Morgunblaðið - 08.08.1998, Blaðsíða 50

Morgunblaðið - 08.08.1998, Blaðsíða 50
50 LAUGARDAGUR 8. ÁGÚST 1998 I DAG MORGUNBLAÐIÐ Helgi Ass vann Agdestein VELVAKAMH Svarað í síma 569 1100 frá 10-12 og 13-15 frá mánudegi til föstudags Óhirt svæði ELDRI borgari hafði sam- band við Velvakanda og er hann með fyrirspurn um hver eigi að sjá um auða svæðið sem er hjá hinu glæsilega mannvirki Stjórnstöðvar Landsvirkj- unar við Bústaðaveg, þar sem stytta Ásmundar af vatnsberanum er. Þetta svæði er svo illa hirt að skömm er að, sérstaklega þar sem þessi fallega stytta er staðsett þarna. Á ekki Reykjavíkurborg að sjá um hirðingu styttunnar og umhverfis í ki’ingum hana? Það er synd að svona faliegt svæði sé óhirt og stórbrotið listaverk sé látið standa þarna í illgresinu. Slæm símaþjónusta ÚTVARPSHLUSTANDI hafði samband við Velvak- anda og sagðist ekki ánægður með símaþjón- ustuna hjá Rás 2. Segist hann vera utan af landi og hann hafi reynt að hringja í rúma klukkustund og það hafi aldrei verið svarað. Hver gerir við sokkabuxur? ÞURÍÐUR hafði samband við Velvakanda og hefur hún áhuga á að vita hvar hægt sé að fá gert við nælonsokkabuxur. Þuriður er í síma 552 4149. Gott Morgunblað um verslunar- mannahelgi ÉG VAR mjög hrifin af helgarblaði Morgunblaðs- ins um Verslunarmanna- helgina. Vil ég eindregið hvetja þá sem ekki sáu blaðið að lesa það því í því voru t.d. þrjár mjög góðar greinar. Viðtalsgrein við Jón Steinar Gunnlaugsson, stórkostleg grein. Þarna er rætt við mann með mjög mikla réttlætis- kennd. Næsta grein var eftir Olaf Odd Jónsson og fjallar hún um kirkjuna, heimsráð kirkna og hvern- ig Tuto erkibiskup tjáir sig um samkynhneigð og að lokum sniðug og skemmti- leg grein eftir Pétur Pét- ursson, þul. Þetta var frá- bært blað til að lesa fyrir þá sem heima sátu um verslunarmannahelgina. Bryndís Bjarnadóttir. Þakklæti fyrir góða þjónustu ÉG.VIL senda stúlkunum hjá Tollstjóraembættinu, þeim Hrafnhildi og Lauf- eyju, sérstakar þakkir fyi'- ir einstaklega góða þjón- ustu og lipurð. Þ.A.H. Enn um spilakvöld ÉG ER eldri borgari sem stundar spilamennsku. Las ég í Velvakanda sl. fimmtudag kvörtun frá spilamannaeskju. Vil ég benda þeim sem sækja þessi spilakvöld á, að ef það er ekki ánægt og finnst eitthvað athugavert að tala við stjórnanda spilakvöldanna áður en kvartað er opinberlega og þá væri hægt að gera eitt- hvað í málunum. Eldri borgari. Tapað/fundið Refapels týndist REFAPELS týndist frá Hverfisgötu í Reykjavík. Pelsinn er síður, silfurgrár með ijósbrúnum hárum með gráu fóðri, kræktur að framan með litlum kraga. Pelsinn var inni í grárri hlífðarslá. Þeir sem hafa orðið pelsins varir hafi samband í síma 5518846 ogvs. 561 8166. Peysa og eyrnalokk- ur í óskilum PEYSA Jager-jakkapeysa grábrún, er óskilum á hár- greiðslustofunni Spörtu síðan 15. maí. Á sama stað fannst eyrnalokkur 31. júlí. Upplýsingar I síma 553 1755. Úr týndist á Akureyri UR, litað og silfur, Bulove Accutron, týndist á Akur- eyri