Morgunblaðið - 28.08.1998, Qupperneq 16
16 FÖSTUDAGUR 28. ÁGÚST 1998
MORGUNBLAÐIÐ
4
LANDIÐ
Loðdýrabændur óttast
verðfall á skinnum
Morgunblaðið/Sigurður Sigmundsson
FUNDARGESTIR við loðdýrahúsið í Ásgerði II.
Hrunaraannahreppi - Samband ís-
lenskra loðdýrabænda hélt aðal-
fund sinn á Flúðum laugardaginn
22. ágúst og kom þar fram að
bændur óttast verðfall á skinnum.
Haldinn var svokailaður búdagur
á föstudeginum 21. ágúst. Hann
hófst eftir hádegi á því að Sigur-
jón Bláfeld flutti fyrirlestur um
nýjustu tilraunir á Hvanneyri.
Síðan var minkabúið Mön í Gnúp-
verjahreppi, sem er nýuppbyggt,
heimsótt. Þau Katrín Sigurðar-
dóttir og Stefán Guðmundsson í
Ásaskóla eiga það bú.
Þá var haldið að Ásgerði II í
Hrunamannahreppi, þar sem þeir
feðgar Þorbjörn Sigurðsson og
Sigurður Jónsson eru með um-
fangsmikla minkarækt. Nokkur
fyrirtæki sem flytja inn vélar og
verkfæri, fóðurvörur og aðrar
rekstrarvörur til loðdýraræktar
voru með vörusýningar. Einnig
kynnti Kaupfélag Skagfírðinga
loðdýrahús sem það flytur inn og
eru teiknuð af Guðmundi Þór Guð-
mundssyni á Marlandi í Skaga-
firði. Verulegar tækniframfarir
eru í þessari búgrein sem og öðr-
um búgreinum.
í spjalli við Bjarna Guðmunds-
son í Túni, formann SÍL, kom
fram að sithvað er á döfínni hjá
samtökunum. „Útlitið í loðdýra-
ræktinni fer eftir því hvernig okk-
ur tekst að vinna úr okkar innri
málum, hvernig okkur tekst að
vinna okkar heimavinnu, ef svo má
segja,“ sagði Bjarni.
„Við höfum verið að skoða hag-
kvæmnina í fóðurgerðinni, sem er
langstærsti kostnaðurinn á búun-
um. Við höfum verið að skoða
þetta í samanburði við danskar
fóðurstöðvar en loðdýrarækt í
Danmörku er sú mesta í heimin-
um. Við höfum ákveðna þætti hag-
stæðari, svo sem hráefnisverð, en
fasti kostnaðurinn er mun hærri
hjá okkur vegna þess að við erum
með of litlar fóðurstöðvar. Við er-
um með miklu minni fóðurstöðvar
sem gerir það að verkum að
kostnaðurinn deilist á of fá kíló.
Ef við náum fóðurkostnaði niður
og náum að bæta fóðurgæðin eins
og er verið að vinna að en það er
verið að vinna að gæðaeftirliti á
fóðurstöðvunum á sama hátt og er
í matvælaiðnaði þá líst mér vel á
framtíðina."
Bjarni kvaðst hafa ákveðnar
áhyggjur af stöðu efnahagsmála í
Rússlandi og Asíu.
„Gengisþróun í Rússlandi og
Asíulöndum getur hins vegar haft
skammtímaáhrif á markaðinn,“
sagði hann. „Við verðum oft að
horfa á hvort skinnaverð sé hátt
en við þurfum einnig alltaf að hafa
meiri mun milli tekna og gjalda en
samkeppnisaðilar okkar. Ef við er-
um með lægri tilkostnað og lægra
skinnaverð þá lifum við slæmu árin
af. Erlendis hafa búin stækkað
mjög mikið vegna tæknivæðingar
sem er komin fram á síðustu árum.
Og rannsóknir bæði innlendar og
erlendar benda til þess að það sé
meiri hagkvæmi á stærri búum en
hér eru yfirleitt. Við erum með of
lítil bú.“
Arvid Kro, framkvæmdastjóri
SIL, sagði að Rússar keyptu um
60% af öllum minkaskinnum í
heiminum. Þróun efnahagsmála
þar væri því verulegt áhyggjuefni.
—
Skólatilboð #2
233 MHz PREMIUM PC
233 MHz Pentum II tumtölva með 64MB
minni, 4.3GB hörðum disk, 32x CD drifi,
Soundblaster 16VE hljóðkorti, 33.6K
bps mótaldi, hátölurum, 17" litaskjá og
Windows 98 uppsett ásamt CD.
aflelns kr. 119i900)a
Skólatitboð #3
400 MHz PREMIUM PC
400MHz Pentum II turntölva með 128
MB minni, 8.4GB hörðum disk, DVD drif,
Soundblaster AWE64 hljóðkorti, 56.6
Kbps mótaldi, hátölurum, 17“ litaskjá
og Windows 98 uppsett ásamt CD.
aðeins kr. 239.900,-
Skólatitboð #1
266 MHz PREMIUM PC
266 MHz Pentum II turntölva með 64MB
minni, 6.4GB hörðum disk, 32x CD drifi,
Soundblaster AWE64 hljóðkorti, 56.6
Kbps mótaldi, hátölurum, 17“ litaskjá
og Windows 98 uppsett ásamt CD.
aðeins kr. 129.900,-
20-90% afsláttur af öllum skólatöskum
1