Morgunblaðið - 01.10.1998, Síða 26
26 FIMMTUDAGUR 1. OKTÓBER 1998
MORGUNBLAÐIÐ
LISTIR
Tekjur af íslenskri kvikmynda-
gerð nema hálfum milljarði
ÍSLENSKAR kvikmyndir og þættir um ísland í
sjónvarpi erlendis skiluðu ríkissjóði um hálfum
milljarði króna í skatttekjur á árinu 1997 umfram
fjárframlög ríkisins til Kvikmyndasjóðs það ár.
Þetta segir m.a. í skýrslu um kvikmyndagerð,
sem Viðskiptafræðistofnun Háskólans hefur unnið
fyrir Aflvaka hf.
I skýrslunni segh', að kvikmyndaiðnaður á Is-
landi hafi verið að festa sig í sessi sem atvinnu-
grein á undanfómum árum og áratugum. Á síðast-
liðnum átta árum hafa verið framleiddar íslenskar
kvikmyndir fyrir rúmlega tvo milljarða króna, eða
um 260 milljónir á ári. Síðustu þrjú ár hafa umsvif
kvikmyndagerðarmanna verið rúmlega 300 millj-
ónir króna á ári.
íslenskar kvikmyndir og þættir um Island í
sjónvarpi erlendis skiluðu ríkissjóði um hálfum
milljarði kr. í skatttekjur á árinu 1997 umfram
fjárframlög ríkisins til Kvikmyndasjóðs það ár.
Munar þar mest um þau áhrif sem íslenskt efni,
sem sýnt er erlendis, hefur á straum ferðamanna
til íslands.
Landkynningaráhrif kvikmynda og annars
myndefnis sem sýnt er erlendis eru augljós sam-
kvæmt könnum Ferðamálaráðs. Af öllum ferða-
mönnum, sem koma til landsins, fengu 10 til 15%
hugmynd að Islandsferð eftir þátt í útvarpi eða
sjónvarpi.
Samkvæmt skýi-slunni fara Islendingar oftar í
kvikmyndahús en flestar aðrar þjóðir og slá reynd-
ar heimsmet í þeim efnum. Islendingar fara að
meðaltali 5,4 sinnum á ári í kvikmyndahús, Banda-
ríkjamenn, sem eru í öðru sæti, fara 4,6 sinnum að
meðaltali á ári í bíó. Hlutur íslenskra mynda er í
kringum 4-5% af heildaraðsókn hér á landi.
Meðalaðsókn að íslenskri mynd er um 16-17 þús.
manns á heimamarkaði. Aðsóknin gefm- af sér um
13 milljóna króna brúttótekjur í aðgöngumiðasölu.
Tekjur af innanlandsmarkaði standi því engan veg-
inn undh' kostnaði við framleiðslu meðalkvikmynd-
ar. Þvi getur íslensk kvikmyndagerð ekki dafnað og
vaxið, ef kvikmyndir eru eingöngu framleiddar fýr-
h' innanlandsmai’kað. Viðgangur greinarinnar
byggist á alþjóðlegri samkeppnishæfni.
Krafa Kvikmyndasjóðs Islands um íslenskt tal
dregur augljóslega úr mögulegri alþjóðlegri dreif-
ingu íslenskra kvikmynda. Æskilegt er að fella
þetta skilyrði niður segir í skýrslunni.
Framlög oinberra aðila til kvikmynda eru lægri
framlögum til annarrar sambærilegrar starfsemi.
Opinberir styi'kir nema til dæmis um 3.500 krón-
um á hvern leikhúsgest í Þjóðleikhúsinu, 4.100
krónum á hvern tónleikagest Sinfóníuhljómsveitar-
inar og 2.900 á hvern gest Borgarleikhússins. Hins
vegar nema opinberir styrkh- um 1.100 krónum á
hvern áhorfanda íslenskrar kvikmyndar sem hlýt-
ur meðalaðsókn.
Heimasíða
Kunderas
hjáMM
HJÁ Máli og menningu hefur
verið opnuð heimasíða Milans
Kunderas á þremur málum,
íslensku, frönsku og ensku.
Á íslensku síðunni er listi
yfir allt sem þýtt hefur verið
eftir hann, en á ensku og
frönsku síðunum eru listar
verka hans, tilurðarsaga sem
ekki hefur verið birt annars
staðar, auk úrvals bóka og
greina um verk hans á við-
komandi máli. Listarnh- eru
unnir í samvinnu við höfund-
inn og hafa hvergi birst ann-
ars staðar.
