Morgunblaðið - 28.08.1998, Side 44
44 FÖSTUDAGUR 28. ÁGÚST 1998
MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ
EINAR
HEIMISSON
+ Dr. Einar Heini-
isson fæddist í
Kópavogi 2. desem-
ber 1966. Hann lést
í Miinchen í Þýska-
landi hinn 16. ágúst
síðastliðinn og fór
útför hans fram frá
Seltjarnarneskirkju
27. ágúst.
Mig langar að minn-
ast Einars Heimisson-
' ' ar nokkrum orðum
sem nemanda míns í
Menntaskólanum í
Reykjavík. Ég kenndi Einari sögu
þegar hann var á öðru ári í skólan-
um eða í 4. bekk eins og við segjum
þar á bæ. Einar var eftirminnilegur
nemandi. Hann hafði ágæta þekk-
ingu á námsefninu, en þó er mér
einna efst í huga hversu áhugasam-
ur og vakandi hann var í hverjum
tíma. Hann var fljótur að svara alls
konar spurningum kennara, en hitt
var þó meira virði að sjálfur lagði
hann fram drjúgar athugasemdir
um það efni sem var til umfjöllunar
hverju sinni. Sumar voru spurning-
ar, aðrar íhuganir hans sjálfs um
' viðkomandi efni. Þær báru svo
skemmtilegan vott þess að hann var
leitandi nýrrar þekkingar og skiln-
ings. Þá gat hann orðað það sem
vildi segja svo að hver fullþroska
maður væri vel sæmdur af.
Sjálfstæði Einars kom líka vel í
ljós þegar hann valdi sér efni í fyrir-
lestur. Nemendur velja sér efni í
samráði við kennara og eru mörg
erindi þeirra prýðilega unnin, vel
undirbúin og mikil vinna lögð þar
fram. Einar var í bekk þar sem hver
** garpurinn sat við hliðina á öðrum og
tókust þeir á við hin erfíðustu efni.
Einar valdi að tala um Jóhann
Sebastian Bach. Hann hafði þá
numið fíðluleik árum saman og und-
irbjó sinn iestur af mikilli kost-
gæfni. Fyrirlesturinn var ágætur og
hann hafði fíðluna með sér í tímann
og flutti okkur í lokin stutt tóndæmi
úr safni hins mikla meistara. Meira
var ekki hægt að biðja um. Ég hygg
að bæði þarna og sennilega löngu
fyrr hafí mátt greina eiginleika sem
fleyttu Einari jafnlangt og raun bar
vitni á stuttri ævi; sjálfstæði, ein-
beitni og nákvæmni ásamt sköpun-
argleði og vinnusemi svo að hann
varð bæði vandvirkur og afkasta-
v. mikill.
Mildll harmur er nú kveðinn að
foreldrum hans og systur, Stein-
unni, Heimi og Kristrúnu, og öðrum
aðstandendum. Orð hafa þar lítið að
segja. En hugfróun er að minnast
þeirra sem hafa uppskorið jafn
ríkulega og Einar Heimisson gerði.
Ég votta öllum sem hlut eiga að
máli mína dýpstu samúð.
Haukur Sigurðsson.
Tvisvar kom Einar Heimisson eft-
irminnilega inn á áhuga- og starfs-
svið SÍBS. í bæði skiptin á mjög já-
kvæðan hátt og lærdómsríkan.
Árið 1994 kynnti hann stjórn
' SÍBS að hann hygðist gera sjón-
varpsmynd um berkla og berkla-
sjúídinga frá þeim tíma þegar
berklar tröllriðu íslenskri þjóð.
Skyldi hún í senn vera leikin mynd
og heimildarmynd og bera heitið
Hvíti dauðinn. Það var auðveld
ákvörðun fyrir SIBS að styrkja
gerð þessarar myndar. Ekki þarf að
orðlengja það að myndin reyndist
hreint afbragð, hvort sem litið er til
handrits, töku, leiks eða heimilda.
