Morgunblaðið - 08.08.1998, Síða 34

Morgunblaðið - 08.08.1998, Síða 34
f 34 LAUGARDAGUR 8. ÁGÚST 1998 AÐSENDAR GREINAR MORGUNBLAÐIÐ Lítill gluggi „I prósaljóðinu Veggurinn eftirZbigni- ew Herbert erþví lýst hvernig náttúran reynir að eyða múrnum. Eftir hundrað, tvö hundruð ár verður sjáanlegur lítill gluggi. “ Eitt af helstu skáld- um og hugsuðum Pólverja, Zbigniew Herbert, lést ný- lega. Hann varð kunnur erlendis á sjötta ára- tugnum þegar pólsk ljóðlist fór að vekja athygli, ekki síst vegna þess andófs gegn stjómvöldum sem hún lýsti. Herbert var tahnn eitt fremsta skáld kynslóðar sinnar, oft nefndur í sömu andrá og Ta- deusz Rózewicz, en fyrirrennari þeirra var að margra mati Adam Wazyk. Wazyk orti ljóðaflokk sem oft hefur verið vitnað til, Ljóð handa fullorðnum, og VIÐHORF hefur eitt ljóð- anna verið þýtt Eftir Jóhann á íslensku. Þar Hjálmarsson stendur m.a. að í sósíalísku samfélagi geti maður stungið sig í fíngur án þess að fínna til. Menn stungu sig í fingur og það var sárt. Þá fóru þeir að efast. I prósaljóðinu Veggurinn eftir Herbert er því lýst hvemig nátt- úran reynir að eyða múmum. Eftir hundrað, tvö hundruð ár verður sjáanlegur lítill gluggi. Áður en múrinn féll komu yngri skáld og ortu í anda hinna eldri. Síðan féll múrinn. Eg heyrði nokkur þeirra tala um framtíðina. Það sem þau óttuð- ust mest var ekki sósíalisminn heldur markaðshyggjan sem þau sögðu að væri engu betri. í stað kommúnista myndi auðvaldið ráða og það væri yfirleitt ekki hlynnt menningu. Eg hugsaði sem svo: Það verð- ur alltaf eitthvað íyrir skáld að kljást við. Mörg skáld þurfa voldugan óvin til þess að geta haldið áfram að yrkja. Tékkneska skáldið Miroslav Holub sem lést í Prag í júlí hefði getað tekið undir þetta. Þegar ég spjallaði við hann á bóka- stefnunni í Frankfurt 1992 lagði hann áherslu á að margt hefði snúist til betri vegar í Tékkóslóvakíu, en bætti við: „I fyrstu var allt svo gott og dá- samlegt, en síðan kom í ljós að öll vandamál höfðu ekki leyst í einni andrá. Sumir em enn þrúgaðir. Maður verður engu að síður að vera móttækilegur og ábyrgur og jafnframt bregðast við því sem gerist af fullri ein- urð.“ I Rússlandi hafa verið dregin fram handrit skáldsagna sem deila á Sovétskipulagið og hafa beðið birtingar í dimmum kjöll- umm og á leynilegum stöðum þar sem talið var að fulltrúar kerfísins kæmust ekki í þau. En hver vill gefa þessi handrit út nú? Sovétskipulagið er úr sér gengið. Til þess að koma út þyrftu þessi handrit að vera bókmenntaleg meistaraverk, en slík verk em fáséð. Flest bókmenntaverk era mjög háð tímanum og samtíð sinni. En ekki öll. Prósaljóð Herberts um keisarann er til dæmis algilt, efni þess getur verið liðin tíð eða samtími okkar, okkar eigið land eða fjarlægar álfur: „Einu sinni var keisari. Hann var með gul augu og rándýr- skjálka. Hann bjó í marmara- höll fullri af lögregluþjónum. Einmana. Vaknaði hljóðandi um nætur. Engum þótti vænt um hann. Mest yndi hafði hann af veiðum og ógnunum. En lét mynda sig með bömum hjá blómum. Þegar hann dó þorði enginn að taka myndina af hon- um niður. Gáðu að, kannski hef- urðu enn ekld fjarlægt grímu hans úr húsi þínu.