Morgunblaðið - 28.08.1998, Síða 1

Morgunblaðið - 28.08.1998, Síða 1
STOFNAÐ 1913 193. TBL. 86. ÁRG. FÖSTUDAGUR 28. ÁGÚST 1998 PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS Aukinn þrýstingur á Jeltsín eftir efnahagshrun í Rússlandi Orðrómur um afsögn sagður „uppspuni og lygi“ Moskvu. Reuters. Reuters OLDRUÐ kona virðir fyrir sér verðmerkingar við hverfisverslun í Sankti Pétursborg í gær. Neysluvörur hafa hækkað mikið í verði í Rússlandi síðustu daga og kemur það ekki síst niður á ellilífeyrisþegum. ÞRÝSTINGUR á Borís Jeltsín, for- seta Rússlands, að segja af sér ágerðist enn frekar í gær, en algert efnahagsöngþveiti blasir nú við í landinu. Jeltsín mætti ekki til vinnu í Kreml í gær, annan daginn í röð, heldur dvaldi í veiðiskýli sínu um hundrað kílómetra frá Moskvu. Há- vær orðrómur var hins vegar á kreiki um afsögn forsetans og flutti bandaríska sjónvarpsstöðin CBS jafnvel frétt þess efnis að Jeltsín hefði þegar skrifað afsagnarbréf sitt. Þurfti fréttafulltrúi forsetans margoft að neita orðrómi þessum og sagði hann „uppspuna og lygi“ er- lendra fjölmiðlamanna. Svo virðist þó sem afsögn Jeltsíns sé einungis tímaspursmál og halda fréttaskýrendur því fram að þessi atburðarás hafi í raun hafist þegar forsetinn skipaði Viktor Tsjernomyrdln í embætti forsætis- ráðherra á nýjan leik síðastliðinn sunnudag. Tsjernomyrdín sagði í gærkvöld að náðst hefði samkomulag um að- gerðir til að takast á við efnahags- vandann í landinu og að þrátt fyrir kreppu væri ástand í Rússlandi tryggt. Hafði Tsjernomyrdín þá átt viðræður við fulltrúa Dúmunnar, neðri deildar rússneska þingsins, sem verða að samþykkja skipan hans í embætti. Talrð er að í viðræð- unum hafi verið rætt um að stjórn- arandstaðan fengi aukin ítök, jafn- framt því sem Tsjernomyrdín sjálf- ur tæki á sig nokkuð af verkum Jeltsíns sem yrði með þessum hætti gert kleift að hverfa hljóðlega, og án eftii-mála, af sjónarsviðinu. Ýmis örþrifaráð til umræðu Algert hrun blasir við rússnesk- um efnahag eftir áföll undanfarinna daga og lokaði Seðlabanki landsins fyrh- kaup og sölu gjaldmiðla eftir að gengi rúblunnar féll niður úr öllu valdi í gærmorgun. Var tilkynnt seinna um daginn að slík viðskipti yrðu áfram bönnuð í dag. Tsjernomyrdín sneri heim úr ferð sinni til Úkraínu þar sem hann átti fund með Michel Camdessus, fram- kvæmdastjóra Alþjóðagjaldeyris- sjóðsins, um efnahagsvanda Rúss- lands en ekki er ljóst hver árangur af fundinum varð. Bæði erlendar fjármálastofnanir og ráðamenn á Vesturlöndum hafa sagt að frekari fjárhagsaðstoð komi ekki til greina nema Rússar hrindi í framkvæmd nauðsynlegum efnahagsumbótum. Gennadí Sjúganov, leiðtogi komm- únista, lýsti ánægju sinni með samn- ingsvilja í Kreml nú og sagði að svo virtist sem stuðningsmenn Jeltsíns hefðu loks gert sér grein fyrir mikil- vægi sameiginlegra ráðagerða um nauðsynlegar efnahagsaðgerðir. Alexander Shokhin, einn samstarfs- manna Tsjernomyrdíns, sagði ýmis örþrifaráð nú rædd, m.a. tíma- bundna lokun markaða, bann á verslun með rúblur og öflugri stjórn- un á viðskiptum með gjaldmiðla. ■ Jeltsín að/22 Gaddafí samþykkur Lundúnum. Reuters. MUAlMMAR Gaddafí, forseti Líbýu, sagði í viðtali á CNN-sjónvarpsstöð- inni í gær að hann sæi ekkert því til fyrirstöðu að Líbýustjórn sendi tvo menn, sem grunaðir