Morgunblaðið - 01.10.1998, Qupperneq 10
10 FIMMTUDAGUR 1. OKTÓBER 1998
MORGUNBLAÐIÐ
FRÉTTIR
Niðurstöður samræmdra prófa vorið 1998
Meðaleinkunn
hæst í Hagaskóla
HAGASKÓLI er með hæstu sam-
anlögðu meðaleinkunnina í sam-
ræmdum prófum í íslensku, dönsku,
ensku og stærðfræði, sem tekin
voru í vor samkvæmt nýútkominni
samantekt Rannsóknarstofnunar
uppeldis- og menntamála (RUM).
Samanlögð meðaleinkunn grunn-
skólanna í Reykjavík er hæn-i en
annars staðar á landinu í einstökum
greinum nema í dönsku, þar er
Grunnskóli Reyðarfjarðar hæstur.
Næst eftir Hagaskóla með hæstu
samanlögðu meðaleinkunnina, er
Hlíðaskóli í Reykjavík og í þriðja
sæti er Hvassaleitisskólinn í
Reykjavík, þá Ölduselsskóli í Breið-
holti í Reykjavík og Grunnskóli
Eyrarsveitar í Grundarfírði. Álfta-
mýrarskóli í Reykjavík og Grunn-
skólinn á Hellu eru jafnir en áttundi
í röðinni er Valhúsaskóli á Seltjam-
amesi, níundi er Austurbæjarskól-
inn í Reykjavík og tíundi Kópavogs-
skóli. Þá koma Laugalækjarskóli,
Foldaskóli, Háteigsskóli og Réttar-
holtsskóli í Reykjavík og í fimmt-
ánda sæti yfir landið er Víðistaða-
skóli í Hafnarfirði.
Skólar í Reykjavík efstir
Þegar tekið er tillit til saman-
lagðrar meðaleinkunnar yfir allt
landið eftir landshlutum eru skól-
arnir í Reykjavík í efsta sæti og
næstir á eftir eru skólar í nágrenni
Reykjavíkur, þ.e. í Kópavogi, Hafn-
arfirði, á Seltjarnarnesi og í Mos-
fellsbæ. I þriðja og fjórða sæti era
Austurland og Vesturland, sem era
jöfn að stigum, þá Suðurland, Norð-
urland eystra, Norðurland vestra,
Suðurnes og Vestfirðir.
Hæstu meðaleinkunn í einstakri
grein hlaut Grannskóli Reyðar-
fjarðar í dönsku eða 6,7.1 öðru sæti
er Hlíðaskóli í Reykjavík með 6,6 en
átta skólar á landinu eru með 6 eða
hærra í greininni.
Háteigsskóli í Reykjavík er með
hæstu meðaleinkunnina í ensku eða
6,6 og allir skólarnir fimm sem eru
með yfir 6 eru í Reykjavík.
Hæsta meðaleinkunn í íslensku
er 6,4 í Snælandsskóla í Kópavogi,
Hagaskóla og Hvassaleitisskóla í
Reykjavík en fimm skólar á landinu
eru með yfir 6 í meðaleinkunn í
greininni.
I stærðfræði fengu fjórir skólar á
landinu 6, þ.e. Hagaskóli, Hlíðaskóli
og Foldaskóli í Reykjavík og
Grunnskóli Eyi'arsveitar í Grundar-
fírði.
í samantekt RUM em einungis
birtar meðaleinkunnir í gmnnskól-
um með ellefu nemendur eða fleiri,
sem þreyttu samræmd próf en með-
aleinkunnir þessara 44 skóla era
teknar með í heildarmeðaltali við-
komandi landshluta í einstökum
gi'einum.
Alþingi kemur saman í 123. sinn í dag
Fj árlagafrumvarpinu
verður dreift í dag
ALÞINGI íslendinga, 123. löggjaf-
arþing, verður sett eftir hádegi í
dag og að loknum hefðbundnum
ávörpum og kjöri þingforseta flytur
Davíð Oddsson forsætisráðherra
stefnuræðu sína. Er það í fyrsta
sinn sem ráðherra fiytur stefnu-
ræðu sína á þingsetningarfundi.
Síðdegis verður fjárlagafrumvarpi
ríkisstjórnarinnar dreift til alþingis-
manna og í kvöld verða umræður
um stefnuræðuna.
