Morgunblaðið - 28.08.1998, Side 43

Morgunblaðið - 28.08.1998, Side 43
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 28. ÁGÚST 1998 43 . I i I I I ( I I I ( I ( < < MINNINGAR + Guðrún Egg- ertsdóttir fædd- ist á Stóru-Drageyri í Skorradal 10. júní 1909. Hún lést á Hrafnistu 15. ágúst siðastliðinn. Hún var dóttir Eggerts Guðnasonar, f. 27.2. 1875, d. 5.8. 1939, og Unnar Jónsdótt- ur, f. 6.12. 1876, d. 4.12. 1960. Systkini Guðrúnar voru: Guðni, Elín, Guðjón og Jóhanna sem öll eru látin. Hálfbróð- ir samfeðra er Páll. Guðrún var gift Karli Ágústi Ágústssyni bíl- stjóra, f. 15.12. 1908, d. 1.1. 1998 og varð J>eim þriggja barna auðið. 1) Agúst Karel, f. 20.5.1932, kona hans er Guðríð- ur Sæmundsdóttir. Þeirra börn eru: Unnur og Helgi auk þess sem þau ólu upp Ármann Egg- Elsku amma mín. Nú þegar leiðir okkar skiljast langar mig að skrifa þér nokkur orð. Saman höfum við gengið langan veg. Fyrsta spölinn leiddir þú mig en eftir að sjónin þín fór að daprast reyndi ég að leiða þig á milli staða. Ekki það að þess væri mikil þörf. Því þrátt fyrir litla sjón arkaðir þú ákveðin áfram og fórst allra þinna ferða. Nenntir engu drolli. En þér fannst stundum notalegt að láta taka undir höndina á þér og fá smástuðning. Um þig á ég aðeins góðar minn- ingar. Engan hef ég hitt sem hafði eins gott skap og þú, alltaf var svo örstutt í dillandi hláturinn og þú varst líka fljót að sjá jákvæðu og spaugilegu hliðarnar á öllum mál- um. Óll smáslys urðu að einhvers konar heppni ef ekki bara að hreinu gríni. Þú varst óþreytandi að segja manni sögur frá liðnum tímum. Hvað þú elskaðir Þvottalaugarnar gömlu og allt sem þeim fylgdi. Hvað það hafði verið gaman að vaska fisk á Kirkjusandi þrátt fyrir kuldann. Hvað þér fannst gaman að taka til og hafa hreint í kringum þig. Enda er ekki langt síðan þú tókst gluggann hjá þér og þvoðir hátt og lágt og varst alsæl á eftir. Sennilega er það líka einsdæmi að taka með sér hreingerningatröppu á elliheimili og sjá þar um þrif á eigin herbergi. Síðastliðin 20 ár eða svo höfum við verið í símasambandi þar sem við höfum fjasað og masað um allt og ekkert. Með tímanum urðu sím- tölin fleiri og styttra á milli þeirra uns þau voru orðin hluti af okkar föstu rútínu. Þegai' ég var í Banda- ríkjunum vissi ég ekkert betra ráð til að hvfla mig frá námsbókunum en að hringja í þig og spjalla. Og eftir að synir mínir fæddust höfum við rætt barnauppeldi frá öllum mögulegum hliðum. Öll þroska- merki voru tilkynnt samviskusam- lega og þau rædd t.d. með tilliti til Formáli minningar- greina ÆSKILEGT er að minningar- greinum fylgi á sérblaði upp- lýsingar um hvar og hvenær sá, sem fjallað er um, er fædd- ur, hvar og hvenær dáinn, um foreldra hans, systkini, maka og börn, skólagöngu og störf og loks hvaðan útför hans fer fram. Ætlast er til að þessar upplýsingar komi aðeins fram í formálanum, sem er feitletrað- ur, en ekki í greinunum sjálf- um. ertsson. 2) Eggert Hafsteinn, f. 8.3. 1936, d. 25.4. 1983, kona hans var Ingi- björg Friðriksdóttir sem er látin. Þeirra börn eru: Friðrik, Hafsteinn og Guð- jón Ingi. Eggert átti fyrir soninn Ár- mann. 3) Unnur, f. 17.9. 