eru um Locker- bie-tilræðið, til Hollands þar sem skoskir dómarar munu taka mál þeirra fyrir. Hann sagði engin skil- yrði sett fyrir afhendingu mannanna. Mikið verðfall áWall Street DOW Jones-vísitalan í New York féll um 357 punkta, eða 4,2%, í gær, og var hún í 8.166,99 punkt- um við lokun á Wall Street. Er þetta þriðja inesta fallið í punkt- um talið sem orðið hefur og mesta prósentulækkunin siðan í október á síðasta ári. Verð hélt áfram að falla á mörkuðum í Evrópu og Asíu. Nikkei-vísitalan í Tókýó féll um 3% í gær og hefur ekki verið lægri í sex ár. I Þýskalandi lækk- aði DAX-vísitalan um 4,5%, en þýski hlutabréfamarkaðurinn hefur sérstaklega liðið fyrir áhyggjur af því að kreppan í Rússlandi muni sliga þýska banka sem eru meðal stærstu lánardrottna Rússa. Kanada er fyrsta ríkið í hópi sjö helstu iðnríkja heims sem far- ið er að sýna kreppueinkenni. Kanadadollar féll mikið í gær- morgun og hrun varð í kjölfarið á markaði í Toronto. Ástæður fyrir verðfallinu á mörkuðum í gær má fyrst og fremst rekja til efnahagsþreng- inga og stjórnmálakreppu í Rúss- landi og dvínandi vona um að takast megi að ráða fram úr efnahagsvanda Asíulanda í bráð. Namibía leggur Kabila lið í átökunum í Kongó Uppreisnarmenn tekn- ir höndum í Kinshasa Kinshasa. Reuters. SOKN uppreisnarmanna inn í Kins- hasa, höfuðborg Lýðveldisins Kongó, hefur verið stöðvuð að sögn upplýsingaráðherra stjórnarinnar, sem greindi frá því í gær að mörg hundruð uppreisnarhermenn hefðu verið teknir höndum í bardögum um höfuðborgina. Barist var í gærmorgun í úthverf- um Kinshasa annan daginn í röð og síðdegis bárust fregnir af bardögum uppreisnarmanna og stjórnarher- manna nærri flugvelli borgarinnar. Stjórnvöld í Harare, höfuðborg Zimbabve, greindu frá því í gær að fjögur þúsund Uppreisnarmenn hefðu fallið, særst eða verið teknir höndum í bardögunum. Þessar tölur hafa ekki verið staðfestar. Robert Mugabe, forseti Zimb- abve, hefur sent frekari liðsauka til stjórnarhersins í Lýðveldinu Kongó, þar sem fyrir eru 600 þarlendir sér- sveitarmenn. Forseti Namibíu, Sam Nujoma, hefur einnig viðurkennt opinberlega að namibískar hersveit- ir berjist við hlið hersveita Kabilas forseta. Mugabe gagnrýndur heima fyrir Ákvörðun Mugabes um að senda hermenn til Kongó hefur verið gagnrýnd heima fyrir. Vikublaðið Financial Gazette segir forsetann einungis vera í persónulegum er- indagjörðum í Lýðveldinu Kongó í tilraun til þess að styrkja stöðu sína í samskiptum ríkja í suðurhluta Af- ríku. Opinbera málgagnið Herald lýsti því hins vegar yfir að Zimbabve legði stjórnvöldum í Kongó lið „vegna þess að komið hefði á daginn að hersveitir tveggja erlendra þjóða stjórnuðu sókninni að Kinshasa." Er þar vísað til stuðnings Úganda og Rúanda við uppreisnarhermenn. Vopnahlé ekki í sjónmáli Framkvæmdastjóri Einingarsam- taka Afríku (OAÚ) og sendinefnd ráðherra frá Suður-Afríku náðu ekki samkomulagi í gær um að hvetja stríðandi fýlkingar í Lýðveldinu Kongó til þess að leggja strax niður vopn. Niðurstaða fundarins var hins vegar að „meiri tíma þyrfti til sam- ráðs áður en rætt yrði við deiluað- ila.“ Reuters ÆSTIR verðbréfamiðlarar í Chicago keppast við að gefa viðeigandi merki á meðan Dow Jones-verðbréfavísitalan féll stöðugt í gær.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.