Athöfnin hefst með guðsþjónustu
í Dómkirkjunni kl. 13.30, þar sem
séra Sigríður Guðmarsdóttir, sókn-
arprestur á Ólafsfirði, predikar. Að
guðsþjónustu lokinni gengur þing-
heimur til Alþingishússins þar sem
þingsetning fer fram. Forsætisráð-
hema Davíð Oddsson setur þingið í
fjarveru Ólafs Ragnars Grímssonar,
forseta Islands.
Stefnuræða
flutt í kvöld
Eftir ávarp starfsaldursforseta,
Ragnars Arnalds, er áætlað að
minnast látins alþingismanns, Ólafs
Þ. Þórðarsonar, en að því loknu fer
fram kjör forseta Alþingis. Því næst
tekur forseti við kjöri og flytur
ávarp. Stefnuræða forsætisráð-
heira verður síðan um kl. 14.25 og
eftir hana verður þingfundi frestað
til kl. 15.30. Þá verður fjárlagafrum-
varpinu útbýtt og væntanlega lesin
upp tilkynning um stofnun nýs
þingflokks, þingflokks óháðra. Auk
þess fer fram kjör varaforseta
þingsins, nefndarkjör og hlutað til
um sæti í þingsalnum. Gert er ráð
fyrir að þingsetningarfundi ljúki um
kl. 16 í dag og að nýr fundur verði
boðaður um kvöldið eða um kl. 20.30
þar sem þingflokkar ræða stefnu-
ræðu forsætisráðherra. Gert er ráð
fyrir að þær umræður standi til kl.
22.30.
Siðanefnd Blaðamannafélagsins um kæru Þórs Jdnssonar
Amælisvert brot ritstjóra
Vísis á siðareg’lum
SIÐANEFND Blaðamannafélags
Islands telur að Ásgeir Friðgeirs-
son, ritstjóri netmiðilsins Vísis (vis-
ir.is), hafi framið ámælisverð brot á
tveimur greinum siðareglna Blaða-
mannafélags íslands með því að
geta ekki með viðhlítandi hætti heim-
ildar þegar frétt frá Stöðvar 2 var
birt í netmiðlinum Vísi (visir.is).
I aðalfréttatíma Stöðvar 2 að
kvöldi laugardagsins 8. ágúst var birt
frétt um nafnlaust, bréf, sent á ísa-
firði, þar sem haft var í hótunum við
forsætisráðherra og forseta. Klukk-
an 20.16 birtist á netmiðlinum Vísi
(visir.is) írétt þar sem efnisatriði
málsins voru rakin samhljóða frétt
Stöðvar 2. I frétt Vísis (visir.is) var
þess getið að Stöð 2 hefði rætt við
konu sem var granuð um verknaðinn
og vitnað til þess viðtals, en Stöðvar 2
var ekld getið að öðru leyti.
Endursögn fréttar Stöðvar 2
Þór Jónsson fréttamaður taldi að
Vísir (visir.is) hefði brotið siðaregl-
ur blaðamanna með „stuldi“ á þess-
ari frétt sinni. Ljóst væri af orðalagi
og tímasetningu Vísisfréttarinnar
(visir.is) að hún væri endursögn
fréttar Stöðvar 2 og því hefði Vísi
(visir.is) borið að geta heimildar
rækilega. Með þessu hefði Vísir
(visir.is) brotið gegn 1. grein siða-
reglna um að blaðamaður leitaðist
við að gera ekkert sem til vanvirðu
mætti teljast fyrir stétt sína, að
hann forðaðist hvaðeina sem gæti
skert hagsmuni stéttarinnar og
skyldi sýna drengskap í samskipt-
um við starfsfélaga. Einnig hefði 3.
grein siðareglna um vandaða úr-
vinnslu og framsetningu verið brot-
in enda hefði almenningur verið
leyndur því að fréttastofa Stöðvar 2
var frumheimild Vísis (visir.is) fyrir
fréttinni og þess í stað hefði verið
látið líta úr fyrir að fréttin hefði að
langmestu leyti orðið til hjá starfs-
mönnum Vísis (visir.is).
