Morgunblaðið - 17.09.1998, Page 59

Morgunblaðið - 17.09.1998, Page 59
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 17. SEPTEMBER 1998 59' BRÉF TIL BLAÐSINS Frá Guðjóni Magnússyni, Heimi Barðasyni, Ingvari Erni Karlssyni, Okto Einarssyni og Torfa Hjálm- arssyni: VIÐ FIMM sem undirritum þetta bréf vorum í hópi 50 mótorhjóla- manna, sem fóru í nokkurra daga ferðalag á mótorhjólum í Kerling- arfjöll hinn 28. ágúst síðastliðinn. Þar ætluðum við að hafa bækistöð og ferðast ýmsa vegu þaðan. Dag- inn áður en við lögðum af stað frá Reykjavík fói-um við með farangur okkar, tjöld, fatnað og matvæli á Umferðarmiðstöðina, aflientum hann starfsmanni stöðvarinnar og borguðum fyrirfram fyrir flutning- inn með Norðurleiðarrútunni sem færi Kjalveg norður, með viðkomu í Kerlingarfjöllum. Síðan lögðum við af stað og kom- um í skálann í Kerlingarfjöllum um kl. 21 um kvöldið. Veðríð var afar slæmt, það mígrigndi í hvassviðri og við blotnuðum illa á leiðinni. Við komum á áfangastað hundblautir, þreyttir og svangir. Hugðum við nú gott til glóðarinnar að fara úr blautum göllum í þurra, fá okkur að borða og geta skriðið í svefn- pokana til að eiga hlýja nótt og væra. Daginn eftir ætluðum við svo í daglanga ferð á hjólum okkar að njóta fegurðar öræfanna, og þeiir- ar ánægju sem við mótorhjóla- menn höfum af því að ferðast á hjólum okkar. Við gengum í skálann og spurð- um eftir fai’angri okkar, sem átti að hafa komið fyiT um daginn. Enginn farangur hafði komið með rútunni. Þarna stóðum við fimm ferða- langar, blautir og kaldir, svangir og vonsviknir, búnir að borga Norðurleið fyrir að flytja farangur- inn, höfðum fyllilega treyst því fyr- irtæki til að koma til skila sinni þjónustu, en vorum nú settir í þá pínlegu aðstöðu að eiga ekki til skiptanna, enga svefnpoka, né að geta orðið saddir og sælir. Skálavörðurinn var svo vinsam- legur að leyfa okkur að hringja, og upphófst nú kostulegt samtal við U mferðarmiðstöðina. Okkur var sagt að enginn frá Norðurleið væri þar, framkvæmda- stjórinn farinn heim og þegar að var gáð, fannst farangur okkar í hillum Norðurleiðar og beið flutn- ings. Það var því auðséð að fyrir- tækið hafði gert herfileg mistök, og við orðið að gjalda þess. Við hringdum því heim til fram- kvæmdastjóra Norðurleiðar, lýst- um þessu vandræðarástandi sem fyrirtæki hans hefði komið okkur í, og spurðum hvað hann gæti gert til að leysa málið. Framkvæmdastjór- inn brást illa við, sagðist ekkert geta gert í þessu máli, hann væri kominn heim og hættur að vinna. Hann gæti athugað þetta á morgun og komið farangi’inum í rútuna sem kæmi í Keriingarfjöll um nón- bil, daginn eftir. Þar með yrðum við fimm að sitja eftir þegar hópur- inn okkar legði af stað næsta ■ 1 -y >r 1 • z»c / • >r | • v Mistök má ekki afgreið; Er Noröurleið a möurleio: morgun, við yi’ðum áfram kaldir, svangir og reiðir, meðan fram- kvæmdastjóri og ábyrgðarmaður fyrirtækis, sem tekui’ að sér að flytja fólk og farangur gegn greiðslu, væri þurr, saddur og sæll, heima hjá sér. Svar framkvæmdastjóra þjón- ustufyrirtækis sem tekur að sér að flytja fólk og farangur gegn greiðslu: „Eg get ekkert gert fyrir ykkur.“ Tilraun okkar til að bjarga mál- um í kurteisi og vinsemd: „Hvað leggur þú til málanna?" Svar framkvæmdastjóra þjón- ustufyi’irtækis sem tekur að sér að flytja fólk og farangur gegn greiðslu: „Eg er kominn heim úr vinnunni og nenni þessu ekki.