgasyni, börn
þeirra eru: Þórdís Fríða, Sig-
urður Eyþór og Jóhanna. 4)
Guðlaug, f. 1955, sambýlismað-
Elsku amma okkar, nú þegar þú
ert fallin frá rifjast upp margar
góðar minningar um þig og þær
munum við geyma í hjörtum okkar.
Margs er að minnast,
margt er hér að þakka.
Guð sé lof fyrir liðna tíð
Margs er að minnast,
margs er að sakna.
Guð þerri tregatárin stríð.
Oss héðan klukkur kalla,
svo kahar Guð oss alla
til sín úr heimi hér,
þásöfnuð hansvérsjáum
og saman vera fáum
í húsi því, sem eilíft er.
(V. Briem.)
Með þessum orðum langar okkur
að minnast þín og biðjum Guð að
blessa þig.
Þín bamabörn
Jóhanna, Eyþór og Þórdís.
Það er kaldranalegt að tíminn
tók þig frá mér, því ef ég á að nefna
eitthvað eitt sem þú hafðir og varst
óspör á þá var það tíminn. Það var
sama hvar og hvenær, jafnt í vinnu
ur Siguijón H.
Valdimarsson, börn
þeirra eru: Sonja
Fríða, Vignir og
Hildur Osp. 5)
Linda, f. 1958, sam-
býlismaður: Cristo-
pher Bowen, börn
Lindu eru: Fríða
Kristín, Davíð Örv-
ar og Jón Ingi. 6)
Eva, f. 1960, sam-
býlismaður Bragi
Sveinsson, börn Evu
eru: Berglind
Svava, Guðrún Eyr-
ith, Sonja Björk og
Birna Jámbrá Sigríður. 7) Ingi-
björg Halla, f. 1962, börn henn-
ar eru Jóhannes Haukur og
Daníel.
Friða kom fyrst til Islands 16
ára gömul. Þegar hún var 19
ára kom hún aftur og fór þá til
Siglufjarðar og vann í sfld.
Seinna fluttist hún til Reykja-
víkur og vann þá á Elliheimilinu
Grund. Eftir að Fríða og Elías
stofnuðu heimili var hún heima-
vinnandi húsmóðir. Árið 1973
fór hún aftur að vinna utan
heimilis. Hún starfaði á Sól-
vangi í Hafnarfirði til 66 ára
aldurs.
Jarðarförin hefur farið fram í
kyrrþey að ósk hinnar Iátnu.
sem og heima fyrir, þú hafðir alltaf
tíma. Það var eins og þú lifðir ekki
eftir klukku því þú gast sagt mér
sögur svo tímunum skipti. Sögurn-
ar um þig og grallaraskap þinn sem
glöddu mig og komu mér til að
hlæja. Marga dagana gátum við
setið saman og spilað við eldhús-
borðið og rætt þar um ýmsa hluti.
Mér er það mjög minnisstætt að
sem barn kom ég oft til þín í vinn-
una og hve gaman mér þótti það.
Það angraði þig ekki hið minnsta
og tókstu mér alltaf opnum örmum.
Þar fékk ég alltaf bakkelsi og ef
kalt var í veðri gafstu mér heitt að
drekka, spjallaðir við mig eins og
ekkert væri eðlilegra en að ég væri
þama hjá þér.
Jólin gátu ekki verið haldin á
betri stað en heima hjá þér, húsið
var skreytt hátt og lágt, í augum
bams var þetta stórfenglegt og þú,
amma mín, virtist sjá ýmsa hluti
með barnsaugum og gast gert úr
hversdagslegum hlutum eitthvað
meira en öðrum er fært. En þegar
aldurinn fór að færast yfir þig tóku
veikindin að herja á þig og eftir eitt
hjartaáfallið töldu læknar þig ekki
eiga mikinn tíma eftir. Aftur sýndir
þú og sannaðir að þú gætir gefið
okkur meiri tíma og gafst okkur
fjögur ár í viðbót en að lokum
þurftir jafnvel þú, elsku amma, að
hlíta lögmálum tímans og lífsklukk-
unar. En það er eitt sem tíminn
hefur ekki frá mér tekið og það eru
allar minningarnar sem ég hef um
þig og þó að þú sért farin munu
þær halda áfram að lifa hjá mér.
