Morgunblaðið - 28.08.1998, Blaðsíða 35

Morgunblaðið - 28.08.1998, Blaðsíða 35
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 28. ÁGÚST 1998 35 [far athugasemda Kristjana Motzfeldt, sérfræðingur á Náttúrufræðistofnun Grænlands f., Einar E. Sæmundsen, Gísli Gíslason, Yngvi Þór Loftsson. SKÝRINGAR QO Núverandi orkuvinnslusv. inrverndarsv. vemdarsvæði ir svæði ’st svæði græðslusvæði ririðuð svæði rmiðstöðvar ídismiðst. ir Fyrirhuguð orkuvinnslusv. I—ijj. Fyrirhuguð orkuvinnslusv. *—1 ** með fyrirvara með tilhögun virkjana ------ Núverandi háspennulinur ------Fyrirhugaðar hásp.linur Aðalfjallvegir Fjallvegir Stofnvegir Tegnivegir Þéttbýli nyndir rðinni virkjun og skýrt nánar náttúru- verndargildi þessara svæða. I þess- um flokki eru Skaftárveita 1 (Langisjór), Stafnsvatnavirkjun og virkjun á vatnasviði Skjálfanda- fljóts. Nefndin heldur fast við þá skoðun, sem kom fram í auglýstri tillögu, að víkja eigi frá fyrirliggjandi virkjun- arhugmyndum vegna mikilla nátt- úruverndarhagsmuna, ekki síst norð- an Vatnajökuls. Ekki er tekið undir óskir um að fallið verði frá fyrirvör- um um Fljótsdalsvirkjun og Norð- lingaölduveitu. Bent er á að tækni- framfarir síðustu ára opni möguleika á því að tengja saman virkjanakosti á milli vatnasviða með því að samnýta miðlanir og aðrennslisgöng virkjana. Eðlilegt sé því að skoða alvarlega möguleika á því að tengja saman virkjanir norðan Vatnajökuls til þess að hlífa stórum samfelldum gróður- lendum, ekki síst Eyjabökkum. Af þeim ástæðum tekur nefndin ekki undir óbreyttar eldri áætlanir um Fljótsdalsvirkjun, þrátt fyrir heim- ildarlög frá 1981. Bendir nefndin á að skoða beri til hlítar möguleika á að virkja saman Jökulsá á Brú (Kára- hnúkavirkjun) og Jökulsá á Fljótsdal með þeim hætti að Kárahnúkalón geti nýst sem miðlun fyrir bæði vatnasviðin. Vegaframkvæmdum á hálendinu haldið í lágmarki Almennt er gert ráð fyrir að upp- bygging ferðamannaaðstöðu verði takmörkuð á miðhálendinu og er megináhersla lögð á jaðarsvæðin og nokkur afmörkuð svæði í nánd við aðalfjallvegi. Nefndin telur rétt að halda vegaframkvæmdum á hálend- inu í lágmarki og að möskvar vega- netsins séu sem stærstir. Brýnustu framkvæmdir eru uppbyggðir stofnvegir, svokallaðir aðalfjallveg- ir, sem liggja þvert gegnum hálend- ið á milli byggðarlaga. Fjallvegir eru tengivegir hálendisins og eru yfirleitt opnir skemur en aðalfjall- vegirnir. Sú breyting er nú gerð á skilgreiningu fjallvega að ekki er lengur skilyrt að allar helstu ár verði brúaðar. Unir sér vel í stér- brotinni náttúrunni Kristjana Motzfeldt, sérfræðinfflir á Nátt- úrufræðistofnun Grænlands, fluttist til Grænlands fyrir sex árum eða um það leyti sem hún fflftist Jonathan Motzfeldt, sem nú er formaður grænlensku landstjórnarinnar. Arna Schram hitti Kristjönu á Grænlandi á dögunum og bað hana að segja sér frá störf- um sínum á Grænlandi og lífínu þar. Morgunblaðið/Kristinn Ingvarsson KRISTJANA Motzfeldt, sérfræðingur á Náttúrufræðistofnun Græn- lands, á góðri stund í