Hvíti dauðinn hefur tvívegis verið
sýndur í sjónvarpinu.
Árið 1996 kynnti Einar Heimis-
son nýja hugmynd fyrir stjórn
SÍBS, að þessu sinni um heimildar-
mynd fyrir sjónvarp um ferli endur-
hæfingar eftir alvarlega sjúkdóma
og slys, ferli sem alla jafna kallar á
nærri ofurmannlegan ásetning og
einbeitingu af hálfu sjúklings og
veldur oftar en ekki miklu iíkam-
legu og andlegu álagi. Stjórn SÍBS
var án tafar einhuga
um að styrkja gerð
myndarinnar. Einar
gaf henni heitið Ég
sigra og er hún og
verður um langa fram-
tíð skýr og áhrifarík
heimild um það per-
sónulega átak sem
fylgir skilvirkri endur-
hæfíngu.
Einar kom ekki að
þessum verkefnum
með einu saman hug-
urfari myndasmiðsins.
Hann lagði sál sína og
metnað í gerð þessara
sjónvarpsmynda, bæði listrænu hlið
þeirra og þá tilfinningalegu. Hann
vildi sýna samtíð og framtíð þá ógn
og skelfingu sem sneri á sínum tíma
að íslensku samfélagi af berklunum
og hann vildi leggja sitt af mörkum
til að skýra fyrir landsmönnum
gagnsemi endurhæfíngar fyrir þann
sem hefur átt við alvarlega sjúk-
dóma að etja og alvarlegar slysaaf-
leiðingar og þá miklu vinnu sem
liggur þar að baki.
Hvort tveggja tókst honum með
miklum ágætum. Nú er Einar
Heimisson allur. Kunn er sú stað-
hæfíng að sumir gera meira á
stuttri ævi en allur fjöldinn á langri.
SÍBS þakkar framlag Einars Heim-
issonar til þeirra mála sem SÍBS
lætur sig varða.
F.h. SÍBS,
Haukur Þórðarson.
Einar Heimisson hafði látið að
sér kveða á mörgum sviðum, þótt
hann væri ungur þegar hann lést.
Kvikmyndagerð var eitt þeiiTa og
þar lágu leiðir okkar fyrst saman
þegar hann var vinna við Maríu,
sem var fyrsta leikna kvikmynd
hans. Það sem einkenndi Einar var
ákafi hans og ástríða fyrir fólkinu
sem hann hafði skapað í handriti
sinu. Fólkið og sögur þess voru hins
vegar ekki aðeins skáldskapur Ein-
ars heldur byggt á raunverulegum
atburðum og fólki sem hann hafði
safnað heimildum um. Einar lagði
mikla og vandaða vinnu í verk sín
og þekkti í þaula aðstæður, forsögu
og tíðaranda handrita sinna. Per-
sónurnar í handritum hans voru
leiksoppar sögunnar en sköpuðu sér
samt örlög sín með styrk sínum eða
veikleika. Einar dáði persónur sínar
og leit á þær sem hetjur hvei'nig svo
sem fyrir þeim fór. í skáldsögunni
hafði Einari tekist að gera viðfangs-
efni sitt lifandi og trúverðugt og því
höfðu margir trú á honum sem kvik-
myndaleikstjóra, svo mikla trú að
honum var kleift að fjármagna loka-
verkefni sitt í kvikmyndaháskólan-
um í Miinchen til fulls og gera úr
því kvikmynd í fullri lengd. Hvort
sem leikstjóri er reyndur eða
óreyndur er leikstjórn kvikmyndar
alltaf krefjandi og erfítt verkefni,
ekki síst ef kvikmyndin er leikstjór-
anum jafn hjartfólgin og María var
Einari. Gerð myndarinnar reyndi
svo sannarlega á þolrif Einars en
hann hélt ótrauður áfram og kom að
lokum sinni sýn á stúlkunni Maríu
og sögu hennar til skila. Síðasta árið
var Einar að þróa hugmynd og
skrifa handrit sem lofaði mjög góðu
og hann vann með sömu ástríðu að
þessu handriti og hann hafði áður
gert og hreif fólk með sér í aðdáun
sinni á sögunni og persónunum. Það
er ákaflega sorglegt að Einar skyldi
ekki fá tækifæri til að spreyta sig á
þessu spennandi verkefni. Með
þrautseigju sýndi Einar að hann bjó
yfír þeim styrkleika sem leikstjóri
verður að hafa til að bera, hann var
fylginn sér og trúr sinni sannfær-
ingu. Það er mikill missir fyrir okk-
ur hin að fá ekki njóta afraksturs
þeirra fjölmörgu góðu hugmynda
sem Einar átti.