Mikill er sá maður
sem ekld glatar
bamshjarta sínu.
(Mensíus.)
Sonja Fríða.
Minningu okkar ástkæru
mömmu og ömmu, sem lést 1. júlí
sl., viljum við tileinka þetta ljóð.
Orð eru fátæk en minningarnar eru
dýrmætar.
Þú fógnuð gafst mér,
sem flýr mig eigi.
Eg nýt þíns yndis
á nótt sem degi.
Mig dreymir ilm þinn,
ó, álfaman,
með hálsinn ljósan
með heiðasvan.
Með fegurð geislans
í fjaðra bliki,
sem bjarmi sólar
um barm þinn lyki,
þú hverfur aldrei
úr hugarsýn
uns ljósin slokkna
og lífið dvín.
(Þóroddur Guðmundsson.)
Blessuð sé minning hennar.
Ingibjörg Halla, Jóhannes
Haukur, Daníel.
Elsku mamma, amma og
langamma, nú ertu farin frá okkur.
Síðustu árin áttir þú við veikindi að
stríða.
Það er erfitt að hugsa til þess að
geta ekki setið hjá þér og talað við
þig en við vitum að þú ert hjá okkur
í anda. Okkur þótti alltaf svo gott
að koma til þín. Við fundum alltaf
svo mikla hlýju nálægt þér. Þú
varst alltaf glöð sama hvað bjátaði
á. Við gleðjumst yfir því að hafa
kynnst þér og alist upp hjá þér. Þú
lést okkur alltaf finna að við værum
velkomin til þín. Þín er sárt saknað.
Nú legg ég augun aftur,
ó, Guð, þinn náðarkraftur,
mínverivömínótt.
Æ,virstmigaðþértaka
méryfirláttuvaka
þinn engil, svo ég sofi rótt.
(S. Egilsson.)
Blessuð sé minning hennar.
Eva, Berglind, Guðrún,
Sonja, Birna og Árný.
FRÍÐA
HJÁLMARSDÓTTIR
SIGURSTEINN
ÁRNASON
+ Sigursteinn R.
Árnason tré-
smfðameistari fædd-
ist á Syðri-tílfsstöð-
um í Landeyjum 19.
desember 1905 og
fór útför hans fram
frá Neskirkju 7.
ágúst.
Látinn er mikill
sæmdar- og heiðurs-
maður, Sigursteinn
Amason trésmíða-
meistari, 92 ára að
aldri.
Hann var fæddur 19. desember
1905 að Syðri-Úlfsstöðum í Austur-
Landeyjum í Rangárvallasýslu, en
'fluttist ungur að árum með foreldr-
um sínum til Reykjavíkur, þar sem
hann ól síðan allan sinn aldur. Tré-
smíði lærði hann hjá föður sínum,
Árna Jónssyni rennismið og þá iðn
stundaði hann til æviloka. Um skeið
vann hann hjá Völundi og síðar hjá
Timburverslun Árna Jónssonar.
okkur ár vann hann sjálfstætt.
En lengst af stundaði hann marg-
víslega trésmíði í þágu
Háskóla Islands, allar
götur til 1993, þá 88
ára að aldri.
Fundum okkar Sig-
ursteins bar fyrst sam-
an eftir að hann var
kosinn í stjórn Spari-
sjóðs Reykjavíkur og
nágrennis á árinu
1974, en þar átti hann
sæti til 1985 og var rit-
ari stjórnar frá 1978,
eða í full sjö ár. Síð-
ustu árin sem hann sat
í stjóm hafði hann
áhyggjur af að hann sæti þar of
lengi. Hann yrði að víkja fyrir yngri
manni, sjálfur væri hann kominn
yfir sjötugt. En svo vel bar hann
aldur sinn og skarpa greind og svo
vel gegndi hann stómarstörfum
sínum, að það hvarflaði ekki að
mönnum að hann þyrfti að víkja úr
stjórninni vegna aldurs. Hann var
því stöðugt endurkosinn þar til
hann þvertók fyrir að gefa kost á
sér til stjómarkjörs á aðalfundi
1985. Þá vék hann úr stjóminni, en
hafði samt engu minni áhuga á
starfi sparisjóðsins og velferð hans
og starfsfólksins en meðan hann sat
í stjórninni. Um það bám tíðar
heimsóknir hans í sparisjóðinn gott
vitni.
