Morgunblaðið - 08.08.1998, Síða 11

Morgunblaðið - 08.08.1998, Síða 11
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 8. ÁGÚST 1998 11 kenna, að tenging milli persónu- greindra gagna hjá samstarfslækn- um og ópersónugreindra gagna hjá IE gæti ekki átt sér stað nema með notkun dulmálslykils, að notkun dulmálslykils fari ekki fram nema undir eftirliti tilsjónarmanna Tölvu- nefndar og að dulmálslykilsins sé tryggilega gætt. Ljóst er að mikið magn heilsu- farsupplýsinga og lífsýna er sent ÍE með þessum hætti. Tölvunefnd hef- ur hins vegar lagt ríka áherslu á að það séu eingöngu samstarfslæknar IE sem merki gögnin með persónu- númerum en starfsmenn IE eigi þess engan kost að persónutengja þessar upplýsingar. Það kom hins vegar í ljós í eftirlitsferð Tölvu- nefndar í Nóatún í maí sl. að starfs- menn ÍE í þjónustumiðstöðinni í Nóatúni unnu í reynd með hin nafn- greindu gögn, þvert á þá skilmála sem nefndin setti, að mati nefndar- manna. „Athugunin sýndi að það eru starfsmenn Islenskrar erfða- greiningar hf. sem vinna með hin nafngreindu gögn en hvorki sam- starfslæknarnir (ábyrgðarmenn rannsóknanna) né fólk sem starfar í þeirra umboði. Þá leiddi athugun Tölvunefndar og í ljós að sá starfs- maður sem þar er í forsvari hafði aldrei séð skilmála Tölvunefndar og þekkti ekki efni þeirra. Er ljóst að við slíkar aðstæður er útilokað að samstarfslæknarnir geti ábyrgst fulla vernd þeirra upplýsinga sem þeir bera ábyrgð á gagnvart sínum sjúklingum eða það öryggi sem ætla verður að sjúklingar þeirra og aðrir þátttakendur treysti á. Samkvæmt því eru alvarlegir misbrestir á að samstarfslæknar og IE fari að þeim skilmálum sem Tölvunefnd seti til að tryggja persónuvernd þess fólks sem tekur þátt í umræddum erfða- rannsóknum," sagði m.a. í bréfi nefndarinnar til IE, sem sent var 27. mai sl. Var öll starfsemi þjónustumið- stöðvarinnar stöðvuð um tíma og aðilum veittur frestur til 20. júní að gera úrbætur. Lögð var áhersla á að tryggja yrði virkan aðskilnað þeirra sem unnu með persónu- greind gögn og ÍE og að eyða þyrfti allri óvissu um sjálfstæði þessa starfsfólks gagnvart fyiártækinu. Samkomulag náðist 9. júní sl. um að fyrirtækið fengi að halda áfram þessari starfsemi með skilyrðum, sem sérstakir tilsjónarmenn Tölvu- nefndar höfðu sett, en þau voru að núverandi forstöðumaður aðstöð- unnar í Nóatúni heyri beint undir tilsjónarmenn Tölvunefndar og taki ekki við fyrirmælum frá öðrum, að tilsjónarmenn ákveði hverjir hafí aðgang að Nóatúni og loks að til- sjónarmenn fundi með þeim sam- starfsaðilum ÍE sem vilji nota að- stöðuna í Nóatúni og þessir aðilar veiti tilsjónarmönnum skriflegt um- boð sitt til meðhöndlunar sjúkra- gagna. Tillögur ÍE til úrbóta Islensk erfðagreining hf. vann að tillögum um framtíðarlausn vegna starfsemi Þjónustumiðstöðvarinnar ásamt samstarfslæknum ÍE sem lagðar voru fyrir Tölvunefnd í lok júní. Þessum tillögum hefur Tölvu- nefnd hafnað eins og áður segir. Meginþættirnir í tillögum IE eru þeir að lagt er til að yfirstjórn þjón- ustumiðstöðvarinnar verði færð frá IE til sérstakrar sjálfstæðrar þriggja manna stjórnar og IE afsali sér boðvaldi yfír starfsfólki stöðvar- innar. IE greiði þó áfram laun þess. Meginhluti tillagnanna er í eftirfar- andi sjö tölusettum liðum: „1. Samstarfslæknir getur með sérstöku umboði falið framkvæmda- stjóra og starfsfólki ÞR að annast söfnun blóðsýna og heilsufarsupp- lýsinga fyrir sína hönd. Sömu aðilar geta undirbúið þessi gögn fyrir dulkóðun tilsjónarmanna. Kjósi samstarfslæknir að nýta mannafla ÞR, skal hann sækja um það í upp- haflegri umsókn til Tölvunefndar fyrir viðkomandi rannsókn. Hafí samstarfslæknir þegar fengið leyfi Tölvunefndar og hyggist hann nýta mannafla ÞR, skal hann sækja sér- staklega um viðbótarleyfi þessa efn- is til Tölvunefndar. 