Foreldrum Einars og systur
sendi ég innilegar samúðarkveðjur
frá samstarfsfólki hans hjá íslensku
kvikmyndasamsteypunni.
Hrönn Kristinsdóttir.
Ómþýður tónn á þöndum fiðlu-
streng, óhagganleg gnípa, hvít-
fyssandi risaalda eða ógleymanlega
viðkvæm persóna úr heimi skáld-
skapar. Myndin er sterk, - maður
heyrir, sér og fínnur til í verkum
æskumannsins. Listamaður og vís-
inda- í einni persónu, hjartahlýr fé-
lagi, gjöfull og skapandi samstarfs-
maður. Við fundum það strax þegar
hann kom til liðs við okkur á tíma-
ritinu Þjóðlífi fyi'ir áratug - ung-
lingur sem þá þegar bjó yfir ótrú-
legri hæfni til ritstarfa og blaða-
mennsku. Hann var metnaðarfullur
fagmaður og hann reyndist frá upp-
hafi góður vinur, ábyrgur félagi og
traustur samstarfsmaður sem var
ekki svo lítils virði í útgáfubaslinu.
Einar Heimisson var fáguð mann-
eskja, pólitískt þenkjandi heims-
borgari, jafnaðarmaður að lífssýn
og ötull stuðningsmaður uppstokk-
unar og sameiningar á vinstri
vængnum hér heima.
Hann bjó yfir óvenjulegu næmi;
var geníalskur á sumum sviðum,
hafði ríka sköpunarþörf til að tjá sig
í máli og myndum. Undir niðri svall
magnþrunginn symfónn hins heita
tilfínningamanns. Og eins og oft fer
slíkum mönnum með snilligáfu gat
hann líka orðið harmrænn og brot-
hættur. Samúðin var svo sterk, vit-
undin svo viðkvæm og vakandi,
sársaukinn þungur. Þá var ekki
ónýtt að geta leitað sér svölunar við
skapandi starf, skáldsögu eða kvik-
mynd eða hverfa á vit tónlistarinnar.
Löngum hafði maður á tilfinning-
unni að þessi ungi maður væri eitt
skærasta ljós íslands í margvíslegu
tilliti mannkosta. Á skammri ævi
áorkaði hann svo mörgu á ýmsum
sviðum að hver meðalmaður gæti
verið sáttur við afköstin eftir langa
starfsævi. Það var ekki til neins að
reyna að halda aftur af honum og
biðja hann fara sér hægar. Honum
lá á, verkin skyldu tala núna, strax.
Það er engu líkara en hans sjötta
skilningarvit hafi skynjað bráðan
endinn, allt varð að gerast svo fljótt,
svo fljótt. Það var naumt skammt-
aður tíminn.
