Morgunblaðið - 17.09.1998, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 17.09.1998, Blaðsíða 24
24 FIMMTUDAGUR 17. SEPTEMBER 1998 MORGUNBLAÐIÐ ERLENT Náttúruhamfarirnar í Suður-Mexíkó taldar með þeim mannskæðustu í landinu á þessari öld Eymd og örvænting á flóðasvæðunum Mexíkóborg. Reuters. HUGSANLEGT er, að flóðin í Suð- ur-Mexíkó séu einhverjar mann- skæðustu náttúruhamfarir í landinu á þessari öld. Kemur þetta fram í opinberri skýrslu, sem birt var í fyrradag, en þar segir, að vitað sé um 407 menn látna og líklegt, að lík 849 manna annarra séu grafin í aur- skriðunum. I skýrslunni segir, að fieiri hafi látist af völdum flóðanna nú en felli- bylsins Pauline, er hann fór yfir Aeapulco í október fyrir ári, en mest var mannfallið í jarðskjálftun- um 1985. Pá fórust 10.000 manns í Mexíkóborg. í skýrslunni er dregin upp skelfi- leg mynd af eyðileggingunni og ör- væntingu fólksins á hamfarasvæð- unum. I bænum Pijijiapan fórust 40 af 200 íbúum og á annað hundrað manna fórst í bænum Valdivia. í Motozintla fórust líklega 218 manns og í Tonala er 300 manns saknað. Liggja líkin í vatnselgnum á jörð- inni eða berast með ánum til sjávar. Rænt úr húsum Mjög erfitt er að komast til þess- ara staða nema með þyrlum vegna þess, að vegimir hafa skolast burt. Vatns- og skolpleiðslur eru ónýtar og ekkert rafmagn eða símasam- band. Glæpamenn hafa nýtt sér neyðina og fara þeir um í flokkum og ræna úr yfirgefnum húsum. Eru þeir vopnaðir og skjóta á þá, sem reyna að verja eigur sínar. Enn rignir á þessum slóðum þótt úrfellið sé ekki jafn óskaplegt og í síðustu viku og nauðsynlegt þótti að opna lokur í stíflu raforkuvers til að létta á þrýstingnum. Líklegt þykir, að það leiði til flóða í norðurhluta Chiapas-ríkis en að öðrum kosti hefði flætt yfir þéttbýli í Chiapa de Corzo. CHIAPAS * Tuxla Gutierrez Tehuantepec- FLOÐIN I MEXIKO Gífurlegt úrfelli olli aurskriðum í ríkinu Chiapas í Suður-Mexíkó. Fundist hafa lík nokkurra hundruða manna og enn fleiri er saknað í 53 sveitarfélögum. Tugir þúsunda hafa misst heimili sín og um hálf milljón manna er bjargarlaus. Pijijiapan Mestu flóðasvæðin. Heilu bæirnir á kafi í aur Valdivia 25.000 manna einangraðar UATEMALA Guatemala- ^ _____ Kyrrahaf Margra íbúanna er saknað Tapachula Raðgreiöslur i Staflanlegir, sterkir stólar fyrir veitingasali o.fl. Til afgreiðslu strax! [pr~|f7^| hýsgögn Ármúla 44 sími 553 2035 Færeyingar hvika ekki frá sjálf- stæðisáformum Þórshöfn. Morgunblaðið. FÆREYSK stjórnvöld hafa ítrekað þá ætlun sína að stefna að sjálfstæði eyjanna, þrátt fyrir bætt samskipti við Dani og hvatningu Poul Nyrups Rasmussens forsætisráðherra, um að fiýta sér hægt. Leggur Anfinn Kallsberg, lögmaður Færeyja, þó á það áherslu að breið samstaða þurfi að nást um málið á meðal Færey- inga. Kallsberg sagði nýafstaðna heim- sókn Nyrups til Færeyja hafa verið „góða og gefandi". Á meðan á henni stóð minnti danski forsætisráðherr- ann Færeyinga á að draga myndi úr fjárframlagi Dana til þeiira í sam- ræmi við aukið sjálfstæði. Þá sagði Nyrup Rasmussen afar mikilvægt að áætlanir um sjálfstæði nytu mikils og almenns stuðnings á Færeyjum. Högni Hoydal, sem fer með sjálf- stjómarmál í landsstjóminni, hefur gagnrýnt Nyrap fyrir þessi ummæli, sem hann segir afskipti af færeysk- um innanlandsmálum. Kallsberg tekur hins vegar undir með Nyrap. „Það er ekki nóg að meirihluti sé fyr- ir sjálfstæði á Lögþinginu, ef meiri- hluti þjóðarinnar er ekki fylgjandi því í þjóðaratkvæðagreiðslu. Því er nauðsynlegt að eins margir flokkar og hægt er, styðji þessar áætlanir," segir Kallsberg og vísar einkum til stærsta stjómarandstöðuflokksins, Jafnaðarmannaflokksins. Þá segir hann það Ijóst að fullt sjálfstæði muni þýða að 900 milljóna kr. fjár- framlag Dana á ári, sem nemur um einum milljarði ísl. kr., falli alveg niður. Nyrap friðmæltist einnig við