2. Yfirstjórn ÞR verður í höndum þriggja manna stjórnar. (Tölvu- nefnd) (dómsmálaráðuneytið) skip- ar stjómina til eins árs í senn, for- mann án tilnefningar (e.t.v. löglærð- an), einn stjórnarmann eftir tilnefn- ingu þeirra samstarfslækna sem hyggjast nýta sér mannafla ÞR og annan eftir tilnefningu IE. Dóms- málaráðuneytið ákveður þóknun stjórnar, sem greiðist af IE. 3. Stjórn ÞR fer með boðvald yfir starfsfólki ÞR og ræður fram- kvæmdastjóra. Framkvæmdastjóri ræður annað starfsfólk. Núverandi starfsfólk ÞR heldur sjálfkrafa áfram störfum, nema stjórnin ákveði annað. 4. Stjóm ÞR hefur sjálfstætt eft- irlit með starfsemi ÞR. Fram- kvæmdastjóri hefur með höndum daglega stjórn starfseminnar. 5. IE greiðir laun starfsfólks og annan kostnað við starfsemina og hefur með höndum fjárreiður. 6. IE afsalar sér boðvaldi yfir starfsfólki ÞR með sérstöku umboði til stjórnar ÞR. Leyfi samstarfs- læknis til að nýta sér mannafla ÞR samkvæmt lið 1 er háð því að um- boð ÍE til stjórnar ÞR sé ekki aftur- kallað. 7. Uppsetning og viðhald á tölvu- kerfi ÞR skal vera á hendi sjálf- stæðs aðila sem stjórn ÞR velur.“ í tillögum ÍE er einnig lagt til að bætt verði við nýjum lið við vinnu- ferli gagna er lúti að nafnleynd í samræmi við tillögur sem tilsjónar- menn Tölvunefndar hafa sett fram. Þannig geti samstarfslæknir falið þjónustumiðstöðinni, sem rekin er á kostnað ÍE, að safna blóðsýnum og heilsufarsupplýsingum fyrir sína hönd. Til að tryggja framkvæmd vinnuferilsins verði þjónustumið- stöðin undir sjálfstæðri þriggja manna stjórn. Bent er á í bréfinu til Tölvunefnd- ar til rökstuðnings þessum tillögum, að valin hafi verið sú leið sem hefði í för með sér minnstan kostnaðar- auka og óhagræði fyrir samstarfs- lækna, IE og aðra rannsóknaraðila, sem vegna jafnræðisreglna verði að lúta svipuðum skilyrðum í framtíð- inni. Skilið hafi verið með tryggileg- um hætti, í formlegu og efnislegu tilliti, á milli rannsóknarstarfsemi ÍE á Lynghálsi og þess undirbún- ings rannsókna sem fram fer í þjón- ustumiðstöðinni, sem hafi óhjá- kvæmilega í för með sér meðferð nafntengdra heilsufarsupplýsinga. Bent er á að engir þeir aðilar sem lúta boðvaldi IE í störfum sínum muni hafa aðgang að nafntengdum heilsufarsgögnum og að allir þeir hjúkrunarfræðingar sem vinni með nafntengd gögn í húsnæði þjónustu- miðstöðvarinnar hafi opinbert starfsleyfi og lúti lögbundinni þagn- arskyldu í störfum sínum. Itreka að starfsmenn IE megi ekki vinna með nafngreind gögn Tölvunefnd fjallaði um tillögum- ar á nokkrum fundum og komst að þeirri niðurstöðu að þær væru ekki fullnægjandi. „Tölvunefnd telur framkomnar tillögur engan veginn til þess fallnar að tryggja nauðsyn- lega persónuvernd við framkvæmd umræddra rannsókna. Hefur nefnd- in því ákveðið að hafna þessum til- lögum og hverfa ekki frá þeim skil- málum sem hún hefur sett fyrir framkvæmd erfðarannsókna á mönnum í samvinnu við Islenska erfðagreiningu hf. Samkvæmt því skulu einungis þeir læknar sem eru leyfishafar og ábyi'gðaraðilar um- ræddra rannsókna, eða fólk sem þeir ráða sér til aðstoðar, vinna með hin nafngreindu gögn. í því felst að hvorki starfsmenn Islenskrar erfða- gi'einingar hf. né aðrir óviðkomandi aðilar mega framkvæma það verk. Tölvunefnd bendir á þann mögu- leika að komið verði á laggirnar sjálfseignarstofnun um þann