Morgunblaðið - 28.08.1998, Síða 14

Morgunblaðið - 28.08.1998, Síða 14
14 FÖSTUDAGUR 28. ÁGÚST 1998 AKUREYRI MORGUNB LAÐIÐ Hríseyjarkirkja 70 ára Hátíðarmessa á sunnudag HATIÐARMESSA verður í Hrís- eyjarkirkju sunnudaginn 30. ágúst nk. 14.00 í tilefni af 70 ára afmæli kirkjunnar. Par munu séra Birgir Snæbjörnsson prófastur og séra Hulda Hrönn M. Helgadóttir sókn- arprestur þjóna fyrir altari. Séra Fjalarr Sigurjónsson, fyrsti prestur Hríseyjarprestakalls, mun predika og séra Torfi Hjaltalín Stefánsson lesa ritningarlestra. Einnig mun Ásgeir Halldórsson málarameistari flytja ágrip af sögu kirkjunnar og Jón Á. Stefánsson tækniteiknari tala um táknmál kirkjunnar. Kór Hríseyjarkirkju syngur undir stjórn Guðjóns Páls- sonar og Michael Jón Clarke syng- ur einsöng. Eftir athöfnina er öllum boðið í kaffisamsæti í félagsheimilinu Sæ- borg. Þar mun m.a. séra Ágúst Sig- urðsson flytja ágrip af kirkjusögu Hríseyjar og Svandís Gunnarsdótt- ir og Vera Sigríður Sigurðardóttir syngja tvísöng. Boðið verður upp á dagskrá fyrir börnin meðan á kaffi- samsætinu stendur og m.a. farið í útsýnisferð um þorpið á trakt- orsvagni. Eftir kaffið verður farin ferð í kirkjugarð Hríseyjar á Salt- nesi en þar er verið að vinna að lokafrágangi við stækkun hans. Hríseyjarferjan Sævar leggur af stað frá Árskógssandi kl. 13.30. Þeir sem vilja láta aka sér frá höfn- inni til kirkju munu verða fluttir á traktorsvagni. Sigrún Hjálmtýsdóttir á Norðurlandi SIGRÚN Hjálmtýsdóttir sópran- söngkona og Anna Guðný Guð- mundsdóttir píanóleikari halda tvenna tónleika á Norðurlandi nú um helgina. Þeir fyrri verða í félagsheimilinu Skjólbrekku í Mývatnssveit á morg- un, laugardaginn 29. ágúst kl. 14, þeir síðari í Akureyrarkirkju sunnu- daginn 30. ágúst kl. 20.30. Á efnis- skrá verða íslensk, ítölsk og norræn sönglög ásamt óperuaríum. Tónleikar þessir hafa lengi staðið til. í fyrravetur var ófært í Mý- vatnssveit og varð þá að fresta tón- leikahaldi en vonandi verða veð- urguðirnir stilltir núna. Aðgöngu- miðar eru seldir við innganginn. A JAÐARSVELLI VIÐ AKUREYRI 29. - 30. ÁGÚST 1998 °ðruvísi rnótl KEPPNISFYRIRKOMULAG Einn flokkur, Leikið verður punktakerfi - Stableford - með 7/8 forgjöf, tveir og tveir leika saman betri bolta, hámarksgefin forgjöf er 18. GLÆSILEG VERÐLAUN 10 efstu sætin gefa verðlaun !!! 1. 2. Golfferð fyrir tvo, til ISLANTILLA með Urval-Utsýn, að verðmæti kr. 133.000. Golfferð fyrlr tvo til DUBLIN með Samvinnuferðum-Landsýn, að verðmæri kr. 106.600. 3. Helgarferð tll Reykjavíkur / Akureyrar, að verðmæti 30.000. 4. - 6. Flug, Ak. - Rek. - Ak. með íslandsflugi 7.-10. Vöruúttekt í Golfbúðinni að Jaðri, að upphæð kr. 5.000 hver. Nándarverðlaun á 4. og 18. holu, báða daga. ÞÁTTTÖKUGJALD / SKRÁNING Þátttökugjald er kr. 2.500 á mann. Tveir skrá sig saman í liö. Skráning og pantanir á rástímum er í slma 462-2974. Skráningu lýkur föstudaginn 28. ágúst kl. 17.00. PGA-MEISTARI Sérstakur flokkur atvlnnumanna er einnig á mótlnu II! Verðlaun $1.000 Hver verður PGA-MEISTARI í ár? m t$k SiitlMlirllr lnlifi HEKIA liHi'trtri -f© FÍsMuruM. ISlAmnUB Morgunblaðið/Bjöm Gíslason Brugðið á leik VINIRNIR Arnar Bjarnason og hundurinn Gormur voru að viðra sig í góða veðrinu á Akur- eyri á dögunum. Þeir brugðu á leik og Arnar gerði sig