Morgunblaðið - 08.08.1998, Side 35

Morgunblaðið - 08.08.1998, Side 35
MORGUNBLAÐIÐ AÐSENDAR GREINAR LAUGARDAGUR 8. ÁGÚST 1998 35 I ------------- ■ Hjartaganga LANDSSAMTOK hjartasjúk- linga hafa efnt til Hjartagöngu ár- lega síðan 1991 og fer nú sú átt- unda fram laugardaginn 8. ágúst, eins og að vanda í Elliðaárdalnum, og hefst í Mjódd kl. 13.30. Sjónarmið manna um líkams- _ rækt og viðhald líkamsburða hefur blessunarlega tekið verulegum breytingum til batnaðar síðustu áratugi. Sú var tíð að tæplega lögðu menn land undir fót nema er- indi ættu, helst brýn. Hvað þá ganga á fjöll nema til að heimta fé, árlegt verkefni að hausti og heitir enn göngur. Nú þykir ekki tiltöku- heilir til skógar eða hafa átt við sjúkdóma að etja. í Hjartagöngunni ræður hver og einn sínum hraða, gangan er ekki keppni heldur samvera í hópgöngu, útivera, hreyfíng og hæfileg áreynsla. Kjörin fyrir fjölskyldu- samveru. Til eru vísindalegar niðurstöður um magn daglegrar líkamsá- reynslu sem æskileg er og nægir til að viðhalda þreki eða til að auka þrek ef því er að skipta. Gott er að hafa slíkar niðurstöður til viðmið- unar í upphafi þjálfunar eftir sjúk- dómsáfall. Reyndin er hins vegar oftast sú að þeir sem fara að iðka göngur reglubundið finna fljótlega hvaða hraði og göngutími hentar þeim, einnig gönguleiðir og um- hverfi. Sumir kjósa að ganga einir, aðrir í hóp. Allt fer þetta eftir því hvað hver og einn markar sér. Landssamtök hjartasjúklinga voru stofnuð árið 1983, eiga þannig 15 ára afmæli í ár og hafa starfað þessi ár af miklum krafti. Fyrir 6 árum gengu samtökin í SÍBS sem sérstök deild. SÍBS verður 60 ára á þessu ári og til viðbótar verður að geta þess að Norrænu hjarta- og lungnasamtökin verða 50 ára í ár, stofnuð á Reykjalundi árið 1948. Árið 1998 er því mikið afmælisár hjá þessum félögum. Nú er að því komið að auka þarf og bæta húsnæðislega aðstöðu á Reykjalundi til að geta mætt endurhæfingar- þörfum landsmanna á komandi árum, á kom- andi öld. Þörfin eykst og af þeim sökum þarf að auka gagnvirkni endurhæfingarferlisins, auka aíköstin. Nú er það svo að Reykjalund- ur hefur að langmestu leyti verið byggður án opinberra framlaga, heldur fyrir sjálfsaflafé, en það hefur að sjálf- sögðu komið frá landsmönnum með einum hætti eða öðrum. I tilefni 50 ára starfsafmælis Reykja- lundar fyrir 3 árum og í tilefni afmælanna ■ fyrrgreindu hefur ver- ið ákveðið að leita til landsmanna fyrstu helgina í október um stuðning við nauðsyn- lega uppbyggingu end-' urhæfingaraðstöðunn- ar á Reykjalundi, m.a. með söfnunarátaki í beinni útsendingu í sjónvarpinu föstudags- kvöldið 2. október nk. Að lokum: göngum til gagns fyrir hjartað! - ^ Höfundur er yfírlæknir á Reykja- lundi og formaður SÍBS. Haukur Þórðarson í dag, laugardag 8. | ágúst, fer fram árleg Hjartaganga Lands- sambands hjartasjúk- linga. Haukur Þórðar- son hvetur landsmenn I til þátttöku: göngum til gagns fyrir hjartað! mál að sjá mann eða hóp manna á göngu eða hlaupa við fót án sýni- legs tilefnis annars en þess að hreyfa sig, stælast og viðhalda lík- amsburðum. Með Hjartagöngunum vilja Landssamtök hjartasjúklinga vekja athygli á því að ganga er | ekki síður gagnleg hjartasjúkling- um - og hið sama gildir raunar um býsna marga sem orðið hafa fyrir P barðinu á sjúkdómum eða slysum. Þegar