Náttúran í
tákni og mynd
„ELDUR og ís“, málverk eftir Margréti Guðmundsdóttur.
MYNPLIST
llafnarborg
SKÚLPTÚR
ANNA SIGRÍÐUR
SIGURJÓNSDÓTTI
Opið alla daga nema þriðjudaga
frá 12-18. Aðgangseyrir 200 kr.
Til 5. október.
Á EINKASÝNINGU Önnu Sigríð-
ar Sigurjónsdóttur myndhöggvara er
að finna tíu verk sem öll eru unnin á
árinu. Að eigin sögn er hún með
verkum sínum að velta fyrir sér
„hvar við stöndum gagnvart jörðinni
og umheiminum; hvort við verðum
ekki að gefa okkur tíma, staldra við
og líta yfir lífshlaup mannkynsins,
sem er einungis örstuttur tími í sögu
jarðarinnar".
Ef litið er yfir íslenska skúlptúrlist
að undanfórnu sést að margir mynd-
höggvarar hafa verið að fjalla um
samband manns og náttúru. Má
benda á t.d. umhverfislistasýningar
við Skálholt og Skerjafjörð í Reykja-
vík, þar sem gaf að líta afar fjölbreytt
efnistök.
Náttúran og landið eru sígild við-
fangsefni, en í seinni tíð hafa lista-
menn leitað annarra leiða til að nálg-
ast viðfangsefnið, þannig að verkin
endurspegli betur þær viðhorfs-
breytingar sem hafa orðið til hug-
mynda manna um náttúruna. Áður
gengu menn að náttúrunni sem vísri,
menn gátu skoðað hana, notið hennar
og gleymt sér í henni. Nú bregður
svo við að nábýli manns og náttúru
hefur orðið eitt af helstu umhugsun-
ar- og áhyggjuefnum manna um all-
an heim, og nú átta menn sig á því að
sú fegraða mynd sem birtist í listum,
um samband manna við móður nátt-
úru, er í litlu samræmi við umgengni
þeirra um hana. Listamenn nálgast
náttúruna og landið ekki lengm' af
sama sakleysi og frumkvöðlar ís-
lenskrar landslagshefðar íyrr á öld-
inni, þeir leita leiða til að forðast að
gera náttúruna og landið að punti
sem hægt er að meðhöndla sem
hverja aðra lúxusvöru.
Hvers konar mynd eigum við að
gera okkur af náttúrunni á tímum
þegar hún er bæði eftirsótt söluvara
og hitamál í pólitík? Þetta er ekki að-
eins spurning um að hitta á réttu
hugmyndina heldur einnig spuming
um hvaða myndmáli eigi að beita. Þá
er rík tilhneiging til að stilla mynd og
tákni upp sem vissum andstæðum,
þar sem myndin stendur nær náttúr-
unni og táknið nær menningunni.
Ástæða þess er sú að myndir virðast
vera eðlislægari og sjálfsprottnari, á
meðan tákn eru menningarbundin og
tillærð. Hér fyrr á öldum lásu menn
náttúruna eins og bók, enda var hún
endurspeglun á hugsun guðdómsins,
en nú, á tímum vísindahyggju, er litið
svo á að þau tákn sem við þykjumst
finna séu sköpuð af mönnum og varp-
að út í heiminn; við lesum út úr nátt-
úrunni það sem við viljum lesa.
Eg nefni þetta hér, því í verkum
Önnu Sigríðar togast á hið táknræna
og myndræna, þar sem myndin er
annars vegar miðill íyrir ákveðnar
hugmyndir þar sem hið táknræna
ræður ferðinni, og hins vegar þar
sem myndin reynir að standa ein og
sér án neinnar fyrirframgefinnar
merkingar, eins og náttúran sjálf.
Efnið sem Anna Sigríður notar er
bæði náttúrlegt, hraunsteinar, fjöru-
grjót og marmari, og manngert, eins
og gler og speglar, tréflekar, stál-
teinar, mjóh' þræðir. Eina lífræna
efnið sem hún notai' er tréð, sem er
tilsagað og bundið saman af keðjum
og boltum. Tréflekamir eru hér stað-
genglar hins mennska, eins og kemur
skýrast fram í verkinu „Bókin þín“,
þar sem tveir flekar mynda volduga
bók, með meira en mannhæðai'háar
bókarkápur, en inni í bókinni eru
speglar sem endurspegla áhorfand-
ann og gera að verkum að bókin
verður eins og hlið inn í annan heim
og aðrar víddir, þar sem hver og einn
getur lesið sína eigin sögu.