rekst- ur sem nú fer fram í Nóatúni 17. Skal tekið fram að Tölvunefnd gerir ekki athugasemdir við að íslensk erfðagi'eining hf. leggi umræddum læknum til húsnæði og tækjakost, telji læknarnir sig geta við slíkar vinnuaðstæður ábyrgst fulla vernd persónuupplýsinganna," segir í bréfi Tölvunefndar. FRÉTTIR Rithöfundurinn Fay Weldon í heimsókn á fslandi „Kvendjöfull“ í íslenskum skógi FAY Weldon í setustofu Hótels Holts undir málverki Gunnlaugs Blöndals af þremur konum að verka saltfisk. Breski rithöfundurinn Fay Weldon er stödd á Islandi og mun árita bækur sínar í dag í bókabúð Máls og menningar. Geir Svansson hitti hana á Hótel Holti og ræddi við hana um femínisma og fleira. RITHÖFUNDURINN Fay Weldon er vel kunn á Islandi fyrir skáldverk sín. Að minnsta kosti fjórar skáld- sögur hennar hafa verið þýddar á ís- lensku: Praxis (1981), Ævi og ástir kvendjöfuls (1985), Sveitasæla (1989) og Brandari breiðvöxnu kon- unnar (1989). Þær nutu vinsælda og sumar voru endurprentaðar en eru nú allar uppseldar. Weldon er stödd hér á landi í fríi ásamt eiginmanni sínum, Nicolas Fox. Hér eru þau búin að vera í nokkra daga og hafa til þessa skoð- að sig um á Suðurlandi. Þau stefna norður í Iand um helgina en áður ætlar Fay að veita íslenskum aðdá- endum sínum þá ánægju að árita fyrir þá bækur sínar, nýjar og gamlar, í bókabúð Máls og menn- ingar á Laugavegi, frá því klukkan tvö eftir hádegi í dag. Rithöfundurinn gaf sér tíma til að spjalla við blaðamann á Hótel Holti yfir kaffibolla. Hún segist hafa komið til Islands áður, fyrir um áratug, á ráðstefnu. Þá gafst lít- ill tími til að skoða sig um en nú er hún komin til að bæta úr þvi. „Nú er ég búin að skoða Heklu, hveri og spóka mig í íslenskum skógi,“ segir Weldon og hlær. Samræðurnar dvelja ekki lengi við náttúruna. Skáldskapinn ber fyrst á góma en fyrr en varir snúast umræðurnar að femínisma. Fay Weldon hefur löngum verið þekkt fyrir femíníska afstöðu í ski'ifum sínum. Sumar skáldsögur hennar, eins og t.d. Praxis og Ævi og ástir kvendjöfuls, voru ekki bara skemmtilegar sögur heldur hressi- legt innleg í kvennabaráttu á 7. og 8. áratugnum og ef til vill hafa fáar skáldsögur unnið málstaðnum jafn- mikið fylgi meðal kvenna. Að lik- indum um var hún kvendjöfull í augum margra karla. Beitir ekki stílvopnum í söinu átt og áður Og Fay Weldon er enn að með hvössu stflvopnin sín. En nú beinir hún þeim ekki í sömu átt og áður. Sumir segja að hún hafi hreinlega snúið blaðinu við. Ein sú bóka sem hún hyggst árita er nýútkomið safn smásagna sem heitir á frummálinu A Hard Time To Be a Father, sem kannski mætti nefna Föðurharðindi upp á íslensku. Nú halda kannski margir að titillinn sé í meira lagi írónískur eða háðskur. En svo er ekki. Henni er alvara og telur að nú sé svo komið að jafnvel halli á karl- menn í kynjamálum. Að vonum er hún álitin hreinasti svikari í augum sumra femínista. Á undafórnum árum og misserum hefur hún gert mörgum þeirra gramt í geði og m.a. staðið í ritdeil- um vegna þessara mála. Eg spyr hana af þessu tilefni hvort afstaða hennar til femínisma hafi breyst á róttækan hátt. Hún svarar í fyrstu játandi en síðan. „Nei, ég held að heimurinn hafi breyst, að samfélag- ið og afstaða fólks til kynferðis (gender) hafi breyst: Það þýðh- ekkert að láta sem tíminn hafi stað- ið í stað í 25 ár. Áður fyrr hallaði vissulega á konur en nú lítur allt út fyrh' að sú staða sé í nánd að hlut- verkin snúist algerlega við. Nú eru það karlarnir sem hafa ástæðu til að finnast sér ógnað!