Morgunblaðið - 17.09.1998, Qupperneq 32

Morgunblaðið - 17.09.1998, Qupperneq 32
32 FIMMTUDAGUR 17. SEPTEMBER 1998 MORGUNBLAÐIÐ LISTIR Morgunblaðið/Sigurður Fannar ENRIQUE Bernandes frá Spáni. JOE Allard frá Englandi. HUBERT Seelow frá Þýskalandi. Vaxandi áhugi á íslenskum bókmenntum erlendis Dagana 9.-14. september efndu Bók- menntakynningasjóður og Stofnun Sigurð- ar Nordal til þýðendaþings í Skálholti. Þar komu saman 18 þýðendur íslenskra bók- mennta af 10 þjóðernum og báru saman bækur sínar. Hávar Sigurjónsson heimsótti þingið í Skálholt og ræddi við nokkra þátttakendur um störf þeirra að ís- lenskum þýðingum. BRUNWUI?<«TON J'es^Fleurs WGÚ)0(uí»Gi'ww.i*orn. Morgunblaðið/ Golli I TILEFNI af þýðendaþingi liefur verið opnuð sýning í Þjóðarbókhlöðunni á þýðingum á fslenskum bókmenntum. eir sem sátu þingið í Skál- holti eru eingöngu þýðend- ur á Evrópumál, á Norður- landamál, þýsku, ensku, spænsku, litháísku og hollensku. Allir voru þátttakendur sammála um hversu kærkomið tækifæri slíkt þing væri þeim og vafalaust ekki oft sem umræður fara allar fram á ís- lensku þar sem samankomnir eru jafnmargir af jafnmörgum þjóðernum. Taka púls á menningunni Úlfar Bragason forstöðumaður Stofnunar Sigurðar Nordal sagði að með þinginu væri verið að gefa þýðendum íslenskra bókmennta tækifæri til að hittast og fá upp- lýsingar um hvað væri að gerasjt í bókmennta- og menningarlífí á Is- landi. „Leyfa þeim að taka púls á menningarástandinu," sagði Úlf- ar. „Það getur verið erfítt fyrir hvern og einn að fylgjast með ís- lensku menningarlífi í heimaland- inu. Aðgangur að upplýsingum er misjafn og stopull. Þingið er skipulagt þannig að þátttakendur hlýddu á fyrirlestra um lausa- málsbókmenntir ásamt fyrirlestr- um um ljóðlist og leiklist. Þá var einnig fjallað um þýðingar og þýðingarvanda í sérstökum fyrir- lestri auk fyrirlesturs um nýút- komnar samræmdar enskar þýðingar á íslendingasögum. Auk þessa tóku þýðendurnir þátt í þýðingarsmiðjum þar sem ís- lenskir rithöfundar veittu góð ráð um lausn afmarkaðri vandamála sem upp kunna að koma í þýðing- um. Fyrir þingið höfðu þátttak- endur fengið sendan texta til þýðingar svo hægt væri að ræða um sameiginlega þýðingarvinnu og þessar þýðingarsmiðjur þóttu takast vel.“ Stofnun_ Sigurðar Nordal hefur að sögn Úlfars ekki bein áhrif á hvaða verk eru þýdd á hvaða tung- umál, en henni er ætlað að efla og styðja íslenskukennslu við erlenda háskóla og á þann hátt hefur stofn- unin umtalsverð tengsl og sam- skipti við þá sem fremst standa í norrænum fræðum við erlenda háskóla og stofnanir. Bókmenntakynningarsjóður Bókmenntakynningarsjóði er á hinn bóginn ætlað að veita beina peningastyrki til þýðinga og kynn- inga á íslenskum bókmenntum er- lendis og hefur til þess þrjár millj- ónir. Formaður sjóðsins, Jónína Michaelsdóttir, sagði í kynningar- erindi sínu á þinginu að þar sem sjóðurinn hafí ekki úr miklu að spila hafi stjórnir sjóðsins sett sér þá vinnureglu að styrkja einkum síðari tíma fagurbókmenntir, auk kynninga af ýmsu tagi. „Sjóðurinn hefur einnig í örfáum tilvikum veitt styrki til þýðinga ævisagna, en þýðingar fræðirita og fornbók- mennta eru yfirleitt ekki styrktar af sjóðnum." I erindi Jónínu kom fram að Bókmenntakynningasjóður hefur á undanförnum þremur árum veitt samtals 96 styrki og segir það nokkuð um styrkfjárhæð í hverju tilfelli, „styrkirnir era fyrst og fremst hugsaðir sem laun til þýðandans fyrir vinnu sína og frá þeirri reglu eru fáar undan- tekningar." Jónína benti ennfrem- ur á að fjárveiting til sjóðsins nægði engan veginn til að veita öllum umsóknum brautargengi, „það færist í vöxt að sama bók komi út á mörgum tungumálum - sem kallar á fleiri þýðingar- styrki." Fram til þessa hafa þýðendurnir sjálfír, höfundarnir eða hið íslenska forlag sótt um þýðingarstyrk að því tilskildu að samningur við hið erlenda forlag liggi fyrir. Þessa vinnureglu RASA Ruseckiené