Morgunblaðið - 01.10.1998, Page 35
34 FIMMTUDAGUR 1. OKTÓBER 1998
+
MORGUNBLAÐIÐ
MORGUNBLAÐIÐ
FIMMTUDAGUR 1. OKTÓBER 1998 35
STOFNAÐ 1913
UTGEFANDI
FRAMKVÆMDASTJÓRI
RITSTJÓRAR
Árvakur hf., Reykjavík.
Hallgrímur B. Geirsson.
Matthías Johannessen,
Styrmir Gunnarsson.
BIÐLISTAR
ÖLDRUNAR-
SJÚKLINGA
SAMEINUÐU þjóðirnar hafa ákveðið að árið 1999 verði
ár átaks til að bæta hlut aldraðra. í dag, á degi aldr-
aðra, gangast ASI, BSRB og Landssamband eldri borgara
fyrir ráðstefnu um stöðu aldraðra á Islandi.
Margt hefur verið gert til að bæta stöðu aldraðra hér á
landi. Svartasti bletturinn á heilbrigðisþjónustu okkar
tengist þó stöðu þeirra. Nálægt 170 aldraðir, sjúkir ein-
staklingar á höfuðborgarsvæðinu, sem hafa verið úrskurð-
aðir í brýnni þörf fyrir vist á sjúkrastofnun, bíða eftir að
komast á umönnunar- og hjúkrunarheimili. Margir hafa
beðið mánuðum og jafnvel misserum saman. Og biðlistinn
lengist með ári hverju.
Það er vel að verkalýðshreyfingin stendur að ráðstefnu
um málefni aldraðra. Sjómannasamtökin hafa áratugum
saman sýnt lofsverða framtakssemi og framsýni í bygg-
ingu umönnunar- og hjúkrunarheimila fyrir aldraða.
Verzlunarmannafélag Reykjavíkur stóð og í samvinnu við
Reykjavíkurborg að byggingu hjúrkunarheimilisins Eirar.
Því miður dró Reykjavíkurborg sig út úr því samstarfi.
Abyrgðin er þó mest hjá yfirstjórn heilbrigðismála, þar eð
heilbrigðisstofnanir eru reknar af hinu opinbera.
Þó að sitthvað hafi vel verið gert í málefnum aldraðra
má þó víða betur gera. En brýnast er að afmá þann blett á
samfélagi okkar að hundruð öldrunarsjúklinga bíði mán-
uðum og misserum saman eftir heilbrigðisþjónustu, sem
þeir eiga bæði lagalegan og siðferðilegan rétt til.
GOETHE-STOFNUNIN
OGSCHRÖDER
SIGUR jafnaðarmanna í þýzku kosningunum um helg-
ina vekur aftur spurningar um örlög Goethe-stofnun-
arinnar í Reykjavík; verður hún endurreist eða verður lát-
ið kyrrt liggja? Sumir stuðningsmenn stofnunarinnar hér-
lendis vildu ekki í sumar gera neitt í málinu, þar sem þeir
töldu aðgerðirnar ótímabærar vegna kosninganna í sept-
ember, en bæði Gerhard Sehröder, kanzlaraefni jafnaðar-
manna, og foringjar Græningja höfðu lýst sig andvíga lok-
un stofnunarinnar.
Nú er auðveldara fyrir stuðningsmenn Goethe-stofnun-
arinnar í Reykjavík að hefja baráttu fyrir því að ákvörð-
unin um lokun stofnunarinnar verði tekin til baka. Ger-
hard Schröder hafði lýst sig andvígan lokuninni, m.a. í
viðtali við Ríkisútvarpið, og þingkonan Anthe Vollmer,
einn varaforseta þingsins í Bonn, sem tilheyrir flokki
Græningja, hefur lýst því að eftir kosningar, þegar jafnað-
armenn og Græningjar væru teknir við stjórnartaumun-
um, yrði málið mun auðveldara og „miklar líkur væru á að
Goethe-stofnunin í Reykjavík yrði endurreist". Samt sem
áður lofaði hún engu í þeim efnum.
Nú er sjálfsagt að stuðningsmenn stofnunarinnr láti á
það reyna, hvort hugur hafi fylgt máli hjá jafnaðarmönn-
um og Græningjum.