Brattahlíð við Eiriksfjörð ásamt eiginmanni sín- um, Jonathan Motzfeidt, formanni grænlensku landsljórnarinnar. KRISTJANA Motzfeldt seg- ist hafa kynnst Jonathan Motzfeldt á 75 ára afmæli Búnaðarsamtaka Suður- Grænlands, sem haldið var í Qaqor- toq árið 1990. „Eftir að hafa tekið mér umhugsunarfrest í tvö ár ákvað ég að flytja til Grænlands og sé ekki eftir því,“ segir hún í samtali við blaðamann. Kristjana og Jonathan létu gefa sig saman við kristilega at- höfn í Hvalseyjarkirkju við Einars- fjörð á Suður-Grænlandi árið 1992 og eiga þau nú heimili í höfuðstað Græn- lendinga, Nuuk, á sunnanverðu V- Grænlandi. Þar gegnir Kristjana stai-fí sér- fræðings hjá Náttúrufræðistofnun Grænlendinga en þegar hún kynntist Jonathan vann hún hjá Rannsókna- stofnun landbúnaðarins (RALA) við að kortleggja gróður á Suður-Græn- landi, m.a. með tilliti til sauðfjárrækt- ar. Jonathan er eins og kunnugt er formaður grænlensku landstjórnar- innar, en hann tók við því embætti í september á síðasta ári. Hann hefur þó áður gegnt starfí landstjórnarfor- manns eða á árunum 1979 til 1991. Kynni Kristjönu af Grænlandi hófust reyndar löngu áður en hún fluttist þangað búferlum og svo skemmtilega vill til að Jonathan átti þar hlut að máli. Kristjana er kennari að mennt en hóf störf hjá RALA árið 1976, fyrst sem sumarmanneskja, með kennaranáminu, en síðar sem fastur starfsmaður. Árið eftir að hún hóf störf hjá stofnuninni eða árið 1977 var hafist handa við að vinna að fimm ára samstarfsverkefni með Græn- lendingum sem fólst í því að kort- leggja gróður á Suður-Grænlandi, m.a. með tilliti til mögulegrar eflingar sauðfján-æktar á Suður-Grænlandi. Upphafsmaður þess að íslendingar fóru að vinna að gróðurrannsóknum á Grænlandi var Jonathan Motzfeldt, að sögn Kristjönu. Hann var þá for- maður nefndar sem hafði m.a. það verkefni að kanna möguleika eflingar sauðfjárbúskapar á Grænlandi. „Jon- athan hafði samband við yfu-völd á ís- landi árið 1975 og ári síðar kom hann til íslands þar sem ákveðið var að ís- land tæki þátt í rannsóknum á sauð- fjárhögum á Grænlandi," segir Krist- jana, en hún tók þátt í því verkefni fyrir hönd RALA og vann við það næstu sumrin að gróðurgreina ákveð- in svæði á Suður-Grænlandi út frá loftmyndum. Umsjónarmenn verk- efnisins voru Ingvi Þorsteinsson frá íslandi og Kaj Egede frá Grænlandi. Verkefnið tók um fimm ár, en að þeim tíma loknum var búið að kort- leggja svokallaða gömlu Eystribyggð á Suður-Grænlandi með tilliti til sauðfjárræktar og talið að landið gæti borið um 55.000 fjár. í dag eru 21.000 til 22.000 fjár fyrir utan lömb á Græn- landi, þannig að samkvæmt því eru enn möguleikar á að efla sauðfjárbú- skap, að sögn Kristjönu. Lífsskilyrði hreindýra rannsökuð Ki’istjana hefur frá því hún byrjaði á fyrrgreindu verkefni fyrir hönd RALA unnið að gróðurrannsóknum á Grænlandi og síðustu árin eða frá ár- inu 1995 hefur hún unnið við það sem sérfræðingur hjá Náttúrufræðistofn- un Grænlands. Sú stofnun er með höfuðstöðvar í Nuuk og var komið