Hjá honum fór tvennt saman;
hann var sérlega vel búinn úr for-
eldrahúsum og óvenju vel af guði
gerður. Einar var mjög bundinn
fjölskyldu sinni og engin tilviljun að
hann, sonur sagnfræðingsins, valdi
sér að viðfangsefni vísindagrein fóð-
urins. Með sama hætti var lifandi
áhugi hans á amnesty, sem móðir
hans glæddi. Sú mannúðarhugsjón
ýtti undir skilning hans og löngun
til að leggja sitt af mörkum til að
bæta kjör allra þeirra sem höllum
fæti standa. Umfjöllunarefni hans í
sagnfræðinni, í blaðamennskunni og
sem listamanns bera þessa merki:
fangar og flóttafólk, gamalmenni,
berklasjúklingar, gestir í ókunnu
umhverfi.
Með verkum sínum vildi hann
glæða skilning samborgaranna á því
sem er að gerast í okkar eigin ranni,
hræsni og yfirdrepsskapur fyrr og
síðar var þyrnir í augum hans og
hann reyndi með vægðarlausum
hætti að brjóta slík mál til mergjar.
Þess vegna voru gyðingarnir -
flóttamenn á íslandi sérstakt við-
fangsefni hans og hann tjáði reynslu
þeirra og viðhorf sín eftir öllum
þeim brautum sem sagnfræðingnum
og blaðamanninum voru tiltækar
auk þess sem þau mál urðu yrkisefni
hans í skáldskap og kvikmyndum.
Einar Heimisson kom frá sér-
stöku menningarheimili, þar sem
arfur kynslóðanna var í heiðri hafð-
ur. Amma hans Anna Bjarnadóttir
setti einnig svip sinn á mótun Ein-
ars og honum var frá unga aldri
annt um að halda lífsreynslu og
fróðleik eldri kynslóða til haga eins
og síðar kom fram í verkum hans.
Það er mikill harmur kveðinn að
þegar slíkur efnismaður hverfur af
brautu fyrir aldur fram. Við Kristín
vottum foreldrum hans og systur
einlægustu samúð. Vissulega hefur
Einar Heimisson skilað drjúgu
dagsverki, - og lætur okkur eftir
listaverk og skýran boðskap í máli
og mynd. Samlíðun. Sú er hin
sterka samfella í verkum Einars. Þó
að hrökkvi strengur heyrum við
stríðan tóninn óma - samlíðun.
Óskar Guðmundsson.
Það er með þungum huga og sár-
um söknuði sem ég sest niður til að
skrifa minningarorð um minn kæra
vin, Einar Heimisson. Hann er sá
fyrsti úr mínum bekkjarhópi í
menntaskóla til að hverfa á braut.
Manni finnst það hræðilegt þegar
svona ungur maður kveður. Samt er
það svo skrítið, að það hvarflar að
mér nú að hann hafi afkastað meiru
í sínu stutta lífi en við hin munum
nokkurn tíma fá að gera um okkar
daga.
Leiðir okkar Einars lágu fyrst
saman haustið 1983 í 4-Z í Mennta-
skólanum í Reykjavík, í hávaða-
samri kennslustofu uppi á annarri
hæð í gamla Miðbæjarskólanum.
Það var mitt lán að við urðum fljótt
góðir vinir. Einari var margt gefið:
Hann var glæsilegur á velli, afburða
námsmaður og bekkjardúx, íþrótta-
maður og afar listhneigður, bæði
spilaði hann á fiðlu og var með ein-
dæmum ritfær. Hann hafði ákaflega
frjóan huga, var einn af þessum fáu
mönnum sem maður hafði á tilfinn-
ingunni að ekkert væri ómögulegt.
Og það var aldrei nein lognmolla í
kringum Einar. Á þessum mennta-
skólaárum var þegar farinn að þró-
ast í honum ákveðinn uppreisnar-
andi. Jú, hann réð við allt þetta
hefðbundna - og það betur en aðrir,
en það var ekki nóg. Hann þráði að
komast að kjarna hlutanna, kafa
undir yfírborðið. I samræðum varp-
aði hann sífellt fram áleitnum
spurningum og það kom mér ekki á
óvart að hann skyldi kjósa að lesa
sagnfræði eins og faðir hans.
