Morgunblaðið - 17.09.1998, Page 20

Morgunblaðið - 17.09.1998, Page 20
20 FIMMTUDAGUR 17. SEPTEMBER 1998 MORGUNBLAÐIÐ MARBERT Þessi glæsilegi kaupauki að verðmæti kr. 1.690 fylgir með þegar keyptir eru þrír hlutir úr förðunarlínunni frá MARBERT. Ekki missa af þessu. Kynningar verða: Fimmtudag Föstudag Laugardag Kvenleg fegurð Kvenleikinn er í fyrirrúmi hjá MARBERT veturinn '98-'99. Áhrifin eru sótt í ástriðu- fullt og lokkandi andrúmsloft Karibahafs- eyjanna, þar sem rauður litur ástríðunnar og svartur litur syndarinnar eru grunntónarnir. Snyrtivörudeild Snyrtivörudeild Hagkaups, Smáratorgi. Hagkaups, Smáratorgi. c^Eí^Mjódd Mjódd r'-jr' Stjórntækniskóli íslands Höfðabakka 9 Sími 567 1466 MARKAÐSFRÆÐI Stjórntækniskóli Islands gefur þér kost á beínskeyttu 250 stunda námi í markaðsfræðum. Náminu er ætlað að koma til móts við sívaxandi kröfur atvinnulífsins um hæfari starfskrafta. Námið er ætlað fólki, sem vill bæta við sig þekkingu og fá innsýn í heim markaðsfræðanna. Markmið namsins er meðal annars að þátttakendur tileinki sér markaðshugsun í íslensku viðskipta- og athafnalífi og nái þannig betri árangri. Námið er í formi fyrirlestra og verkefnavinnu og tekin eru próf í einstökum greinum. Kennarar eru allir háskólamenntaðir og eiga að baki góða reynslu við kennslu og í viðskiptalífinu. Námsgreinar Markaðsfræði. Sölustjórnun og sölutækni. Vöruþróun. Vörustjórnun. Stjórnun og sjálfstyrking. Auglýsingar. Tölvunotkun í áætlanagerð. Viðskiptasiðferði. „Eg mæli með náminu fyrir alla þá, er | JS »■ starfa við markaðs- og ' sölustörf. Ég hef verið í sölumennsku í 6 ár og námskeiðið hefur nýst mér vel í starfi. Fjölbreytt og áhugaverð námskeið." Elísabet Ólafsdóttir Eggert Kristjánsson hf. „Eg mæli tvímælalaust með þessu námi fyrir alla þá sem eitthvað eru tengdir markaðs-, sölu- upplýsinga-, skipulags- og/eða framleiðslumálum sinna fyrirtækja." Hendricus Bjarnason, Skýrr Starfsmenntun. Fjárfesting til framtíðar. Sími 567 1466. Opið til kl. 22.00. NEYTENDUR Hjólbarðaskipti fyrir veturinn Notið betri dekkin að framan fyrir framhjóladrifna bfla PAÐ fer að líða að því að bifreiða- eigendur fari að huga að hjólbarða- skiptum íyrir veturinn. En hvernig á að velja dekk undir bflinn? Á að setja slitnu dekkin und- ir bílinn að framan eða nota betri dekkin frekar og setja þau slitnu að aftan? „Þetta fer allt eftir því hvort bíll- inn er framhjóladrifinn eða ekki,“ segir Björn Pétursson hjá Félagi ís- lenskra bifreiðaeigenda. „Oftar eru framdekkin meira slit- in þar sem álagið á þeim er meira og þau dekk sem sjá um að beygja slitna á ákveðinn hátt. Því ætti að velja bestu dekkin á driföxulinn þegar bíllinn er framhjóladrifinn." Björn segir að ef bíll sé fram- hjóladrifmn sé meiri hætta á hliðar- sliti að framan og hann bendir á að þá sé annað slitmynstur á afturhjól- unum sem eru ekki með drifi á. „Það er því gott ráð að benda neytendum á að skoða slitið á snertifletinum og velja dekkin eftir því.“ Lesið úr táknmáli dekkja Björn segir að síðan þurfi fólk að athuga að sum dekk hafí ákveðna snúningsstefnu. „Framleiðendur eru farnir að setja á markað dekk sem eiga að snúast í ákveðna átt. Þetta má lesa útúr táknmáli dekkj- anna. Það eru merki á dekkjum og í þessu tilfelli örvar sem segja til um snúningsstefnu. Það má líka lesa útúr þeim hversu gömul dekkin eru, hvað þau þoli mikinn hraða og svo framvegis." Björn segir að miklu skipti að hjólastilling sé rétt þegar skipt er um hjólbarða. „Ef fólk skoðar vel dekkin sér það hvort hjólin hafa verið rétt stillt því ef svo er ekki eru dekkin meira slitin á annan veginn." Sumardekk slæm á vetuma - Skiptir miklu að vera á góðum dekkjum? „Já það er nauðsynlegt að vera á góðum dekkjum, öryggisins vegna. Sumar- og vetardekk eru til dæmis ekki úr sömu gúmmíblöndu. Vetrar- dekk eru úr mýkra gúmmíi og þola því betur frost en sumardekkin sem harðna meira við frostið." - Hvað með nagla og keðjur? Um ágæti þeirra er mikið deilt. Á Norðurlöndunum virðist vera auk- inn áróður um að nota ekki nagla- dekk og til dæmis í Þýskalandi er notkun þeirra alveg bönnum. Mörg- um fínnst sem naglarnir skapi falskt öryggi því þeir slitna fljótt og duga best í ákveðnu færi þ.e. þegar ísing er yfír öllu. í snjó skiptir mynstrið á dekkinu meira máli.