1940, hennar maður er tílfur Ragnarsson. Þeirra börn eru: Karl Ágúst, Guðrún Inga og Linda Rán. Guð- rún og Karl bjuggu allan sinn búskap á Laugalæk í Reykjavík uns þau fluttust á Hrafnistu. Guðnín vann hin ýmsu störf s.s. var í vistum, starfaði við fisk- vinnslu og seinna á Kleppsspít- ala og Hrafnistu. títför Guðnínar fór fram í kyrrþey að ósk hinnar látnu. þinna barna. Þér þótti Hrafnkell óttalega hárlaus á sínum tíma því hann Nanni þinn hafði verið svo vel hærður. Oftast enduðu símtölin okkar á því að þú baðst mig að kyssa strákana frá þér. Þú varst svo mikið fyrir börn. Eg veit að þér þótti svo vænt um kel- ana mína og varst svo ánægð þegar ég kom með þá til þín fyrir tveimur vikum. Eitt af því síðasta sem þú gerðir var að taka út peninga til að gefa litlu langömmubörnunum þín- um. Svona varst þú. Okkar samband var sérstakt því einhvem veginn náðum við svo vel saman þótt ólíkar væram, voram frekar eins og vinkonur heldur en amma og dótturdóttir. Aldrei fann maður að aldursmunur væri á okk- ur, heldur vorum við eins og jafn- ingjar. Þú spurðir hreint út um það sem þú vildir fá að vita og fékkst þess vegna jafn hreinskilin svör. Enginn hefur gefið mér jafn mik- ið og þú. Þú varst svo örlát og gafst mér bæði veraldlegar og ekki síst andlegar gjafir sem ég ætla svo að gefa sonum mínum áfram. Eins og ég heyrði frásagnir um langömmu mína, þannig munu synir mínir heyra um þig. Ég var skírð í höfuðið á þér og þótt nafnið sé lítið notað er ég svo hreykin af því. Sérstaklega vegna þess að þetta er nafnið þitt. Elsku amma Gunna. Ég veit að Lykla- Pétur hefur haldið hliðinu galopnu og jafnvel hneigt sig í virðingar- skyni þegar þú áttir leið á hans slóðir. Nú kveð ég þig með söknuði í hjarta en jafnframt gleði yfir því að hafa átt þig svona lengi að. Þú varst einstök kona á alla lund og skemmtfleg að þekkja og ég er rík- ari fyrir vikið. Hrafnkell, Arnkell og Raggi þakka góðar stundir með þér. Guðnín Inga tílfsdóttir. Það stendur unglingsstúlka við fiskvöskunarkarið. Stæðurnar af skjannahvítum saltfiskinum ná henni uppyfir höfuð. Hún kom með skipi ofan af Akranesi í gær og það var vont í sjóinn. I dag er heiðskírt og ylur í lofti og hún stendur við karið í alltof stórri olíusvuntu með bursta í hendinni. Hún er farin að heiman til að fullorðnast. Héðan í frá sér hún fyrir sér sjálf þótt hún þurfi til þess að vaska allan heims- ins saltfisk, þó að stæðan verði fjór- ar mannhæðir, fimm mannhæðir - til þess er hún hingað komin, að standa á eigin fótum. Hún er fimmtán ára. Fimmtán ára og lítil eftir aldri. Þroskaðar konur og margreyndar í fiskvinnu byrsta sig og spyrja verkstjórann hvað í ver- öldinni það eigi að þýða að setja krakkann beint í vaskið, þið drepið hana á þessu, segja þær og fussa hver við aðra þegar karlinn yppir öxlum. Og stúlkan stendur við hlið þeirra stærri og sterkari og vaskar. Um kvöldið eru afköstin færð í bók- haldið og það ískrar kátínan í verk- stjóranum þegar hann spyr vaska- konur: „Og hver haldiði að hafi svo vaskað mest í dag? Jú, það var sú litla.