Morgunblaðið - 01.10.1998, Side 28

Morgunblaðið - 01.10.1998, Side 28
28 FIMMTUDAGUR 1. OKTÓBER 1998 MORGUNBLAÐIÐ LISTIR FINNSKI táning’urínn Mikko Franck lætur verkin tala á æfingu Sinfóníuhtjómsveitar íslands. „Það gildir einu hvort hljómsveitarstjóri er nítján ára eða níræður, hann verður að sinna skyldum sínum.“ Morgunblaðið/Kristínn Töfrar táningsins 19 ára gamall Finni, Mikko Franck, mun ---------------------------y-------------- stjórna Sinfóníuhljómsveit Islands í fyrsta sinn á tónleikum hennar í Háskólabíói í 7 1 kvöld. I samtali við Qrra Pál Ormarsson segir hann meðal annars frá draumnum sem rættist, ferli sínum, þar sem hlutirnir hafa gerst hratt, og svarar gagnrýni sem beint hefur verið að honum vegna þess að sumum þykir hann hafa stigið „of snemma“ fram í sviðsljósið. ÞEGAR blaðamaður var fimm ára ætlaði hann að verða kúreki eða lögga þegar hann yrði stór - eða jafnvel Tarzan í trjánum. Margir hafa iíkast til svip- aða sögu að segja. Mikko Franek ætlaði að verða hljómsveitarstjóri. Hann gat ekki hugsað sér annað en ferðast um heiminn og stjórna stór- um og kraftmiklum hljómsveitum. Nú, fjórtan árum síðar, gerir hann einmitt það. „Það tók mig fimm ár að ákveða hvað ég ætlaði að leggja fyrir mig í lífinu, síðan hef ég ekki litið um öxl.“ Mikko Franck er óvenjulegur unglingur, það fer ekkert á milli mála þegar horft er á hann sveifla tónsprotanum á æfingu Sinfóníu- hljómsveitar Islands í Háskólabíói. Einhver efast sjálfsagt um að svo ungur maður valdi verkefni af þessu tagi - ekki aldeilis! Hann er öryggið uppmálað, þar sem hann rennir í gegnum píanókonsert Atla Heimis Sveinssonar með hljómsveitinni, eins og hann hafi aldrei gert annað um dagana. Það lætur raunar nærri. Ekki fer milli mála hver ræð- ur ferðinni á æfingunni, hvers vegna ætti það líka að gera það, drengurinn er atvinnumaður í fag- inu - og hefur verið síðan hann var sautján ára. Mikko er lágur maður vexti, fín- legur og glaðvær. Þó hann sé með vísi að skeggi lítur hann alls ekki út fyrir að vera eldri en hann er - enda ekkert markmið í sjálfu sér. Þegar hann tekur til máls gleymist aftur á móti fljótt að hann skuli vera fædd- ur árið 1979. Hann kemur manni fyrir sjónir sem ákveðinn, sjálfsör- uggur og skynsamur maður, nokk- uð sem fáum tekst að sameina svo ungir að árum. Á hitt ber þó að líta að Mikko Franck er ekki ungmenni í eiginlegum skilningi þess orðs. Þegar við göngum að æfingu lok- inni sem leið liggur yfir Hagatorg, frá Háskólabíói að Hótel Sögu, þar sem viðtalið á að fara fram, minnist hann þess að hann kom hingað til lands fyrir um áratug til að spila á víólu á barnatónleikum. Hann man ekki nákvæmlega hvar en segir dvölina hafa verið ánægjulega - Is- land sé áhugavert land. Þegar við nálgumst aðalinnganginn á Sögu lýsir hann svo ánægju sinni með staðsetningu hótelsins. „Eg var að stjórna í Amsterdam um daginn og þar tók það mig klukkutíma að komast frá hótelinu að tónleikahús- inu - í bíl. Þetta er allt annað líf, mínútu gangur, sem þýðir að ég get lúrt svolítið lengur á morgnana. Það kann ég að meta,“ segir Mikko og bros færist yfir andlitið. Það er þá einhver unglingur í honum eftir allt saman! Lítil tónlist á heimilinu Ætla mætti að Mikko hefði, líkt og svo mörg undrabörn, drukkið í sig tónhst með móðurmjólkinni. Öðru nær! „Ég á íjögur systkini og ekkert þeirra hefur helgað sig tón- listinni. Faðir minn spilar reyndar á hljómborð á veitingastöðum en heimur sígildrar tónlistar er honum framandi. Það hljómaði því lítil sem engin tónlist á mínu æskuheimili." Hvaðan kemur þá tónlistargáfan? „Það er góð spurning en því mið- ur kann ég ekki svarið. Ég var sext- án ára þegar ég fékk mitt fyrsta tækifæri sem hljómsveitarstjóri, þannig að ég beið ellefu ár eftir þvi

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.