Eina verkið sem mér finnst að
gæti átt heima utandyra er „Sorg
jarðarinnar". Verkið stendur í hliðar-
salnum í lokuðu rými og allt um-
hverfið hefur verið klætt lérefti, sem
skapar andrúmsloft tímalausrar
helgi, eins og við séum stödd í
kapellu. Sagað stuðlabergið í miðju
hvirfmgarinnar er eins og fallinn leg-
steinn og máðir marmarasteinarnir í
kring vitna um rof tímans. Verkið er
frekar einfalt að gerð og leitast ekki
við að þvinga fram einhvem tiltekinn
lestur. Ég tiltek þetta verk sérstak-
lega því ég held það hljóti að vera
prófraun á viðleitni þeirra lista-
manna sem leitast við að nálgast
náttúruna með list sinni að þeim tak-
ist að skapa verk sem geta lifað af ut-
an veggja sýningarsalarins. Önnur
verk á sýningunni eru gerð til sýn-
ingar innandyra og ná ekki að magna
sömu tengingu við umhverfið sem er
að finna í þessu verki.
MÁLVERK OG GRAFÍK
MARGRÉT
GUÐMUNDSDÓTTIR
í Sverrissal og kaffistofu sýnir
Margrét Guðmundsdóttir grafík og
málverk, og ber sýningin yfirskrift-
ina „Land elds og ísa“. Við þurfum
ekki að spyrja okkur hvaða land það
er. Hér er á ferðinni náttúrusýn sem
menn þekkja vel úr abstraktlistinni
og sérstaklega þeirri lýrísku
abstraksjón sem var í hámæli á
sjötta og sjöunda áratugnum. Hring-
formið er allsráðandi og litimir eiga
að gefa tilfínningu fyrir andstæðum í
náttúru landsins, funa og frosti.
Margrét hefur mest fengist við
grafík og í kaffistofu er að finna graf-
íkmyndir og grafíkplötur sem hún
hefur unnið með. Þær em allar unnai'
með olíu-karborundum á álplötur. 01-
ían er þykkt efni sem blandað er
sandi eða málmsalla og borið á graf-
íkplötm- til að binda litinn. Aðferðin
felur í sér að það er málað á plötuna
eins og með olíulit, og henni er beitt
til að fá fram maleríska og lifandi
áferð á pappírinn. Þessi aðferð varð
síðan kveikjan að málverkunum í
Sverrissal. Það sem Margrét er að
reyna að gera er að nota plöturnar
sjálfar sem fullgerð málverk. Þessi
tilraun Margrétar heppnast ekki
nema að nokki’u leyti. Plöturnar ná
ekki fyllilega að standa sem málverk,
til þess era tengslin við prentlistina
of sterk. Myndirnar njóta sín best
þegar smáatriðin í yfirborðinu era
skoðuð, þá sést hvernig blæbrigði í lit
og áferð gefa þeim líf, en þegar stigið
er til baka þá hættir aðferðin að
skipta máli fyrir upplifun á myndun-
um. Mai'grét nálgast því myndsmíði
sína enn með hugarfari gi-afíklista-
mannsins. Eldri myndimai', frá 93 til
95 í fremri kaffístofunni ná einna
best að sameina þetta tvennt.
Gunnar J. Árnason
Y
rf^n FASTEIGNA rf-
I fcí\ MARKAÐURINN
ÓÐINSGÖTU 4. SÍMAR 551-1540, 552-1700, FAX 562-0540
OPIÐ VIRKA DAGA KL. 9-18 Netfang: http://habil.is/fmark/
GARÐABÆR
Glæsilegt 315 fm einbýlishús á tveimur hæðum með 47 fm innb. bilskúr. Stór-
ar stofur, arinn. Vönduð gólfefni og innréttingar. Studióíbúð i hluta kjallara auk
hobbýherb., sauna, geymslna o.fl. Miklir mögul. á stækkun séríbúðar i kj. Fal-
leg ræktuð lóð með gróðurhúsi og nuddpotti. VANDAÐ HÚS f ALLA STAÐI.
Húsin eru 152 fm á tveimur hæðum. Vel skipulögð. Skiptast í góða stofu og
3-4 svefnherb. 27 fm bílskúr. Húsin verða afhent fuilfrág. að utan og tilb. u.
. innr. að innan að ári. Lóð frágengin. Teikn. og frekari uppl. á skrifstofu.