sl. sunnudag. Urinu týndi erlend kona sem stödd er hér á landi og saknar hún þess mikið þar sem það er erfðargripur. Skilvis finnandi vinsam- lega hafi samband í síma 552 6970 og tali við Bryn- hildi. Dýrahald Perla er týnd PERLA kötturinn okkar hvarf frá Heiðarhjalla í Kópavogi þann 25. júlí sl. Perla á heima í Fagra- hjalla 9. Ef einhver hefur séð hana eða veit hvar hún er er hann vinsamlegast beðinn að hringja í síma 564 2963 eða 553 0078. SKAK Pmsjón Margeir Pútiirssun STAÐAN kom upp á breska meistaramótinu sem nú er að ljúka í Torqu- ay. Keith Arkell (2.455) var með hvítt, en Nigel Short (2.660) hafði svart og átti leik. 21. - Bxd4! 22. exd4 - Rxd4 23. Da3 - Hxel 24. Hxel - Rf3+ 25. Khl - Rxel 26. Da7 De7 og hvítur gafst upp því hann hefur tapað tveimur peð- um og er þar að auki í krappri vörn. Fyrir síð- ustu umferð- ina stóð Short afar vel að vígi, en staðan var þessi: 1. Short 8V4 v. af 10 mögulegum, 2. Sadler 7V4 v„ 3.-5. Peter Wells, Hebden og Miles 7 v. HOGNI HREKKVISI £r hcfnrv ertrv cxS SL&st ? '' Víkveiji skrifar... SKAK ílausdul, Noregi, 1.—9. ágúst MINNINGARMÓT UM ARNOLD J. EIKREM Þriðja mdtið í norrænu VISA-bikar- keppninni 1998-99 stendur nú yfir. Helgi Áss Grétarsson er í öðru sæti. YNGSTI stórmeistari okkar ís- lendinga, Helgi Áss Grétarsson, tek- ur nú þátt í minningarmóti um norska skákfrömuðinn Arnold J. Eikrem, sem haldið er í Gausdal í Noregi. Mótið er hluti af norrænu bik- arkeppninni sem VISA stendur fyrir. Sex um- ferðum _ er lokið og er Helgi Áss í öðru sæti með 5 vinninga. Hann vann góðan sigur á sterkasta stórmeistara Norðmanna, Simen Ag- destein, í sjöttu umferð, en Simen reyndist ís- lenskum skákmeisturum oft erfiður ljár í þúfu hér á árum áður. Áskell Om Kárason tekur einnig þátt í mót- inu og hefur staðið sig mjög vel. Eina tapskák hans var gegn Simen Ag- destein. Hann er með 4 vinninga í 5.-11. sæti. Röð efstu manna: 1 Jonny Hector SM 6 v. 2 Helgi Áss Grétarsson SM 5 v. 3-4 Heikki Westerinen SM, Ralf Ákesson SM 414 v. 5- 11 Simen Agdestein SM, Thorbjöm Hansen, Florian Mossakowski, Yaire Kraidman SM, Kevin Richardson, Gausel Einar SM, Áskell Örn Kárason 4 v. Simen Agdestein, 28 ára, er mjög þekktur í Noregi, ekki bara sem sterkasti skákmaður Norðmanna frá upphafi heldur lék hann einnig með norska landsliðinu í knattspymu. Hann þui-fti að leggja skóna á hilluna vegna meiðsla og hellti sér þá út í nám í félagsfræði. Síðasta ár dvaldi hann í Ástralíu við rannsóknir á því sviði. Helgi Áss tefldi mjög skynsamlega gegn honum, fór rólega af stað en lagði síðan agn fyrir Agdestein sem hann gat ekki staðist. Helgi hafði síð- an mjög góðar bætur fyrir peð þegar Norðmaðurinn lék af sér skákinni: Hvítt: Helgi Áss Grétarsson Svart: Simen Agdestein Hollensk vörn 1. d4 - e6 2. Rf3 - d5 3. c4 - c6 4. e3 - Bd6 5. Bd3 - f5 6. 