Morgunblaðið - 01.10.1998, Page 33
MORGUNBLAÐIÐ
FIMMTUDAGUR 1. OKTÓBER 1998 33
LANDSSÖFNUN SÍBS
A Reykjalundi
er fullt hús
af englum
AFLEIÐIN G AR slyss,
sem Messíana Tómas-
dóttir, leikmynda- og
búningahöfundur,
lenti í árið 1992, voru
bakverkir og stans-
laus, illþolandi höfuð-
verkur.
„Það eina sem ég
gat gert var að taka
verkjalyf. Eg gekk á
milli lækna en þeir
höfðu engin úrræði
önnur en ný verkja-
lyf. Verkirnir leiddu
niður í bakið, en ég
fann minna fyrir
þeim, því höfuðverk-
urinn yfirgnæfði þá.
Loks var ég drifín í svefnrann-
sókn og þá kom í ljós að ég svaf
nánast ekkert, svo læknirinn
nefndi Reykjalund sem úrræði.
Eg hafði ekki hugmynd um að
þar væri til verkjasvið, en þar
dvaldist ég í sjö vikur haustið
1997.
Eg fór í bakskóla og lærði að
ganga eins og drottning, enda
hafði liryggurinn gengið saman
á þremur stöðum og mikilvægt
að bakið væri beint. Að öðru
leyti var farið í gegnum allar
hreyfíngar, hvernig beita á lík-
amanum rétt og hvað ber að
forðast. Eg fór einnig í iðjuþjálf-
un og slökun og fékk um leið
fræðslu um verkina.
Á vissum tíma
kom að því að taka
þurfti verkjalyfin af
mér. Fráhvarfsein-
kennin voru veruleg
og meðal annars
mígreniköst í fjóra
daga. Ég var ákveð-
in í því að gefast
ekki upp og eftir að
verkjaköstin hurfu
fór allt að ganga vel.
Reykjalundur er
ótrúleg stofnun og
húsið er fullt af
englum!“
Messíana segist
engin lyf taka núna
utan bólgueyðandi,
sem haldi verkjunum niðri.
„Maður þarf að læra að lifa með
þessum krankleika og það hef
ég gert. Ég þarf að gæta þess að
fá nógan svefn, stunda líkams-
þjálfun við hæfí og taka frá tíma
fyrir sjálfa mig. Eg er mikill
vinnuforkur en hef lært að
þekkja mín mörk. Ef ég get ekki
gert eitthvað, þá er það svoleið-
is. Áður var lausnin að taka
verkjalyf og henda sér út í það
sem þurfti að gera.
Þetta er gjörsamlega nýtt líf
og mér er sagt að ég sé breytt
manneskja, enda hlýtur per-
sónuleikinn að breytast þegar
maður er undirokaður af verkj-
um alla daga ársins."
Messíana
Tómasdóttir
Öndun léttist um 19%
við að hætta að reykja
Morgunblaðið/Kristinn
HANS Jakob Beck læknir stýrir rannsóknarstofunni, en þar eru
gerðar ýmsar þolmælingar.
MÆLINGAR á öndunarskerð-
ingu lungnasjúklinga á Reykja-
lundi frá árinu 1997 sýna, að
lungnastarfsemi skánaði að með-
altali um 19,4% að meðaltali á sex
vikum, eingöngu við það að sjúk-
lingarnii’ hættu að reykja. Þeir
sem voru verr haldnir af sjúk-
dómnum bættu lungnastarfsem-
ina hlutfallslega mest, að sögn
Hans Jakobs Beck læknis, sem
stýrir rannsóknarstofunni.
Þjálfun hefur ekki
áhrif á öndunarprófið
Þegar teknir voru þeir sem
fengu lyfjabreytingu að auki var
árangurinn í heildina mun betrti.
„Þjálfun hefur ekki áhrif á öndun-
arpróf sem þetta, þótt hún hafi
áhrif á þol manna. Það að hætta
að reykja er langmikilvægasti
þátturinn til að hafa áhrif á heilsu
fólks með lungnateppu. Því finnst
okkur ekki hægt að kosta til end-
urhæfingar án þess að fólk hætti
því,“ sagði hann enn fremur.
Auk öndunarmælinga fara fram
á Reykjalundi ýmiss konar þol-
mælingar á hjartasjúkdómum og
lungnastarfsemi. Þær eru gerðar
annars vegar til að sjá hvaða
framfarir verða hjá einstaklingun-
um á dvalartímanum og hins veg-
ar til að sjúkdómsgreina eða fá
auknar upplýsingar um sjúkdóm-
inn.
Langflestir hjarta- og lungna-
sjúklingar fara í þolmælingu við
komu og í framhaldi af henni er
tekin ákvörðun um þjálfun. Síðan
er prófið endurtekið til þess að
meta árangur.
Hjartasjúklingar hafa
bætt sig um 20%
„Að meðaltali hafa menn bætt sig
um rúm 20% í hámarksafköstum á
fjóram vikum. Þessi árangur er
sambland af auknum vöðvastyrk og
auknu þoli en einnig má gera ráð
fyrir að fólkið hafi náð betri öndun-
ar- og próftækni," segir Hans.
Til skamms tíma var Reykja-
lundur eini staðurinn sem hafði yf-
ir fullkomnum tækjum að ráða til
að gera þolpróf með mælingu á
súrefnisupptöku, en slíkt próf er
gert hjá flestum sjúklingum, þar
sem vafl leikur á orsök öndunar-
færasjúkdóms. Ennfremur hjá
þeim sem þurfa að gangast undir
aðgerð vegna lungnaþembu.
„Þetta gefur fullkomnustu mæl-
ingu á þreki og hjálpar til að
greina á milli sjúkdóma í hjarta og
öndunarfærum, því stundum er
óljóst hvað er meira takmarkandi
fyrir fólkið, hjarta eða lungu,“
segir Hans Jakob Beck.
Hjartanlegar þakkir til fjölskyldu minnar og
annarra œttingja og vina sem glöddu mig með
heimsóknum, gjöfum, skeytum og blómum á
90 ára afmœli mínu hinn 18. september.
Guð blessi ykkur öll.
Þorkell J. Sigurðsson.
ÞEIR ERU Á
ALLRA VÖRUM!
Nýju
varalit-
blýantarnir
Talkers
12 girnilegir
varalitblýantar
sem teikna línu
og lita varirnar.
Varalitur sem
Þú talar þessa
Kynning í dag, fimmtudag, 10% kynningarafsláttur
£
APOTEK
GARÐABÆJAR
Hrísmóum 2.
Opið til
kl. 21:00
í KVÖLD
GLÆSILEGAR kápur,
STUTTFRAKKAR OG DRAGTIR
-engu likt-
LAUGAVEGI 32 • SÍMI 552 3636