Morgunblaðið - 28.08.1998, Síða 15
MORGUNBLAÐIÐ
FÖSTUDAGUR 28. ÁGÚST 1998 15
AKUREYRI
Tröllaskagatvíþraut skíðadeildar Leifturs
Hreiðar Hreiðarsson, veitingamaður
í Eyjafjarðarsveit
Fáir ferðamenn
framan af sumri
Baldur og
Agústa
sigruðu
BALDUR H. Ingvarsson frá
Akureyri og Ágústa Gísladóttir
frá Grindavík urðu hlut-
skörpust í karla- og kvenna-
flokki í Tröllaskagatvíþraut
skíðadeildar Leifturs sem hald-
in var í Ólafsfirði og Dalvík ný-
lega. I trimmflokki kom Hall-
dór Hreinsson úr Reykjavík
fyrstur í mark.
Þrautin fólst í því að hlaupa
frá ráðhúsinu á Dalvík inn
Böggvisstaðadalinn, yfir
Reykjaheiði og niður að Reykj-
um, sem er sumarbústaðahverfí
innst í Ólafsfirði, við rætur
Lágheiðar. Þaðan var hjólað
niður í Ólafsfjarðarbæ.
Aðstæður til keppni og
göngu voru hinar bestu, skýjað
og 15-20 stiga hiti og hæg
gola. Þrátt fyrir að aðstæður
hafi verið góðar mættu aðeins
um 10 þátttakendur til leiks og
hafa aldrei verið færri.
Baldur fór vegalengdina á
rúmum 2 klukkustundum og 7
mínútum en Þórhallur Ás-
BALDUR H. Ingvarsson á fullri
ferð á hjóli sínu á leiðinni frá
Reykjum til Ólafsfjarðar.
mundsson frá Sauðárkróki,
sem varð annar, var um 10
mínútum lengur á leiðinni.
Ágústa var rúmar 3 klukku-
Morgunblaðið/Guðmundur Þór
ÁGÚSTA Gísladdttir hleypur
léttklædd niður af Reykjaheiði.
stundir og 6 mínútur að fara
þessa leið. Tími Halldórs í
trimmflokknum var tæpar 2
klukkustundir og 58 mínútur.
HREIÐAR Hreiðarsson, veitinga-
maður og ferðaþjónustuaðili í Eyja-
fjarðarsveit, sagði að ferðamanna-
tíminn hafi farið ansi rólega af stað í
sumar og hafi verið rólegt í gistingu
alveg fram í ágúst. „Landinn skilaði
sér illa framan af sumri og það var
nánast engin lausatraffík fyrr en í
byrjun ágúst. Hins vegar var tölu-
vert um ferðir erlendra ferða-
manna.“
Hreiðar er framkvæmdastjóri
Hótel Vinjar, sem rekið er í Hrafna-
gilsskóla, hann sér um rekstur
tjaldsvæðisins í sveitinni og hann á
og rekur Blómaskólann Vín og Is-
landsbæinn. Hreiðar sagði að nokk-
uð líflegt hafi verið í Blómaskálan-
um í allt sumar og þá ekki síst í
kringum Landsmót hestamanna á
Melgerðismelum fyrri hluta júlí-
mánaðar.
Hreiðar sagði að Islendingar hafí
tekið hressilega við sér í byrjun
ágúst og farið að streyma í Eyja-
fjarðarsveitina, í kringum verslun-
armannahelgina, fram yfir hand-
verkshátíðina og fram undir 20.
ágúst. Hann sagði að frekar rólegt
hafi verið á hótelinu framan af
sumri en hins vegar hafi verið mikið
bókað fyrir næsta sumar.
Óhagstætt veður
Á Hótel Vin eru 36 herbergi en
ekkert þeirra með baðaðstöðu.
Hreiðar sagði það skipta miklu máli
og að til stæði að setja upp baðað-
stöðu á sem flestum herbergjum,
sem myndi gjörbreyta allri aðstöðu.
Tíðarfarið var sérlega óhagstætt
ferðaþjónustuaðilum á Norðurlandi
og sagði Hreiðar ekki nóg með að
Islendingar hafi skilað sér illa,
heldur hafi fólk sem búsett er á
svæðinu farið í burtu, í leit af betra
veðri.
Hreiðar sagði að íslandsbærinn
væri ómissandi í rekstri Blómaskál-
ans og einnig væru miklar mögu-
leikar í tengslum við stórt tjald sem
hann hefur sett upp og er áfast
Blómaskálanum. „Við munum bjóða
upp á jólahlaðborð í Islandsbænum
í vetur og einnig er mikill áhugi fyr-
ir því að halda þar ýmsar veislur,
þannig að möguleikarnir eru miklir.
Einnig er sambýlið við Jólagarðinn
jákvætt en þar er rekstur sem vak-
ið hefur mikla athygli.“
Gróðursetningarferð Háskólans
Liðstyrkur hermanna
af Keflavíkurflugvelli
NEMENDUR, starfsmenn og
kennarar Háskólans á Akureyri
halda í árlega gróðursetningarferð
að Végeirsstöðum í Fnjóskadal á
morgun, laugardag. Að þessu sinni
bætist skólanum góður liðsauki, því
30-40 manna hópur hermanna af
Keflavíkurflugvelli mun koma norð-
ur og aðstoða við gróðursetninguna.
Óskuðu eftir að leggja
skólanum lið
Að sögn Þórleifs Björnssonar, al-
þjóðafulltrúa HA, höfðu gestirnir af
Keflavíkurflugvelli samband og ósk-
uðu eftir því að leggja skólanum lið í
góðgerðarskyni. Hann sagði gaman
að fá þessa gesti að sunnan til að
taka þátt í verkefninu, enda mikið
verk óunnið á jörðinni. Végeirsstað-
ir er jörð sem er eign Háskólans á
Akureyri. Jörðin var gefin af af-
komendum Karítasar Sigurðardótt-
ur og hefur hún verið nýtt til gróð-
ursetningar á trjáplöntum. Við-
fangsefnin í ár eru mörg, gróður-
setning, lagning göngustíga, upp-
græðsla vegarkanta, hreinsun, girð-
ingarvinna og fleira.
Fólk mun mæta á Végeirsstaði kl.
9.00 í fyrramálið og vinna til kl.
17.30. en frá þeim tíma og til kl.
19.30 safnast fólk saman við varðeld
og grillar. Þórleifur sagðist vonast
til að 70-100 manns kæmu á svæðið
og hann vildi hvetja þátttakendur til
að taka maka og börn með í
Fnjóskadalinn.
Dregið verður 19. september úr öilum
innsendum 10 raða seðlum með Jóker
sem keyptir eru á tímabilinu frá
4. ágúst til 12. september. ÁMjI
■8|huw
í þágu öryrkja,
ungmenna og íþrótta
Sendu inn
l°TTó-sumar,eikurlnn