Morgunblaðið - 28.08.1998, Qupperneq 4

Morgunblaðið - 28.08.1998, Qupperneq 4
4 FÖSTUDAGUR 28. ÁGÚST 1998 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Félagar í Baldri kæra álagningu Morgunblaðið/Sigurgeir Leggja rafmagn, vatn og síma út í kvína MIKILL meirihluti þeirra félaga í verkalýðsfélaginu Baldri sem fékk greiðslur frá félaginu í verkfallsátök- um á síðasta ári hefur kært að greiðslan skuli skattlögð og Pétur Sigurðsson, formaður félagsins, seg- ir að um tvísköttun sé að ræða og málinu verði skotið til dómstóla. Ef niðurstaðan þar verði ríkisvaldinu í hag verði málinu áfrýjað til alþjóð- legra dómstóla nema þeim mun sterkari rök fyrir skattlagningunni komi fram í dómsniðurstöðunni hér innanlands. Um er að ræða eitthvað á fjórða hundrað félaga í Baldri. Við álagn- ingu í sumar voru greiðslurnar frá Baldri skattlagðar eins og um tekjur væri að ræða. Nokkur bréfaskipti höfðu áður átt sér stað milli skattyf- irvalda og Baldurs og liggur meðal annars fyrir bréf frá ríkisskattstjóra þar sem greiðslurnar eru taldar skattskyldar. Pétur segir að félagið sætti sig ekki við þá niðurstöðu. Um sé að ræða endurgreiðslur á inneign sem félagar hafi átt hjá félaginu eftir áratugagreiðslur félagsgjalda, en gjöld til verkalýðsfélaga hafi verið skattskyld frá árinu 1980. Oréttmæt tvísköttun Pétur segir að um óréttmæta tví- sköttun sé því að ræða og mikill meirihluti þeirra sem fengið hafi greiðslurnar hafi kært álagninguna samkvæmt ráðleggingum félagsins. Næst muni það væntanlega gerast í málinu að skattayfirvöld visi kærun- um frá og þá sé kominn grundvöllur til málshöfðunar. Samkvæmt réttar- venjum á íslandi og hvernig opin- berir dómstólar, þó þeir eigi að vera hlutlausir, líti á ríkissjóð sé hugsan- legt að þeir úrskurði ríkissjóði í hag og þá komi til álita að vísa málinu til alþjóðlegra dómstóla. „Það verður þá að vera í þessum dómum eitt- hvað mjög sannfærandi sem ekki hefur komið fram ennþá til þess að við förum að lúta þeim,“ sagði Pét- ur. Hann sagði að það hefði þráfald- lega gerst í opinberum málum að al- þjóðadómstólar litu öðru vísi á mál heldur en heimamenn. Hæstu greiðslurnar frá félaginu í umræddum tilvikum numu um 80 þúsund krónum. Pétur sagði að auð- vitað munaði ríkissjóð ekkert um þessar tekjur, þó fólkið munaði um þetta. „Mér finnst nú svona miðað við skattskrárnar, sem hafa legið frammi undanfarið, og maður hefur verið að skoða, að þá séu matarhol- urnar miklu frekar hjá einhverjum öðrum en félögum hjá Baldri,“ sagði Pétur einnig. UNNIÐ hefur verið að því að leggja vatn, rafmagm og síma í húsin sem sett verða upp á kvínni fyrir háhyminginn Keikó í Klettsvík í Vestmannaeyjum næstu daga. Ætlunin er að kafarar og gæslumenn hafí aðstöðu í húsun- um. Gengið verður frá lögnunum þannig að þær liggi undir innsigl- inguna, meðfram Heimakletti og upp í Klettsvík. Þar verður tengi- kassi og þaðan liggja þær yfir í kvúia. Bandaríski flugherinn staðfesti í gær að hann mundi sjá um flutning hvalsins Keikós með eimii af C-17 vélum sínum frá Newport í Oregon til Vestmanna- eyja hinn 9. september næstkom- andi. Áætlaður kostnaður við þennan fiutning er talinn nema um 300.000 dollurum eða um 22 milljónum króna sem greiddar verða af Free Willy Keiko stofn- uninni sjálfri, að því er segir í frétt frá Reuters-fréttastofunni. Flogið verður án millilendingar og mun vélin taka eldsneyti úr sérstakri eldsneytisflugvél sem fylgir henni en áætluð lending er snemma að fimmtudagsmorgni hinn 10. september. Jaschke frumkvöðull á sviði kínverskra lækninga Angelika Jaschke þakkar leitarmönnum og íslensku þjóðinni