Morgunblaðið - 28.08.1998, Page 33
MORGUNBLAÐIÐ
FÖSTUDAGUR 28. ÁGÚST 1998 33
AÐSENDAR GREINAR
Enn um Reykjanesbrautina!
PEGAR göngin und-
ir Hvalfjörð voru opnuð
flykktust íbúar suð-
vesturhornsins til að
skoða þetta nýja sam-
göngumannvirki og
nýta sér bættar sam-
göngur norður og vest-
ur á bóginn. Greinilegt
er að fólk tekur þeim
fagnandi. Krafa um úr-
bætur í umferðarmál-
um vex stöðugt og um-
ferðarþunginn hér á
suðvesturhorninu kall-
ar á aðgerðir. Þing-
menn Reyknesinga
þekkja umferðarmál
þessa svæðis mjög vel.
Rannveig
Guðmundsdóttir
Öll umferð til og frá höfuðborginni
liggur um Reykjaneskjördæmi og
það er þeirra hlutverk að forgangs-
raða verkefnum svo vei sem unnt
er. Fæstir vita að t.d. aðgerðir á
Bláfjallavegi og nýr vegur að
gangamunna sunnan Hvalfjarðar-
ganga eru meðal framkvæmda sem
koma á borð Reykjanesþingmanna
Skipting á framkvæmdafé til
vegagerðar í kjördæmunum byggir á
gömlu samkomulagi en auk þess hef-
ur hin síðari ár verið veitt sérstöku
fjármagni til framkvæmda á höfuð-
borgarsvæðinu. Við vitum að með
stöðugum niðurskurði og óbreyttri
skiptingu vegafjár líður langur tími
áður en við getum fjármagnað þær
stóru framkvæmdir sem kallað er
eftir í Reykjaneskjördæmi.
Er bara gaman
að byggja jarðgöng?
Göngin milli ísa-
fjarðar, Súgandafjarð-
ar og Önundarfjarðar
gjörbreyttu aðstöðu
fólks fyrir vestan.
Hvalfjarðargöngin eru
kærkomin samgöngu-
bót. Fyrir norðan eru
væntingar um skilning
ráðamanna landsins á
byggingu jarðganga og
vegagerðar milli Siglu-
fjarðar og Ólafsfjarðar.
Sömu sögu er að segja
frá Austfjörðum og
samgönguráðherra er
dreginn inn í togstreitu svæðanna.
Þetta eru mikilvæg verkefni sem
verður að leysa en ekki dettur
nokkrum manni í hug að hægt sé að
leggja jarðgöng fyrir hefðbundið
vegafé. Óllum er ljóst að slíkt mann-
virki verður að fjármagna sérstak-
lega og leita til þess nýrra leiða. Að
gera út á vegatolla er því aðeins
hægt að vegfarendur eigi annan
kost eins og dæmi sannar í Hval-
firði, þar sem valið er að aka um
göngin og greiða vegagjald eða aka
fyrir fjörðinn. Hins vegar er það
brot á jafnræðisreglu að vera með
gjaldtöku ef viðkomandi umferðar-
æð er eina samgönguleiðin eins og á
ísafirði.
Þegar fjallað er um jarðgöng er
skilningur ráðamanna á viðfangs-
Vímulaus æska, for-
eldrahópurinn og
stofnun foreldrahúss
SAMTöKIN Vímu-
laus æska, foreldrasam-
tök, hafa nú nýverið
hlotið verðskuldaða við-
urkenningu samfélags-
ins. Þau hlutu forvarna-
verðlaunin í ár, gullfal-
legt fjöregg eftir lista-
konuna Koggu. Það er
ekki eina fjöreggið sem
Vímulausri æsku og for-
eldrahópnum hefur ver-
ið falið því fjölmargir
foreldrar hafa sótt styrk
til þeirra vegna barna
sinna. Mikill fengur var
að því þegar foreldra-
hópurinn kom til liðs við
Vímulausa æsku fyrir
Anna Ólafsdóttir
Björnsson
tveimur árum eftir eins árs farsælt
brautryðjendastarf. Vímulaus æska
og foreldrahópurinn sinna bæði for-
vörnum og fjölskyldum barna og
ungmenna í vímuefnavanda. Á þeim
Draumurinn er, segir
Anna Olafdsdóttir
Björnsson, að koma á
laggirnar foreldrahúsi.
liðlega áratug sem ég hef fylgst með
samtökunum hef ég séð mörg krafta-
verkin eiga sér stað. Foreldasími
Vímulausrar æsku var eitt af því
fyrsta sem sannaði gildi sitt, for-
eldrahópar starfa innan vébanda
þeirra og gífurleg sjálfboðavinna er
innt af hendi með glöðu geði. Útgjöld
samtakanna og launuð vinna hafa
alltaf verið í lágmarki. Ráðdeildar-
semi er vissulega mikils virði en fjár-
skortur hefur þó staðið samtökunum
óþarflega oft fyrir þrifum. Flestir
kannast nú orðið við Vímulausa
æsku og bera jákvæðan hug til sam-
takanna. Þrátt fyrir það vita senni-
lega fáir hve umfangsmikil starfsemi
samtakanna er orðin. Og það umfang
er ekki í yfirbyggingu heldur öflugri
grasrót og styrkum stoðum hinna
ýmsu anga starfseminnar. Þörfin er
brýn fyrir þá þjónustu sem samtökin
veita.
