Morgunblaðið - 28.08.1998, Qupperneq 15

Morgunblaðið - 28.08.1998, Qupperneq 15
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 28. ÁGÚST 1998 15 AKUREYRI Tröllaskagatvíþraut skíðadeildar Leifturs Hreiðar Hreiðarsson, veitingamaður í Eyjafjarðarsveit Fáir ferðamenn framan af sumri Baldur og Agústa sigruðu BALDUR H. Ingvarsson frá Akureyri og Ágústa Gísladóttir frá Grindavík urðu hlut- skörpust í karla- og kvenna- flokki í Tröllaskagatvíþraut skíðadeildar Leifturs sem hald- in var í Ólafsfirði og Dalvík ný- lega. I trimmflokki kom Hall- dór Hreinsson úr Reykjavík fyrstur í mark. Þrautin fólst í því að hlaupa frá ráðhúsinu á Dalvík inn Böggvisstaðadalinn, yfir Reykjaheiði og niður að Reykj- um, sem er sumarbústaðahverfí innst í Ólafsfirði, við rætur Lágheiðar. Þaðan var hjólað niður í Ólafsfjarðarbæ. Aðstæður til keppni og göngu voru hinar bestu, skýjað og 15-20 stiga hiti og hæg gola. Þrátt fyrir að aðstæður hafi verið góðar mættu aðeins um 10 þátttakendur til leiks og hafa aldrei verið færri. Baldur fór vegalengdina á rúmum 2 klukkustundum og 7 mínútum en Þórhallur Ás- BALDUR H. Ingvarsson á fullri ferð á hjóli sínu á leiðinni frá Reykjum til Ólafsfjarðar. mundsson frá Sauðárkróki, sem varð annar, var um 10 mínútum lengur á leiðinni. Ágústa var rúmar 3 klukku- Morgunblaðið/Guðmundur Þór ÁGÚSTA Gísladdttir hleypur léttklædd niður af Reykjaheiði. stundir og 6 mínútur að fara þessa leið. Tími Halldórs í trimmflokknum var tæpar 2 klukkustundir og 58 mínútur. HREIÐAR Hreiðarsson, veitinga- maður og ferðaþjónustuaðili í Eyja- fjarðarsveit, sagði að ferðamanna- tíminn hafi farið ansi rólega af stað í sumar og hafi verið rólegt í gistingu alveg fram í ágúst. „Landinn skilaði sér illa framan af sumri og það var nánast engin lausatraffík fyrr en í byrjun ágúst. Hins vegar var tölu- vert um ferðir erlendra ferða- manna.“ Hreiðar er framkvæmdastjóri Hótel Vinjar, sem rekið er í Hrafna- gilsskóla, hann sér um rekstur tjaldsvæðisins í sveitinni og hann á og rekur Blómaskólann Vín og Is- landsbæinn. Hreiðar sagði að nokk- uð líflegt hafi verið í Blómaskálan- um í allt sumar og þá ekki síst í kringum Landsmót hestamanna á Melgerðismelum fyrri hluta júlí- mánaðar. Hreiðar sagði að Islendingar hafí tekið hressilega við sér í byrjun ágúst og farið að streyma í Eyja- fjarðarsveitina, í kringum verslun- armannahelgina, fram yfir hand- verkshátíðina og fram undir 20. ágúst. Hann sagði að frekar rólegt hafi verið á hótelinu framan af sumri en hins vegar hafi verið mikið bókað fyrir næsta sumar. Óhagstætt veður Á Hótel Vin eru 36 herbergi en ekkert þeirra með baðaðstöðu. Hreiðar sagði það skipta miklu máli og að til stæði að setja upp baðað- stöðu á sem flestum herbergjum, sem myndi gjörbreyta allri aðstöðu. Tíðarfarið var sérlega óhagstætt ferðaþjónustuaðilum á Norðurlandi og sagði Hreiðar ekki nóg með að Islendingar hafi skilað sér illa, heldur hafi fólk sem búsett er á svæðinu farið í burtu, í leit af betra veðri. Hreiðar sagði að íslandsbærinn væri ómissandi í rekstri Blómaskál- ans og einnig væru miklar mögu- leikar í tengslum við stórt tjald sem hann hefur sett upp og er áfast Blómaskálanum. „Við munum bjóða upp á jólahlaðborð í Islandsbænum í vetur og einnig er mikill áhugi fyr- ir því að halda þar ýmsar veislur, þannig að möguleikarnir eru miklir. Einnig er sambýlið við Jólagarðinn jákvætt en þar er rekstur sem vak- ið hefur mikla athygli.“ Gróðursetningarferð Háskólans Liðstyrkur hermanna af Keflavíkurflugvelli NEMENDUR, starfsmenn og kennarar Háskólans á Akureyri halda í árlega gróðursetningarferð að Végeirsstöðum í Fnjóskadal á morgun, laugardag. Að þessu sinni bætist skólanum góður liðsauki, því 30-40 manna hópur hermanna af Keflavíkurflugvelli mun koma norð- ur og aðstoða við gróðursetninguna. Óskuðu eftir að leggja skólanum lið Að sögn Þórleifs Björnssonar, al- þjóðafulltrúa HA, höfðu gestirnir af Keflavíkurflugvelli samband og ósk- uðu eftir því að leggja skólanum lið í góðgerðarskyni. Hann sagði gaman að fá þessa gesti að sunnan til að taka þátt í verkefninu, enda mikið verk óunnið á jörðinni. Végeirsstað- ir er jörð sem er eign Háskólans á Akureyri. Jörðin var gefin af af- komendum Karítasar Sigurðardótt- ur og hefur hún verið nýtt til gróð- ursetningar á trjáplöntum. Við- fangsefnin í ár eru mörg, gróður- setning, lagning göngustíga, upp- græðsla vegarkanta, hreinsun, girð- ingarvinna og fleira. Fólk mun mæta á Végeirsstaði kl. 9.00 í fyrramálið og vinna til kl. 17.30. en frá þeim tíma og til kl. 19.30 safnast fólk saman við varðeld og grillar. Þórleifur sagðist vonast til að 70-100 manns kæmu á svæðið og hann vildi hvetja þátttakendur til að taka maka og börn með í Fnjóskadalinn. Dregið verður 19. september úr öilum innsendum 10 raða seðlum með Jóker sem keyptir eru á tímabilinu frá 4. ágúst til 12. september. ÁMjI ■8|huw í þágu öryrkja, ungmenna og íþrótta Sendu inn l°TTó-sumar,eikurlnn
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.