0-0 - Rh6 7. b3 - De7 8. Re5 - 0-0 9. f4 - b6 10. Bb2 - Bb7 11. Rd2 - Rd7 12. Hcl - Rf6 13. cxd5 - Rxd5 14. Rdc4 - Bc7 15. De2 - a5 16. a3 - Hac8 17. Rf3 - Rg4 18. h3 - Rgf6 19. Rce5 - Bd6 20. Rc4 - Bb8 21. Hc2 - Rd7 22. g3 - R5f6 23. Rfe5 - g6 24. b4! - axb4 25. Rxd7 - Rxd7 26. axb4 - Bc7 27. e4 - Hfe8 28. Hel - fxe4 29. Bxe4 - Dxb4 30. Ba3 - Da4 31. Dd3 - Kg7 32. Bb2 - Rf6 33. Hal - Db5 34. Ha7! - Hb8 35. Bg2 - Rd5 36. He2 - He7? 37. Ba3! Vinningsleikur því eins og fram- haldið ber með sér er 38. Bxe7 ekki aðalhótun hvíts í stöðunni. Svarta drottningin er í ennþá meiri vand- ræðum en hrókurinn. 37. - Hf7 38. Hb2 - Rxf4 Eina leiðin til að frelsa drottning- una úr prísundinni. 39. gxf4 - Dh5 40. Re5 - Hxf4 41. Bxc6 - Bxe5 42. dxe5 - Dxh3? Örvænting eða skákblinda? Svarta staðan var hvort eð var gjör- töpuð eftir 42. - Hf7 43. Hf2! 43.Dxh3 og Agdestein gafst upp. Hannes og Helgi á Lost Boys-mótinu Stórmeistararnir Hannes Hlífar Stefánsson og Helgi Olafsson taka nú þátt í afar sterku og fjölmennu skák- móti í Antwerpen í Hollandi. Mótið heitir því einkennilega nafni „Lost Boys“-skákmótið. Nafnið er dregið af heiti fyrirtækisins sem skipuleggur mótið. Þegar sex umferðum er lokið er Hannes í 2.-7. sæti með 5 vinninga og Helgi fylgir fast á eftir með 4‘/2 vinning í 8.-14. sæti. Alls taka 400 skákmenn þátt í mótinu, sem skipt er í þrjá riðla. Islensku stórmeistar- arnir tefla í efsta flokki þar sem keppendur eru 120. Eins og áður segir er mótið mjög sterkt. Þannig eru t.d. sex keppendur með yfir 2.600 skákstig. Röð efstu manna er þessi að loknum sex umferðum: 1 Jeroen Piket 5!4 v. 2-7 Hannes H. Stefáns- son, Zurab Azmaiparas- hvili, Boris Avrukh, Michael Gurevich, Arthur Kogan, Rafael Leitao 5 v. 8-14 Helgi Ólafsson, Raj Tischbier- ek, Loek van Wely, Igor Sorkin, Matthias Roeder, Joel Lautier, Ivan Sokolov 4!4 v. o.s.frv. í sjöundu umferð hefur Helgi hvítt á móti franska stórmeistaranum Joel Lautier og Hannes hefur svart á móti tvítugum stórmeistara frá Israel, Boris Avrukh. Góð frammistaða Lilju Guðfríður Lilja Grétarsdóttir tek- ur nú þátt í skákmóti í Svíþjóð sem eingöngu er skipað konum. Hún hef- ur svo sannarlega staðið íýrir sínu á mótinu og er með þrjá vinninga þeg- ar fimm umferðir hafa verið tefldar. Átján skákkonur taka þátt í mót- inu og eru allar nema tvær með al- þjóðleg skákstig. Lilja er önnur þeirra. Hún virðist þó vera á góðri leið með að komast inn á stigalistann, því frammistaðan í fyrstu fimm um- ferðunum er upp á 2.236 skákstig. Efstar á mótinu eru: 1 Svetlana Agrest (2185) 4 v. 2-5 Johanna Paasikangas (2165), Silvia Buervenich (2170), Renata Henc (2195), Ilze Rubene (2165) 3!/2 v. 6 Guðfríður Lilja Grétarsdóttir 3 v. Bragi byrjar vel á Spáni Fimm íslendingar taka nú þátt í skákmóti á Spáni. Þeir byrja mótið vel og t.d. er hinn ungi og efnilegi skákmaður Bragi Þorfinnsson með fullt hús eftir fyrstu þrjár umferðirn- ar. Hinir eru ekki langt undan og mótið er rétt að byrja, þannig að enn getur allt gerst: Bragi Þorfinnsson 3 v. Jón Viktor Gunnarsson 2H v. Bergsteinn Einarsson 2/2 v. Jóhann H. Ragnarsson 2 v. Arnar