líklegan til að setjast á bak Gormi, sem var ekki alveg tilbúinn í þann leik. Harðbak- ur með fullfermi HARÐBAKUR EA, ísfisktogari Útgerðarfélags Akureyringa hf., kom til heimahafnar í fyrrinótt með fullfermi, 215-220 tonn, eftir 8 daga túr. Skipið var við veiðar fyrir vestan land og gekk veiðin mjög vel síðustu dagana í túrnum. Stærstur hluti afl- ans er karfi en um þriðjungur þorskur. Sæmundur Friðriksson, útgerð- arstjóri ÚA, sagði að kvótastaða fyrirtækisins væri alveg ágæt en kvótaárinu lýkur um næstu mán- aðamót. „Við höfum getað haldið okkar striki af fullum krafti allt kvótaárið, m.a. vegna þess að við leigðum frystitogarann Svalbak til þýska útgerðarfyrirtækisins Meck- lenburger Hochseeílscherei." Sæmundur sagði að svo gæti far- ið að Árbakur, ísfisktogari félags- ins, myndi landa fyrir kvótaáramót og þá þyrfti að taka eitthvað fyrir- fram af kvóta næsta árs. ---------------- Ferðafélag Akureyrar Gengið yfír Vaðlaheiði FERÐAFÉLAG Akureyrar ætlar að ganga Þingmannaveg, sem er gönguleið yfir Vaðlaheiði, laugar- daginn 29. águst nk. og verður lagt af stað frá skrifstofu félagsins við Strandgötu kl. 9.00. Gengið er upp frá Eyrarlandi og farið inn á foma reiðleið er nefnist Þingmannavegur og hlykkjast upp hlíðina. Efst í brekkunum er fylgt vörðum norðaustur yfir Járnhrygg niður í Fnjóskadal. Á þessari leið er farið yfir brú sem er athyglisverð grjóthleðsla frá 1871. Skrifstofa Ferðafélags Akureyrar er opin virka daga frá kl. 16-19 og þar fer fram skráning í ferðir, í síma 462-2720. MITSUBISHI umboðlð á íslandi MITSUBISHI umboðlð á Akureyrl naUurmM. Brauðgerð Kaupfélags Eyfírðinga Rekstrarleyfi ekki bundið tíma JÖRUNDUR Traustason, brauð- gerðarstjóri Brauðgerðar KEA, sagði að rekstrarleyfi fyrirtækisins væri ekki bundið við tíma, heldur þyrfti að uppfylla ákveðin skilyrði varðandi GÁMES vottun sem Brauðgerðin hefur nú þegar. Brauðgerð KEA er í sama húsi og Listasafnið á Akureyri og í við- tali við Harald Inga Haraldsson, forstöðumann safnins í Morgun- blaðinu 1 gær, kemur hann inn á sambýli safnins og brauðgerðarinn- ar. Haraldur Ingi sagði að Brauð- Aksjón Föstudagur 28. ágúst 21.00Þ-Sumarlandið Þáttur fyrir ferðafólk á Akureyri og Akureyringa í ferðahug. MaEhn Sýnt á RcnniUerkstœðitm Akureyri FJÖGUR HJORTU í kvöld 28/8 kl. 20.30 örfá sæti laugard. 29/8 kl. 20.30 AimSALA I SIMA {,01-3690 gerðin hefði rekstrarleyfi í húsnæð- inu til ársins 2000. Jörundur sagði það ekki rétt og að Brauðgerðin hefði leigusamning til ársloka 2001. Hann sagði jafn- framt að starfsemin í húsinu væri eins og tveir ólíkir heimar en þó hefði samstarf þessara aðila verið mjög gott. -------♦-♦♦------ Sigrún og Selma loka Listasumri LOKATÓNLEIKAR á Listasumri verða í Akureyrarkirkju á afmælis- degi Akureyrarbæjar laugardaginn 29. ágúst kl. 17 þar sem Sigrún Eð- valdsdóttir fiðluleikari og Selma Guðmundsdóttir píanóleikari leika. Á efnisskránni eru sónötur Jóns Nordal, Debussys og Janaceks, auk slavneskra dansa Dvoraks/ Kreislers. Þær Sigrún og Selma hafa frá árinu 1986 margsinnis leikið saman á tónleikum um víða veröld og auk þess gefíð út tvo vinsæla geisladiska. Aðgangseyrir er 1.000 krónur en 500 krónur fyrir námsmenn, elli- og örorkulífeyi’isþega.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.