Krafa okkar, segir
Rannveig Guðmunds-
dóttir, hefur þó alltaf
verið að þessa þjóð-
braut allra landsmanna
ætti að tvöfalda.
efninu og að í slíka framkvæmd þarf
sérstakt fjármagn. Ef sömu um-
ræðu er beint að hefðbundnu en
dýru vegamannvirki eins og
Reykjanesbrautinni þá eru engin
viðbrögð.
Reykjanesbraut
olnbogabarn?
Ekki hefur skort á tillögur og
kosningaloforð stjórnmálamanna
um þessa lífæð kjördæmisins. Sem
betur fer er nú samstaða þing-
manna þvert á stjómmálaflokkana
um að leita lausna saman. Algjör
samstaða var um að lýsa brautina
þó um þá forgangsröðun væru
skiptar skoðanir fagmanna. Almenn
ánægja virðist með lýsinguna hjá
vegfarendum en það er ekki ljóst
hvort sú aðgerð lækkar slysatíðni.
Samkvæmt upplýsingum Vegagerð-
arinnar tekur 3 til 5 ár að meta
áhrif og slysatíðni. Ekki eru mark-
tækar upplýsingar um að slysum
hafi fækkað við lýsingu Reykjanes-
brautar og slysakostnaður er eitt-
hvað hærri. Það er ekki heldur unnt
að álykta um helstu orsakir slysa þó
skráning fari fram til að afla þessar-
ar þekkingar. Almennt er talið að
þriðjungur slysa á þjóðvegum
íandsins sé útafkeyrslur. Það liggur
hins vegar ekki fyrir að hvaða
marki framúrakstur við óæskilegar
aðstæður er slysavaldur. Ef dregst
úr hófi með tvöföldun brautarinnar
getum við þurft að fara svipaða leið
og á Hellisheiði að vera með auka-
akrein á ákveðnum köflum en það
er aðferð sem víða er notuð, til
dæmis í írlandi. Krafa okkar hefur
þó alltaf verið að þessa þjóðbraut
allra landsmanna ætti að tvöfalda.
Hvað er til ráða?
Þingmennirnir hafa rætt að leita
þurfi nýrra leiða til að fjármagna
tvöföldun Reykjanesbrautar. Hug-
myndir voru kveiktar meðal annars
um að leita eftir samvinnu við líf-
eyrissjóðina um fjármögnun. En þó
samstaða væri í þingmannahópn-
um og samstaða um að nýtt fjár-
magn þurfi að koma til er ekkert
hægt að gera nema stjórnarflokk-
arnir taki af skarið. Það er ríkis-
stjórnin sem semur. Ríkisstjórnin
ákveður hvort gengið er til samn-
inga eða ábyrgðir veittar eins og
þegar byggja á jarðgöng. Ekkert
hefur hreyfst í þessa veru og þegar
samgönguráðherra talar nú um
næstu stóru verkefnin á eftir Hval-
fjarðargöngum þá er hann að tala
um ný jarðgöng, hann er ekki að
tala um tvöföldun Reykjanesbraut-
arinnar.
Hvað ætlar ríkisstjómin að gera?
Er þess að vænta að leitað verði
nýrra leiða í fjármögnun eins og
þegar ráðast á í jarðgöng? Að
óbreyttu kemur almennileg fjárveit-
ing í þetta stóra verkefni í fýrsta
lagi eftir 6 ár svo við verðum komin
nokkuð inn í nýju öldina áður en
tvöfóldun brautarinnar lýkur. I um-
fjöllun um stóru samgönguverkefn-
in framundan á ekki eingöngu að
horfa til nýrra jarðganga. Það á að
leita leiða til að tvöfalda Reykjanes-
brautina - sem sérverkefni - eins
og jarðgöng.
Höfundur er alþingismaður og for-
maður þingflokks jafnaðarmanna.
Draumur um for-
eldrahús
Fyrir leikmann eins
og mig, sem hefur að-
eins um skamma hríð
starfað í stjórn sam-
takanna, er það ævin-
týri líkast að fylgjast
með draumum verða
að veruleika. Foreldar
barna og ungmenna í
vímuefnavanda vita
hvar skórinn kreppir
og sérfræðingar Vímu-
lausrar æsku vita líka
hvaða aðstoðar er
helst leitað. Draumur
þeirra nú er að koma á
laggirnar foreldrahúsi. Þangað eiga
foreldrar að geta leitað hvenær sem
er á nóttu eða degi eftir ráðgjöf,
stuðningi og hlýju. Þar eiga að
starfa hlið við hlið sérfræðingar og
foreldrar í sjálfboðastarfi. Hvort
tveggja er þegar fyrir hendi hjá
Vímulausri æsku en þörfin er bara
svo miklu meiri en getan til að
svara henni. Aðstaða fyrir sífellt
öflugra starf samtakanna í þágu
foreldra er takmörkuð. Foreldra-
síminn hefur verið rekinn frá einka-
heimilum að meira eða minna .leyti
og ekki hefur verið spurt um að-
stæður þegar nýjungar í starfsem-
inni hafa farið af stað.