“ í Reykjavík var símtóli skellt á... í Kerlingarfjöllum hélt áfram að rigna og blása. Hvernig sem við reyndum, gát- um við ekki fengið framkvæmda- stjóra fyi-irtækis, sem tekur að sér að flytja fólk og farangur gegn greiðslu, til að leysa mistök fyrir- tækis síns, t.d. á eftirfarandi hátt: Láta bifreið sækja farangurinn og aka með hann í snatri upp í Kerl- ingarfjöll. Við buðumst til að mæta honum á miðri leið. Ef hann vildi flytja farangurinn að Geysi, skyld- um við sækja hann þangað. Hvorki á það né annað var hlustað. Það var skellt á. Við hringdum aftur í Umferðar- miðstöðina og þjónustuglaður mað- ur þar bauðst til að hinkra eftir lokunartíma, ef okkur tækist að finna einhvern góðan mann til að aka þangað og sækja farangur okk- ar úr hillu Norðurleiðar og færa okkur hann upp í Kerlingarfjöll. Síminn í Kerlingarfjöllum glóði við tilraunir okkar að finna hjálpar- mann sem um síðir tókst, og hann náði í farangurinn og var mættur við skálann í Kerlingarfjöllum klukkan 3 um nóttina. Á meðan sátum við í „blautföt- um“, þáðum mola af borðum ann- arra eins og betlarar stórborga, kaldir og þreyttir og höfðum enga svefnpoka til að leggjast í. Reikningur fyiir símtöl og akst- ur upp í Kerlingarfjöll: 37.100 kr. auk flutningsgjalds til Norðmieið- Helgarferð til Parísar 23. 0l(t. frá kr. 27.390 Heimsferðir bjóða einstakt tilboð í helgarferð til Parísar hinn 23. október á hreint frábæru verði. Farið frá íslandi kl. 8.30 á föstudagsmorgni og komið til baka á sunnudagskvöldi, þannig að þú færð hámarksnýtingu á helginni í þessari óviðjafnanlegu borg. Gott úrval 2, 3 eða 4 stjörnu hótela og þú nýtur þjónustu farar- Verðkr 29.890 M.v. 2 í herbergi, Hotel Europe- Liege, 2 stjörnur, m. morgunmat. Verðkr. 32.790 M.v. 2 í herbergi, Hotel Lebron, 3 stjörnur, m. morgunmat. Austurstræti 17, 2. hæð ♦ sími 562 4600. www.heimsferdir.is stjóra Heimsferða allan tímann. Verð kr. 27.390 M.v. flugsæti með sköttum. HEIMSFERÐIR ar fyrir að flytja farangur okkar sem aldrei kom!! Niðurstaða: Heildarkostnaður okkar vegna mistaka Norðurleiðar 39.950 kr., takk fyrir. Norðurleið virðist vera á mikilli niðurleið, meðan framkvæmda- stjórinn ber ekki meira skynbragð á þjónustu við viðskiptavini fyrir- tækisins. GUÐJÓN MAGNÚSSON forritari, HEIMIR BARÐASON leiðsögumaður, INGVAR ÖRN KARLSSON framkvæmdastjóri, OKTO EINARSSON sölu/markaðsstjóri, TORFI HJÁLMARSSON gullsmiður. Nicotineir getur hjálpað þér til að hætta að reykja. Tilboð á NICOTINELL nikótín tyggjó: Fimmtud. 17., fostud. 18. og laugard. 19. september. NICOTINELL tyggjó 4 milligrömm, 84 stykki kr. 1499,- NICOTINELL tyggjó 2 milligrömm, 84 stykki kr. 999,- C Cott bragð tíl að htetta að reykja ) INGOLFS APÓTEK Kringlunni • Reykjavík • Sími 568 9970 J» HERRASKÓR T oppskórinn VELTUSUNDI V/INGÓLFSTORG SÍMI 552 1212 OPIÐ í KVÖLD, FIMMTUDAG, TIL KL. 21 Á LAUGAVEGINUM Nýtt kortatímabil Laugavegi 91, sími 5111717 Kringlunni, sími 568 9017 Verð 5.900 St. 35-41 Verð 7.900 St. 35-45 MEIRIHÁTTAR NYIR SKOR FRA ROOBINS OPIÐ í KVÖLD, FIMMTUDAG, TIL KL. 21 Á LAUGAVEGINUM Litir: Svart — grátt — blátt og hermannagrænt brúnt

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.