VEGAMÁL í
BORGARFIRÐI
INOKKUR misseri hafa staðið harðar deilur um vega-
lagningu í Borgarfirði. Upphaflega voru uppi áform um
að leggja nýjan veg um túnið á Stóra-Kroppi, en Jón
Kjartansson, bóndi þar, mótmælti þeim hugmyndum
harðlega. I kjölfarið á því komu fram tillögur um mála-
miðlun, sem ekki varð heldur sátt um. Nú hefur verið
ákveðið, að vegurinn á milli Flóku og Kleppjárnsreykja
verði byggður upp, þar sem hann liggur nú, en ekki færð-
ur til.
Þessari niðurstöðu ber að fagna. í henni felst, að eig-
andi Stóra-Kropps á ekki lengur yfir höfði sér, að mögu-
leikar hans til þess að byggja upp nútímalegan búrekstur
á jörðinni verði eyðilagðir. En jafnframt og það er ekki
síður mikilvægt er Flókdælingum tryggð eðlileg vega-
tenging. í Flókadal er búið á flestum jörðum og máli
skiptir, að íbúar þar séu í góðum tengslum við þjóðvega-
kerfið.
Deilurnar um vegamálin hafa leitt til erfiðrar togstreitu
innan sveitarfélagsins. Nú þegar niðurstaða er komin er
þess að vænta, að góður friður geti skapazt á nýjan leik í
þessu búsældarlega landbúnaðarhéraði.
Þ
AÐ LÍÐUR vart sá mánuð-
I ur að einhver menntabraut-
in fagni ekki tímamótum.
Ekki er alltaf ástæða til að
gera mikið veður út af slíku á opin-
berum vettvangi. Oneitanlega vekur
það hins vegar alveg sérstaka for-
vitni hvað sé gerast í jafn rótgróinni
fræðagrein og lögfræðinni, grein sem
Islendingar iðkuðu af ástríðu þegar á
þjóðveldisöld. Heill þjóðarinnar er
með sérstökum hætti samofin
ástandi lögfræðinnar. Það var hka
mikilvægt sjálfstæðismál fyrir Is-
lendinga að fá lagakennslu og fræðin
um ríkisvaldið inn í landið 1908 því
fram að því höfðu menn orðið að
sækja slíkt nám til Danmerkur.
Eins og fyrrverandi prófessor Ár-
mann Snævarr benti á í samtali við
Morgunblaðið er það í raun undur-
samlegt að íslendingar hafi haldið úti
fullvaxta lagadeild allan þennan tíma
á meðan til dæmis ekki er hægt að
ljúka laganámi í Lúxemborg og eru
íbúar þar þó fleiri en Islendingar.
Lagaskóli var settur á stofn í
Reykjavík með lögum frá 1904 og
1907 og var hann settur fyrsta sinni
hinn 1. október 1908. Lagaskólinn
rann síðan inn í Háskóla Islands, sem
tók til starfa 17. júní 1911. Varð laga-
skólinn þá ein af fjórum deildum
hans. I upphafi voru tveir kennarar
starfandi við lagaskólann og 6 stúd-
entar innritaðir, en alls hafa nú út-
skrifast um það bil 1.550 lögfræðing-
ar frá Háskóla íslands.
Þegar menn velta fyrir sér stöðu
lögfræðinnar á Islandi og lagadeildar
nemur hugurinn fljótlega staðar við
það einkenni í samanburði við aðrar
fræðigreinar að tilgangurinn er öðr-
um þræði að sjá ríkinu fyrir embætt-
ismönnum. Það á auðvitað við um
fleiri greinar en í hinu afkristnaða
sérfræðingaþjóðfélagi nútímans hef-
ur lögfræðingunum tekist dável að
varðveita og ala á sérstöðu sinni.
Prestarnir, helstu menntamenn þjóð-
arinnar öldum saman, eru úti í horni
í andlegum salarkynnum þjóðarinn-
ar, læknarnir skera sig vart úr öðr-
um heilbrigðisstéttum sem skipta
orðið tugum, en lögfræðingarnir eiga
sér enga keppinauta. Með lögfræði-
próf upp á vasann eru manni allir
vegir færir. Prófið hefur verið ávísun
á mikils metið og oft vel launað starf.
Sérstaða
Margt hefur stuðlað að því hversu
vel lögfræðingunum hefur gengið að
varðveita ímynd sína og einkarétt.