frá Litháen. sjóðsins kvað Jónína vera í endur- skoðun og athugað yrði hvort gera eigi skylt að hinn erlendi út- gefandi bókarinnar sæki um þýðingarstvrkinn. Það er víða gert að skilyrði við hliðstæðar stofnanir erlendis,“ sagði Jónína. Vaxandi áhugi Þau Jónína og Úlfar voru sam- mála um að áhugi fyrir íslenskum bókmenntum færi mjög vaxandi erlendis. „Sérstaklega verður maður var við mikinn áhuga í Þýskalandi en góðum þýðendum úr íslensku er einnig smátt og smátt að fjölga," segir Jónína. Einn þýðendanna, prófessor Hubert Seelow, sló á létta strengi og benti á þá staðreynd að þrátt fyrir allt væru nú fleiri mælandi á íslensku tungu en nokkru sinni fyn- í sögunni, „flestir era reyndar á íslandi en okkur hinum sem lær- um íslensku sem annað tungumál fjölgar hægt og bítandi." Guðbergur þekktur á Spáni Enrique Bernandes er prófessor í norrænum fræðum við Háskólann í Madrid og hefur verið mikilvirkur þýðandi íslenskra bókmennta á spænsku. Af þýðingum hans má nefna Eglu, Njálu, Gunnlaugs sögu Ormstungu, Hrafnkels sögu og hluta af Snorra-Eddu ásamt bók- um Guðbergs Bergssonar; Tóta og táin á pabba og Tómas Jónsson metsölubók. Til þessa hafa ekki aðrar íslenskar nútímaskáldsögur verið gefnar út á spænsku og Bemandes segir það stafa af tregðu útgefenda til að gefa út bækur eftir óþekkta erlenda höfunda. „Guðbergur er vel þekkt- ur á Spáni meðal bókmenntafólks og Svanurinn, sem kom út fyrir þremur áram í þýðingu Aitor Yra- ola, seldist mjög vel,“ segir Bern- andes. Bók Guðbergs, Sú kvalda ást, kom einnig út í spænskri þýðingu á síðasta ári. Bernandes segir að áhugi á norrænum bókmenntum hafí aldrei verið jafn mikill á Spáni og einmitt núna, þó það standi þýðingarstarf- inu fyrir þrifum að íslenska er hvergi kennd við spænska háskóla. Bernandes segir að þýðingar ís- lenskra bókmennta hafi legið niðri um langt skeið. „Á sjötta áratugn- um og fram eftir þeim sjöunda birtust nokkur verka Halldórs Laxness í spænskum þýðingum. Eftir það og fram á níunda áratug- inn kom ekkert út af íslenskum verkum á spænsku. I upphafi níunda áratugarins byrjuðu þýðingar að birtast að nýju og fyrstu verkin voru Vínlands saga og Eiríks saga rauða. Islenskar miðaldabókmenntir komu þá einnig út í nýjum þýðingum, t.d. kom Gylfagynning Snorra Sturlu- sonar út í þremur mismunandi þýðingum sama árið. Þýðendurnir vora J.L. Borges, Lerate og ég sjálfur. Gísla saga hefur einnig komið út í þýðingu J.A.F. Romero. Þá var á síðasta ári gefið út stórt safn norrænna ljóða og einnig er nýlega út komið safn norrænna smásagna. f báðum þessum útgáf- um er hlutur íslenskra höfunda nokkuð góður. Veg og vanda af þýðingum smásagnanna hefur haft Kristinn R. Olafsson, sem búsettur er í Madrid.“ Kaflaskipti á Islandi Joe Allard er prófessor við bók- menntadeild Essex-háskóla í Englandi. Hann hefur þýtt ljóð Matthíasar Johannessen og Krist- jáns Karlssonar í samvinnu við Bernard Scudder og komu þýðing- amar út á síðasta ári undir þeim fal- lega titli Voices From Across The Water. „Ljóð Kristjáns eru upphaf- lega ort á ensku svo ekki þuifti að þýða þau, en við Bemard unnum saman að þýðingum á ljóðum Matt- híasar," segir Allard. Útgefandinn er forlagið Mare’s Nest, sem Allard átti þátt í að stofna á sínum tíma og er nú rekið af Pamelu Clunys Ross. „Mare’s Nest hefur gefíð út níu titla, þ.á m. tvö ljóðasöfn og skáldsögumar Englar alheimsins og Eftirmáli regndropanna eftir Einar Má Guðmundsson, Grámos- inn glóir eftir Thor Vilhjálmsson, Tröllakirkja eftii- Olaf Gunnarsson, Svanurinn eftir Guðberg Bergsson og Z eftir Vigdísi Grímsdóttur.“ Allard bendir á að mjög erfítt sé fyrir erlenda höfunda að ná fót- festu í hinum enskumælandi heimi. „Það er t.d. mjög erfítt að fá um- sagnir í bresk dagblöð eða tímarit um þýddar erlendar bókmenntir eftir óþekkta höfunda. Báðar bæk- ur Einars Más komust reyndar að
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.