“ Tadeusz Rósewicz beindi ljóð- um sínum inn á brautir daglegs máls og orti eins einfalt og hugsast gat. Hann sagðist minnast þess að einu sinni hefðu skáldin ort ljóð, en margt annað væri hægt að taka sér fyrir hendur. Rósewicz var trúr þeirri stefnu sem hann hafði markað, dýrkeypt reynsla stríðs og síðar ógnarstjórnar hélt áfram að móta skáldskap hans. Hann Iýsti því yfir að hann vildi ekki yrkja falleg Ijóð. Áður beið hann eftir innblæstri en nú læt- ur hann ljóðin sleppa undan sér, verða að engu, gleymast. Hann nefnir hlutina sínum réttu nöfn- um. I siðustu ljóðum sínum yrk- ir hann mikið og af raunsæi um dauðann, eyðingu mannsins og vamarleysi. Zbigniew Herbert gerðist aft- ur á móti æ klassískari í anda skálda eins og Czeslaw Milosz (sem fékk Nóbelsverðlaun 1980). Gagnrýni hans og ádeila var falin bak við gervi fortíðar- innar. í Pan Cogito (1974) legg- ur hann þó áherslu á að orð skáldsins eigi að vera vitnis- burður og þar er hann opinskár án þess að hafna þeim klassíska heimi sem hann sækir svo oft næringu til. Fræðimenn hafa oft borið þá Rósewicz og Herbert saman og niðurstaðan er yfirleitt sú að þótt margt sé skylt með þeim séu þeir ólíkir. Rózewicz er í uppreisn gegn ýmsum gildum og efast um sjálfan skáldskap- inn. Herbert fer hefðbundnari slóðir. Hann yrkir í upphafnari stíl eins og fyrirrennarar hans (meðal þeirra Milosz) og sið- rænn boðskapur hans er mann- úðarstefna. Hann telur ekki að ýmis grandvallaratriði skáld- skaparins séu rokin út í veður og vind heldur tileinkar sér lær- dóma arfleifðarinnar. Nýjung hans er talin tvísæið, efasemdir sem girða fyrir skáldskaparlega og félagslega lausn. Dæmi Her- berts hefur verið leiðbeinandi fyrir yngri skáld eins og Adam Zagajewski, Julian Komhauser, Ryszard Krynicki, Ewa Lipska og Stanislaw Baranczak. Wislawa Szymborska sem hlaut Nóbelsverðlaunin 1996 stendur nær Herbert en Rózewicz. Hún er skáld sem leynir mjög á sér, beitir oft tví- sæi og er fyndin á sinn varkára og hljóðláta hátt. Það kemur ekki á óvart að við fréttina um lát Herberts gat hún þess sér- stakiega að hann hefði verið mikill hugsuður. Andi mannúð- arstefnu og arfleifðar er ríkur í verkum beggja þessara skálda. Brjóstamjólk er náttúruauðlind AUÐLINDIR þjóð- arinnar hafa mikið ver- ið til umræðu að und- anfomu. Brjóstagjöf er gjöf náttúrannar til móður og bams henn- ar. Það er ánægjulegt að til sé náttúraauðlind sem hægt er að virkja okkur öllum til heilla. Brjóstamjólkin er holl- ustudrykkur í heimsins fallegustu og fjöl- breyttustu umbúðum sem notast aftur og aftur og era því mjög umhverfisvænar. Móð- urmjólkin er alltaf við rétt hitastig og framleiðslan helst í hendur við eftirspum. Brjósta- mjólkin er hin fullkomna fæða, alltaf rétt samsett fyrir barnið. Umhverfisvemd og brjóstagjöf era tengd órjúfanlegum böndum. Foreldrar brjóstabarna hugsa e.t.v. ekki mikið út í þessa hluti dags daglega en