markviss þjálfun og end- urhæfing hjartasjúklinga hófst hér á landi fyrir tæpum 20 árum, sem gerðist á Reykjalundi, var þegar í upphafi lögð mikil áhersla á göngur og útiveru. Svo er enn og af því hvorutveggja fengist góð reynsla og ágætur árangur. Ganga er, | ásamt sundi, einfaldasta og ódýrasta aðferðin fyrir allan þorra manna til að viðhalda þreki og | burðum hvort sem menn ganga ar króna en eins og landsmenn vita hefur ríkisstjórninni tekist að reka ríkissjóð með afgangi að undan- förnu enda afar mikilvægt ef áfram- haldandi stöðugleiki í efnahagslífinu á að haldast. Með tilliti til staðhæf- ] inga R-listans um bætta fjárhags- | stöðu er athyglisvert það álit sem fram kemur í skýrslu borgarendur- I skoðanda um rekstur borgarinnar : en þar segir: „Rekstur málaflokka hækkar þó enn miðað við skatttekj- ur og er mjög brýnt að leita leiða til að ná rekstarkostnaði niður, annað- hvort með niðurskurði einhverra liða eða með því að auka tekjur.“ í stuttu máli má því segja að R- listanum hafi tekist að auka skuldir ! borgarinnar verulega í einu mesta | góðæri þjóðarinnar og til að bíta I höfuðið af skömminni ákváðu for- " ystumenn R-listans að skrökva því II við öll tækifæri fyrir kosningar að skuldir hefðu lækkað og hallinn væri horfinn. Það liggur hins vegar fyrir, svart á hvítu, að fullyrðingar um stórkostlegan árangur við fjár- málastjóm borgarinnar eru ósann- ar. Bankastjórar Landsbankans | sögðu af sér sökum þess að þeir gáfu rangar upplýsingar um kostn- I að við laxveiðiferðir sem nam tug- * um milljóna króna. Borgarstjórinn í Reykjavík sagði fyrir síðustu kosn- ingar að stórkostlegur árangur hefði náðst 1 fjármálum borgarinnar og að borgarsjóður væri rekinn hallalaus. Nú liggur fyrir að „raun- verulegur" halli er sem samsvarar 2 þúsund milljónum króna og ef allir reikningar borgarinnar eru teknir með er hallinn enn meiri! Spurning- in er: mun hún segja af sér? Höfundur er borgarfulltrúi fyrir Sjálfstæðisflokkinn. Konunglegur bíll Peugeot 406 7 manna skutbíli Glœsilegur, fullvaxlnn 7 manna fjölskyldubíll þar sem öryagi og þœgindi eru í fyrirrúmi. Þetta er ríkulega utbúlnn eöalvagn fyrlr fólk sem er með þroskaðan smekk og velt hvað skiptir máll. Setfu hlutina í rétta forgangsröð! Verð aðeins Randyr a góöu verði! Fágaö villidýr! Peugeot406 4 dyra Glœsilegur og tignarlegur bíll, ríkulega útbúinn og með ótrúlega Ijúfa aksturseiginleika. Sannkallaður eðalvagn, bíll sem gerir þig stoltan. Slepptu dyrlnu í þér lausu! Verð aöeins 1.680. PEUGEOT LJÓN A VEGINUMI Peugeot 406 eru stórglœsilegir og vel útbúnir fólksbílar meö öflugar 112 hestafla, 1800cc véiar 1800cc vél, 112 hestöfl. vökva- og veltlstýrl, snúnlngshraðamœllr, loftpúðar fyrir ökumann og farpega, fjarstýrðar samlœslngar, þjófavörn, rafdiffnar rúöur að framan, stlglaus hraðastllllng ö mlðstöð, hœðarstllllng ð aðalljósum, hœöarstlllt bllbeltl, btlbeltastrekkjarar, þrjú þrlggja punkta bilbeltl 1 aftursœtum, nlðurfellanleg sœtlsbök að aftan 40/60, armpúðl I aftursœtl, lesljös fyrlr farþega í aftursœtum, hemlaljös í afturglugga, hllöarspeglar stlllanleglr Innan fró, benslnlok opnanlegt Innan frð. útvarp og segulband, stafrœn klukka, aurhllfar o.fl. NVBYLAVEGI 2 SlMI: 554 2600 0PIÐ LAUGARDAG KL. 13-17

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.