Morgunblaðið - 28.08.1998, Side 23

Morgunblaðið - 28.08.1998, Side 23
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 28. ÁGÚST 1998 23 ERLENT Iskyggileg ofþenslumerki og mikil ólga í norskum efnahagsmálum Vextir tvöfaldast og gengi hlutabréfa lækkar Garður helg- aður Díönu í París París. Reuters. BORGARSTJ ÓRNIN í París til- kynnti í gær að fyrirhugað væri að byggja garð í minningu Díönu prinsessu, réttu ári eftir að hún lét lífið í bílslysi í borginni. í tilkynningu frá borgar- stjórninni segir að borgarstjór- inn Jean Tiberi hafi í samráði við fjölskyldu prinsessunnar og bresku ríkisstjórnina ákveðið að heiðra minningu hennar með þessum hætti. Rætt hafi verið um að nefna götu í borginni eftir Díönu, en frá því hafí verið horf- ið vegna þess að það hefði tekið að minnsta kosti fimm ár. Garðurinn verður staðsettur við hliðina á barnaheimili í Marais-hverfinu, sem er eitt það elsta í París. I tilkynning- unni segir að garðurinn verði helgaður því að fræða börn um náttúruna og garðyrkju, og verður hann opinn almenningi um helgar. GENGI norsku krónunnar lækkaði áfram í gær og hefur gengi norsku krónunnar aldrei mælst jafnlágt gagnvart evrópsku myntkörfunni, ECU. Þá lækkaði gengi hlutabréfa í norsku kauphöllinni um 3,8% og hafði áður lækkað um 3,6% á mið- vikudag. Við lok viðskipta í kauphöllinni í gær stóð norska hlutabréfavísitalan í 1007,27 stigum. Hefur hún ekki verið lægi-i frá því í janúar 1997. Hæst náði vísitalan hinn 6. maí sl. er hún var 1423 stig. Ekki síst voru það hlutabréf norskra stórfyrir- tækja er lækkuðu verulega í verði. Gengi hlutabréfa í stærstu bönkum Noregs lækkaði um 5-7% og í stærstu iðnfyrirtækjum um allt að 12%. Sérfræðingar segja að veik staða norsku krónunnar hafi valdið lækk- un hlutabréfavísitölunnar að miklu leyti en einnig hafi blikur á lofti í al- þjóðlegum efnahagsmálum haft áhrif. Norskir bankai- héldu í fyrradag áfram að hækka vexti. Den Norske Bank tilkynnti 2,5 prósentustiga hækkun á vöxtum húsnæðislána bankans og nema þeir nú 9%. Skömmu síðar boðaði Fokus bank þriggja prósentustiga hækkun hús- næðislána. Bera húsnæðislán síðar- nefnda bankans þar með 9,71% vexti. Eru vextir í Noregi nú þeir hæstu í Evrópu að Grikklandi und- anskildu. í fréttaskýringu í Aftenposten segir að þótt norskir vextir hafi tvö- faldast á undanfömum tveimur mánuðum sé þar með ekki öll sagan sögð. Hinn raunverulegi fjármagns- kostnaður geti fjóifaldast, haldist vaxtastigið óbreytt, eftir að tekið hafi verið tillit til áhrifa skatta- reglna. Vaxtastig er nú sambæri- legt og það var í byrjun áratugarins en þá lentu tugir þúsunda fjöl- skyldna í Noregi í greiðslueiflðleik- um vegna fjármagnskostnaðar. Raunvextur voru neikvæðir í Noregi á árunum 1983-1987 vegna mikillar verðbólgu og þótt raun- vextir hafi verið jákvæðir á árunum 1983-1987 voru þeir mjög lágir eða um 2%. Eftir það fór vaxtastig hækkandi og náði hámarki á árun- um 1991 og 1992 er Noregur gekk í gegnum tímabil mikilla efnahags- þrenginga á sama tíma og verð- bólga lækkaði mikið. Síðan hafa vextir farið lækkandi og höfðu á síð- asta ári ekki mælst lægri í áratug. Krónan flýtur Mikil ólga hefur verið á norskum fjármálamarkaði það sem af er vik- unnar. Norski seðlabankinn hækk- aði vexti sl. fóstudag og aftur á mánudag og lýsti að því búnu yfir að ekki yrði gripið til frekari að- gerða til að verja gengi norsku krónunnar. Jafngildir það því að gengi krónunnar sé látið fljóta á mörkuðum. Mikill þrýstingur hefur verið. á gengi norsku krónunnar síðastliðna mánuði og er helsta skýringin á því sögð lækkun olíuverðs á alþjóða- mörkuðum auk mikilla kauphækk- ana í kjarasamningum. Þá er stjórn Kjell-Magne Bondeviks ekki sögð hafa náð að afla sér nægilegs trú- verðugleika