Sigursteinn Árnason var einstak-
lega ljúfur og þægilegur maður,
sem vann hug og hjörtu allra sem
honum kynntust. Hann var ekki
stórgerður né fasmikill en ákaflega
tillögugóður og fastur fyrir þegar
því var að skipta. Hann var ekki
málskrafsmaður eða orðmargur en
hvaðeina sem hann lagði til mála
var í senn viturlegt og vel ígmndað.
Við í sparisjóðnum söknuðum Sig-
ursteins þegar hann hætti að koma
á stjórnarfundi, en heimsóknir hans
til okkar glöddu okkur þeim mum
meira. Og nú sjáum við hann ekki
oftar, glaðbeittan og velviljaðan, en
minningin um þennan einstaklega
góða dreng mun fylgja okkur um
ókmin ár. Við þökkum það lán að
hafa notið starfskrafta hans um
árabil og hafa fengið að kynnast og
eignast vináttu þessa öðlingsmanns
og fjölskyldu hans.
Við í Sparisjóði Reykjavíkur og
nágrennis sendum eftirlifandi eig-
inkonu hans, Sigríði Ólafsdóttur og
fjölskyldunni allri hugheilar samúð-
arkveðjur.
Baldvin Tryggvason.
FRIÐMAR B.
ÁRNASON
+ Friðmar B.
Árnason fædd-
ist á Bakka við
Bakkafjörð 17. júní
1918, en ólst upp á
Höfn við Bakka-
fjörð. Hann andað-
ist á hjúkrunar-
heimilinu á Vopna-
firði 30. júlí síðast-
liðinn. Hann var
sonur hjónanna
Árna Friðriksson-
ar, útvegsbónda á
Höfn við Bakka-
Qörð, og konu hans,
Petrínu Pétursdótt-
ur, húsfreyju. Systkini Frið-
mars voru fjögur: Eyþór Berg-
mann Árnason, f. 1.12. 1915, d.
5.5. 1990, sjómaður á Bakka-
fírði; Sigurður
Árnason, f. 26.12.
1919, d. 25.4. 1979,
framkvæmdastjóri
á Þórshöfnj Guðrún
Margrét Árnadótt-
ir, f. 17.8. 1921,
húsmóðir á Bakka-
firði, og Pétur
Bergmann Árna-
son, f. 8.5. 1924,
fyrrverandi raf-
veitustjóri og org-
anisti á Bakkafirði.
Friðmar var
ókvæntur og barn-
laus.
títför Friðmars fer fram frá
Skeggjastaðakirkju við Bakka-
fjörð í dag og hefst athöfnin
klukkan 14.
Friðmar hóf ungur sjómennsku
á smábátum frá Bakkafirði og
stundaði þá atvinnu allan sinn
starfsferil. Hann stundaði sjó-
mennsku víðar en á Bakkafirði,
m.a. mikið á sínum yngri árum frá
Vestmannaeyjum á vetrarvertíð-
um. Friðmar rak ásamt Eyþóri
bróður sfnum og föður litla útgerð
og fískverkun á Bakkafirði, þar
sem afli af bátum þeirra var verk-
aður í salt. Það var á þeim tíma
þegar hver fjölskylda verkaði sinn
afla sjálf og seldi utan og var fiskur
verkaður frá þeim bræðrum eftir-
sóttur á mörkuðum erlendis vegna
gæða. Og ekki þótti hákarlinn síðri.
Þær eru ófáar sjóferðirnar sem
við bræðumir fórum á okkar yngri
árum með Himma frænda eins og
við kölluðum hann ætíð, hvort sem
farið var að veiða rauðmaga, síld,
grásleppu, þorsk, skel eða hákarl.
Stundum kom það fyrir að þeir há-
karlar sem dregnir voru að landi
voru töluvert lengri en báturinn.
Það var mikið ævintýri fyrir litla
gutta þegar slíkt gerðist. Ög sagan
var bara hálfnuð þegar komið var
með aflann að landi. Þá tók við að-
gerð, hvort heldur var um hákarl
eða þorsk að ræða. Það eru forrétt-
indi fyrir unglinga að geta kynnst
atvinnulífi og tekið þátt í því á sama
hátt og við gátum kynnst sjó-
mennskunni og fiskverkun með
Himma frænda. Friðmar var mikill
veiðimaður og náttúrubarn, ekki
einungis á sjó, heldur og á landi þar
sem hann veiddi mikið af fugli og
einnig lagði hann stund á refaveið-
ar. Friðmar var af þeirri kynslóð
sem hugsaði um að vinna fyrir því
sem ætlunin var að eignast án þess
að taka lán en sú kynslóð lagði
grunninn að því velferðarþjóðfélagi
sem við nú byggjum á Islandi með
vinnusemi og spamaði.