Raunhæfar lausnir
og reddingar
í okkar mikla reddingaþjóðfélagi
er vissulega oft hægt að gera krafta-
verk. En ég held að tími sé komin til
að hlusta á raddii- þeirra sem gerst
þekkja og svara kalli Vímulausrar
æsku og foreldrahópsins um for-
eldrahús. Það er ef til vill merkasta
afsprengi farsællar samvinnu. Hug-
myndirnar eru til, vel mótaðar og
ígrundaðar. Saga samtakanna sýnir
að þau skila vel þeim verkefnum sem
þau taka að sér. Um þessar mundir
eru fulltrúar samtakanna að kynna
hugmyndir sínar fyrir ýmsum aðil-
um. Það er samfélaginu gæfa að
mínu mati, að hlusta á orð þeirra.
liöfundur er sagnfræðingur.
Framhaldsskólar hf.
Þegar nemendur eru
í lok síðasta mánaðar
gerðu menntamálaráðu-
neytið, Hafnarfjarðar-
bær og fjármálaráðu-
neytið með sér samning
þess efnis að leitað yrði
út í einkageirann til að
byggja og reka Iðnskól-
ann í Hafnarfirði. Með
þessum samningi var
brotið blað í sögu al-
mannaþjónustu og
menntunar hér á landi.
Þannig var komið á
fallskatti, innritunar-
gjöld hafa verið lengi við
lýði, svo og efnisgjöld
sem geta orðið starfs-
námsnemum ansi
þröngur stakkur.
Notendagjöld, þjónustu-
gjöld eða skólagjöld
Nú er tíundað í skýrslu fjármála-
ráðuneytisins eitthvað sem kallað er
notendagjöld eða, eins og segir orð-
rétt: „Leggja ber áherslu á að sem
stærstur hluti tekna rekstraraðila sé
fenginn með notendagjöldum sem
aftur er háð frammistöðu þess sem
veitir þjónustuna með tilliti til gæða
og verðs“ (bls. 9). Samkvæmt mínum
kokkabókum þá þýðh- þetta að innan
tíðar verði sett á skólagjöld í íslensk-
um framhaldsskólum. Skólagjöldin
verða þó kölluð eitthvað annað fyrst
um sinn eins og notendagjöld eða
Drífa
Snædal
þjónustugjöld en sífellt
erfiðara verður fyrir
menntamálayfirvöld að
halda því fram að skóla-
ganga á Islandi sé
ókeypis, þegar nemend-
ur eru famir að borga
tugi þúsunda í hin ýmsu
gjöld sem bera hin
skrautlegustu heiti.
Breski
draumurinn
Svo litið sé til skýrsl-
unnar aftur þá er þar
gjarnan vitnað í að-
gerðir Breta, en þeir
hafa verið hvað stór-
tækastir í einkavæð-
ingaráformum að undanfómu. Látið
er vel af árangrinum þar en hvergi
er minnst orði á það að nýlega vora
sett á skólagjöld á hærri skólastigum
í Bretlandi og nema þau hundruðum
þúsunda. Hvergi er minnst á þær
þúsundir Breta sem sjá draum sinn
um framhaldsmenntun fara í súginn
vegna fjárskorts og hvergi er minnst
á þá hæfileika sem fara til spillis
þegar peningar era farnir að for-
gangsraða inní skólakerfið, en ekki
hæfni hvers nemenda. Þegar öll kurl
eru komin til grafar verður eftirlits-
kostnaður, útboðskostnaður og ann-
ar kostnaður ríkisins svo hár að
einkavæðingin er orðin dýrari en
ríkisreksturinn.
farnir að borga
tugi þúsunda í ýmiss
konar gjöld, segir
Drífa Snædal, er
erfitt að halda því
fram að skólaganga
sé ókeypis.
Hver ber ábyrgðina?
Það er gjörsamlega óþolandi að
horfa uppá það gerast trekk í trekk,
að skólar og námsgreinar era
fjársveltar upp að þvi marki að ráða-
menn skólanna fara sjálfir að leita út
í einkageirann, þar sem ríkisvaldið
er hætt að sinna skyldum sínum og
engum dettur í hug að það sjái sóma
sinn í því lengur.
Smátt og smátt eru menntamála-
yfirvöld hins vegar að færa ábyrgð-
ina yfir í einkageirann og eins og all-
ir vita er afar erfitt að ætla svo að
draga hina ósýnilegu hönd frjáls-
hyggjunnar til ábyrgðar fyrir slakri
menntun í landinu.
Höfundur er formaður Iðnnema-
sambands Islands.
MIÐAR I LEIKHUSIÐ
Notfærðu þér 800 númerin, gjaldfrjáls þjónustunúmer fyrirtækja,
stofnana og félagasamtaka.
I < • Tf 1 númer
SIMINN