Morgunblaðið - 28.08.1998, Blaðsíða 26
26 FÖSTUDAGUR 28. ÁGÚST 1998
LISTIR
MORGUNBLAÐIÐ
Umfangsmikil og fjölbreytt
starfsemi á leikárinu
STARFSEMI Leikfélags Reykjavík-
ur verður ívið umfangsmeira á kom-
andi leikári en á síðastliðnum vetri.
Fyrir því er grundvöllur, að sögn
Þórhildar Þorleifsdóttur, leikhús-
stjóra, enda hafi starfsemi Borgar-
leikhússins gengið vel í fyrra. Langt
mun vera síðan svo margir áhorfend-
ur sóttu sýningar LR og margfaldað-
ist fjöldi þeirra frá árinu áður. „Það
er ánægjulegt hversu margt í starf-
semi LR fékk góðar viðtökur á síð-
asta leikári. Það bendir til þess að
áhorfendur vilji enn meira og því
j lofa ég umfangsmikilli og
: fjölbreyttri starfsemi í
: vetur,“ sagði Þórhildur
og Katrín Hall, listdans-
; stjóri, tók í sama streng.
j Sagði að íslenski dans-
; flokkurínn gæti horft
| stoltur fi'am á veginn og
haldið áfram að efia
starfsemina í Borgarleik-
húsinu í samvinnu við
leikfélagið.
Stóra sviðið
Islenski dansflokk-
urinn
Morgunblaðið/Golli
FRÁ ÆFINGU LR á Mávahlátri eftir Kristfnu Marju Baldursdóttur sem
frumsýnt verður á Stóra sviðinu 9. október.
íslenski dansflokkur-
inn hefur leikárið 1. októ-
ber með því að taka upp
afmælissýningu sína á þremur dans-
verkum, Night eftir Jorma Uotinen,
Stoolgame eftir Jirí Kylián og La
Cabina 26 eftir Jochen Ulrich. Sýn-
ingin var frumsýnd á Listahátíð í
Reykjavík í vor.
Dansflokkurinn efndi fyrr í sumar
tO samkeppni ungra danshöfunda
um stutt frumsamið dansverk. Valin
verða nokkur bestu verkin sem
borist hafa og þau sýnd á Stóra sviði
Borgarleikhússins, þar sem þau
verða dæmd og þrjú bestu verkin
verðlaunuð. Þetta er í fyrsta sinn
sem keppni af þessu tagi er haldin
hér á landi.
I febrúar frumsýnir dansflokkur-
inn nýja sýningu, sem samanstendur
af verkinu Brot - Kæra Lóla eftir
Hlíf Svavarsdóttur, fyrrverandi list-
dansstjóra, og tveimur verkum eftir
Portúgalann Rui Horta.
Önnur starfsemi
Fjöldi áhorf-
enda marg-
faldaðist
milli ára
Hjá LR er fyrsta
frumsýning leikársins á
Stóra sviðinu fyrirhuguð
9. október. Er það leik-
gerð Jóns Hjartarsonar
á fyrstu skáldsögu Krist-
ínar Marju Baldursdótt-
ur, Mávahlátri, sem út
kom 1995. Leikstjóri er
Þórhildur Þorleifsdóttir.
Sögusvið verksins er ís-
lenskt fiskiþorp á sjötta áratugnum.
Þama hafði verið farsælt líf þar til
einn góðan veðurdag að kona nokkur,
allsérstæð, Freyja að nafni, birtist
I skyndilega, komin alla leið frá Amer-
j íku. Brátt fer hið rótgróna samfélag
| allt úr skorðum, þama verður vett-
: vangur undarlegrai- og spennandi at-
; burðarásar.
