Morgunblaðið - 08.08.1998, Blaðsíða 54

Morgunblaðið - 08.08.1998, Blaðsíða 54
6 OTT FÓIK • SlA í 54 LAUGARDAGUR 8. ÁGÚST 1998 MORGUNBLAÐIÐ Morgunblaðið býður þér að fá blaðið þitt sérpakkað og merkt á sölustað nálægt sumarleyfis- Staðnum þínum hér á landi. Nýttu þér þjónustu Morgunblaðsins og fylgstu með. Hringdu í áskriftardeildina í síma FÓLK í FRÉTTUM MYNDBÖND Krúsó í gettóinu Eyjan í Þrastargötu (The Island on Birdstreet) Str íðsdrama ★★★ Leikstjórn: Soren Kragh-Jacobsen. Aðalhlutverk: Jordan Kiziuk og Patric Bergin. 107 mfn. Fjölþjóðleg. Háskólabió, júlí 1998. Leyfð öllum aldurshópum. ALEX (Jordan Kiziuk) er lítill strákur sem býr ásamt foður sín- um (Patric Bergin) og gömlum frænda í einu af gettóunum illræmdu í Pól- landi seinna- stríðsáranna. Enginn veit hvert farið er með fólkið sem lendir í „úr- vali“ nasist- anna, en aldrei fréttist neitt af því aftur. Þremenn- ingarnir sleppa við þessi örlög þar til einn daginn að loka á gettóinu og tæma það endanlega. Alex kemst undan og heitir foður sínum að bíða hans þar til hann snúi aft- ur, en þangað til er hann einn og innilokaður í mannlausu hverfi sem stormsveitir nasista rannsaka fyr- irvaralaust og hvenær sem er. Mikill fjöldi kvikmynda hefur verið gerður um viðurstyggð helfarar Gyðinga í heimsstyrjöld- inni síðari. „Eyjan í Þrastargötu" sker sig úr þeim hópi fyrir margra hluta sakir. Hún fjallar um barn og miðast við sjónarhorn þess, auk þess sem sagan er stöðugt miðuð við og sögð út frá skáldsögu Dani- els Defoe um Róbinson Krúsó. Alex styttir sér stundir í ömurlegu umhverfi sínu með því að lesa sög- una og sér hvarvetna hliðstæður með aðstæðum sínum og skipbrots- mannsins fræga. Hann fer að for- dæmi hans og bjargar sér með því úr ófáum hættum. Hann er sann- færður um að faðir hans muni koma aftur og bíður björgunar með hughreysti og þolinmæði. Danski leikstjórinn Spren Kragh-Jacobsen hefur skipað sér í fremstu röð í sínu heimalandi með myndum eins og „Drengjunum frá St. Petri“ og „Skugganum af Emmu“. Þessi mynd er stærsta og dýrasta mynd hans hingað til og er árangurinn hin prýðilegasta kvik- mynd. Líkt og fyrri myndir hans er „Eyjan í Þrastargötu“ ákaflega dramatísk, eiginlega melódramat- ísk í byggingu. Sagt er frá hetju- dáð úr óvæntri átt; frá mætti lítil- magnans gagnvart óréttlátu of- urefli. Sviðsmynd og lýsing eru mjög áhrifamiklar og minna gjarna á leiksvið. Skel raunsæisins er því þunn þegar að er gáð. Þessi helfar- arútgáfa er jafnframt , óvenju manneskjuleg, því reynt er að draga úr þeirri hefð að persónu- gera illsku nasismans með mönn- ' um sem klæðast illræmdum ein- kennisbúningum. Það voru ósköp venjulegir menn í öllum herjum þessa hroðalega stríðs þar sem saman blönduðust ljúfmenni og : óþokkar sem allir hlýddu sínum skipunum. Þessi fallega og áhrifa- mikla mynd er enn eitt merkið um styrk danskrar kvikmyndagerðar. % Guðmundur Ásgeirsson gaman HAWAIIAN Tropic er elsta merk- ið á Bandaríkjamarkaði sem selur sólarhúðvörur. Fyrirtækið heldur árlega keppni í apríl þar sem valin er Miss Hawaiian Tropic Intemational úr fulltrúum fjöl- margra landa. Fulltrúi Islands þetta árið er Hlín Einarsdóttir, og er hún nýkomin frá eyjunni fógru Hawaii. Þar dvaldi hún i viku ásamt fjórtán öðrum keppendum. Þær voru í auglýsingamyndatöku fyrir dagatal íyrirtækisins sem er útbreitt í Bandaríkjunum, og einnig verða myndirnar notaðar í auglýsingar sem birtast í tísku- og fegurðartímaritum. -Hvernig komst Hlín í þessa eftirsóknarverðu stöðu? „Ég er á skrá hjá Eskimo Mod- els og skrifstofan valdi mig sem fulltrúa íslands," útskýrir Hlín. „Maður verður að vera mjög kven- lega vaxinn, þ.e.a.s hafa mjaðmir og brjóst, en margar fyrirsætur eru einmitt mjög grannvaxnar. Hawaiian Tropic vilja frekar stúlk- ur sem eru meiri kynbombur." - Er ekki algjört skilyrði að vera mjöghrún? „Jú, ég var mjög vel styrkt af He j ilsu og fegurð. Þau eru með ljósa- ! tíma og alls konar góðar snyrti- og t líkamsæktaraðstöðu. Ég lá í ljós- i um með brúnkukrem á mér. ; Keppnin var svo haldin í apríl í Las j Vegas, og það var rosalega gam- j an, við vorum í rauninni bara j að skemmta okkur. Stelpan sem ; vann heitir Jennifer England og er í frá Michigan í Bandaríkjunum." Sérstaklega valin af eigandanum - Fóru svo allar stelpurnar í myndatökuna í júlí? „Nei, því í keppninni eru 83 stelp- ur og þetta er næststærsta fegurð- arsamkeppni í heimi. Stelpurnar í efstu sætunum komast á dagatalið og svo nokkrar í viðbót. Þær voru flestar frá Bandaríkjunum nema ég frá íslandi, ein frá Éistlandi og ein frá E1 Salvador. Ron Rice heitir eig- andi Hawaiian Tropic, og hann er- einstaklega kvensamur, elskar
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.