“ Það kemur á sumar þeirra lífsreyndari - þessi unglingsstúlka kemur á óvart strax fyrsta daginn. Þessi unglingsstúlka var amma mín, Guðrún Eggertsdóttir. Og svona sagði hún mér frá fyrsta vinnudeginum sínum á Kirkju- sandi. Ég á ekki erfitt með að trúa þessari sögu og það á eflaust eng- inn sem þekkti hana. Eitt er víst að hún kom fólki stöðugt á óvart, ekki einungis ókunnugum, líka okkur hinum. Þegar ég var barn hafði ég kannski ekki vit á að láta það koma mér á óvart hvað hún var einstök, en seinna velti ég því oft fyrir mér + Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir og amma, ÓLAFÍA SIGURÐARDÓTTIR, sem andaðist á Sjúkrahúsi Vestmannaeyja laugardaginn 22. ágúst, verður jarðsungin frá Fossvogskirkju mánudaginn 31. ágúst kl. 15.00. Blóm og kransar afþakkaðir, en þeim, sem vilja minnast hennar, er bent á líknarstofnanir. Sigríður Anna Jóhannsdóttir, Pálmi Rögnvaldsson, Haukur Jóhannsson, Emma Kristjánsdóttir, Birgir Jóhannsson, Kolbrún Stella Karlsdóttir, Garðar Jóhannsson, Svanhvít Árnadóttir, og ömmubörn. + Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, SIGRÍÐUR ÁSTA STEFÁNSDÓTTIR frá Stakkahlíð, Loðmundarfirði, er lést mánudaginn 17. ágúst, verður kvödd frá Egilsstaðakirkju laugar- daginn 29. ágúst kl. 13.30. Anna K. Magnúsdóttir, Óla B. Magnúsdóttir, Sigurður Reynir Magnússon, Stefán Smári Magnússon, Steindór Gunnar Magnússon, Áskell Einarsson, Kristján Tryggvason, Þrúður Þórhallsdóttir, Sigríður Þ. Sigurðardóttir, Sigrún Þ. Broddadóttir, barnabörn og barnabarnabörn. GUÐRÚN EGGERTSDÓTTIR hvað hlýja hennar hafði ómótstæði- legt aðdráttarafl. Hún var sól sem geislaði frá sér gæsku og nærði barnið á kærleik sínum, dró það að sér og hélt því á réttri braut. Og aldrei tók hún sjálfa sig svo hátíð- lega að hún gæti ekki bragðið sér í heimsókn í hugarheim barnsins, sett sig inní leikinn og orðið að fé- laga um stund. Þegar ég komst á legg kom hún mér stöðugt á óvart með óþreyt- andi þolinmæði sinni, langlundar- geði og skilningi. Hún var auðkýf- ingur sem átti allan heimsins tíma í hirslum sínum og gat sólundað hon- um í Svarta-Pétur, stafsetningar- verkefni níu ára bekkjar eða í að spinna upp leiki og sögur. Og hún lét sig ekki muna um að breyta eld- húsinu á Laugalæk í íþróttasal þeg- ar ég kom til hennar með þau tíð- indi að ég ætti að læra heima fyrir leikfimitíma. Þegar ég fór að hafa vit á því kom það mér enn á óvart hvað hún var réttsýn, hvað hún var vel að sér, hvað hún var einstaklega gáf- uð. Ég vissi það eins og aðrir að hún hafði aðeins fengið lámarks til- sögn í lestri og skrift sem barn og ekki lá hún í bókum á fullorðinsár- um. Hún studdist fremur við brjóstvit en bókvit og brjóstvitið reyndist henni drýgra en bókvitið flestum sem ég þekki. Kannski var það vegna þess hvað hún hafði hreina og óspillta sýn á lífíð og var lítið fyrir að flækja málin. Og kannski einmitt þess vegna tókst henni oft að leysa vanda sem öðrum þótti yfirþyrmandi og óyfirstígan- legur. Því innsæi hennar var á stundum hreint ótrálegt og skiln- ingur hennar á mannlífinu dýpri en margra þeirra sem gátu flaggað há- skólagráðum og vildu festa hendur á heiminum með kennisetningum. Amma þurfti ekki langa skóla- göngu, hún hafði fágætan hæfileika til að skilja hluti og tileinka sér þá á besta og einfaldasta hátt. Hún fór í tvo orgeltíma. Hún hafði ekki efni á fleiram, sagði hún mér. En eftir þetta tveggja tíma nám gat hún leikið öll algeng sönglög eftir nót- um. Skynjun hennar og skilningur á ljóðum var líka ótrálegur, enda hafði hún ríkt fegurðarskyn og naut þess þegar fallega var kveðið, eða fallega hugsað í orðum. Stund- um flögraði að mér sú hugsun hvað frekara nám hefði getað