Aðrar stéttir eða fræðigreinar hafa
lítið seilst inn á þeirra svið. Lögbund-
ið er um mörg opinber störf og sýsl-
an að lögfræðimenntun þurfi til og
sér ekki fyrir endann á þeirri þróun,
þannig hefur einkaréttur lögmanna
til málflutnings fyrir dómi frekar
verið að víkka út en hitt. Lögfræð-
ingar sjálfir ýta undir þá hugmynd
að lögfræðin sé eitthvað mjög sér-
stakt sem sé einungis á fárra færi að
helga sér. Hver þekkir það ekki þeg-
ar hann er ósammála lögfræðingi að
sá síðarnefndi segir: „Það fyrsta sem
maður lærir í lögfræðinni er...“ og
gefur þannig til kynna að
það þurfi nú ekki nema
lágmarkskunnáttu í lög-
fræði til að sjá í gegnum
röksemdir viðmælandans.
Lagadeildin er auðvitað
með vissum hætti upp-
spretta að þessum hugsun-
arhætti. Þannig er þess
gætt að ætíð sé hátt fall á
fyrsta ári, „það má ekki
slaka á kröfunum" segja
menn. Deildin hefur verið
ein einangraðasta deild Háskólans,
hvorki hafa menn verið hvattir til að
sækja nám út fyrir deildina né hafa
menn átt þar kost á menntun nema
innan ramma fimm ára áætlunarinn-
ar. Lagadeildin hefur því verið nokk-
urs konar akademía Platóns þar sem
einungis innvígðir, sannfærðir um
eigið ágæti, hafa fengið tilsögn í hin-
um svokallaða júridíska þankagangi
sem er ákaflega leyndardómsfullt
fyrirbæri. Vegna þess hversu
„torskilin fræði“ eru þarna á ferð
þarf fimm ár til þess arna, lengri tíma
en flest annað grunnnám. Eftir laga-
deildina taka menn fullnuma við emb-
ættum út í þjóðfélaginu. Afstaða
manna hefur í raun verið sú að menn
læri ekki svo mikið í lögfræði eftir að
út úr lagadeildinni er komið. Til vitn-
isburðar má nefna hina gífurlegu
áherslu í hópi útskrifaðra lögfræð-
inga á þá einkunn sem menn fengu í
deildinni; það er alveg sama hversu
mörgum gráðum menn bæta við eftir
lagadeildina, þeir geta ekki unnið upp
lélega einkunn úr lagadeild. Og menn
geta lengi lifað á góðri einkunn úr
lagadeild þótt þeir afreki annars lítið
eftir að námi lýkur. Þegar tveir lög-
fræðingar hittast og þá greinir á um
tiltekið atriði lýkur samtalinu gjarn-
an svo: „Þú ættir að vita þetta, það er
styttra síðan þú varst í deildinni."
Sér á báti
Það er margt gagnrýnisvert við
þessa ímynd lögfræðinnar og að
mörgu leyti er hún ekki nema það
andlit sem menn kjósa að sýna um-
heiminum. Hinn svokallaði lögfræði-
legi þankagangur er væntanlega
ekkert annað en
ákveðin orðræða en
þegar skyggnst er á
bak við hana sést að
það er ekki til nein
sérstök lögfræðileg
röksemdafærsla,
ályktanir lúta ein-
földustu reglum
rökfræðinnar. Ein-
angrunarstefnan
hefur leitt af sér að
fræðimenn hafa
skilið hlutverk sitt
þrengra en efni eru
til, verið ófúsir að
nýta sér vinnuað-
ferðir annaiTa
greina eins og hag-
fræði, félagsfræði
og stjórnmálafræði
(að minnsta kosti
eftir að þær komu
til sögunnar) og feta
nýjar brautir. Til
dæmis má víða sjá í
skrifum um stjórn-
skipun og mannrétt-
indi að menn hopa
þegar kemur að því
sem máli skiptir og
segja sem svo að
þar sé pólitík á ferð. Afleiðingin er sú
að mörg þjóðlífsfyrirbæri hafa lent
milli stafs og hurðar. Engar rann-
sóknir fara til dæmis fram í landinu á
störfum Alþingis. Hverjir væru samt
betur til þess fallnir en lögfræðingar
í samstarfí við stjórnmálafræðinga?
Það hefur verið mjög stíf krafa um
að lögfræðin sé lýsandi, það er lýsi
réttinum eins og hann er, en fjalli
ekki um hvernig hann ætti að vera.