þeir sem þurfa að hafa bamið sitt á þurrmjólk kom- ast fljótt að því að ýmislegt „auka“ fylgir pelagjöfinni. Umbúðir undan þurrmjólkurdufti, pelar, túttur og sótthreinsibúnaður. Töluverður tími og orka fer í að hita þurr- mjólkina og sótthreinsa hjálpar- tækin. Þurrmjólkurduft er að mestum hluta framleitt úr kúa- mjólk. Kýmar þurfa ræktað land til að bíta. Regnskógar era jafnvel höggnir til að rækta land fyrir þurrmjólkurframleiðslu. Kýr gefa frá sér mengandi lofttegundir (megangas) sem eykur gróður- húsaáhrifin í heiminum. Verksmiðjur sem framleiða þurrmjólkurduft þurfa orku til framleiðslunnar. I flestum löndum heims era einungis til orkugjafar sem era mjög mengandi fyrir um- hverfið s.s. olía og kol. Verksmiðj- urnar ósa mengandi efnum út í andrúmsloftið. Mikið eldsneyti fer í að flytja þurrmjólkurduftið til neytandans með skip- um, flugi eða bílum. Öll þessi farartæki menga líkt og verk- smiðjurnar. Vatn er notað til að blanda þurrmjólk og sótt- hreinsa pela og túttur. Þessi náttúraauðlind er víðast hvar af skomum skammti og ekki alltaf hrein og tær. Flest af þeim hjálpartækjum sem notuð era era ekki úr endurvinnanlegum efnum og hlað- ast því upp í náttúranni. Ennfrem- ur fer mikil orka í að framleiða þessar vörar. Ástæðan fyrir svo ríkri áherslu á þessi mál er sú að það stefnir í óefni. Börnin okkar fá ef til vill Vistvænir lifnaðar- hættir gera ráð fyrir, segir Guðrún Olafsdóttir, að við brjóstfæðum afkvæmi okkar. ekki sömu möguleika og við til að komast af hér á jörðinni. Á Ríó- ráðstefnunni frægu 1992 bundust þjóðir heims samtökum um að gera eitthvað róttækt í málunum. Hefjast átti handa við gerð um- hverfisáætlunar fyrir hvert sveit- arfélag í viðkomandi landi. (Local Agenda 21.) Brjóstagjöf er milálvæg í þessu samhengi því hún hefur áhrif á svo margt í sveitarfélaginu. Það era ekki bara augljósir þættir eins og minnkun sorps. Brjóstagjöfin tengist þessu miklu dýpra og spyr spuminga um lífsgildi og rétt ein- staklingsins. Vistvænir lifnaðarhættir gera ráð fyrir að við brjóstfæðum af- kvæmi okkar. Því ætti mannfólkið að ala afkvæmi sín á mjólk ein- hverrar annarrar dýrategundar nema í algjörri neyð? Það gefur augaleið að samsetning kúamjólk- ur getur ekki verið það besta fyrir mannanna börn, enda gerð fyrir nautgripi. Að mínu áhti er brjósta- mjólk annarrar móður og þá helst einhverrar í fjölskyldunni besti kosturinn fyrir móður sem ekki getur brjóstfætt barn sitt. Sam- setningin hlýtur að vera líkari móðurmjólkinni en kúamjólkin. Ég geri mér þó ljóst að þetta er ekki einföld lausn vegna t.d. ýmissa sjúkdóma. Ég leyfi mér að hafa efasemdir um að allar þessar kýr sem leggja til mjólk sína til þurr- mjólkurframleiðslu séu svo kýr- hraustar, þær hafa e.t.v. verið á lyfjum og bitið gras sem ræktað er með ólífrænum áburði. Nú er ég víst komin út í viðkvæma sálma. Það er alltaf mikilvægt að vera í tengslum við sinn innsta kjarna og mikilvægið eykst þegar maður verður foreldri. Fyrir hvað stend ég og hvaða gildi vil ég að börnin mín læri? Nær