í svarbréfi kæranda til Þórs
Jónssonar kom fram að í fréttinni
mætti skilja hvaðan upplýsingarnar
væru fengnar, annars væri um yfir-
sjón að ræða. Vísisfréttin (visir.is),
sem styddist ekki við aðrar heimild-
ir en frásögn Stöðvar 2, væri senni-
lega á gráu svæði þar sem heimild-
ar fyrir fréttinni allri væri getið
óbeint með því að vitna í samtal
Stöðvar 2 við hina grunuðu. Hægt
væri að líta svo á að heimildar hefði
ekki verið nógu rækilega getið en
það hefði ekki verið ásetningur.
Hinn kærði ritstjóri var í orlofi
þegar Þór Jónsson leitaði leiðrétt-
ingar mála sinna hjá Vísi (visir.is)
og fór fram á að Vísir (visir.is) birti
yfirlýsingu um að fréttin hefði að
öllu leyti verið fengin úr fréttatíma
Stöðvar 2. í úrskurði siðanefndar
kemur fram að stjórnarformaður
Vísis hafi rætt mál þetta við frétta-
stjóra Stöðvar 2 án þess að þeirra
samræðna sæi stað í fréttum Vísis
(visir.is).
Ekki sýndur drengskapur
í niðurstöðum siðanefndar segir
að Vísir (visir.is) hafi fullan rétt til
að endursegja meginatriði fréttar
Stöðvar 2 en eigi þá að nefna heim-
ild sína ótvírætt. „Siðanefnd fellst á
röksemdir kæranda um að í frétt-
inni sé ekki sýndur sá drengskapur
í skiptum við starfsfélaga sem siða-
reglur gera ráð fyrir. Þar skiptir
miklu að óskum um leiðréttingu er
ekki sinnt. Orlofsmál ritstjóra Vísis
firra ritstjórnina ekki ábyrgð í því
efni. Þá getur það ekki talist nægi-
lega vönduð úrvinnsla og framsetn-
ing í anda 3. greinar siðareglna að
geta ekki rækilega heimildar í frétt-
inni og sinna í engu ábendingum um
leiðréttingu."
Samræmd próf í 10. bekk.
Meðaleinkunnir skóla 1998
Stærðfræði Meðal- einkunn Islenska Meðal- einkunn Enska Meðal- einkunn Danska Meðal- einkunn
Hagaskóli 6,0 V 6,4 V 6,3 6,3
Tjarnarskóli 5,2 5,7 5,6 5,0
Austurbæjarskóli 5,9 5,3 5,6 5,8
Hlíðaskóli 6,0 V 6,2 6,1 6,6
Háteigsskóli 4,6 5,6 6,6 V 5,6
Laugalækjarskóli 5,3 5,4 5,7 5,9
Langholtsskóli 5,1 4,9 5,1 4,8
Vogaskóli 4,5 5,4 6,1 5,7
Álftamýrarskóli 5,6 5,2 6,1 6,0
Hvassaleitisskóli 5,5 6,4 V 6,1 6,1
Réttarholtsskóli 5,8 5,3 5,6 5,5
Seljaskóli 5,4 5,4 5,5 5,0
Ölduselsskóli 5,5 5,9 5,9 5,8
Breiðholtsskóli 4,7 4,9 5,1 4,0
Hólabrekkuskóli 4,6 5,3 4,8 4,8
Fellaskóli 3,8 4,3 4,3 3,8
Árbæjarskóli 5,8 5,2 5,2 5,2
Foldaskóii 6,0 V 5,8 5,1 5,3
Hamraskóli 5,3 5,2 4,9 5,2
Húsaskóli 4,9 5,3 4,9 4,0
Rimaskóli 4,9 4,9 5,0 4,7
Meðaltal 5,2 5,3 5,4 5,1
Nágrannasveitarfélög Reykjavíkur —
Hvaleyrarskóli 5,1 5,0 4,5 4,9