Leikendur í Mávahlátri era Björn
S Ingi Hilmarsson, Edda Björg Eyj-
; ólfsdóttir, Guðrún Ásmundsdóttir,
; Halldóra Geirharðsdóttir, Hanna
; María Karlsdóttir, Hildigunnur Þrá-
' insdóttir, Inga María Valdimai-sdótt-
‘ ir, Jóhann G. Jóhannsson, Jón
Hjartarson. Margrét Helga Jó-
hannsdóttir, Pétur Einarsson, Rósa
Guðný Þórsdóttir, Sigrún Edda
; Björnsdóttir, Soffía Jakobsdóttir,
f Sóley Elíasdóttir, Theodór Júlíus-
I son, Valgerður Dan, Þórhallur
: Gunnarsson og Halldór Gylfason.
Tónlist er eftir Pétur Grétarsson,
búninga gerir Una Collins og leik-
mynd er eftir Sigurjón Jóhannsson.
Bamaleikrit vetrarins er Pétur
Pan eftir James Barrie í þýðingu
i Karls Ágústs Úlfssonar. Verður verk-
í ið, sem nú er sýnt í fyrsta sinn á Is-
landi, framsýnt á annan í jólum. Leik-
: stjóri verður María Sigurðardóttir.
Einu sinni vöru þrjú systkin sem
áttu heima í Lundúnum. Vanda var
elst. Hún sagði bræðrum sínum, Jóni
f og Mikka, sögur á hverju kvöldi og
oftar en ekki fjölluðu þær um ímynd-
í aðan snáða, Pétur Pan, sem átti
heima í Hvergilandi. En Vanda vissi
i ekki að Pétur Pan var til í raun og
veru. Inn í söguna er flettað dansi og
: söng.
Með helstu^ hlutverk fara Ari
Matthíasson, Árni Pétur
Guðjónsson, Edda Björg
; Eyjólfsdóttir, Ellert A.
Ingimundarson, Friðrik
| Friðriksson, Gísli Rúnar
i Jónsson, - Inga María
| Valdimarsdóttir, Jóhann
j G. Jóhannsson og Sigrún Edda
: Björnsdóttir en auk þeirra kemur
' fram fjölmennur hópur barna og
unglinga.
Tónlist er eftir Kjartan Ólafsson,
dansar eftir Láru Stefánsdóttur,
. Una Collins hannar búninga og leik-
mynd gerir Jón Þórisson.
Eitt kunnasta leikrit aldarinnar,
Horft frá bránni eftir Bandaríkja-
manninn Aithur Miller verður frum-
sýnt á Stóra sviðinu í janúar. Leik-
stjóri verður Kristín Jóhannesdóttir
í og Stígur Steinþórsson smíðar leik-
Leikárið 1998-99 í Borgarleikhúsinu var
kynnt á blaðamannafundi í gær. Þórhildur
Þorleifsdóttir, leikhússtjóri Leikfélags
Reykjavíkur, og Katrín Hall, listdansstjóri
Islenska dansflokksins, fóru yfír sviðið og
lofuðu umfangsmikilli og fjölbreyttri starf-
semi í leikhúsinu í vetur.
Hegels. Hér einbeitir höfundur sér
að átökum hugsjóna og hugmynda
og lætur söguna gerast í nútíman-
um.
Búasaga hlaut fyrstu verðlaun í
leikritasamkeppni Leikfélags
Reykjavíkur sem efnt var til í tilefni
af eitt hundrað ára afmæli félagsins.
Fegurðardrottningin frá Línakri
eftir ungan Ira, Martin McDonagh,
rekur lestina á Litla sviðinu. Verður
verkið ft-umsýnt í febrúar í leikstjórn
Maríu Sigurðardóttur. Þýðing er eft-
ir Karl Guðmundsson.
Verkið, sem sló í gegn
í Lundúnum, fjallar um
mæðgur sem búa saman
við sérkennilegar að-
stæður. Barist er upp á
líf og dauða.
Tvær sýningar verða
teknar upp frá síðasta
vetri, farsinn Sex í sveit
eftir Marc Camoletti í
þýðingu Gísla Rúnars
Jónssonar og Sumarið
37 eftir Jökul Jakobs-
son. Hefjast sýningar á
báðum verkum í sept-
ember. Þá verður sýn-
ingum á söngleiknum
„Grease“ fram haldið á
leikárinu.