undantekningar- laust heyri ég á foreldram að þurr- mjólkurgjöf er þeim ekki að skapi og er yfirleitt þrautalending eftir mikið basl og erfiðleika við brjóstagjöf. Uppörvun, stuðningur og fræðsla gerir kraftaverk. Hjálparmæður BARNAMÁLS að- stoða mæður og fjölskyldur þeirra við brjóstagjöf og er allt starf okk- ar unnið í sjálfboðaliðavinnu. Höfundur er innanhússarkitekt og hjálparmóðir á vegum Barnamáls. Guðrún Ólafsdóttir Mun borgarstjóri segja af sér? ÞAÐ vakti athygli fyrir borgarstjómar- kosningamar nú í vor hve hart var deilt um fjárhagsstöðu borgar- innar. Áberandi var hversu mikið bar á milli fylkinga í þeim málum. I kynningarefni R-list- ans fyrir kosningar mátti alls staðar sjá fullyrðingar um að „böndum hefði verið komið á fjármál borgar- innar“, „skuldasöfnun borgarsjóðs stöðvuð“ og að „borgarsjóður hafi verið rekinn án halla“. Sjálfstæðisflokkurinn taldi hins vegar af og frá að árangur hefði náðst. Þvert á móti hefði R- listinn bæði aukið skatta og skuldir í einu mesta góðæri sem íslenska þjóðin hefur séð. Það var hins vegar ekki hægt að fá úr því skorið hvor aðilinn hefði rétt fyrir sér þar sem ársreikningar borgarinnar vora ekki lagðir fram fyrr en eftir kosn- ingar. I ljósi fullyrðinga R-listans fyrir kosningar um bætta fjárhagsstöðu er ahtyglisvert að skoða ársreikning Reykjavíkurborgar sem nú liggur loks fyrir. í ársreikningnum og meðfylgjandi skýrslu borgarendur- skoðanda kemur skýrt fram að sýndur afgangur á borgarsjóði á ár- inu 1997 er einungis til kominn vegna þess að hlutafélag, sem er 100% í eigu Reykjavíkur- borgar og þar af leið- andi að fullu á ábyrgð borgarsjóðs er látið „kaupa“ allar félagsleg- ar íbúðir Reykjavíkur- borgar. „Salan“ er skráð sem „tekjur“ fyr- ir borgarsjóð upp á litl- ar 4.238 milljónir króna og það kemur skýrt fram í ársreikningi borgarsjóðs að þessi gjömingur bætir stöðu hans á pappímum um 2.678 milljónir króna. Fjárhagsstaða Reykjavíkurborgar batna að sjálfsögðu ekki neitt í raun því að einungis er um færslu fjár- muna á milli reikninga borgarinnar að ræða. Enda sér borgarendur- 1997 mkr. Skatttekjur nettó 14.686,3 Rekstur málaflokka (12.345,8) Vextir af hr. veltufé 16,7 Greiðslubyrði lána (892,1) Til ráðst. eftir gr. lána 1.465,1 Fjárfestingar samtals (577,0) Oráðst. tekjur ársins 888,1 Borgin er ekki rekin hallalaust eins og borg- arstjóri staðhæfði, segir Guðlaugur Þór Þórðarson, þvert á móti er raunverulegur halli um tveir milljarð- ar króna. skoðandi ástæðu til að taka fram að ef ekki hefði komið til þessara reikningskúnsta hefði hallinn á borgarsjóði verið allt að 1.820 millj- ónir króna (ef tapið á félagsbústöð- um er tekið með annars 1.779,9 milljónir sjá töflu) eða nær 2 þús- und milljónir. Það samsvarar því að hallinn á ríkissjóði væri 16 milljarð- 1997 mkr. (Án áhrifa vegna sölu eigna til Félagsbústaða hf.) 14.686,3 (12.345,8) 16,7 (892,1) 1.465,1 (3.245,0) (1.779,9) Guðlaugur Þór Þórðarson Rauntölur (á meðalverðlagi ársins 1997)

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.