Morgunblaðið - 28.08.1998, Síða 8
8 FÖSTUDAGUR 28. ÁGÚST 1998
MORGUNBLAÐIÐ
FRÉTTIR
Hæstiréttur fjallar um nýjan öndunarmæli
Akvörðun lögreglu-
stjóra staðfest
HÆSTIRÉTTUR hefur úrskurðað
í máli, sem lögreglustjórinn í
Reykjavík höfðaði gegn Héraðs-
dómi Reykjavíkur eftir að Héraðs-
dómur felldi úr gildi bráðabirgða-
sviptingu ökuréttar, sem ökumanni
var gert að sæta með ákvörðun lög-
reglustjóra. Staðfesti Hæstiréttur
ákvörðun lögreglustjórans í
Reykjavík þess efnis að svipta öku-
manninn ökuieyfi vegna ölvun-
araksturs.
Dóminn kváðu upp hæstaréttar-
dómaramir Garðar Gíslason, Arn-
ljótur Björnsson og Gunnlaugur
Claessen.
Lögreglan stöðvaði ökumann við
Höfðabakka í Reykjavík 28. júlí sl.
og grunaði hann um ölvunarakstur.
Var framkvæmd mæling með nýj-
um öndunarmæli, sem samkvæmt
lögum er lagður að jöfnu við blóð-
rannsókn sem sönnunargagn. Kom
þá í ljós að vínandamagn í lofti sem
ökumaður andaði frá sér var 0,456
mg í lítra lofts að teknu tilliti til
skekkjumarka. Samkvæmt því var
vínandamagn yfir þeim mörkum
sem um ræðir í 2. mgr. 45. gr. um-
ferðarlaga, sbr. 1. gr. laga nr.
48/1997.
Hinn nýi mælir sem lögreglan
hefur tekið í notkun er af gerðinni
Intoxylizer 5000 N og eru sambæri-
leg tæki notuð annars staðar á
Norðurlöndum. Lögreglumaður
framkvæmir sjálfur mælinguna í
stað þess að færa ökumann til lækn-
is í blóðtöku og liggur niðurstaða
um áfengisáhrif þá strax fyrir, sem
leiðir til þess að mál taka styttri
tíma.
Morgunblaðið/Ólafur P. Stephensen
Minningarsjóður Ólafs
Einarssonar styrkir
namibíska stúdenta
Fimmta
sæti á
dansmdti
HALLDÓRA Reynisdóttir og
Isak Halidórsson, Dansfélaginu
Hvönn, höfnuðu í 5. sæti í
keppni í suður-amerískum döns-
um í aldursflokki 14 til 15 ára
unglinga á German Open 1998-
mótinu, sem haldið er í Þýska-
landi, á miðvikudag. 212 pör
tóku þátt í keppninni í þessum
flokki.
Þá urðu Hólmfríður Björns-
dóttir og Jónatan Arnar Örlygs-
son í 5. sæti í suður-amerískum
dönsum í yngsta flokki á þriðju-
dag. Þar kepptu 68 pör. Tíu ís-
lensk pör taka þátt í mótinu,
sem fram fer 25. til 29. ágúst.
HALLDÓR Ásgrimsson utanrík-
isráðherra afhenti í síðustu
viku tveimur namibiskum há-
skólastúdentum námsstyrki úr
Minningarsjóði Ólafs V. Einars-
sonar fískifræðings, sem lézt í
fyrra. Afhendingin fór fram í
Windhoek, höfuðborg Namibíu,
þar sem Halldór var í opinberri
heimsókn.
Ólafur V. Einarsson starfaði
um fímm ára skeið í Namibíu á
vegum Þróunarsamvinnustofn-
unar íslands. Eftir andlát hans
stofnuðu ættingjar hans og vin-
ir sjóð til að styrkja efnilega
unga Namibíumenn, sem stunda
nám í sjávarlíffræði, sjávarvist-
fræði, Iæknisfræði eða verk-
fræði.
Þetta er í annað sinn, sem
styrkir eru veittir úr sjóðnum.
Að þessu sinni hlutu styrk þau
Loide N. Amupala og Wilfred N
Bezuidenhout, sem bæði nema
við Háskóla Namibíu í Wind-
hoek. Sigurjóna Sigurðardótt-
ir, eigir.kona Halldórs Ásgríms-
sonar, fylgist með er maður
hennar afhendir styrkina.
Sun Maid rúsínur
500g dós -ai
IM • UM LAND ALLT
Hádegisfundir Sagnfræðingafélagsins
Fjörug umræða
á spjallrás
félagsins
Sagnfræðingafélag ís-
lands gengst í vetur
fyrir opnum hádegis-
fundum undir yfirskrift-
inni Hvað er félagssaga?
Fundirnir eru haldnir
annan hvern þriðjudag í
Þjóðarbókhlöðunni og
mun Ellen Gunnarsdóttir
sagnfræðingur flytja
næsta fyrirlestur hinn 1.
september næstkomandi.
Nefnist hann Staða
kvenna sem máltæki guðs
í hinni kaþólsku barokk-
menningu átjándu aldar í
Mexíkó. Tveimur vikum
síðar flytur Þorsteinn
Helgason erindi sem nefn-
ist „Atburðir verða félags-
og menningarsaga" en
haldnir verða að minnsta
kosti sjö fundir fyrir ára-
mót.
- Hver er tilgangurinn
með þessum hádegisverð-
arfundum?
„Hádegisverðarfundirnir
uðu á liðnu vormisseri
haldnir voru sex fundir.