Einar hélt til Freiburg í Þýska-
landi til náms. Þrátt fyrir langdvalir
hans úti hélst vinskapur okkar og
styrktist ef eitthvað var með árun-
um. Einar var sannkallaður eldhugi
og hafði oft svo mörg járn í eldinum
að ofurmannlegt virtist. En alltaf
fannst mér hann ná að skila öllu
jafnvel. í honum sameinuðust
fræðimennska og listhneigð. Hann
skrifaði bækur - og seinna gerði
hann heimildarþætti og komst
smám saman á þá skoðun að kvik-
myndin eða frekar myndmiðillinn
væri framtíðin. Ég man vel hvað
hann var glaður þegar hann, 25 ára
gamall, varði bæði doktorsritgerð í
sagnfræði úti í Freiburg og þreytti
árangursríkt inntökupróf í Kvik-
myndaakademíuna í Múnchen -
hvort tveggja í sömu vikunni.
Næstu árin jukust enn annir
hans. Ég veit að hann tók oft nærri
sér ómálefnalega og það sem hon-
um fannst óréttmæta gagnrýni.
Hann hélt samt ótrauður áfram og
leysti sífellt metnaðarfyllri verkefni
af hendi. Einar var alltaf óhræddur
við að fylgja sannfæringu sinni og
ég er ekki í vafa um að ef honum
hefði auðnast lengra líf hefði það
verið varðað frekari sigrum.
Við íslendingar búum í svo ótrú-
lega litlu samfélagi. Missir jafnmik-
ils hæfileikamanns og Einars Heim-
issonar er mikil blóðtaka lítilli þjóð.
Okkar eina huggun er sú að hann
lifði hratt og afkastaði ótrúlega
miklu á stuttri ævi. Hann er öllum
harmdauði en minning hans mun
lifa í gegnum verk hans.
Þessi vinur minn var bæði hæfi-
leikaríkur og kraftmikill. En hann
hafði líka aðra kosti, sem kannski
færri kynntust, en voru hans nán-
ustu ábyggilega dýrmætastir. Einar
var mjög ræktarsamur maður og
fjölskyldan skipti hann öllu. Hann
bjó yfir meðfæddri samúð með öll-
um þeim sem minna mega sín og
eru órétti beittir. Þetta var áber-
andi í vali hans á viðfangsefnum.
Sem vinur var hann traustur sem
klettur. Hann hafði alltaf einlægan
áhuga á því sem maður tók sér fyrir
hendur, styðjandi og uppörvandi og
ef á þurfti að halda alltaf tilbúinn að
setja sig inn í erfiðleika og bjóða
fram hjálp sína. Vinátta hans ein-
kenndist af mikilli hlýju og örlæti.
Okkar bestu stundir voru kannski
þegar hann bauð mér heim í hús
foreldra sinna og töfraði þá fram
dýrindis krásir og var ekkert til
sparað.
Að þessi góði maður skuli svo
skyndilega vera fallinn frá er óskijj-
anlegt og sárara en tárum taki. Ég
er mjög þakklátur fyrir að hafa
þekkt Einar og notið vináttu hans.
Hugur minn dvelur hjá foreldrum
hans, Heimi og Steinunni, og systur
hans, Kristrúnu. Megi algóður Guð
vera með þeim og gefa þeim styrk í
mikilli sorg.
Páll Matthíasson.
Við þekktum Einar Heimisson
nánast alla hans ævi, hann var
venslamaður náinna ættingja,
hlaupafélagi, kunningi og svo næsti
nágranni okkar um nokkurra ára
skeið. Með honum er genginn
drengur góður sem þegar hafði náð
frábærum árangi'i í list sinni og
fræðum og þess vegna maður sem
mikils var vænst af. Andlát hans er
reiðarslag.