Fyrir vikið er ekkert um það fjallað í
landinu svo heitið geti hvaða mark-
miðum lagasetning og dómstörf eigi
' að þjóna.
Þróun síðustu ára með tilkomu
Evrópuréttarins hefur fært mönnum
heim sanninn um að viðfangsefni lög-
fræðinnar er ekki óbreytilegt. Rétt-
urinn er í stöðugri þróun og það sem
menn lærðu í gær er úrelt á morgun.
Hæfur lögfræðingur er sá sem kann
að afla sér allra nýjustu
heimilda, víðs vegar að úr
heiminum og vinna úr
þeim. Hann verður þrot-
laust að fylgjast með því
nýjasta sem er að gerast.
Hann getur ekki látið
duga að fletta upp í glós-
unum sínum. Stóraukinn
aðgangur almennings að
lögfræðilegum heimildum
í krafti upplýsingatækn-
innar og vaxandi almenn
umræða um opinber málefni lög-
fræðitengd felur einnig í sér að lög-
fræðingar hafa ekki lengur einir að-
gang að vísdómnum.
Samtöl við kennara og nemendur
leiða í ljós að menn eru nokkuð með-
vitandi um að tímarnir eru að breyt-
ast. Öll umræða markast þó auðvitað
af því að samanburður er örðugur.
Hér á landi er einungis ein lagadeild
og menn hafa tilhneigingu til að svara
gagnrýni með því að segja sem svo að
deildin geri miklar kröfur og útskrifi
þar af leiðandi góða lögfræðinga (rök
sem i raun gera ekki annað en vekja
spurningamar hvað séu miklar kröf-
ur og hvað séu góðir lögfræðingar).
90 ára afmæli lagakennslu á íslandi
Frá embættis-
mannaskóla
til akademíu
Þess verður minnst með hátíðlegri viðhöfn í
dag að níutíu ár eru liðin síðan lagakennsla
hófst á Islandi. Páll Þórhallsson veltir fyrir
sér stöðu lagadeildar um þessar mundir eftir
að hafa rætt við kennara og nemendur.
Morgunblaðið/Kristinn
LAGANEMAR í tíma í almennri lögfræði hjá Davíð Þór Björgvinssyni prófessor í gærmorgun.
Styrkur:
Fjölbreyttur
bakgrunnur
kennara.
Metnaðarfullir
nemendur.
Vaxandi
útgáfa.
Þessi skortur á mælikvörðum kann
að breytast þegar gerð verður úttekt
á lagadeildinni eins og ný háskólalög
gera ráð fyrir. Að sögn Páls Skúla-
sonar rektors Háskólans mun slík út-
tekt verða gerð á næstu árum og
verða til þess fengnir erlendir sér-
fræðingar líkt og þegar hefur verið
gert hjá sumum öðrum deildum.
Evrópuvæðing
Tvímælalaust er mönnum efst í
huga alþjóðavæðing lögfræðinnar.
Evrópurétturinn hefur skollið á ís-
landsströndum af öllum sínum þunga
og menn eru byrjaðir að grípa sund-
tökin. Alþjóðleg samskipti hafa auk-
ist. Um 20-30 íslenskir laganemar
stunda nám við erlenda háskóla á ári
hverju sem hiuta af námi sínu í laga-
deild innan ramma Erasmus og
Nordplus áætlananna. I staðinn eru
nú við deUdina 15 erlendir stúdentar
sem fá kennslu á ensku. Það lætur
nærri að annar hver nemandi sem nú
útskrifast úr lagadeild hafi tekið
hluta af náminu við erlenda háskóla.
Þetta víkkar auðvitað sjóndeildar-
hring manna og hefur væntanlega
fyrr eða síðar sín góðu áhrif á and-
rúmsloftið í deUdinni.