Horft frá
brúnni eftir
Miller í nýrri
þýðingu
Morgunblaðið/Arnaldur
ÞÓRHILDUR Þorleifsdóttir leikhússtjóri kynnir Ieikárið 1998-99 á
blaðamannafundi í Borgarleikhúsinu.
mynd. Notuð er ný þýðing Sigurðai'
Pálssonar á verkinu.
Verk þetta gerist í hafnarhverfí
ítalskra innflytjenda í New York.
Hafnarverkamaðurinn Eddie gengur
Katrínu, systurdóttui' sinni, í fóður-
stað. Er fram líða stundir og Katrín
verður ástfangin af ungum ítala,
frænda eiginkonu Eddies, blossar
upp afbrýðisemi og það rennur upp
fyrir honum að tilfinningar hans til
Katrínar eru flóknari en hann hefur
gert sér grein fyrir. Eddie einsetur
sér að skilja elskendurna að.
Ekki hefur enn verið
skipað í hlutverk.
Vorið vaknar nefnist
verk eftir þýska leik-
skáldið Frank Wadekind
sem fnimsýnt verður í
mars. Er það skrifað árið
1890 en ekki frumsýnt fyrr en 1906.
Hafliði Arngrímsson þýðir leikritið.
Fjallar það um ungt fólk á þrösk-
uldi þess að verða fullorðið. Tilfínn-
ingarót, átök, fyrsta kynlífsreynslan
og órar eru í forgrunni.
Gamanleikurinn Stjórnleysingi
ferst af slysfórum eftir nóbelsskáldið
Dario Fo í leikstjórn Maríu Sigurð-
ardóttur verður síðasta frumsýning
leikársins á Stóra sviðinu, í mars.
Silja Aðalsteinsdóttir þýðir verkið.
Verkið byggist á raunverulegum
atburðum sem urðu vopn í báráttu
fólksins fyrir betra lífi. Höfundur
beinir skeytum sínum að réttarkerfi
valdhafanna og skopast óspart að
lögreglu hinna spilltu ráðamanna.
Litla sviðið
Ofanljós eftir eitt fremsta leikrita-
skáld Breta, David Hare, í þýðingu
Árna Ibsen er fyrsta verkið sem
frumsýnt verður á Litla sviðinu, 20.
september: Leikstjóri er Kristín Jó-
hannesdóttir, leikmynd og búninga
gerii' Stígur Steinþórsson og leik-
endur eru Þorsteinn Gunnarsson,
Guðlaug Elísabet Ólafs-
dóttir og Friðrik Frið-
riksson.
Ástarsamband mið-
aldra manns og ungrar
stúlku hefur beðið skip-
brot en lifnar á ný þegar
maðurinn leitar stúlkuna uppi í ör-
væntingu og þunglyndi eftir dauða
konu sinnar.
Búasaga nefnist nýtt verk eftir
Þór Rögnvaldsson sem frumsýnt
verður í desember. Leikmyndahönn-
uður og leikstjóri verður Eyvindur
Erlendsson en búninga gerir Una
Collins.
Verkið er byggt á grunni Kjal-
nesingasögu en hefur um leið
sterka skírskotun til Antígóníu Só-
fóklesar og ekki síður til verka
Halldórs Laxness, Nietzches og
Leiklestur sígildra ljóðleika verð-
ui' á dagskrá Leikfélags Reykjavíkur
í vetur. Er hann einkum til heiðurs
einum fremsta þýðanda íslendinga,
Helga Hálfdanarsyni, sem þýtt hefur
mörg helstu sviðsverk ieiklistarinn-
ar, svo sem alla grísku harmleikina
og öll leikrit Williams Shakespeares.
Af öðrum skáldum sem ber á góma
má nefna Pierre Corneille, Jean
Racine, Julio Dantas, Don Pedro
Calderón de la Barca og Henrik Ib-
sen.