Sigurður Gylfi Magnússon
byrj-
þegar
Hug-
voru
myndin er fyrst og fremst sú að
efna til snarprar umræðu um að-
ferðir sagnfræðinnar og ná til mun
stærri hóps en sagnfræðinga
sjálfra. Það tókst mjög vel og sem
dæmi má nefna að við vorum með
fund í júní þar sem fjallað var um
„ótrúlega fegurð íslenskra
kvenna“ og sóttu þann fund um
100 manns. Við tilsjónarmennirnir
vorum því afskaplega ánægðir
með hvernig til tókst. I vetur mun-
um við auglýsa fundi Sagnfræð-
ingafélagsins í samstarfi við Rann-
sóknastofu í kvennafræðum og all-
ir fyrirlestrar sem snerta feminísk
fræði verða haldnir í samvinnu við
hana. Hugmyndin með þessu er sú
að ná til fleiri en gallhörðustu
sagnfræðinga. Fyrirlestrarnir eru
15-20 mínútur svo tími gefist til
fyrirspuma og fyrirlesarar eru
hvattir að láta sverfa til stáls.
Reyndin hefur líka orðið sú að
mjög fjörugar umræður hafa orðið
á eftir.“
- Hvað er efnisvaiinu ætlað að
endurspegla?
„Fyrirlestraröðin þessi þrjú
misseri, það er síðasta vormisseri,
haustmisserið nú og á vormisseri
‘99, eiga að snúast um spurning-
una: Hvað er félagssaga? Hins
vegar er fyrst og fremst mælst til
þess að menn ræði aðferðir sagn-
fræðinnar og þá tengsl einstakra
verkefna við félagssöguna, hvort
sem menn em að vinna á vettvangi
félagssögunnar eða ekki. Spum-
ingin er sú að hafa ákveðinn fók-
us.“
- Hvað er átt við með félags-
sögu?
„Það er dálítið erfitt að útskýra
það í örstuttu máli. Hugtakið hef-
ur verið mjög á döfinni í sagnfræð-
inni hérlendis síðustu tíu ár. Fé-
lagssagan er saga alþýðunnar og í
raun safnheiti sem geymir ýmsar
tegundir sögu, til dæmis sögu
barna eða kvenna. Það má segja
að félagssagan taki til
sögu flestra minni-
hlutahópa á hvaða
landsvæði sem er og
sögu alþýðufólks.
Þetta er ekki formleg
► Sigurður Gylfi Magnússon
fæddist árið 1957 í Reykjavík.
Hann Iauk stúdentsprdfí frá
Verslunarskóla íslands árið
1980, BA-prófi í sagnfræði og
heimspeki frá Háskóla Islands
árið 1984, MA-prófi frá Camegie
Mellon-háskólanum í Pittsburgh
í Bandaríkjunum árið 1987 og
doktorspröfi þaðan árið 1993
með ritgerð um alþýðumenningu
á Islandi. Sigurður er fastur
stundakennari við Háskóla Is-
lands og einn þriggja tilsjónar-
manna hádegisverðarfundanna.
Hann er jafnframt varaformaður
Sagnfræðingafélags Islands og
hefur gefið út Ijórar bækur. Sú
nýjasta, Menntun, ást og sorg,
var gefin út í fyrra.
pólitísk saga eða hugmyndasaga,
hún er svolítið í andstöðu við hag-
söguna. Hún er saga fólksins í
landinu, ef hægt er að orða það
þannig. Félagssagan er það víð að
við höfum reynt að negla niður
einhverja skilgreiningu, sem er þá
um leið verkefni þessara funda, að
reyna að ná sátt um það hvað fé-
lagssaga er. Einhver myndi svara
því að félagssaga væri allt. Mark-
mið okkar er aðallega það að
skapa ákveðna umræðu og hvetja
til markvissra rannsókna á þessu
sviði. Það er þýðingarmikið fyrir
hóp manna á borð við sagnfræð-
inga að þjálfa ákveðna orðræðu,
svo menn tali sama tungumál. Það
hefur stundum skort.“
- Umræðan hefur líka verið líf-
leg á Netinu, ekki satt?
„Við komum upp spjallrás á
Netinu í tengslum við hádegis-
verðarfundina sem við köllum
Gammabrekku og þar hefur orðið
ansi fjörug umræða í kjölfar fund-
anna. Fólk hefur kvatt sér hljóðs
þar og rætt einstök atriði fyrir-
lestranna. Eftir fyrsta fundinn
fékk ég viðstadda til þess að skrá
netföng sín og við byrjuðum á því
að senda þeim póst. Eftir annan
fundinn í vor komum við þessu í
fast form en spjallrásin er hugsuð
sem upplýsingatorg fyrir sagn-
fræðinga þar sem sagt er frá nýj-
um bókum og nýjum fundum og
vinir okkar og félagar erlendis
hafa einnig sagt frá áhugaverðu
efni sem er á döfmni þar sem þeir
búa. Síðan er þetta vettvangur fyr-
ir fólk til þess að ræða sagnfræði-
leg álitamál. Þeir sem vilja koma
skoðunum sínum áleiðis gerast
áskrifendur með því að skrifa
majordomo@rhi.hi.is og nú eru
-------- komnir yfir 150 þátttak-
Tugir sagn- endur. Það má segja að
fræðinga Ijáðu Þetta se bylting innan
í mánuð sagnfræðinnar. Við ná-
um til mikið fleiri á
miklu skemmri tíma og
umræðan er gríðarlega
„dýnamísk". Ég get nefnt sem
dæmi nýlegan fyrirlestur Ingu
Huldar Hákonardóttur, „Annáll
sigranna - Eru konur þar á blaði"
sig
en í kjölfar þess kvöddu sér hljóðs
tugir sagnfræðinga í heilan mán-
uð, tjáðu sig um fyrirlestur hennar
og tengt efni sem spannst í kring-
um hann. Þetta hefur opnað alger-
lega nýja möguleika innan fags-
ins.“