Menn hljóta líka að spyrja sig
hvort ekki sé í auknum mæli hægt að
fá erlenda fræðimenn til starfa við
lagadeildina um lengi’i eða skemmri
tíma. Engin ástæða er til að ætla ann-
að en dvöl hér gæti vakið forvitni
margra og menn gætu fundið hér at-
hyglisverð rannsóknarefni eins og að
kanna íslenskan rétt í samanburði við
eriendan rétt. Eins má nefna að í at-
hugun er að koma á laggirnar haf-
réttarstofnun en þeirri skoðun er
ekki lokið en væri vissulega mjög
þarft. Forsendan er náttúrlega sú að
þeim sé boðin aðstaða við hæfi. Þar
stendur hnífurinn í kúnni. Bókasafn
lagadeildar svarar engan veginn nú-
tímakröfum. Ánnann Snævarr, sem
fagnar 50 ára kennsluafmæli einmitt í
dag, segir að bókaskorturinn hafi ver-
ið erfiðasti fylgisveinn deildarinnar
frá upphafi. Lagadeildin hefur frem-
ur orðið að sögn Jónatans Þórmunds-
sonar forseta lagadeildar að draga úr
mönnum sem hingað hafa viljað koma
til framhaldsrannsókna af þessum
sökum. Hann nefnir einnig að í fyrra
fóru kennarar deildarinnar í kynnis-
ferð til Danmerkur og_ heimsóttu
lagadeildii’nar tvær í Árósum og
Kaupmannahöfn, endm’nýjun gam-
alla tengsla kölluðu gestgjafarnir
þessa heimsókn. Bókasafnið í Lög-
bergi hafi þar engan veginn staðist
samanburð. Hann getur þess þó að
nýlega stofnað Hollvinafélag laga-
deildar hafi gert gangskör í að bæta
bókakostinn til dæmis með því að fá
lögmannsstofur til að taka tímarit í
fóstur sem kallað er.
Hvað önnur innanhússmálefni
varðar þá voru miklar breytingar
gerðar á námsskipulaginu árið 1993
þegar kjarninn var minnkaður niður í
þrjú ár en síðustu tvö árin eiga nem-
endur kost á að velja sér kjörgreinar
í samræmi við áhuga sinn. Þetta hef-
ur skapað aukið svigrúm. Eins er í
undirbúningi að taka upp eininga-
kerfi til samræmis við aðrar deildir
Háskólans. Auðveldara ætti þá að
verða fyrir laganema að fá nám úr
öðrum deildum metið og lagadeildin
ætti að opnast fyrir nemendur úr öðr-
um deildum. Að sögn Jónatans Þór-
mundssonar gæti þó þurft að skipu-
leggja sérstaklega námskeið eða
námsbraut fyrir nemendur sem koma
utanfrá. I beinu framhaldi vaknar
auðvitað spurningin um hvort taka
eigi upp sérstaka gráðu að loknu
þriggja ára námi, BA, eins og Danir
hafa gert.
Nemendum verður tíðrætt um
þann vanda hve föstu kennararnir
sjáist lítið, þeir séu hlaðnir aukastörf-
um. Jónatan bendir á að fjarvera pró-
fessoranna sé að sumu leyti skiljanleg
vegna þess að í fámennu þjóðfélagi sé
mikil eftirspurn eftir vinnu þeiri’a við
undirbúning lagafrumvarpa og ýmsar
álitsgerðir svo dæmi séu tekin.
Launakjör kennara við Háskólann
+
hafa líka rekið menn út í aukavinnu
en vonii- standa til að minni þörf verði
á því eftir að úrskurður kjaranefndar
frá því í sumar kemur til fram-
kvæmda. Sumt af þessum aukastörf-
um styður menn í fræðum sínum en
annað er auðvitað snatt sem tekur
tíma frá öðru þarfara. Því má samt
ekki gleyma að hlutverk lagadeildar
er auðvitað meira en kennsla og
rannsóknir í þröngum skilningi. Það
er auðvitað mjög æskilegt að kennar-
arnir taki þátt í þjóðfélagsumræðum
með frjálsum og óháðum hætti og
eins er mikils um vert hve almenning-
ur hefur átt gi’eiðan aðgang að mörg-
um kennuram við skólann með úr-
lausnarefni sín. Einn viðmælandi
benti á að styrkleiki deildarinnar sem
menn hefðu gert sér grein fyrir í
fyrrnefndri Danmerkurheimsókn
væri að kennararnir hefðu reynslu af
störfum utan akademíunnar. I Árós-
um til dæmis væru efnilegir nemend-
ur yfirleitt munstraðir til kennslu-
starfa strax að námi
loknu. Þeir hefðu því
ekki aflað sér starfs-
reynslu hjá dómstól-
unum eða á lög-
mannsstofum eins
og íslensk starfs-
systkin.
Tímanum
vel varið?