Einar var afburðanámsmaður og
hefði getað haslað sér völl í hvaða
fræðigrein sem var. Hann hafði
mjög næma tilfinningu fyrir því
ósamræmi sem er milli háleitra
markmiða samfélaga á okkar öld og
þeirri óréttlátu niðurstöðu sem oft
birtist í mannlegum örlögum. Hann
kaus sér fræðigrein sem var í góðu
samræmi við þessa lífssýn, en að-
eins til undirbúnings. Hann munaði
ekki um að ljúka ströngu doktors-
námi í sagnfræði til að búa sig undir
að iðka af heilum hug þá list að
segja með kvikmyndum sannar sög-
ur af fólki sem stendur óbugað
frammi fyrh- erfiðum, jafnvel hrika-
legum örlögum, fólki sem lifir við
reisn þrátt fyrir óblíð skilyrði af
hálfu náttúru og samfélags.
Verk Einars bera vott um heil-
steypta sannfæringu og trausta
þekkingu. Hann gat sér orð strax
kornungur og var agaður afkasta-
maður i listgrein sinni. Hann lauk á
stuttri göngu _ meðfram ströngu
námi _ fleiri verkefnum en mörgum
auðnast að vinna á fimmfalt lengri
starfsævi. Honum óx stöðugt ás-
megin og á honum var enginn bil-
bugur. Hann var hugmyndaríkur,
áformin fjölbreytt og frjó og jafnan
í samræmi við þá sérstöku sýn sem
hann hafði á íslenska kvikmynda-
gerð.
Við fylgdumst með honum og
dáðumst að því hve ótrauður hann
var að takast á við heiminn, skipu-
leggja ný verkefni og ljúka þeim á
tilsettum tíma. Varla hefur það ver-
ið í þægilegu samræmi við lunderni
hans að tala til einhverja
pródúsenta og fjármálaspekúlanta
og samræma áform sín svonefndum
markaðskröfum. En honum tókst að
fjármagna stórvirki og var fundvís á
leiðir í landslagi sem hlýtur að vera
ákaflega torfært.
Einari var fjarri skapi að afgreiða
áleitnar spurningar um réttlæti og
ábyrgð í veröldinni með þeirri létt-
úð sem flestir gera sér nú að afsök-
un í þeim efnum. Hann var því ekki
margmáll þegar daglegt fjas var
viðhaft og í umræðum sínum var
honum greinilega mikilvægt að
segja ekki nema það sem hann gat
staðið við. En það var alltaf greini-
legt að þarna fór einlægur maður
og traustur sem átti mikilvægt er-
indi við samtíð sína. Fráfall hans er
því ekki bara áfall fyrir alla sem
stóðu honum nærri. Samfélag okkar
er fátækara að honum gengnum.
Við sendum Heimi, Steinunni,
Kristrúnu og öðrum nánum ætt-
ingjum hans okkar innilegustu sam-
úðarkveðjur. Guð blessi minningu
Einars Heimissonar.
Sigurður J. Grétarsson og
Bergþóra S. Þorbjarnardóttir
Það var eins og ósýnileg hönd
greiddi þungt högg utan úr myrkr-
inu þegar andlátsfregn Einars
Heimissonar barst á öldum ljós-
vakans. Ungur maður í blóma lífsins
hrifinn burt á andartaki í fjarlægu
landi. Það var of sárt og ótrúlegt til
að vera satt. Veruleikinn er grimm-
ur.
Ég var ritstjóri Þjóðviljans og
gerði vin hans Hrafn Jökulsson
nítján vetra að gæslumanni gamal-
gróins helgarblaðs sem hann studdi
gegnum síðasta endurreisnarskeið
sitt. Hann leiddi stundum unga
snillinga inn á síður málgagns
þeirra sem minnst máttu sín og það
voni forréttindi að eiga rökræður
við gáfaða unglinga sem vora hand-