í efnahagsmálum. Hef- ur þetta valdið spákaupmennsku á peningamörkuðum en seðlabankinn reyndi að halda genginu stöðugu allt þar til í byrjun vikunnar. Ákvörðun seðlabankans hefur mælst misjafnlega fyrir en flestir vona að hún verði til að jafnvægi komist á í peningamálum þjóðarinn- ar. Ekki hafi verið hægt að verja gengi krónunnar endalaust með vaxtahækkunum í kapphlaupi við spákaupmenn á peningamörkuðum. I leiðara dagblaðsins Stavanger Aftenblad segir að gengislækkun sé ekki stórslys. Lægra gengi komi út- flutningsatvinnuvegum til góða og fólk verði á móti að sætta sig við dýrari innflutningsvarning og sólar- landaferðir. Enn deilt um stöðu Lettlands-Rússa Þj óðaratkvæða- greiðsla um ríkisborgararétt Ríga. Reuters. HALDIN verður þjóðaratkvæða- greiðsla í Lettlandi 3. október nk. um það hvort gera eigi fólki sem tilheyrir rússneska minnihlutan- um í landinu auðveldara að öðast lettneskan ríkisborgararétt eða ekki. Samtímis verður gengið til þingkosninga. Þetta tilkynnti lettneska stjórnin í gær. Yfirkjörstjórn landsins stað- festi að andstæðingar rýmkunar á ákvæðum um ríkisborgararétt hefðu safnað 226.530 undirskrift- um frá almenningi til stuðnings kröfunni um að þjóðaratkvæða- greiðslu um málið. 131.147 undir- skriftir hefðu nægt til að knýja atkvæðagreiðsluna fram, sam- kvæmt ákvæðum þar að lútandi í lettnesku stjórnarskránni. í júni sl. samþykkti lettneska þingið breytingu á lögum um rík- isborgararétt, sem gengu út á að gera ríkisfangslausu fólki í land- inu, sem flest er af rússnesku bergi brotið, auðveldara að öðlast ríkisborgararétt, en þjóðernis- sinnaðir stjórnmálamenn, sem voru andsnúnir þessari breyt- ingu, hrintu af stað undirskrifta- herferðinni til að knýja fram þjóðaratkvæðagreiðslu. Allir flokkar nema einn fylgjandi breytingu Að undanskilinni Föðurlands- og frelsisfylkingunni, flokks Guntars Krasts forsætisráð- herra, studdu allir helztu stjórn- málaflokkar á lettneska þinginu breytingarnar í von um að þær mættu verða til að bæta sam- skiptin við Rússland og slá á áhyggjur vestrænna ríkja og stofnana af mannréttindamálum í landinu. Reuters , - I SPRENGJA sprakk í miðri mið- borg Tel Aviv í gær, annarrar stærstu borgar Israels, á fjölfar- inni götu í grennd við aðalsam- kunduhús borgarinnar. 21 slas- aðist, þar af einn alvarlega. Hér beitir sérþjálfaður lögreglumað- ur vélmenni fyrir sig til að kanna hvort leifar af sprengiefni finnist enn á vettvangi. Sprengjunni hafði verið komið fyrir í ruslafötu og sprakk um Sprengja í Tel Aviv morguninn, þegar mikil umferð var um götuna. Lögreglan telur palestínska öfgamenn bera ábyrgð á tilræðinu, en enginn hafði lýst því á hendur sér í gær. Þetta var fyrsta sprengjutilræðið í Tel Aviv frá því þrjár konur létu Iífið í sjálfsmorðstilræði Palestínumanns í marz 1997. Benjamin Netanyahu, forsætis- ráðherra ísraels, lét svo um mælt eftir tilræðið, að hann myndi ekki samþykkja neina samninga um að láta af hendi meira land- svæði á Vesturbakkanum í hend- ur heimastjórnar Palestínu- manna nema hún gengi hart fram í að beijast gegn „morð- ingjum og hryðjuverkum". Nýtt val í lífeyrissparnaði Lífsbrautin Oskir fólks á sviði lífeyrissparnaðar eru mismunandi. Lífsbrautin gefur sjóðfélögum kost á að fjárfesta í þremur mismunandi deildum: uífTL Llf JLXJL Líf I stefnir að góðri langtíma- Líf II stefnir að góðri ávöxtun til Líf III er áhættuminnsta deildin ávöxtun, með því að nýta fjölbreytt lengri tima með áhættudreifingu. með litlar sveiflur í ávöxtun. Lífl Líf I ste ávöxtun tækifæri sem bjóðast á mörkuðum. Hafðu samband við ráðgjafa Landsbréfa x LANDSBREF HF. 7^4 SUOURLANDSBRAUT 24. 108 REYKJAVÍK, SÍMI 535 2000.BRÉFSÍMI 535 2001, landsbref.is

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.