Það er einnig um-
hugsunarefni hvort
lagadeild sýni tíma
nemenda nógu mikla
virðingu. Þannig lýk-
ur vorprófum að
jafnaði um mánaða-
mótin apríl/maí og
kennslan hefst í
byrjun október (fyrr
þó á 1. ári). Skólaár-
ið er því ekki nema
rétt liðlega sex mán-
uðir að meðaltali.
Sérstaklega kvarta
nemendur á síðustu
tveimur áranum
undan þessu því þar
era námskeiðin
áberandi stutt, fólki
sé haldið í deildinni í
fimm ár við nám sem tekur ekki nema
þijú ár. Hinn slaklegi bókakostur
veldur því auðvitað að ekki getur fólk
verið mikið við rannsóknir í frístund-
um. Jónatan segir að þetta sé eitt af
því sem hljóti að koma til skoðunar
þegar einingakerfi verður komið á fót,
að samræma lengd skólaársins því
sem gerist í öðrum deildum.
Viðmælendur úr kennarahópi eru
sammála um að jákvæð þróun hafi
orðið í fræðilegri útgáfu af hálfu laga-
deildarkennara. Helst það í hendur
við merkt starf bókaútgáfu Orators
síðustu árin. Flestir föstu kennararn-
ir séu allvirkir að þessu leyti. Frá
sjónarhóli „neytanda lögfræðiafurða“
sem hefur samanburð við það sem
gerist erlendis verður að gera þær
kröfur til lögfræðinnar, sem fræði-
greinar, nú til dags, að hún vinni jafn-
óðum úr því sem er að gerast hjá
dómstólum, löggjafarvald-
inu og úrskurðaraðilum
stjómsýslunnar á öllum
sviðum lögfræðinnar, leggi
á það mat og komi því tO
skila. Þar myndi að sjálf-
sögðu ekki duga að fylgjast
með innlendum stofnunum
heldur verður einnig að
segja með þessum hætti
„fréttir" af evrópskum og
öðrum alþjóðlegum stofn-
unum sem okkur varða. I
raun og vera ætti ferlið að vera
þannig að menn skrifi kennslu-
bók/grundvallan’it og endurskoði það
reglulega, en greini svo þess á milli
skipulega og nógu ört frá því sem er
að gerast á sínu fræðasviði heima og
erlendis. Menn takist sem prófessor-
ar við lagadeild þannig á hendur það
verkefni að halda (löglærðum) al-
menningi upplýstum um það sem er
að gerast á viðkomandi sviði, veiti
viðkomandi valdastofnunum það að-
hald sem fólgið er í gagnrýninni um-
ræðu og myndi nauðsynlega upplýs-
inga- og skoðanaveitu réttan’íkisins.
Ekki verður annað séð en nýta mætti
krafta nemenda miklu betur en nú er
Veikleikar
Vanbúið
bóka-
safn.
Kennsluárið
of stutt.
Aðhalds-
leysi.
gert við verkefni af þessu tagi. Mörg
mannárin fara þannig í ritun
kandídatsritgerða að eigin vali sem
flestar rykfalla engum til gagns.
Aðhald
Hjá stórþjóðum skiptir í sjálfu sér
litlu máli hvernig ástandið er í einni
lagadeild, fjöldi háskóla tryggir vöxt
og viðgang fræðanna og þótt ein
deild dragist aftur úr bæta aðrar það
upp. Á íslandi er aðstaðan vissulega
gerólík þar sem hér er einungis ein
lagadeild og iðulega einungis einn
maður á hverjum tíma sem sinnir til-
tekinni undirgrein lögfræðinnar. Þar
sem fjölbreytnin er meiri er aðhaldið
líka meira, menn geta borið frammi-
stöðu mismunandi deiida og mismun-
andi fræðimanna saman. Nú til dags
þegar það er viðurkennt að allii’
þurfa aðhald, jafnvel háskólaprófess-
orar, vaknar auðvitað sú spurning
hvernig aðhaldi með lagadeild verði
við komið. Eins og einn kennari orð-
aði það í samtali við Morgunblaðið er
aðhaldið núna nánast ekki neitt hvað
ritstörf manna snertir. Menn fá eng-
in viðbrögð við skrifum sínum hvort
sem það stafar af kunnáttuleysi ann-
arra eða feimni við gagnrýni og rök-
ræðu. Þetta getur auðvitað ekki verið
hollt fyrir eina fræðigi’ein. Hvað
kennsluna snertir hefur verið komið
á fót vísi að eftirliti nemenda með
kennurum þar sem fer einkunnagjöf-
in. Það vii’ðist þó vera mest undir
kennurum sjálfum komið hversu
mikið mark þeir taka á henni. Þannig
hafa nemendur kvartað allnokkuð
undan því að frammistaða stunda-
kennara sé æði misjöfn og aðfinnslur
þeirra hafi ekki borið árangur.