Gunnarsson 2 v. Atkvöld verður haldið hjá Taflfé- laginu Helli mánudaginn 10. ágúst. Fyrst vei'ða tefldar 3 hraðskákir þar sem hvor keppandi hefur 5 mínútur til að ljúka skákinni og síðan þrjár at- skákir, með 20 mínútna umhugsun. Mótið fer fram í Hellisheimilinu í Þönglabakka 1 í Mjódd, efstu hæð. Mótið hefst kl. 20.00. Þátttökugjald er kr. 300 fyrir fé- lagsmenn Hellis (kr. 200 fyrir 15 ára og yngri), en kr. 500 fyrir aðra (kr. 300 fyrir 15 ára og yngri). Sigurveg- arinn fær máltíð fyrir tvo hjá Pizza- húsinu. Þá hefur einnig verið tekinn upp sá siður að draga út af handahófi annan keppanda, sem einnig fær máltíð fyrir tvo hjá Pizzahúsinu. Þar eiga allir jafna möguleika, án tillits til árangurs á mótinu. Á síðasta atkvöldi, sem haldið var í júlí, sigraði Daði Öm Jónsson, hlaut 5 vinninga. Gunnar Björnsson varð í öðru sæti með 4'Æ vinning. Margeir Pétursson Daði Örn Jónsson FERÐALÖGUM um landið undanfarnar vikur hefur það vakið athygli Víkverja að svokölluð handverkshús hafa sprottið upp eins og gorkúlur, nánast í hverju þorpi og hverri sveit. Víkverji heimsótti nokkur þeirra og finnst þau þjóðleg og skemmtileg viðbót við aðra verzl- un og þjónustu á landsbyggðinni. Fyrir ferðamenn er mjög til bóta að geta gengið að frumlegum og „ekta“ smíðisgripum í smáverzlunum af þessu tagi í stað þess að þurfa að leita uppi handverksfólkið sjálft eða láta sér nægja minjagripaskranið í kaupfélögunum. Víða mátti sjá fal- legt keramik, vandaðan útskurð og tóvinnu, þótt auðvitað sé innan um sitt af hverju, sem ekki er gert af mikilli kunnáttu eða smekk. En þeir, sem komið hafa handverkshúsunum á fót, eiga hrós skilið. VÍKVERJA fannst einkum og sér í lagi skemmtilegt að sjá hvernig til hefur tekizt á Grund í Svarfaðardal, en þar hefur gamla samkomuhúsið, eða Þinghúsið eins og Svarfdælingar kalla það, fengið nýtt hlutverk sem kaffi- og hand- verkshús. Þar mátti fá rammís- lenzkar veitingar með kaffinu og handverkið var fallegt. XXX VARFAÐARDALSHREPPUR sameinaðist í vor nágrannasveit- arfélögunum, Dalvík og Árskógs- strönd. Enn hefur nýja sveitarfélag- ið ekki hlotið nafn. I skoðanakönn- un, sem haldin var samhliða sveitar- stjórnarkosningunum, hlaut nafnið Árdalsvík, sem á að vera samsett úr nöfnum allra sveitarfélaganna þriggja, reyndar flest atkvæði. Fleirum en Víkverja finnst þetta einkar bjánaleg nafngift og nú segja gárungarnir að fari svo að Ólafs- fjörður og Hrísey bætist í hópinn, eins og upphaflega var áformað, verði sveitarfélagið að heita Óár- dalsvíkurey! XXX VÍKVERJI vill að síðustu hrósa sundlauginni á Dalvík, sem er ein sú glæsilegasta á landinu. Þar er frábær aðstaða fyrir börn, pott- ar, buslupollar, rennibrautir, fossar og bunur. Aðstaðan fyrir þau allra yngstu er með ágætum - jafnvel í karlaklefunum má finna barnastóla og skiptiborð. Sumar sundlaugar á höfuðborgarsvæðinu mættu taka sér þetta til fyrirmyndar. Helgi Áss Grétarsson
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.