Morgunblaðið - 28.08.1998, Side 19
MORGUNBLAÐIÐ
VIÐSKIPTI
FÖSTUDAGUR 28. ÁGÚST 1998 19
Samherji hf. hagnast um 506 milljónir kr. á fyrri árshelmingi
Viðsnúningur á
erlendri starfsemi
HAGNAÐUR af erlendri starfsemi
í stað verulegs taps og fjármuna-
tekjur í stað verulegra fjármagns-
gjalda eru helstu skýringamar á
miklum afkomubata samstæðu
Samherja hf. frá síðasta ári. Hagn-
aður samstæðunnar nam 506 millj-
ónum kr. á fyrri helmingi þessa árs
en til samanburðar má geta að
hagnaður alls síðasta rekstrarárs
var liðlega 200 milljónir kr. Hagn-
aður Samherja er jafnframt um það
bil tvöfalt meiri en verðbréfafyrir-
tækin spáðu.
Á síðasta rekstrarári var 173
milljóna króna tap af erlendum
dóttur- og hlutdeildarfélögum Sam-
herja og dró það afkomu félagsins
verulega niður. I ár varð hins vegar
68 milljóna króna hagnaður, sam-
kvæmt milliuppgjöri móðurfélags-
ins, og er afkomubatinn því liðlega
240 milljónir kr. Samherji birti ekki
milliuppgjör á síðasta ári og eru töl-
ur alls síðasta árs því birtar til sam-
anburðar í meðfylgjandi töflu.
Þorsteinn Már Baldvinsson, for-
stjóri Samherja, segir að þegar fé-
lagið hóf þátttöku í rekstri erlendis
hefði það legið fyrir að ráðast í
mikla endurskipulagningu á fyrir-
tækjunum, ekki síst í veiðum. Það
hefði verið gert í fyrirtæki þeirra í
Skotlandi og einnig Þýskalandi en
þar á Samherji GmbH nú 99%
þýska útgerðarfélagsins DFFU.
Þorsteinn segir að lögð hafi verið
áhersla á þetta starf. „Því er ekki
lokið en það hafa verið tekin skref í
rétta átt.“ DFFU keypti nýlega lít-
inn ísfísktogara sem aðallega verð-
ur gerður út til veiða á Norðursjó.
Kaupin eru liður í því að nýta kvóta
félagsins betur og auka fjölbreytni í
rekstri.
Fjármunatekjur í stað gjalda
Fyrstu sex mánuði ársins hafði
samstæðan 48 milljónir kr. í fjár-
munatekjur á móti 322 milljóna kr.
fjármagnsgjöldum á öllu síðasta
rekstrarári. Breytingin nemur því
370 milljónum kr. á milli uppgjöra.
Þorsteinn segir að lækkun vaxta og
gengishagnaður skýri þessa breyt-
ingu að stærstum hluta. Hann segir
að menn geri stundum of mikið úr
áhrifum gengisbreytinga á afkomu
fyrirtækja. Samherji leitist við að
hafa skiptingu langtímalána í
nokkru samræmi við skiptingu
tekna eftir gjaldmiðlum. Við lækk-
un gengis mikilvægra gjaldmiðla
lækki því tekjur fyrirtækisins af
sömu ástæðum og gengishagnaður
myndist.
Rækjuveiðar og vinnsla hefur
gengið verr hjá Samherja eins og
öðrum fyrirtækjum á þessu ári. Þá
hefur verð á grásleppukavíar verið
mjög lágt og loðnuvertíðin lakari en
á síðasta ári. Á móti kemur að bol-
fiskveiðar félagsins hafa gengið
mjög vel og náð að vega upp þann
samdrátt sem varð í hinum greinun-
um. Þá hefur markaðs- og sölustarf-
semin einnig gengið vel, að sögn
Þorsteins Más.
Veltufé frá rekstri nam 755 millj-
ónum kr. á fyrri árshelmingi.
Skammtímaskuldir samstæðu Sam-
herja eru nú meiri en um síðustu
áramót og veltufjárhlutfallið lægra.
Meginástæða þess er sú að skuld-
bindingar félagsins vegna kaupa á
49,5% hlut í DFFU í Þýskalandi í
Landsbanki íslands greiðir upp skuldabréf
Heildarinn-
lausnir í kring-
um 82 milljónir
LANDSBANKI íslands hefur
ákveðið að nýta sér uppgreiðsluá-
kvæði skuldabréfa, útgefinna af
Lind hf. í 2. flokki Á 1993, þann 21.
ágúst 1993. Bréfin verða greidd
Gengislækkun
norsku krónunnar
Hefur ekki
áhrif á
olíukaup
LÆKKANDI gengi norsku
krónunnar mun ekki hafa áhrif
á kaup íslenskra olíufélaga á ol-
íu frá Noregi.
Samkvæmt upplýsingum frá
Olíufélaginu hf. og Skeljungi hf.
fara öll kaup á olíu fram með
dollurum og því hafa sveiflur á
gengi norsku krónunnar engin
áhrif á olíuverð.
Gengi norsku krónunnar
lækkaði í gærmorgun um 3,4%
á gjaldeyrismarkaði í Ósló sök-
um óróleika á fjarmálamörkuð-
um heims, að talið er.
lok tímabilsins svo og skuldbinding-
ar vegna kaupa á nóta- og togskip-
inu Garðari frá Noregi í lok apríl
eru færðar meðal skammtíma-
skulda en unnið er að langtímafjár-
mögnun.