Hvaða leiðir eru færar til að koma
við aðhaldi og innleiða samkeppni
aðrar en gæðaúttektin sem minnst
var á? Fyrsta hugdettan er auðvitað
sú að setja á laggirnar aðra lagadeild
við annan háskóla eða stofna nýjan
lagaskóla. Afar ósennilegt verður að
telja að það væri fært að stofnsetja
slíka deild með sama sniði. Hins veg-
ar er ekkert sem bannar að koma
upp lagakennslu og eða rannsóknar-
stofnunum í öðra formi. Þorsteinn
Gunnarsson rektor Háskólans á
Akureyri segir þannig að menn séu
að athuga hvort hefja eigi kennslu í
opinberri stjórnsýslu við skólann þar
sem lögfræði yrði auðvitað veigamik-
ill þáttur.
Það má líka sjá fyrir að aukið Evr-
ópusamstarf muni leiða til þess að
landamæri lögfræðinnar leggist af.
Lögfræðingarnir úr Lögbergi líti þá
ekki á sig sem íslenska lögfræðinga
einvörðungu, einangraða í norðri,
heldur hluta af evrópsku samfélagi,
þar sem menn era hvarvetna að fást
við svipuð viðfangsefni. Lagadeildin
verði þá ekki síður evrópsk lagadeild,
í samkeppni við aðrar slíkar, heldur
en íslensk.
Tækifærin bíða
Fleiri en einn kennari sem rætt var
við höfðu orð á því að nemendur virt-
ust áhugasamari nú og metnaðarfyllri
heldur en þegar þeir vora sjálfir í
lagadeild. Gamla viðhoi-fið
um að láta reka á reiðan-
um í lagadeildinni fullviss
um að fá gott starf að
henni lokinni væri á und-
anhaldi. Stór hópur nem-
enda ynni mjög markvisst
að því að fá sem mest út
úr skólagöngunni með til-
liti til starfs síðar meir.
Þar er vissulega um at-
hyglisverða þróun að
ræða og margt sem nem-
endur geta gert til þess að standa
sem best að vígi að námi loknu, ekki
einungis innanlands heldur einnig á
alþjóðavísu. Þar má nefna tungu-
málanám, námsdvöl erlendis, útsjón-
arsemi við val á lokaverkefni og nýt-
ing þeirra mörgu tækifæra sem bjóð-
ast til að vinna hjá dómstólum, í
stjórnsýslunni og á lögmannsstofum.
Fámennið íslenska hefur nefnilega
líka þann kost að þeir sem einhver
dugur er í geta komist hratt áfram í
lögfræðisamfélaginu. En það er
einnig ljóst að lagadeildin og þeir sem
sjá henni fyrir fjármagni geta gert
margt betur til þess að hlú að þessu
áhugasama fólki.
Málefnaþing SUS um helgina
Búist við
íjöruguin
umræðum
Málefnaþing Sambands ungra sjálfstæðis-
manna, sem ber yfirskriftina ísland tækifær-
anna, verður haldið 1 Garðaskóla í Garðabæ
um helgina og segir Ásdís Halla Bragadóttir
formaður SUS að m.a. verði tekin til umfjöll-
unar málefni sem sambandið hafí ekki áður
fjallað um.
ASDÍS Halla Bragadóttir
segir að búast megi við
fjörugum umræðum á þingi
SUS um helgina. Af málum
sem rædd verði megi t.d. nefna það
hvort hvort veita eigi einkaleyfí á
gagnagrunnum, hvort gi’eiða eigi
fyrir slík einkaleyfi, hvort lengja eigi
fæðingarorlof og hvort fleiri eigi að
geta ættleitt börn en nú er, eins og
til dæmis einstæðir foreldrar eða
hommar og lesbíur.