Öldutúnsskóli 4,7 4,5 5,0 4,8
Lækjarskóli 3,9 4,5 5,0 4,4
Setbergsskóli 5,2 4,9 5,2 5,0
Víðistaðaskóli 5,4 5,5 5,2 5,6
Garðaskóli 5,3 5,0 5,3 5,0
Þinghólsskóli 4,7 5,1 5,6 4,9
Kópavogsskóli 5,8 5,4 5,4 6,0
Digranesskóli 5,3 5,0 5,3 5,3
Snælandsskóli 5,8 6,4 V 5,1 5,0
Hjallaskóli 4,9 5,1 5,3 5,1
Valhúsaskóli 5,4 6,1 5,9 5,4
Gaqnfræðssk. í Mosfellsbæ 4,9 5,4 4,9 5,3
Meðaltal 5,1 5,2 5,2 5,1
Grunnskóli Grindavíkur 4,4 4,3 4,5 4,4
Grunnskólinn í Sandgerði 3,6 3,9 3,9 4,0
Gerðaskóli 3,6 4,3 4,3 3,4
Holtaskóli 4,8 4,8 5,1 5,3
Njarðvíkurskóli 4,6 4,3 4,9 5,8
Meðaltal 4,2 4,3 4,5 4,6
Heiðarskóli 3,7 5,0 3,7 4,1
Brekkubæjarskóli 4,8 4,7 4,7 4,2
Grundaskóli 4,9 4,6 4,7 4,8
Kleppjárnsreykjaskóli 4,8 5,8 5,5 5,5
Varmalandsskóli 5,8 5,2 4,7 5,9
Grunnskólinn í Borgarnesi 5,0 4,8 4,4 4,5
Laugargerðisskóli 3,3 4,9 3,8 5,1
Grunnskólinn í Ólafsvík 2,9 3,5 3,4 3,7
Grunnskóli Eyrarsveitar 6,0 V 5,3 5,6 6,1
Grunnskólinn í Stvkkishólmi i 5,8 5,1 5,0 5,4
Meðaltal 4,7 4,9 4,6 4,9
Patreksskóli Patreksfirði 4,1 4,5 4,2 3,9
Grunnskólinn á Þingeyri 4,5 4,8 4,8 5,3
Grunnskóli Bolungarvíkur 3,7 4,3 4,3 4,3
Grunnskólinn á ísafirði 4,5 4,4 4,5 4,5
Meðaltal 4,2 4,5 4,4 4,5
Norðurland vestra
Laugarbakkaskóli 4,2 5,2 4,4 5,0
Grunnskólinn á Blönduósi 4,5 4,2 4,2 4,1
Grunnskólinn á Sauðárkróki i 4,6 4,0 4,1 4,5
Varmahlíðarskóli 5,4 4,7 4,2 4,8
Grunnskóli Siqlufiarðar 3,8 4,1 4,2 4,3
Meðaltal 4,5 4,4 4,2 4,6
Norðurland eystra
Dalvíkurskóli 4,3 3,4 3,6 4,1
Þelamerkurskóli 4,4 5,0 4,6 5,1
Síðuskóli 5,3 4,6 4,5 4,8
Glerárskóli v. Höfðahlíð 4,7 3,6 4,4 3,6
Brekkuskóli 4,9 4,9 4,7 4,5
Hrafnagilsskóli 3,9 3,8 3,2 4,0
Hafralækjarskóli 4,8 5,6 5,3 6,1
Borgarhólsskóli 5,0 4,4 4,3 4,7
Meðaltal 4,7 4,4 4,3 4,6
Austurland
Vopnafjarðarskóli 4,3 4,5 4,1 3,4
Egilsstaðaskóli 4,8 4,7 4,3 4,3
Seyðisfjarðarskóli 4,8 4,8 4,8 5,5
Nesskóli 4,1 3,4 4,2 4,1
Grunnskólinn á Eskifirði 4,8 5,9 5,8 5,1
Grunnskóli Reyðarfjarðar 5,6 4,7 4,8 6,7 V
Grunnskóli Fáskrúðsfjarðar 4,7 5,2 4,5 5,2
Heppuskóli Hðfn 4,7 4,5 4,7 5,6
Meðaltal 4,7 4,7 4,7 5,0
Suðurland
Kirkjubæjarskóli 4,5 3,9 3,8 4,3
Víkurskóli 4,7 5,8 4,7 5,9
Hvolsskóli 3,6 3,3 3,3 3,8
Grunnskólinn Hellu 5,9 5,5 5,5 6,0
Gr.sk. á Eyrarbakka og Stokkseyri 3,6 3,9 3,9 4,1
Sólvallaskóli 4,5 4,7 4,8 4,8
Flúðaskóli 3,3 5,0 3,6 4,5
Grunnskólinn í Hveragerði 5,7 4,5 4,8 5,1
Grunnskólinn í Þorlákshöfn 4,7 4,7 5,2 5,2
Barnaskóli Vestmannaeyja 4,3 4,5 4,6 4,1
Hamraskóli 4,8 4,9 4,4 4,1
Meðaltal 4,5 4,6 4,4 4,7