Morgunblaðið - 28.08.1998, Page 29

Morgunblaðið - 28.08.1998, Page 29
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 28. ÁGÚST 1998 29 LISTIR Hvalir í Kringl- unni SAMSÝNING nokkurra Usta- manna verður opnar í sýningar- rými Gallerís Foldar og Kringlunn- ar á annarri hæð gegnt Hagkaupi, laugardaginn 29. ágúst. Þema sýn- ingarinnar er Hvalir. Sýningin er sett upp í tilefni af komu háhyrn- ingsins Keikos til landsins. Þeir sem eiga verk á sýningunni era; Daði Guðbjömsson, Hekla Björk Guðmundsdóttir, Irene Jen- sen, Lýður Sigurðsson, Sigrún Eldjárn, Soffía Sæmundsdóttir og Tolli. Sýningin er opin á venjulegum opnunartíma Kringlunnar. ---------------- Tónleikar í Kristskirkju HALLVEIG Rúnarsdóttir söng- nemi og Steingrímur Þórhallsson orgelnemi halda tónleika sunnu- daginn 30. ágúst í Kristskirkju Landakoti kl 20.30 í tilefni þess að þau halda utan til náms með haustinu. Einnig kemur fram Nora Cornblueh sellóleikari. Flutt verða verk eftir íslensk og erlend tónskáld, svo sem Snorra Sigfús Birgisson, Hildigunni Rún- arsdóttur, Sigvalda Kaldalóns, Jo- hann Sebastian Bach, Max Reger og Wolfgang Amadeus Mozart. Aðgangur er ókeypis. ---------------- Sýning á verk- um Listasmiðju Hins hússins LISTASMIÐJA Hins hússins opn- ar sýning á verkum sínum n.k. laugardag kl. 16 í Gallerí Geysi, Hinu húsinu við Ingólfstorg. Á sýningunni eru ýmsir munir sem eru gerðir með endurnýtingu efnis í huga. Þar getur að líta m.a. töskur gerðar úr gummíbátum, framleg taflborð, spegla, o'.fl. Að sýninguni standa fjögur ung- menni sem hafa verið í starfsnámi í Hinu húsinu. Sýningin stendur frá 29. ágúst til 13. september. Jón lærði og rit- verk hans BÆKUR F r æ ð i r i t EDDURIT JÓNS GUÐMUNDSSONAR LÆRÐA Skráð af Einari G. Péturssyni. Útgef- andi: Stofnun Árna Magnússonar á íslandi, 1998.1. bindi 512 bls., II. bindi 116 bls. JÓN Guðmundsson, sem kallaður hefur verið hinn lærði, var sautjándu aldar maður (1574-1658). Allur al- menningur mun lítið vita um hann nú, sem varla er von. En sá sem eitt- hvað hefur gluggað í skræður mun þó hafa séð nafni hans bregða fyrir stöku sinnum, einkum í sambandi við galdra. En Jón þessi þótti öðrum mönnum traustari að kveða niður drauga og orti á þá hin mögnuðustu ljóðmæli (Fjandafæla og Snjáfjalla- vísur). Þá hefur hann verið titlaður fyrsti íslenski náttúrufræðingurinn fyrir rit sín og teikningar um þau efni. Hnýsinn var hann í forn fræði og fróður vel, rúnameistari mikill, listaskrifari og málari. Illt orð hefur þó lengstum farið af Jóni þessum. Hann var dæmdur fyr- h' galdra og slapp naumlega við eld- inn. Til Kaupmannahafnar fór hann til að fá miidaðan dóm sinn og tókst það, en var þó lengi útlægur af sín- um heimaslóðum. Sumh' kunnu þó vel að meta Jón sakir lærdóms hans og voru þar hel- stir Brynjólfur biskup Sveinsson, sem fékk hann til að rita sitthvað, og Ole Worm í Kaupmannahöfn, sem leitaði til hans um rúnafræðslu. Munaði mikið um vemdarhendi þessara valdamanna. Erfiða ævi átti Jón og hrakfalla- sama eins og ævikvæði hans langt ber með sér. Einar G. Pétursson, sérfræðingur á Árnastofnun, hefur nú í nærfellt þrjá áratugi haft það að höfuðverk- efni að kanna ævi og fræðastörf Jóns lærða. Árangur þess hefur birst í mörgum ritgerðum á liðnum áram og nú síðast í miklu og vönduðu ritverki, sem hann varði til doktorsgráðu nú í vor. Má segja að hrakfallamaðurinn Jón Guðmundsson lærði hafi nú loks- ins fengið uppreisn æru. Rit þetta er í tveimur bindum. Hið iyrra ber undh'titilinn