Þýsku feðgarnir jarðsettir á Stóra-Núpi ÚTFÖR þýsku feðganna sem fór- ust í flugslysinu í Vesturhorni aust- an við Höfn í Homafirði fyrr í þessum mánuði fór fram síðastlið- inn miðvikudag að Stóra-Núpi í Gnúpverjahreppi. Unnu Isiandi og höfðu oftsinnis dvalið hér I bréfi sem Angelika Jaschke, fyrrverandi eiginkona dr. Manfred Jaschke og móðir elsta sonar hans, Tobiasar, sendi Morgunblaðinu kemur fram að það hefði verið í anda þeirra feðga að vera jarðsett- ir hér á landi þar sem þeir unnu ís- landi og höfðu oftsinnis dvalið hér. Jafnframt þakkar hún fyrir hönd vandamanna framlag björgunar- sveitamanna og hjálparsveita sem lögðu sig í hættu við hinar erfiðu leitaraðstæður. Þá þakkar hún einnig íslensku þjóðinni fyrir inni- legar samúðarkveðjur og sérstak- lega þeim sem studdu hana með kærleika og hjálpsemi. Útfórin fór fram á 12. afmælis- degi Georgs, yngri sonar Manfreds Jaschkes. Séra Axel Amason sá um útfórina. ÞÝSKI læknirinn dr. Manfred Jaschke, sem fórst í flugslysi við Höfn í Hornafirði fyrir stuttu, var fmmkvöðull á sviði kínverskra lækninga í Berlín. Hann starfaði tíu ár í Peking og giftist þar kín- verskri konu, Xiu-Rong Sun, sem var frænka Pu Yi, síðasta keisar- ans í Kína. Þegar fréttir bárust af slysinu var eiginkona Jaschkes stödd í Peking í heimsókn hjá ættingjum ásamt eins árs gömlum syni þeirra hjóna, en hélt þegar heim á leið til Berlínar. Jaschke var af austurísk-þýsk- um ættum, kominn af iðnrekendum og auk þess tengdur konungsfjöl- skyldunni í Saxlandi. Hann stund- aði nám í Waldorfskólum í Þýska- landi og Englandi. Löngum dvaldi hann einnig á setri saxnesku kon- ungsfjölskyldunnar á Irlandi. Hann lauk stúdentsprófi árið 1971 í Þýskalandi með góðum ár- angri og nam eftir það guðfræði og heimspeki í Vín, Stuttgart og Tiibingen, og síðar læknisfræði við ýmsa þýska háskóla. Jaschke stundaði um skeið lækn- isstörf á sjúkraskipi sem þjónaði fiskiskipum á norðlægum miðum, síðar var hann við störf á átaka- svæðum í Líbanon, Sýrlandi og ísrael í þjónustu þýska ríkisins. Árið 1983 hlaut Jaschke styrk til rannsókna á kínverskum lækning- um og hélt til Peking. Þar var hann við nám og síðar rannsóknir og hlaut árið 1987 stöðu við Kínverska lækningaháskólann. Ári síðar hafði hann frumkvæði að stofnun sér- stakrar deildar við skólann til að sinna útlendingum í Peking. Árið 1992 flutti Jaschke aftur til Þýskalands og rak þar sjúkrastofn- anir þar sem beitt var bæði vest- rænum og kínverskum lækningað- ferðum. Flest lyf sem hann notaði við lækningar sínar bjó hann sjálf- ur til úr jurtum og ýmsum efnum sem hann lét senda sér frá Kína. í dagblöðum í Berlín, þar sem Jaschke starfaði síðustu árin, var honum lýst sem frumkvöðli á sviði kínverskra lækninga í borginni. Á lækningastofu hans þar störfuðu tuttugu manns, en um skeið rak hann einnig lækningastofu á eyj- unni Rúgen. I fréttum af láti Jaschkes í þýska dagblaðinu Berliner Kurier lýstu starfsmenn hans í Berlín honum sem frábær- um stjórnanda og stórkostlegri manneskju. Einnig var talað við starfskonu ferðaskrifstofu þar sem hann keypti ferðir sínar til Kína. Konan sagðist hafa verið lengi í meðferð á lækningastofu Jaschkes vegna mígrenis og hefði sjúkdómurinn skánað til muna. Omega Farma og Guðmundur Franklín hætt samstarfi við Urði Verðandi Skuld Töldu að komið væri á samkomulag OMEGA Farma ehf. og Guðmund- ur Franklín Jónsson verðbréfa- miðlari hafa hætt samstarfi við erfðarannsóknafyrirtækið Urði Verðandi Skuld. Stanley Pálsson, stjómarformaður Omega Farma, segir að samkomulag hafi verið handsalað við Tryggva Pétursson, framkvæmdastjóra UVS, um