Góðar horfur
Þorsteinn Már telur horfur fyrir
árið í heild viðunandi. „Við erum
sáttir núna og reynum áfram að
gera okkar besta.“ Hann segir að
ýmsar sviptingar séu í því alþjóð-
lega umhverfi sem íslenskur sjávar-
útvegur starfi í, nefnir umrót í Asíu
og Rússlandi sem dæmi um það.
Slíkar breytingar hafi áhrif á rekst-
urinn á árinu en hversu miklar sé
erfitt að spá íýrir um.
í grein í Morgunblaðinu fyrir
mánuði kemur fram að flest verð-
bréfafyrirtækin gerðu ráð fyrir
200-300 milljóna króna hagnaði af
rekstri Samherja á fyrri hluta árs-
ins en hagnaðurinn reyndist vera
tvöfalt meiri. Tryggvi Tryggvason,
framkvæmdastjóri Kaupþings
Norðurlands hf., segir að væntingar
til Samherja hafi aukist eftir að
milliuppgjör sjávarútvegsfyrirtækj-
anna fóru að birtast. Afkoman hafi
hins vegar reynst enn betri. Vekur
hann athygh á að mestu máli skipti
viðsnúningur á fjármagnsliðum og
erlendri starfsemi sem stjórnendur
SAMHERJI hf
Samstæðureikningur
Úr milliuppgjöri 1998
Rekstrarreikningur
Rekstrartekjur, milljónir kr.
Rekstrargjöld
Hagnaður fyrir afskriftir
Afskriftir
Fjármagnsliðir
Hagnaður af reglulegri starfsemi
Aðrar tekjur (gjöld)
Hagnaður tímabilsins
Efnahagsreikningur
Veltufjármunir, milljónir kr.
Fastafjármunir
1/1-30/6
1998
4.809
3.810
999
(436)
48
611
57
506
30.6.98
3.148
9.777
Eignir alls
Skammtímaskuldir
Langtímaskuldir og skuldb.
Eigið fé
Skuldir og eigið fá alls
Kennitölur
Eiginfjárklutfall
Veltufjárhlutfall
Veltufé frá rekstri, milljónir kr.
12.925
4.464
4.339
4.122
12.925
31,9%
0,70
755
Ailtárið
1997
7.405
6.035
1.370
(759)
(322)
289
55
204
31.12.97
2.462
8.205
10.667
2.533
4.447
3.687
10.667
34,6%
0,97
974
Breyting
27,9%
19,2%
21,2%
76,2%
-2,4%
11,8%
21,2%
félagsins virtust nú vera búnir að ná
tökum á.
Gengi hlutabréfa Samherja var
9,80 í gærmorgun og segir Tryggvi
að það hafi endurspeglað væntingar
um góða afkomu. Niðurstaða milli-
uppgjörsins sýndi að félagið ætti vel
fyrir þessu gengi og gott betur og
sagði að það kæmi sér á óvart ef
gengið hækkaði ekki næstu daga.
Eftir að opnað var fyrir viðskipti
með bréf Samherja í gær hækkaði
gengið upp í 10,50 en lækkaði svo
aftur niður í 10 sem er 2% hærra en
í upphafi dags.
Tryggvi er bjartsýnn á afkomu
Samherja á árinu í heild en telur þó
óvarlegt að tvöfalda hagnaðinn af
fyrri árshelmingi og reikna með
milljarðs hagnaði fyrir árið allt.
upp þann 15. september nk. á öll-
um afgreiðslustöðum bankans.
Bréfin eru bundin lánskjaravísi-
tölu. Grunnviðmiðun verðtrygging-
ar var 3307 stig lánskjaravísitölu í
ágúst 1993.
Þórarinn Þorbjörnsson hjá við-
skiptastofu Landsbankans sagði að
heildarflokkurinn, sem væri í inn-
köllun, væri útgefinn upp á 50
milljónir króna og að bréfin hafi
verið seld á opnum markaði.
Bréfin eru með gjalddaga 15.
september 2001, að sögn Þor-
björns, sem átti að vera lokagjald-
dagi, en þar sem bréfin hafa inn-
köllunarákvæði nýtti bankinn sér
rétt sinn til innköllunar.
„Þessi bréf bera 8,5% vexti sem
er talsvert hærra en almennt ger-
ist á markaði í dag og þessvegna
nýtir bankinn sér innköllunarrétt-
inn sem er í skuldabréfunum,"
sagði Þórarinn og sagði að þetta
þýddi það, að ef eigendur bréfanna
innleysa ekki bréfín fyrir 15. sept-
ember, fá þeir ekki vexti á þau frá
þeim tíma.
Að sögn Þórarins verða heildar-
innlausnir í kringum 82 m.kr.
Greiðslustaður skuldabréfanna
er í afgreiðslu bankans að Lauga-
vegi 77, Reykjavík. Heimilt verður
að framvísa skuldabréfum í öllum
afgreiðslum bankans sem aðstoða
munu við innlausnina.
c
Landsvirkjun
Til hamingju með nýju fjármögnunina.
Landsvirkjun réðst í skuldabréfaútboð að fjárhæð
kr. 2.500.000.000 til 15 ára með gjalddaga 24. ágúst 2013.
Skuldabréfin voru gefin út þann 24. ágúst 1998 og seldust
upp á fyrsta söludegi.
Umsjónaraðili útboðsins,
íslandsbanki hf. í samvinnu við Búnaðarbanka íslands hf.
ISLANDSBANKI
®BIJNAÐARBANKINN
NS “ Tmmtur banki