á fót fyrir þremur árum í samræmi við nýsamþykkt lög. Á sama tíma var sambærileg stofnun lögð niður í Dan- mörku. Á vegum Náttúrufræðistofnunar- innar er unnið að hafrannsóknum, en auk þess er unnið að rannsóknum á fuglum, gróðri og land- og sjávar- spendýrum, að sögn Kristjönu en um það bil fjörutíu manns vinna á stofn- uninni. Starf það sem Kristjana hefur nú með höndum hjá stofnuninni felst í gróðurrannsóknum á vesturströnd Grænlands m.a. með tilliti til hrein- dýrabeitar. Um er að ræða þriggja ára verkefni sem hófst á liðnu ári. „Meginmarkmið verkefnisins er að kanna lífsskilyrði hreindýra, og hvemig þau spjara sig, þannig að hægt sé að stjórna þvi hvernig stofn- inn er nýttur,“ segir Kristjana og bætir því við að árið 1970 hafi um eitt hundrað þúsund villt hreindýi’ verið á Grænlandi en árið 1993 hafi þau verið um tíu þúsund. „Það ár var hreindýrastofninn frið- aður en tveimur árum síðar var sett- ur á veiðikvóti, sem skiptist milli veiðimanna og frístundaveiðimanna,“ segir hún og tekur fram að hrein- dýraveiðitíminn sé frá 15. ágúst til 10. september. Kristjana segir aðspurð að sennilega séu margar ástæður fyr- ir þvi að villtum hreindýrum hafi fækkað á Grænlandi á undanfórnum áratugum. Meðal annars sé það vegna slæms tíðarfars og ofveiði. Hins vegar sé vonast til þess að rann- sóknirnar gefi til kynna hvað það sé í náttúrunni sem gerir að verkum að stofninn hefur minnkað eins og raun ber vitni. Ki-istjana hefur þurft að ferðast mikið um vesturströnd Grænlands vegna verkefnisins sem hún vinnur að. Hefur hún m.a. þurft að fara um landið með gervitunglamyndir og gróðurgreina það sem gervitunglin sjá, en þannig á að kortleggja þrjú stór svæði á vestanverðu Grænlandi m.a. með tilliti til hreindýrabeitar, að sögn Kristjönu. „Þá eru gervihnatta- myndirnar notaðar til þess að sjá hvenær gróður byrjar að taka við sér á vorin og hvenær hann byrjar að fölna að hausti," segir hún, og skýrir frá því að snjóalög séu auk þess könnuð, en hreindýr geta grafið niður um 80 cm í gegnum snjó til að komast að grasi. Ævintýraferð á vélsleðum Þá hefur Kristjana ferðast um Grænland og safnað ýmsum sýnum úr hreindýrum vegna verkefnisins, en þegar ákveðið var að hefja hreindýra- veiðar að nýju með kvóta fékk Nátt- úrufræðistofnun Græniands heimild til að fella 100 hreindýr vegna verk- efnisins sem Kristjana vinnur ásamt fleirum að. „Akveðið var að fella dýr- in á tveimur mismunandi stöðum á tveimur tímabilum, þ.e. á fyrrihluta vetrar og seinnihluta vetrar,“ segir hún, en samkvæmt þeirri áætlun voru 50 kýr felldar í vor. „Þetta var mikil ævintýraferð,“ segir hún þegar hún lýsir ferðinni í vor þegar dýrin voru felld. „Við feng- um undanþágu til þess að vera á vélsleðum og ferðuðumst um á þeim, völdum dýrin og tókum úr þeim sýni. Til dæmis var fitulag mælt, teknar blóðprufur og eggjastokkar fjarlægð- ir, en á þeim er hægt að sjá hve mörgum kálfum kýrnar hafa borið,“ segir Kristjana. Hennar verkefni var að sjá um að kanna fæðuval hreindýranna í