gert úr henni, en ég lét hana jafnan flögra framhjá. Amma þurfti ekki að læra meira. Og alltaf gat hún komið fólki á óvart með einstöku geðslagi sínu. Hún átti þetta geislandi bros og þennan viljuga hlátur sem stundum gat tekið af henni völdin og þeyst þindarlaust útum víðan völl, því víst **- þótti henni ömmu sitthvað fyndið í tilveranni. Og það voru forréttindi að fá að eiga hlutdeild í hlátrinum hennar, sitja og hlæja þar til tárin runnu í lækjum um eldhúsborðið og hún dæsti að lokum og sagði, ja, þvflíkt giín! Já, hún var örlát á kímnina eins og allt annað, hún amma. Sögurnar sem hún sagði okkur afkomendum sínum af sjálfri sér era dýrmætar gjafir einnar kynslóðar til annarrar og okkur ber að varðveita þær og gera að varanlegum auði. Ekki , _ vegna þess að þær séu svo miklu merkilegri en sögur annarra, eða svo mjög frábrugðnar þeim, heldur vegna þess að þær eru af okkar fólki og um leið segja þær söguna af uppnma okkar sjálfra. Og jafn- vel þó að sagan af henni ömmu sé hversdagssaga alþýðukonu og fjalli á köflum um vonbrigði og djúpar sorgir, þá felur hún í sér undarlega Ijómandi fegurð. Líklega vegna þess að hún var sjálf til frásagnar og björt lífssýn hennar litaði frá- sögnina, gerði myndirnar ljósar og glettnar. Já, hún kom þeim á óvart, fisk- verkastúlkan á Kirkjusandi. Ég ætla að skilja við hana þar sem hún ■, stendur við karið, lágvaxin, grönn, brosandi, stolt og staðráðin í að gera vel, standa sig og vera sér og fólkinu sínu til sóma. Og þar sem hún mundar burstann og horfir djörf fram á veginn ætla ég að halla mér að henni og hvísla í eyra henn- ar: Allt þetta tekst þér, Guðrán. Þú stendur á eigin fótum til hinsta dags. Allt sem þú gerir muntu gera vel og þegar þú kveður að lokum geyma þeir sem eftir lifa fallegar, mjúkar, hlýjar, bjartar og ilmandii^. minningar um einstaka konu. Og úr því ég stelst til að hvísla í eyra þér í fjarlægri fortíð get ég ekki annað en fært þér þakkir úr framtíð. Þrjár kynslóðir sem kveðja þig að loknu dagsverki færa þér hjartans þakkir fyrir allar þær óbrotgjörnu gjafh' sem þú hefur gefið þeim. Þær era greyptar í hjörtu okkar og við berum þær áfram inn í framtíð okk- ar og færam þær ófæddum kyn- slóðum. Ég veit að það gleður fisk- verkastúlkuna ungu. Þinn Karl Ágúst tílfsson. + Ástkær amma, tengdamóðir, langamma og langalangamma, MAGNEA V. EINARSDÓTTIR, Sólvangi, áður Grænukinn 17, Hafnarfirði, verður jarðsungin frá Hafnarfjarðarkirkju í dag, föstudaginn 28. ágúst, kl. 15.00. Blóm og kransar afþakkaðir. Þeir, sem vildu minnast hennar, eru vinsamlegast beðnir að láta Sólvang í Hafnarfirði njóta þess. Haraldur R. Gunnarsson, G. María Gunnarsdóttir, Ársæll Már Gunnarsson, Magnea Þ. Gunnarsdóttir, Olga Gunnarsdóttir, Auður Gunnarsdóttir, Gunnar Már Torfason, tengdabörn, barnabarnabörn og barnabarnabarnabörn. + Þökkum af alhug öllum þeim, sem sýndu okkur samúð og vinarþel við andlát og útför ÓLAFS THORODDSEN, Álfheimum 15. Sérstakar þakkir fær starfsfólk deilda 11 -E og 32-A á Landspítalanum og hjúkrunarfræðingar Karitas. Guðmundur Björn Thoroddsen, Kristín Ingvarsdóttir, Ragnhildur Thoroddsen, Svanberg Árnason, Ólafur Thoroddsen, Jónína Sigurgeirsdóttir, Ragnheiður Thoroddsen, Haukur Óskarsson og barnabörn.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.