Morgunblaðið - 17.09.1998, Page 43

Morgunblaðið - 17.09.1998, Page 43
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 17. SEPTEMBER 1998 43 miður hængur á. Sú ríkisstjóm sem við illu heilli búum við hefur á valda- tíma sínum sýnt okkur svo ekki verður um villst hvorum megin hjarta hennar slær. Hún hefur markvisst aukið misrétti í þjóðfé- laginu. Þótt hér sé ekki rætt um einkavæðingu af því tagi að gefa út- völdum arðbær fyrirtæki; þótt við ræðum ekki heldur um gjafakvóta eða kvótabrask sem heldur niðri kaupgjaldi í landinu þá hefur hver lagabálkurinn öðrum verri verið laminn gegnum þingið þar sem veg- ið hefur verið að verkalýðsfélögum, opinberum starfsmönnum, að ekki sé talað um öryrkja, námsmenn og yfirhöfuð alla þá sem eiga það sam- eiginlegt að þurfa á einhvers konar opinberri aðstoð að halda. Niður- staðan er því sú að í tíð núverandi ríkisstjórnar hefur bilið milli allsnægta og bónbjarga breikkað. Meðan þeir fátækustu búa nú við mun lakari kjör en þegar núverandi ríkisstjórn setti upp barnsskóna hafa auðstéttir á sama tíma fitnað eins og sá margnefndi púki á fjós- bita. Ráðherra menntamála skrifaði grein í Morgunblaðið laugardaginn 12. þ.m. þar sem hann skýrði frá því að hann hefði haft af því áhyggjur nokkrar að nú þegar kalda stríðið væri á enda háð kynni öll pólitísk umræða að sigla í strand því í fram- tíðinni yrði alls enginn ágreiningur. Mér var ekki alveg ljóst af hverju slík framtíðarsýn olli ráðherranum áhyggjum. Eindrægni hefur jú yfir- leitt verið talin eftirsóknai-verð. En sem betur fór áttaði ráðherrann sig á því að leiðirnar til farsældar voru eftir sem áður tvær. Um það getum við Bjöm Bjarnason því verið sam- mála. Um er að ræða tvær skýrar leiðir. Leið misréttis og leið til jafn- aðar og við munum hér eftir sem hingað til feta sína brautina hvort. Höfundur er alþingismaður Alþýðubandalagsins i Reykjaneskjördæmi. AFI/AMMA allt fyrir minnsta barnabarnið ÞUMALÍNA Pósthússtræti 13, sími 351 2136. Barnaskór SMÁSKÓR í bláu húsi við Fákafen, simi 568 3919 Barnavagnar Rauðarárstíg 16, sími 561 0120. Þakrennur Þakrennur °g rör ^ frá... Wl BLIKKAS hf Símar 557 2000 og 557 7100 Skemmuvegi 36 Bleik gata Kópavogi Faxafeni (blátt hús), sími 568 9511. Kór íslensku óperunnar vantar söngvara f alíar raddir! Næstu verkefni: (v'y'llfZOVfltVmeð Sinfóníuhljómsveit Islands í nóvember 1998 ot með Sinfóníuhljómsveit Islands í mars 1999 Kór íslensku óperunnar vantar söngvara i allar raddir. Æfingar eru á mánudags- og miövikudags- kvöldum kl. 19-21.30 í æfingasal íslensku ópeiunnar. Stjórnandi kórsins er Garðar Cortes. Skráning til prufusöngs er í síma 552-7033 miðvikudaginn 14. október kl. 17.45 Rússar eru með eitt alsterkasta landslið Evrópu og þeir ætla sér alla leið. Leikurinn er liður í undankeppni EM 2000 og nú ríður á að íslenska liðið taki á honum stóra sínum með aðstoð áhorfenda. íslensku leikmennirnir voru sammála um að hvatningarhróp áhorfenda hefðu ráðið úrslitum í leiknum við Frakkana. Flykkjumst á völlinn og hvetjum okkar menn til dáða! Safnkortið býður besta verðið! Forsala aðgöngumiða er hafin og verður eingöngu hjá eftirtöldum ESSO-stöðvum: Ártúnshöfða, Geirsgötu, Ægisíðu, Borgartúni, Stórahjalla í Kópavogi og Lækjargötu í Hafnarfirði. Enn fremur Aðalstöðinni Keflavík, Skútunni Akranesi og Veganesti Akureyri. Sæti 1: 2.500 kr. Sæti 2: 1.500 kr. Verð tii Safnkortshafa Sætil: 2.000 kr. Sæti 2: 1.200 kr. Börrt yngri en 12 ára fá frítt í stœði. Vertu timanlega íþví. Takmarkaður miðafjöldi í boði! Nánari upplýsingar um leikinn eru á heimasíðu ESSO www.esso.is Fáðu þér Safnkort, nýttu þér tilboðið og skelltu þér á völlinn! £sso) Qlíufélagiðhf Island-Rússland

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.