ferð- inni, en til þess var magainnihald dýranna m.a. gróðurgreint. Mörg af þeim sýnum sem tekin voru í ferðinni í vor hafa síðan verið send utan til greiningar, til að mynda til Noregs, og segir Kristjana að vænta megi nið- urstaðna fljótlega. Náttúran stór þáttur í lífí Grænlendinga Kristjana segir aðspurð að sér líki vel á Grænlandi, enda sé náttúran stórbrotin. „Ef fólk hefur ekki gaman af náttúrunni er lítið um að vera á Grænlandi,“ fullyrðir hún og bætir því við að náttúran og veiðimennskan séu stór þáttur í lífí Grænlendinga og þeirra sem búi á Grænlandi. „Aðlög- unarhæfni fólks sem býr á Grænlandi helgast enda af því hvort það hefur áhuga á að ganga úti í náttúrunni og fara á veiðar," segir hún. Þegar Kristjana er innt eftir því hvernig sé að vera á Grænlandi í skammdeginu útskýrir hún að áhrif skammdegisins séu minni í Nuuk en í Reykjavík, en þessar borgir eru á sömu breiddargráðu. „Ástæðan fyrir því að skammdegisáhrifin eru minni í Nuuk en í Reykjavík er fyrst og fremst sú að á Grænlandi er skipt frá sumartíma yfir á vetrartíma," segir hún og á við að tíminn sé færður fram um eina klukkustund i byrjun sumars en síðan aftur um einn tíma í byrjun vetrar. Ennfremur segir hún að áhrif skammdegisins séu minni í Nuuk vegna þess hve mikill snjór sé þar á veturna, en birtan frá snjónum valdi því að ekki virðist eins dimmt. Kristjana segir annars að lífsskil- yrði Islendinga og Grænlendinga séu um margt svipuð. Atvinnuvegirnir séu einhæfir og viðkvæmir og að allt sé miklu dýrara en í flestum öðrum löndum. „Þá búa Grænlendingar og íslendingar á tiltölulega ómenguðu svæði og þar af leiðandi eru vörumar sem framleiddar eru hér margfalt hreinni en annars staðar," segir hún og bendir á í þessu sambandi að Grænlendingar flytji nú þegar út lambakjöt, sem þeir telji að sé besta kjöt í heimi. Auk þess séu þeir að undirbúa útflutning á hreindýrakjöti. Talið berst aftur að hreindýraveið- um á Grænlandi og kemur þá í ljós að Kristjana og Jonathan eru í þann mund að fara í veiðiferð, enda hafi hann fengið einu dýri úthlutað í ár, þegar kvótanum var skipt á milli frí- stundaveiðimannanna. „Einum þriðja af heildarkvótanum er úthlutað til frí- stundaveiðimannanna á Grænlandi. Þeir sem hafa áhuga á því að fá veiði- leyfi sækja um það sérstaklega. Síðan eru umsóknirnar settar í einn pott og dregið um það hver fær heimild til að fella eitt dýr á árinu," útskýrir hún og segir nánar frá því hvernig veiðiferð- inni er háttað. „Við siglum fyrst inn fjörðinn, göngum svo inn í landið þar til við ná- um dýri og gerum að því á staðnum. Tökum hjarta og lifur með okkur auk skrokksins, sem er hlutaður niður og borinn niður í bát,“ segir hún að síð- ustu, því Jonathan bíður eftir henni við bát þeirra og ekki hægt að tefja hana lengur frá skemmtilegri veiði- ferð. Seinna komst blaðamaður reyndar að því að þau hefðu aðeins náð ungum vöðusel og því var aftur lagt af stað á hreindýraveiðar vikuna á eftir.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.