“ -Skiptir aldur dekkja einhverju máli með tilliti til öryggis’ „Þriggja til fjögurra ára dekk eru talin hafa misst talsvert af sínum eiginleikum og svo skiptir geymsla dekkjanna líka máli. Ef dekk eru í mikilli birtu fúna þau frekar og því á að geyma þau á dimmum, þurrum og köldum stað.“ - Hvernig vetrardekk eiga neyt- endur helst að velja? „Við höfum engar rannsóknar- stofur hér á landi sem kanna gæði dekkja fyrir íslenskar aðstæður. Það eru nokkrir valkostir í boði, negld eða ónegld vetrardekk og svo t.d. harðkorna dekk þar sem málm- ögnum er blandað saman við gúmmíið. Þá eru einnig komin á markað sérstök loftbóludekk en í þeim tilfellum auka loftbólur í dekki vel grip. Keðjur eru lítið notaðar á fólksbíla en þær eru þó enn einn valkostur og oft nauðsynlegar á stærri bíla.“ Björn segist ekki vilja fella dóma um ágæti einnar dekkjategundar frekar en annarrar en bendir þó á að dýrari dekkjategundir hafi yfir- leitt komið betur útúr erlendum könnunum en þær ódýrari. Spurt og svarað um neytendamál Nýmjólk er kjörin á grasgrænu Hvernig má ná blýantsstrikum af nýmáluðum vegg og grasgrænu úr íþróttabuxuni úr bómull? „Skjót viðbrögð skipta miklu máli þegar blettir í fötum eða gólftepp- um eru annars vegar. Best er að fjarlægja bletti sem allra fyrst og alls ekki þvo fatnað í þvottavél fyrr en búið er að meðhöndla blettina. Ymsa bletti í fötum eins og t.d. eftir kaffi, ávexti, ávaxtasafa, gos og rauðvín er oft hægt að fjarlægja með því að skola strax undir köldu vatni. Látið blettinn snúa niður og kalt vatn renna í gegnum efnið. Nuddið varlega um leið,“ segir Hjördís Edda Broddadóttir for- stöðumaður hjá Leiðbeiningastöð heimilanna. Þegar um grasgrænu í bómullar- buxum er að ræða, segir Hjördís Edda, er best að byrja á því að dýfa blettinum í skál með nýmjólk í því að fítan í mjólkinni vinnur á óhrein- indunum. „Þegar búið er að skola blettinn í mjólkinni þarf að skola hann örlítið úr vatni. Þá er upp- þvottalögur látinn á blettinn og gott er að hylja blettinn með plasti svo hann haldist rakur. Látið upp- þvottalöginn vera á blettinum í 4-6 tíma eða helst yfir nótt. Að því búnu eru buxurnar bara þvegnar eins og venjulega." Hafí buxurnar verið þvegnar og bletturinn ekki farið úr segir Hjör- dís Edda að þurfí að bleyta blettinn með eins heitu vatni og flíkin þolir svo hægt sé að vinna á óhreinindun- um. Sömu aðferð og áður er síðan beitt við buxurnar. Notið venjulegan fljótandi upp- þvottalög við blettahreinsun og helst án litarefna. Einnig þarf að hafa í huga að litir í efnum eru mis- viðkvæmir og ekki má láta upp- þvottalöginn liggja of lengi á blett- unum því þá gæti efnið upplitast. Hins vegar er þá hætt við að jblett- urinn hverfi ekki algjörlega. I slík- um tilvikum verður að fara þá leið sem best þykir. „Besta ráðið til að ná blýants- strikum af máluðum vegg er að nota uppþvottalög. Hann er þá settur næstum því óblandaður á blettinn og nuddað varlega. Að því búnu á að fara vel yfir með hreinu vatni. Ef gljástigið er ekki mikið á málning- unni þarf að þynna uppþvottalöginn meira því málningin getur annars máðst út.“ Appelsínusafí hækkar í verði - Hvers vegna hefur lítrinn af Trópísafa hækkað um tugi króna að undanförnu? „Safinn hefur ekkert hækkað frá okkur síðan fyrsta febrúar en í þessari verðsamkeppni sem er í gangi hér á höfuðborgarsvæðinu eru menn að hækka og lækka verðið frá degi til dags,“ segir Leifur Grímsson sölustjóri hjá Sól-Víking. „Meðalverð á lítra af Trópí segir hann vera 140-160 krónur.“

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.