Þætth' úr fræðasögu 17. aldar I. Inngangur. Sá inngangur er raunar ekkert smáræði, á sjötta hundrað blaðsíð- ur. Hið síðara er stafrétt útgáfa á tveimur ritum Jóns lærða. Hið fyrra nefnist Samantekt um skilning á Eddu og er það sýnu lengra (91 bls.). Á eftir fer örstutt ritgerð, hér nefnd Rist- ingar, og fjallar hún um rúnir. Báðum bindum fylgja að sjálfsögðu vandaðar skrár. Það er vitaskuld ekki á mínu færi að fjalla fag- lega um þetta ritverk. Það hefur verið gert í andmælaræðum við doktorsvörnina og verð- ur sjálfsagt einnig gert í fagtímaritum. Hér verður að láta nægja að lýsa ritinu í allra stærstu dráttum og kynna það væntanlegum lesendum. Hafa verður í huga að hér er um að ræða fræðirit, sem unnið er eftir ströngum reglum vísinda- mannsins, og því er það ekki ýkja að- gengilegt almennum lesendum, „ekki við alþýðuskap", mætti segja. Fyrra bindið, Inngangurinn, skiptist í sex kafla. Sá fyrsti nefnist Samantektir um skilning á Eddu og Ristingar - tilefni og höfundur. Þetta eru titlar hinna tveggja verka Jóns lærða sem til umfjöllunar eru. Þar sýnir höfundur fram á að bæði ritin séu eftir Jón lærða, en um það hafa verið skiptar skoðanir, og hafí þau verið gerð fyrh' Brynjólf biskup Sveinsson. I þessum kafla er rætt um fornfræðaiðkanir á 17. öld og koma þar mjög við sögu Ole Worm, Brynjólfur biskup, Þorlákur biskup Skúlason og fleiri. Þetta er afar fróð- legur kafli og prýðilega læsilegur. Annar kafli nefnist Jón Guðmunds- son lærði - æviferill og ritstörf (96 bls.). Æviferill Jóns er rakinn eftir því sem heimildir leyfa, en þær eru því miður fátæklegar og á margt verður að giska. Mér sýnist þó að höfundi hafi tekist að draga ýmislegt fram sem ekki var áður kunnugt um. í síðari hluta þessa kafla er fjallað um ritstörf Jóns lærða og grafist fyrir um hvaða verk megi eigna hon- um með réttu og hvað honum hefur verið ranglega eignað. Þetta hefur augljóslega verið allmjög á reiki og fæ ég ekki betur séð en að höfundur hafi greitt svo vel úr flækjum að örð- ugt verði að bæta um. Allur er þessi kafli einstaklega vand- aður og liggja bersýni- lega miklar rannsóknir að baki. Þegar hér er komið sögu hygg ég að al- mennum lesanda fari að þykja hart undir tönn. Þriðji kaflinn nefnist Handi’it Samantekta. Eru þar tekin til athug- unar þau handrit sem til eru af þessu riti (eða hlutar þeirra) og ýmis- legt varðandi þau, svo sem útlit, arkaskipting, uppruni, rithendur, notkun, stafsetning, skyldleiki handrita og ýmislegt fleira. Þetta er langur kafli. Þá kemur stuttur kafli, Utgáfa Samantekta, og neðanmáls- greinar við textann. Fimmti kaflinn, Heimildh- Samantekta, er langur og að mínu viti einkar mikilvægur. Þar er skoðað hvaðan textar handi'itanna eru fengnir. Þykist ég sjá að þar leiði höfundur sitthvað í ljós sem ekki var áður vitað. Síðasti kaflinn er um seinna rit Jóns lærða og ber heitið Ristingar: skýringar á Brynhildar- ljóðum. í bókarlok er langur útdrátt- ur á ensku, svo og mikil heimildaskrá og nafnaskrá. Seinna bindið er stafrétt textaút- gáfa hinna tveggja rita Jóns lærða með rækilegum „apparatus criticus" neðanmáls. í lok þessa bindis er einnig skrá yfir nöfn svo og upphöf vísna. Jafnvel ófagmenntuðum lesanda getur ekki dulist hvílík óhemjuvinna, eljusemi og nákvæmni liggui' að baki verki sem þessu. Þar þarf lengi að leita heimilda, skoða og rýna og ekki má skakka um stafkrók. Og varla eru allar heimildir auðlesnar. Próf- arkalesturinn einn hlýtur t.a.m. að hafa verið ærið seinlegur. Þetta leið- h’ hugann að því hversu rit sem varin eru til doktorsgráðu ^eta verið alls kostar ósambærileg. I sumum tilvik- um er aðeins þriggja ára vinna að baki og ritgerð aðeins hluti hennar. í öðrum tilvikum, eins og þessu, er að baki árangur áratuga rannsókna og þrotlausrar elju. Því skulu Einari G. Péturssyni fluttar hugheilar ham- ingjuóskir vegna þessa merka áfanga á fræðaferli hans. Sigurjón Björnsson Einar G. Pétursson „Skvísur í kjallara“ NÚ STENDUR yfir myndlist- arsýningin „Chicks in the Ba- sement" í versluninni Dýi-inu, Hverfisgötu 26. Björk Guðnadóttir sýnir Kjólapúða, Lotta Antonsson sýnir Bláar pæjuteikningar, Hrafnhildur Árnardóttir sýn- ir Heimilisskraut og Ættar- tré og Sigrún Hrólfsdóttir sýnir trélitaðar kettlinga- teikningar. Sýningin er opin á verslun- artíma til 12. september. Sýningum lýkur Gallerí Stöðlakot MÁLVE RKASÝNIN GU Ás- dísar Guðjónsdóttur lýkur sunnudaginn 30. ágúst. Opið daglega frá kl. 14-18. Gallerí Sævars Karls Sýning á verkum Kristjáns Steingríms lýkur miðvikudag- inn 2. september. Á sýningunni eru sandblásin málverk efth’ Kristján Steingrím, Kristján Davíðsson og Bernd Koberling. Sýningin er opin virka daga frá kl. 10-18 og laugardaga frá kl. 10-16. Listasafn Sigurjóns Ólafssonar Gestasýningunni Vinafundi, sem undanfarnar vikur hefur verið í Listasafni Sigurjóns Ólafssonar á Laugarnesi, lýkur á sunnudaginn. Auk högg- mynda Sigurjóns eru þar mál- verk eftir Þorvald Skúlason, Guðmundu Andrésdóttur, Jó- hannes Jóhannesson og Krist- ján Davíðsson. Safnið er opið daglega frá kl. 14-17 og í tilefni af 10 ára starfsafmæli safnsins er ókeyp- is aðgangur. www.mbl.is/fasteignir Tvær sýningar opnaðar í Listasafni ASI TVÆR myndlistarsýningar verða opnaðar í Sýningarsölum Listasafns ASÍ á morgun, laug- ardag kl. fjögur. í Gryfju sýnir Helena Guttormsdóttir og í Ás- mundarsal sýnir Sigi'íður Ólafs- dóttir. Helena sýnir andlitsmyndh- í Gryfjunni, undir yfirskriftinni. Fólk í huga. í kynningu segir, að verkin séu unnin út frá mannin- um sem lífvera, félagsveru og því óræða sem býr innra með hverjum og einum og gerir enga tvo eins. Helena útskrifaðist úr málara- deild MHÍ árið 1989. Síðan þá hefur hún haldið eina einkasýn- ingu og tekin þátt í átta sýning- um. Sigríður sýnir í Ásmundar- salnum og nefnir sýninguna Er ekki allt gott að frétta? Daglega lífið er uppsprettan í verkum Sigríðar en útkoman er hið gagnstæða, þ.e. eitthvað ein- stakt, óvenjulegt eða jafnvel óhugnanlegt. Afrakstur listamannalauna Sigríður hlaut listamannalaun Reykjavíkurborgar á síðasta ári og er þessi sýning afrakstur þeirrar vinnu. Sigríður útskrifaðist úr fjöl- tæknideild Myndlista og hand- íðaskóla íslands 1989 og fór svo til framhaldsnáms í Ecole des Beaux Arts, í Lyon Frakklandi. Hún hefur tekið þátt í fjölda samsýninga og haldið þrjár einkasýningar. Sýningarnar verða opnar dag- lega kl. 14.00-18.00 nema mánu- daga og þeim lýkur sunnudaginn 13. september. Auglýsing um innlausnarverð verðtryggðra spariskírteina ríkissjóðs FLOKKUR INNLAUSNARTÍMABIL INNLAUSNARVERÐ* ÁKR. 10.000,00 1985-2.fl.B 10.09.98 - 10.03.99 kr. 29.096,00 * lnnlausnarverð er höfuðstóll, vextir, vaxlavextir og verðbætur. * Við innlausn fylgi ógjaldfallnir vaxtamiðar spariskírteinis. Innlausn spariskírteina ríkissjóðs fer fram í afgreiðslu Seðlabanka Islands, Kalkofnsvegi 1, og liggja þar jafnframt frammi nánari upplýsingar um skírteinin. Reykjavík, 28. ágúst 1998 SEÐLABANKIÍSLANDS

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.