Morgunblaðið - 17.09.1998, Síða 2

Morgunblaðið - 17.09.1998, Síða 2
2 FIMMTUDAGUR 17. SEPTEMBER 1998 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Barnarásin verður flutt af breiðbandi yfír á örbylgju Segja stefnu Lands- síma hamla utbreiðslu Morgunblaðið/Kristínn Ferðakaup- stefna í Laugar- dalshöll ÁRLEG ferðakaupstefna Vestur- Norðurlanda, Vestnorden Travel Mart, var sett í þrettánda skipti í gær í Ráðhúsinu í Reykjavík, en kaupstefnan er haldin í Laugar- dalshöll að þessu sinni. Kaup- stefnan stendur til 18. september og þar munu á þriðja hundrað fulltrúar fyrirtælya frá yfir tutt- ugu löndum kaupa og selja ferðir til Vestur-Norðurlandanna þriggja, Islands, Grænlands og Færeyja. f fréttatilkynningu frá Ferða- málaráði íslands segir að margar ferðaskrifstofur og einstaklingar í ferðaþjónustu séu nú að taka þátt í ferðakaupstefnunni í fyrsta skipti og Ieggi nú vaxandi áherslu á sölu ferða til Iandanna þriggja. Laugardaginn 19. september kl. 11-13 verður haldið málþing Ferðamálaráðs íslands á Grand Hótel í Reykjavík. Þar mun starfsfólk Ferðamálaráðs og full- trúar Flugleiða erlendis ræða hvort framboð í ferðaþjónustu hér á landi sé í samræmi við þró- un eftirspurnar á erlendum mörkuðum. DAGSKRÁ Barnarásarinnar, sem send hefur verið út á breið- bandi frá 1. maí síðastliðnum, verður send út á örbylgju í opinni dagskrá á rás Islenska sjónvarpsfélagsins og hugsanlega einnig hjá Omega í nokkrar vikur frá og með laugardegi eða sunnudegi. Breiðbandssendingum verður þó einnig haldið áfram. VI-MR- dagurinn ekki hald- inn f ár SKÓLASTJÓRI Verslunar- skóla Islands og rektor Menntaskólans í Reykjavík hafa ákveðið að hinn árlegi VI-MR-dagur verði ekki hald- inn hátíðlegur í ár. Halda átti daginn hátíðlegan nk. fostu- dag en forsvarsmönnum nem- enda var tilkynnt í gær um að deginum yrði aflýst. Mál skólanna Ragnheiður Torfadóttir, rektor MR, vildi ekki tjá sig um ástæður þess að deginum hefði verið aflýst. „Þetta er innan skólans, þetta er milli mín og Þorvarðar og nemend- anna í skólunum, og mér fínnst það ekki koma alþjóð við. Okkur Þorvarði Elíassyni kom saman um að það væri ekki ástæða til að halda dag- inn hátíðlegan að svo komnu máli,“ sagði Ragnheiður í samtali við Morgunblaðið í gærkvöldi. Á VÍ-MR-dögum heyja nemendur skólans keppni í ýmsum greinum. Ekki náðist í forsvarsmenn nemendafélaga skólanna í gærkvöldi. Lést í um- ferðarslysi MAÐURINN sem lést í um- ferðarslysi í Svarfaðardal á mánudagsmorgun hét Öm Víðir Sverrisson, til heimilis á Karlsbraut 17 á Dalvík. Öm Víðir var 33 ára, fædd- ur 29. ágúst árið 1965. Hann lætur eftir sig þrjú böm. Öm Víðir var farþegi í bif- reið sem fór út af Svarfaðar- dalsvegi, við bæinn Hrafns- staði skammt sunnan Dalvík- ur um kl. 5 á mánudagsmorg- un. Ökumaður bifreiðarinnar slasaðist lítið. Böðvar Guðmundsson, fram- kvæmdastjóri Barnarásarinnar, segir að ekki hafí fengist nema nokkur hundruð áskrifendur að út- sendingum á breiðbandinu en til þess að endar næðu saman hefði þurft fimm þúsund. Hann segir að stefna Landssím- ans varðandi breiðbandið valdi því að það nái ekki verulegri út- breiðslu hér á landi, en víðast hvar erlendis sé miklu efni dreift með þessum hætti og mikill hagnaður sé af rekstri þess. Vegna þess að Landssíminn hafí kosið að dreifa efni, á svonefndu Breiðvarpi, í samkeppni við Stöð 2, sé því ekki dreift á breiðbandinu, og því verði fólk að hafa loftnet þótt það eigi kost á breiðbandstengingu. Þar sem nær allt efni, annað en dag- skrá Barnarásarinnar, er hægt að fá í gegnum Fjölvarpið, em fáir sem sjái ástæðu til að leggja út í kostnað til að tengjast breið- bandinu. Um 20 þúsund heimili eigi nú kost á því en aðeins um 1.200 nýti sér það. „I Hafnarfirði er kapalkerfí á vegum Rafveitu Hafnarfjarðar og þar hefur nánast hvert einasta hús tengst því sem á kost á því, alls um tvö þúsund heimili. Ástæðan er sú að það er allt efni inni á þeim kapli og því er hægt að taka niður loft- netin,“ segir Böðvar. Böðvar segir að kannað hafí ver- ið hvort hægt væri að setja Barnarásina inn á Fjölvarp Stöðv- ar 2, en ekki hafí reynst áhugi þar íyrir því. Utsendingum hætt ef áskrifendum fjölgar ekki Eftir nokkurra vikna sendingar á örbylgju verður kannað hvort nægilega margir áskrifendur fáist til að hægt verði að halda send- ingum áfram í læstri dagskrá. Að öðram kosti verður útsendingu hætt. „Við höfum haldið þessu úti í fimm mánuði og við getum ekki haldið mildð lengur áfram án þess að fá tekjur,“ segir Böðvar. „Ósk mín er sú að þurfi Bamarásin að hætta fái að minnsta kosti fleiri en nokkur hundrað að sjá hana.“ Morgunblaðið/Baldur Sveinsson C-17 þotan ferðbúin um hádegi VERIÐ er að leggja lokahönd á við- gerð flutningaflugvélar bandaríska hersins, C-17, í viðhaldsstöð Flug- leiða á Keflavíkurflugvelli þar sem þessi mynd var tekin í gær. Ráðgert er að vélin haldi héðan um hádegisbil í dag til Englands, þaðan til Þýska- lands og snúi loks til Bandaríkjanna á ný með viðkomu á Englandi og ís- landi. Bilun varð í hjólabúnaði þegar vélin lenti á Vestmannaeyjaflugvelli með Keikó innanborðs á fimmtudag í síðustu viku. Bráðabirgðaviðgerð fór fram í Eyjum og vélinni var síðan flogið til Keflavíkur. VIDSiaPn AIVINNULÍF HUGBÚNAÐUR 8 íslensk fyrirtæki Fjárfestum kynnt starfsemin/B6 BANKAR Aftur á sporið Sparisjóðurinn í Keflavík/B4 Björgvin Sigurbergsson atvinnumaður í golfi/C8 Bröndby vann Bayern í Meistaradeild Evrópu/C4 Fylgstu með nýjustu fréttum 4 www.mbl.is

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.