Morgunblaðið - 01.10.1998, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 01.10.1998, Blaðsíða 25
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 1. OKTÓBER 1998 25 ERLENT Alþjóðlegur sáttmáli um borgaraleg og pólitísk réttindi Kínverjar ætla að skrifa undir Peking. Reuters. TANG Jiaxuan, utanríkisráðherra Kína, sagði í gær að Kínverjar myndu skrifa undir alþjóðlegan sáttmála um borgaraleg og pólitísk réttindi næstkomandi þriðjudag, en þá mun kínversk sendinefnd eiga fund með Bill Clinton, forseta Bandaríkjanna, í Washington. Er hér um að ræða annan af tveimur mikilvægustu mannrétt- indasáttmálum sem gerðir hafa verið á alþjóðavettvangi. Skrifuðu Kínverjar á síðasta ári undir al- þjóðasáttmála um efnahagsleg og félagsleg réttindi, en eiga hins veg- ar enn eftir að staðfesta hann. Orðin ein duga ekki Fregnir þessa efnis koma tveim- ur vikum eftir að Mary Robinson, framkvæmdastjóri Mannréttinda- stofnunar SÞ, lauk sögulegri heim- sókn sinni til Kína en Kínverjar hétu því reyndar strax í mars síð- astliðnum að skrifa undir sáttmál- ann. Sögðu fréttaskýrendur í gær að Kínverjar stigu með þessu fyrsta skrefið í átt til þess að uppfylla al- þjóðlegar kröfur um lýðréttindi sem m.a. snúa að tjáningarfrelsi manna. Nokkurn tíma mun hins vegar taka að staðfesta sáttmálann formlega enda þurfa Kínverjar að endurskoða ýmis lög og reglur til að standast kröfur Sameinuðu þjóðanna. Meðan á Kínaheimsókninni stóð benti Robinson á að Kínverjar yrðu að láta verkin tala, orðin ein dygðu ekki því Kínverjar þyrftu að taka á þeirri „mjög alvarlegu" brotalöm sem er á mannréttindum þar í landi. Ólíklegt að Kínverjar geri marga fyrirvara Pyntingar kínversku lögreglunn- ar á föngum og ólöglegar handtök- ur eru meðal þein-a mannréttinda- brota sem stjórnvöld í Peking hafa verið sökuð um og segja frétta- skýrendur þessi brot svo algeng að það þurfí meira en undirskrifaðan sáttmála til að binda enda á þau. Jafnframt hafa Kínverjar ekki gert sig líklega til að afnema bann á nýja stjórnmálaflokka og opinber mótmæli, en hvort tveggja myndi teljast brot á sáttmálanum sem um ræðir. Talið er líklegt að kínversk stjómvöld muni nú skoða rækilega hvaða hluta sáttmálans þau telji sig ekki geta sætt sig við en frétta- skýrendur segja reyndar að þar sem takmarkið með undirskrift sáttmálans sé m.a. að öðlast viður- kenningu umheimsins sé ólíklegt að stjórnvöld í Peking grafi undan sjálfum sér með því að gera of marga fyrirvara við sáttmálann. Fjöldi fá- tækra í Asíu gæti tvöfaldast Washington. Reuters. FULLTRÚAR Alþjóðabank- ans sögðu á þriðjudag að tak- ist ekki að ráða bót á efna- hagsvandanum í Asíu gæti far- ið svo að fjöldi fátækra í álf- unni tvöfaldaðist, færi úr fjörutíu milljónum manna í níutíu milljónir. I skýrslu bankans um efna- hagsöngþveitið í Asíu, sem skall á fyrir um ári síðan, segir að hagvöxtur hafí áðm- verið í Thailandi, Suður-Kóreu, Indónesíu og Malasíu en að nú ríki þar djúp efnahagslægð sem jafnvel geti enn farið versnandi. Er bent á að í næst- um öllum löndum álfunnar hafí atvinnuleysi aukist mikið og að verð nauðsynjavara hafi hækk- að verulega. Dregið hefur úr útflutningi Asíuríkjanna og segir Alþjóða- bankinn að ólíklegt sé að hann taki að vaxa á næstunni. Varar bankinn jafnvel við því að líkur séu á frekari skakkafollum. Því verði þeir sem sjá um stefnumörkun í ríkisfjámálum að halda vöku sinni. I skýrsl- unni kemur fram að minnki framleiðsla landanna á næstu þremur árum, og verði tekju- dreifíng óhagstæðari, muni fjöldi fátækra tvöfaldast. Það hljóti að undirstrika hversu mikilvægt sé að stuðla að betri efnahagsafkomu. LANCÖME flouge Haust- og vetrarlitirnir ’98 - ’99 Komið, sjáið og prófið... ....glimmer, mattir, blautir og þurrir. Allt er fáanlegt og allt er leyfilegt.Tískan verður rauð, meira logandi, frjálsari og kvenlegri en áður. Förðun og óvæntur glaðningur. smart á>ara Bankastræti 8, sími 551 3140 Kynning í dag og á morgun www.lancome.com Hólmgarði 2, Keflavík sími 421 5414 Kynning í dag VOLVO ■■ Volvo V70 Cross Country gerir þér kleift að komast lengra án þess að fóma öryggi eða þægindum. Bíllinn hefur góða veghæð og sjálfvirka hleðslujöfnun, en jafnframt lágan þyngdarpunkt. Öflug vél með forþjöppu og millikæh skilar miklum togkrafti á lágu snúningssviði. Aldrifsbúnaður, sem dreifir vélaraflinu sjálfkrafa á milli allra hjólanna, sérhannaður fjölliðaöxull með fullri driflæsingu, háþróuð spólvöm og læsivarðir hemlar tryggja einstaka rásfestu og svörun við misjafnar aðstæður. aldrifinn og albúinn VOLVO V70 XC AWD CROSS COUNTRY Upplifðu Volvo V70 Cross Country í reynsluakstri. BRIMBORG Faxafeni 8 • Sími 515 7010 Brimborg-Þórshamar Tryggvabraut 5 • Akureyri Simi 462 2700 Bllasala Keflavlkur Hafnargötu 90 • Reykjanesbæ Sími 421 4444 Blley Búðareyri 33 • Reyðarfirði Sími 474 1453 Betri bílasalan Hrísmýri 2a • Selfossi Sfmi 482 3100 Tvisturinn vis'/ on y ajir
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.