LR heldur áfram með kynningu
og umræður í tengslum við sýning-
ar hússins í vetur en þessi háttur
var tekinn upp í fyrra. Mæltist
hann, að sögn leikfélagsmanna, vel
fyrir. Einnig munu aðstandendur
leikhússins heimsækja
hópa víðs vegar á höfuð-
borgarsvæðinu til að
kynna starfsemi LR og
einnig einstök verk.
Þá munu grunnskóla-
börn halda áfram að
kynnast starfsemi Borgarleikhússins
í vetur líkt og hin síðari ár. Er
fræðslustarf þetta orðið fastur liður í
starfsemi leikhússins.
Þá er þess ógetið að um mánaða-
mótin september/október fer LR í
Austurveg, nánar tiltekið til Moskvu,
þar sem félaginu hefur verið boðið
með sýningu sína, Feður og syni,
sem sýnd var í Borgarleikhúsinu í
fyrra. Segir Þórhildur þetta boð ein-
stakt og ánægjulegt, auk þess sem í
því felist mikil hvatning fyrir Leikfé-
lag Reykjavíkur.
EITT verka Sveinbjargar.
Grafík hjá
Ófeigi
SVEINBJÖRG Hallgrímsdóttir
opnar gi-afíksýningu laugardaginn
29. ágúst n.k. kl. 14 - 16 í List-
munahúsi Ófeigs, Skólavörðustíg 5.
Þetta er fimmta einkasýning henn-
ar en að auki hefur hún tekið þátt í
fjölda samsýninga.
í kynningu segir: „Innblástur
verkanna er ímynd frelsisins. Eg
sé fuglana fljúga, heyri vængjaþyt
í lofti og veit að frelsið er dýr-
mætt“.
Myndinar eru allar unnar á
þessu ári með blandaðri tækni en
mest er þó unnið með þurrnál á
kopar- og álplötur og hver mynd
þrykkt með mismörgum plötum.
Sveinbjörg lauk námi úr mynd-
menntakennaradeild MHÍ 1978 og
málaradeild MHÍ 1992. Hún er fé-
lagi í SÍM og Grafíkfélaginu. Hún
er með vinnustofu sína í Listagil-
inu, Akureyri og rekur þar sam-
hliða sýningarsalinn Gallerí Svart-
fugl, þar sem fjöldi listamanna hef-
ur sýnt verk sín.
Sýningin er opin á opnunartíma
Listmunahúss Ófeigs mán. - fös. kl.
10-18 og lau. 11-14. Listakonan
verður viðstöddum við opnun sýn-
ingarinnar og jafnframt sunnud.
30. ágúst kl. 13-15.
Sýningin stendur til 12. sept.
MARKÚS við eitt verka sinna.
Markús
sýnir í Eden
NÚ stendur yfir sýning Markús-
ar Sigurðssonar f Eden í Hvera-
gerði. Þetta er hans fjórða einka-
sýning. Sýningunni lýkur 6. sept-
ember.
--------------
Lokatönleikar
á Jómfrúnni
ÞRETTÁNDU og slðustu jazztón-
leikar veitingahússins Jómfrárinnar
þetta sumarið fara fram laugardag-
inn 29. ágúst kl. 16-18. Að þessu
sinni leika Sigurður Flosason saxó-
fónleinari, Bjöm Thoroddsen gítar-
leikari og Gunnar Hrafnsson
kontrabassaleikari. Sérstakur gest-
ur með hljómsveitinni verður söng-
konan Hólmfríður Jóhannsdóttir.
Hólmfríður er útskrifuð frá söng-
skólanum í Reykjavík og hefur ver-
ið við framhaldsnám í óperu- og
ljóðasöng í Vín undanfarin ár.
Tónleikarnir fara fram á Jóm-
frúrtorginu á milli Lækjargötu,
Pósthússtrætis og Austurstrætis ef
veður leyfir, en annars inni á Jóm-
frúnni.