“ segir Fay og hlær við. „Kannski er réttara að segja að þetta ástand sé að byrja að koma í ljós. En auðvitað er þetta mismunandi eftir þjóðfélögum og menningarsvæðum." Fay hafnar í raun allri tölfræði sem bendir til þess að ávinningur kvenna varðandi laun og stöður eft- h' alla baráttuna sé ákaflega rýr. „Konur fá sömu laun og karlar fyrh' sömu störf, svo lengi sem þær eign- ast ekki börn. Vandamáhð er því ekki fordómar kai'la heklur líf- fræðilegt!" Hún hefur áhyggjur af vinnuálagi á konur, og karla, og þeirri nauðhyggju sem hún telur ríkjandi að konur verði að láta bömin sín frá sér á bamaheimili „ríkisins", eins og hún segir að gildi um sitt heimaland. Fyrirtæki hugsi um íjölskyld- una jafnframt gróðanum Atvinnuleysi og efnahagskreppur hafa, að mati Weldon, haft mikil áhrif á kvennabaráttu og atvinnu- leysi er áhyggjuefni; um leið og það kemur til verði þrýstingurinn á fjöl- skyldur óbærilegur. Hún hefur áhyggjur af ábyrgðarleysi þeh'ra sem ráða ferðinni. „Okkar eina von er að fyrirtækin taki ábyrgari af- stöðu og hugsi um fjölskylduna jafnft'amt gróðanum. Það mundi t.d. skipta miklu að draga úr vinnu- álagi. Allir vilja vinna en ekki of mikið. Margir atvinnurekendur em upplýstir og taka meira tillit til þessara þátta. En enn sem komið er höfum við í Englandi lengstan vinnutíma allra í Evrópu og jafn- framt minnsta framleiðni. Þessi at- riði haldast ekki í hendur. Þreytt, óánægt fólk vinnur ekki vel. Eg er reyndar að verða marxísk á gamals aldri, sem ég hef aldrei verið,“ segir hún og hlær. „Um leið og eitthvað verður nógu úrelt þá er kominn tími til að nota það aftur!“ Hún hefur áhyggjur af þeiná frjáls- hyggju sem nú veður uppi. „Mark- aðshyggjan hefur í fór með sér að samfélagsleg ábyrgð minnkai'. Margir auðgast án þess að bera nokkra ábyrgð. Allir virðast geta vikið sér undan ábyrð!“ Afstaða til fjölskyldunnar er einkum það sem hefur breyst í af- stöðu Weldon. Hún hefur áhyggjur af fækkandi barneignum. „Þetta er sorglegt fyrir mannkynið. En kannski er þetta skynsamleg niður- staða þegar litið er til þess hvemig heimurinn er.“ Sjálf á Fay fjóra syni og þrjá stjúpsyni. Hún viðurkennir að það sé ef til vill ekki veigaminnsta ástæðan fyrh' breytti’i afstöðu henn- ar gagnvart kai'lmönnum og áhyggjum af því að þeir séu að verða undir og gott sem búnir að glata sínu hlutverki: „Maður fer smám saman að sjá hina hliðina." Fay segist samt ekki orðin afhuga femínisma: „Eg vil ekki að þessi af- staða mín sé álitin fjandsamleg femínisma. En femínismi þai'f víðari sjóndeildai'hring ef hann á að vera gagnlegur í raunveruleikanum en vera ekki bara heilög vandlæting sýknt og heilagt. Hann verður að þenjast og sjá að réttindi kvenna byggjast á því að karlar séu til líka.“ Kynjastríðinu verður að Iinna Fay er á þvi að „kynjastríðinu“ verði að linna en án þess að allt fari í sama farið og áður. „Það hefur orðið bylting og eftir hana þarf að taka til. En hún má ekki stöðvast. Stöðugleiki er ekki eftirsóknarverð- ur. Næsta skref er sameiginleg barátta karla og kvenna fyrir breytingum." En er Fay, þegar allt kemur til alls, kannski einkum að ögra með skrifum sínum, að leika það sem kallað er á frönsku provocateur! „Nei, nei, nei, alls ekki. Ég á við, það vil ég alls ekki, þó það sé kannski oft óumflýjanlegt að ögra.“ En svo heldur hún áfram með glettnisglampa í augum: „Ég vil ekki ögra; ég vil bara að allir séu á sama máli og ég,“ segir Fay og skellir upp úr. „Sem er auðvitað allt annar handleggur og ég bara skil ekki af hverju það gerist ekki! Fólk er svo ári erfitt!“

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.