Morgunblaðið - 01.10.1998, Qupperneq 6

Morgunblaðið - 01.10.1998, Qupperneq 6
6 FIMMTUDAGUR 1. OKTÓBER 1998 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Níu Karmelsystur yfírgefa klaustrið í Hafnarfírði til að stofna nýtt klaustur í Hannover SÍÐASTA altarisgangan. „Kílómetrarnir munu ekki ná að aðskilja okkur. Þeir þijú þús- und kíldmetrar sem verða á milli okkar, eru ekki neitt fyrir Guði,“ sagði séra Jakob í kveðjumessunni sem haldin var á mánudaginn. EINS og siður er í kaþólskri trú messa margir prestar þegar eittlivað sérstakt stendur til. Og það átti svo sannarlega við þegar systurnar voru kvaddar, þar sem séra- Patrick, séra Hjalti, séra Jakob, séra Oremus og séra Terstroet messuðu allir. , f Kílómetrarn- ir munu ekki aðskilja okkur Níu Karmelsystur í Hafnarfírði lögðu land undir fót í vikunni, þegar þær héldu til Þýskalands til að stofna nýtt klaustur. Kveðjumessa var haldin á mánudag, þar sem vinir og vandamenn komu til að kveðja systurnar, sem á hverjum degi biðja fyrir friði í heiminum. Morgunblaðið/RAX AÐ LOKINNI kveðjumessunni var haldið kveðjukaffi þar sem Karmelsystur sungu og spiluðu á gítar. Vinum þeirra gafst tækifæri til að kveðja þær, og voru sumir þegar farnir að tala um heimsóknir til Hannover. SYSTURNAR sem eftir eru á íslandi veifa til systranna níu í síðasta sinn. „ÞIÐ GÁTUÐ ekki valið betri dag en dag englanna til þess að yfir- gefa okkur, og munu englamir heiðra okkur öll með nærveru sinni á erfiðum stundum," sagði séra Jakob í kveðjumessu í kapellu Karmelklaustursins á mánudag. Messan var tileinkuð níu karmei- systrum sem yfirgáfu klaustrið á þriðjudagsmorgun. Förinni var heitið til Hannover í Þýskalandi þar sem þær munu stofna nýtt klaustur og halda áfram að biðja fyrir nágrönnum sínum og heims- byggðinni allri. Móðir Agnes er príorinna Kar- melsystranna í Hafnarfirði. Hún verður áfram hér á íslandi og heldur áfram starfi sínu hér. „Biskupinn í Hildesheim óskaði eftir því að við stofnuðum nýtt klaustur í Hannover og til þess þarf að minnsta kosti átta systur, en héðan fara þær níu. Hver og ein ræður því sjálf hvort hún fer eða verður áfram hér, en ákveðið var fyrr á þessu ári að fylgja eftir ósk biskupsins í Hildesheim,“ sagði Móðir Agnes. Guð kemur sífellt á óvart Eins og siður er í kaþólskri trú messa margir prestar þegar eitt- hvað sérstakt stendur til, og í kveðjumessunni á mánudaginn voru þeir fimm. Séra Jakob var aðalprestur athafnarinnar og lét nokkur vel valin orð falla í tilefni kveðjustundarinnar. „Við sjáum nú að Guð getur sífellt komið okkur á óvart. Þið ætluðuð að vera hér í þessu systrasamfélagi til æviloka, en nú hefur Jesú kall- að ykkur í annað land. Þið verðið að aðlaga ykkur nýju samfélagi og læra nýtt tungumál. En lífið felst í því að kveðja, við erum ferðalangar og verðum sífellt þess áskynja að ekkert í þessum heimi er varanlegt. Systrasam- bandið er ekki varanlegt og ég veit að kveðjustundin verður erf- ið. En kílómetrarnir munu ekki ná að aðskilja okkur. Þeir þrjú þúsund kílómetrar sem verða á milli okkar eru ekki neitt fyrir Guði.“ Karmelsystur í Hafnarfirði voru 23 áður en systurnar níu fóru til Hannover. Karmelreglan er bæna- og íhugunarregla og biðja systurnar í um átta tíma á dag, fyrir sjómönnunum, þeim sem eiga um sárt að binda, sálu- hjálp allra og fyrir friði í öllum heiminum. Þær lifa í lokuðu sam- félagi innan veggja klaustursins og ferðast ekki nema um flutn- inga sé að ræða. Þær komu hing- að árið 1984 og hafa verið í Hafn- arfirðinum síðan. Árið 1990 stofn- uðu þær nýtt klaustur í Tromsö í Noregi og fluttu þá nokkrar til Noregs. Eftir það komu nokkrar nýjar systur í klaustrið, og nú er á ný töluvert af lausum plássum. Móðir Agnes er tilbúin að taka á móti nýjum systrum. „Við biðj- um um að Guð sendi nýjar kallan- ir til okkar. Þetta er í annað sinn sem við stofnum nýtt klaustur út frá okkur hér í Hafnarfirði, og sjá má að nýjar systur hafa alltaf bæst í okkar hóp. Við erum alltaf að vona að íslenskar systur gangi í regluna en ekki hefur orðið úr því hingað til. í nýja klaustrið í Noregi gengu tvær norskar syst- ur á sínum tíma. Við vonumst til að fá nýjar systur en það er Guð sem sendir kallanir, við getum ekki pantað þær.“ Karmelsystur í Hafnarfirði eru allar pólskar að uppruna, en þær leggja sig fram við að læra ís- lensku og þær sem hafa verið lengst tala hana ágætlega. Hver og ein á „ættingja“ á íslandi utan veggja klaustursins, sem þær halda sambandi við. Svo eiga þær líka marga vini, eins og sást á fjöldanum sem var viðstaddur kveðjumessuna. Systrareglan er einnig byggð upp þannig að þær eru systur, sem búa saman eins og fjölskylda og tengjast órofa böndum. Þær eru á öllum aldri, allt frá 21 árs til 74 ára. Erfítt á mannlega sviðinu En skyldi ekki vera erfitt að kveðja systur sínar eftir margra ára sambúð í klaustrinu, vitandi að þær muni aldrei aftur sjást? Systir Victima var á förum til Hannover og sagði: „Þetta er köllun frá Guði. Hann vill að við biðjum fyrh- fólki alls staðar í heiminum, og að við séum með klaustur í sem flestum löndum heimsins. Á mannlega sviðinu er svolítið erfitt að flytja héðan, burt frá systrum mínum sem ég hef búið með undanfarin ár. En Guð gefur okkur ótal gjafir, svo á trúarlega sviðinu er þetta gleðistund fyiár okkur,“ sagði syst- ir Victima þar sem hún tók við kveðjuóskum frá vinum og vanda- mönnum.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.