Samskipti okkar bræðranna við
Himma frænda voru mikil þar sem
hann bjó lengi á heimili foreldra
okkar í Bergholti. Barngóður var
hann með afbrigðum og eru ófáar
samverustundirnar sem við bræð-
urnir áttum með honum. Þegar við
fórum að eldast og stunda sjó sjálf-
ir skorti aldrei ráð og heilræði til
handa frændunum, sem ekki var
lítils virði. Og alltaf var sjálfsagt að
hjálpa til, hvort heldur þurfti að fá
lánaðan bílinn til skemmtiferða eða
til þess að sækja okkur um jól í
misjöfnum verðum. Þá var það
alltaf Himmi frændi sem gekk á
undan bílnum þegar ekki sá lengur
handaskil og alltaf komum við heilir
heim. Minningarnar um Himma
frænda eru sterkar í huga okkar og
heilræði hans og góðvild mun nýt-
ast á lífsleiðinni hér eftir sem hing-
að til. Elsku frændi, far þú í friði og
Guð blessi þig.
Ámi, Kristinn, Bjartmar,
Baldur, Brynjar og Ómar.
Afmælis-og minn-
ingargreinar
MIKILL fjöldi minningargreina
birtist daglega í Morgunblaðinu.
Til leiðbeiningar fyrir greinahöf-
unda skal eftirfarandi tekið fram
um lengd greina, frágang og
skilatíma:
Lengd greina
Um hvem einstakling birtist
ein uppistöðugrein af hæfilegri
lengd á útfarardegi, en aðrar
minningargreinar um sama ein-
stakling takmarkast við eina örk,
A-4, miðað við meðallínubil og
hæfilega línulengd, - eða 2200
slög (um 25 dálksentimetrar í
blaðinu). Tilvitnanir í sálma eða
ljóð takmarkast við eitt til þrjú
erindi.
Formáli
Æskilegt er að minningar-
greinum fylgi á sérblaði upplýs-
ingar um hvar og hvenær sá,
sem fjallað er um, er fæddur,
hvar og hvenær dáinn, um for-
eldra hans, systkini, maka, og
börn, skólagöngu og störf og
loks hvaðan útför hans fer fram.
Ætlast er til að þessar upplýs-
ingar komi aðeins fram í formál-
anum, sem er feitletraður, en
ekki í greinunum sjálfum.
Undirskrift
Greinarhöfundar eru beðnir
að hafa skírnamöfn sín en ekki
stuttnefni undir greinunum.
Frágangur og
móttaka
Mikil áherzla er lögð á að
handrit séu vel frá gengin, vél-
rituð eða tölvusett. Sé handrit
tölvusett er æskilegt að diskling-
ur fylgi útprentuninni. Það eyk-
ur öryggi í textamenferð og
kemur í veg fyrir tvíverknað.
Þá er ennfremur unnt að
senda greinar í símbréfi - 569
1115 - og í tölvupósti (minn-
ing@mbl.is). Vinsamlegast send-
ið greinina inni í bréfinu, ekki
sem viðhengi.
Skilafrestur
Eigi minningargrein að birt-
ast á útfarardegi (eða í sunnu-
dagsblaði ef útför er á mánu-
degi), er skilafrestur sem hér
segir: í sunnudags- og þriðju-
dagsblað þarf grein að berast
fyrir hádegi á fostudag. í mið-
vikudags-, fimmtudags-, föstu-
dags- og laugardagsblað þarf
greinin að berast fyrir hádegi
tveimur virkum dögum fyrir
birtingardag. Þar sem pláss er
takmarkað, getur þurft að fresta
birtingu minningargreina, enda
þótt þær berist innan hins til-
tekna skilafrests. Berist grein
eftir að skilafrestur er útrunn-
inn eða eftir að útför hefur farið
fram, er ekki unnt að lofa
ákveðnum birtingardegi.