jafn- aðarmenn í heimsókn sinni, en fær- eyski jafnaðarmaðurinn Joannes Eidesgaard, sem situr á danska þinginu, hefur reynst dönsku stjóm- ini óþægur ljár í þúfu. Hann hefur ít- rekað lýst því yfir að hann skipti sér ekki af dönskum stjórnmálum og hefur viljað semja við hinn færeyska þingmanninn, Ola Breckmann, um að atkvæði þeirra í danska þinginu ,jafnist út“. Það hefur Breckmann ekki viljað. Eftir fundinn með Nyrup kvaðst Eidesgaard vera reiðubúinn að styðja dönsku stjómina í málum þar sem Breckmann greiddi atkvæði með borgaraflokkunum. Ennfremur kvaðst hann ekki myndu verða til þess að fella stjóm jafnaðarmanna. Þá hörmuðu flokksmenn hans það að Birthe Weiss, frambjóðandi jafnað- armanna, skyldi ekki hafa verið valin forseti danska þingsins fyrir ári en hún varð að láta í minni pokann vegna þess að Eidesgaard sat hjá. Nú er komið annað hljóð í strokkinn og hvetja færeyskir jafnaðarmenn Weiss til að bjóða sig fram að nýju, og Eidesgaard til að greiða henni at- kvæði sitt. Það hyggst Weiss hins vegar ekki gera og sagðist Nyrup vilja halda þingforseta úr röðum borgaraflokkanna til að leggja áherslu á að hann óskaði breiðrar samstöðu í danska þinginu. Reuters BRUÐA Jevgenís Prímakovs, forsætisráðherra Rússlands, hefur nú fengið aukið vægi í ádeiluþættinum „Kukly“ (brúður) sem notið hefur mikilla vinsælda meðal sjónvarpsáhorfenda í Rússlandi. Lykilmenn Glorbat- sjovs til æðstu áhrifa ÞRÍR AF lykilmönnum í stjórn Míkhaíls Gorbatsjovs, þáverandi Sovétforseta, gegna lykilhlutverk- um í nýrri ríkisstjóm Rússlands, að sögn stjómmálaskýrenda. Gorbat- sjov hefur borið lof á þá síðustu daga. Jevgení Prímakov forsætisráð- herra, Júrí Masljúkov fyrsti aðstoð- arforsætisráðherra og Víktor Ger- atsjenko seðlabankastjóri hafa fengið það hlutverk að stýra Rúss- landi út úr efnahags- og gjaldeyris- kreppu. Þeir voru með nánustu samverka- manna Gorbatsjovs á sínum tíma og tryggir stuðningsmenn hans. Enginn þeirra hefur nokkra sinni reynt að snúast öndverður gegn honum eða stjómartíð hans. Lofar nýju valdhafana Stjórnmálaskýrendur í Moskvu hafa bent á þá mótsagnir sem nú séu komnar upp í rússneskum stjómmálum. Þeir segja það kald- hæðni örlaganna að Borís Jeltsín Rússlandsforseti skuli nú hafa Ný stjórn Jeltsíns að taka á sig mynd neyðst til að útnefna til æðstu emb- ætta í nýrri stjóm sinni nána fylgis- menn Gorbatsjovs. Gorbatsjov hefur heldur ekki leg- ið á liði sínu í samtölum við fjöl- miðla síðustu daga og borið lof á nýja valdamenn í stjórnarhöllum á árbökkum Volgu. ,Júrí Masljúkov er einn hæfasti hagfræðingur sem fyrirfinnst í Rússlandi. Jevgení Prímakov er úr- valsmaður sem ætíð setur hags- muni rússneska hagsmuni ofar öllu,“ hefur forsetinn fyrrverandi m.a. sagt um nýju stjórnarforingj- ana. Gorbatsjov segist halda góðu sambandi við Prímakov Gorbatsjov upplýsti að hann hafi haldið og ræktað samband sitt við Prímakov allt frá því hann hrökkl- aðist frá völdum við upplausn Sov- étríkjanna. Talið er að sú frétt vaki ekki sérstaka kátínu hjá Jeltsín. Framangreindir menn eiga það allir sameiginlegt að það var Gor- batsjov sem á sínum tíma hækkaði þá í tign; flutti þá úr lítilvægum embættum og kom þeim til æðstu áhrifa í Moskvu. Prímakov var sérfræðingur í málefnum Miðausturlanda og var sérlegur sendimaður Gorbatsjovs við Persaflóa er Rússar freistuðu þess að afstýra Persaflóastríðinu. Hlaut hann litlar vinsældir í Was- hington íyrir framgöngu sína en ávann sér mikla hylli heimafyrir með framgöngu sinni. Gorbatsjov gerði Gerastsjenko að seðlabankastjóra undir lok valdatíma síns og Júrí Masljukov gerði hann að forstjóra Gosplan, ríkisstofnunar sem stjómaði allri áætlanagerð fyrir ríkísbúskap Sov- étmanna. Hlaut hann það vegar- nesti frá Gorbatsjov að endurskipu- leggja alla iðnaðarstarfsemi í Sov- étríkjunum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.