að Omega Farma myndi draga sig út úr viðræðum við rannsóknastofur þær sem UVS var einnig í viðræð- um við og fá í staðinn hlut í fyrir- tækinu UVS. Rúnar Birgisson, upplýsingafulltrúi UVS, segir enga samninga hafa verið gerða við Omega Farma. Hann kannast ekki við það samkomulag sem Stanley Pálsson kveðst hafa gert við fyrir- tækið og því geti hann ekki tjáð sig um það. Stanley segir Omega Farma hafa farið að undirbúa stofnun erfðarannsóknafyrirtækis i nóvem- ber síðastliðnum. Þegar forsvars- menn UVS hafi farið af stað fyrir fáum mánuðum hafi þeir verið með nákvæmlega sömu hugmyndir og Omega Farma um krabbameins- rannsóknir. „Þeir ætluðu að byrja á sömu krabbameinum og við og vera í samvinnu við sömu rann- sóknastofur og við höfðum verið að ræða við í marga mánuði. Þannig að rannsóknastofumar höfðu sam- band við okkur og sögðu að það væri ómögulegt að vera að semja við tvo aðila með sömu hugmynd- irnar og báðu okkur um að samein- ast um þetta verkefni. Svo við sett- umst niður til þess að reyna að ná samkomulagi og við töldum að það væri komið á samkomulag, sem við handsöluðum við Tryggva Péturs- son,“ segir Stanley. „Þremur vikum seinna var okkur svo sagt að þeir teldu að samkomu- lagið væri ekki í gildi, það hefði orðið forsendubrestur, og töldu sig meira að segja hafa rift þessu á tímabilinu með því að hafa sam- band við Guðmund Franklín, sem reyndar var ekki aðili að samkomu- laginu, þó að hann hafi verið við- staddur þegar það var handsalað. Hann mótmælir að því hafi verið rift við sig, enda hefði því þá heldur ekld verið rift við réttan aðila,“ segir Stanley ennfremur. Hafa misst forskotið Guðmundur Franklín staðfesti í samtali við Morgunblaðið í gær að hann væri hættur samstarfi við UVS en vildi að öðru leyti ekkert láta eftir sér hafa um málið. Stanley segir að eftir að umrætt samkomulag hafi verið handsalað hafí Omega Farma haft samband við rannsóknastofurnar, sagt að Omega Farma hefði hætt við sín áform og fjárfestum og öðrum vís- að á UVS, þar sem Omega Farma væri komið í samstarf við fyrirtæk- ið. Þegar svo þeir Snorri Þorgeirs- son og Bernhard Pálsson, stjórnar- menn í UVS, hafi komið til landsins í síðustu viku virðist allt hafa verið tómur misskilningur. Aðpurður hvort Omega Farma hyggi á stofnun annars fyi'irtækis á sviði erfðarannsókna útilokar St- anley það ekki en telur þó að það geti reynst afar erfitt eftir það sem á undan er gengið. „Það er öllum alveg ljóst að við erum búnir að gefa frá okkur það forskot sem við höfðum. Við vorum byrjaðir að vinna, höfðum átt marga fundi með þeim sem reka rannsóknastofum- ar, með yfirstjórn Landspítalans, Háskólans og Krabbameinsfélags- ins, og bjóða þeim eignarhlut í okk- ar félagi." Eftir að þessum aðilum hafi svo verið vísað á UVS sé það ekki augljóst mál að Omega Farma geti farið af stað aftur. „Við gáfum þetta frá okkur í það langan tíma að það er alveg spurning hvort við gáfiim þeim ekki allt forskotið sem við vorum með,“ segir Stanley. Engir samningar gerðir við þessa aðila Rúnar Birgisson, upplýsingafull- trúi Urðar Verðandi Skuldar, segir enga samninga hafa verið gerða við Omega Farma og kannast ekki við það samkomulag sem Stanley Páls- son kveðst hafa gert við fyrirtækið og því geti hann ekki tjáð sig um það. „Við tölum að sjálfsögðu við fjölda manns þegar við erum í við- ræðum en það hafa ekki verið gerðir neinir samningar við þessa aðila. Þetta eru hins vegar hinir mætustu menn, ekki hvað síst St- anley Pálsson, og hvað framtíðin ber í skauti sér veit enginn,“ segir Rúnar.’
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.