Að sögn Ásdísar verður á þinginu
lögð lokahönd á ályktan-
ir sem málefnanefndir
SUS hafa lagt drög að
síðasta hálfa árið í
tengslum við málefna-
starf sem ber heitið ís-
land tækifæranna. Því
starfí var hrundið af
stað, að sögn Ásdísar, í
kjölfar niðurstaðna
skoðanakönnunar sem
SUS stóð fyrir síðasta
vetm-, en þar kom m.a. í
ljós að ungt fólk gæfi ís-
landi ekki háa einkunn
sem landi tækifæranna.
„Þegar við sáum niður-
stöður þessarar skoð-
anakönnunar ákváðum
við að reyna að koma
með hugmyndir sem gætu fært ís-
land nær því að vera land tækifær-
anna í hugum ungs fólks,“ segir Ás-
dís Halla.
Fjöldi ungra sjálfstæðismanna
kom að málefnastarfinu og unnu þeir
í sjö málefnahópum, sem munu
kynna drögin að ályktum sínum á
þinginu. „Við fórum þá leið að vera
bara með sjö málefnahópa í staðinn
fyrir á þriðja tug, eins og alltaf hefur
verið, til þess að taka ítarlegar fyrir
mál sem skipta ungt fólk sérstaklega
miklu máli,“ útskýrir Ásdís Halla.
„Við sáum í könnuninni að ungt fólk
hafði áhyggjur af tilteknum málum
og vildum því skoða þá málaflokka
sérstaklega. Það leiddi til þess að við
breyttum okkar málefnastarfi mjög
mikið og höfum síðan þá verið að
vinna að þessum málum fyrir þingið
um helgina.“ Þau málefni sem þar
verða tekin fyrir varða menntamál,
málefni fjölskyldunnar í nútímasam-
félagi, einstaklingsfrelsi, umfang
hins opinbera, atvinnulífið, heil-
brigðismál og sjávarútvegsmál.
Bjartsýni á framtíðina
Ásdís Halla segir að út úr drögum
að ályktunum málefnahópanna megi
almennt séð lesa mikla bjartsýni og
trú á ungt fólk. „Og það kemur í Ijós
að það er mjög mikill kraftur og
framsýni í því unga fólki sem hefur
tekið þátt í staifinu á undanförnum
mánuðum. Þemað í starfinu er það
að til þess að kraftur nýrra kynslóða
fái að njóta sín þarf að leyfa einstak-
lingunum að njóta sín miklu betur en
nú er, með auknu einstaklingsfi’elsi,
minni ríkisumsvifum og lægri skött-
um.“ Ásdís Halla segir ennfremur
aðspurð að bjartsýnin sé vegna þess
að ungir sjálfstæðismenn skynji að
þær kynslóðir sem nú séu að vaxa
Ásdís Halla
Bragadóttir
upp og koma inn í atvinnulífið séu
betur menntaðar en áður og séu í
betri tengslum við hið alþjóðlega
samfélag sem við búum í. „Ungt fólk
lítur auk þess á þau tækifæri sem við
höfum hérna með svolítið öðram
hætti en gert hefur verið og við er-
um farin að skynja hvaða sérkenni -r
það era á íslandi sem við getum nýtt
okkur. í því sambandi má nefna
dæmi eins og erfðarannsóknir, upp-
lýsingatækni og ýmislegt sem teng-
ist vísindum.“ Ásdís Halla segir enn-
fremur að ungir sjálf-
stæðismenn séu bjart-
sýnir á að ef tilteknum
breytingum á samfélag-
inu verði náð geti kraft-
ur þessarar kynslóðar
fengið að njóta sín.
Ásdís Halla tekur ,
ffam að vegna verkefn-
isins, ísland tækifær-
anna, sem ungir sjálf-
stæðismenn hafi unnið
að undanfarna mánuði,
hafi málefnastarf þeirra
að mörgu leyti verið frá-
bragðið því sem áður
hefði verið. „Undan-
farna áratugi hafa ungir
sjálfstæðismenn eins og
allir aðrir aðallega verið
að velta fyrir sér annars vegar um-
fangi ríkisins og hins vegar einstak-
lingsfrelsinu og átökin í stjórn-
málaumhverfinu hafa yfírleitt verið
milli þeirra sem vilja minni ríkisaf-
skipti og þeirra sem vilja meiri ríkis- -C
afskipti. Nú þegar komin er meiri
sátt um að draga þurfi úr miðstýr-
ingu og ríkisafskiptum höfum við
meira svigrúm til að taka á málum
sem við höfum ekki haft svigrúm til
að taka á áður,“ segir hún og bætir
því við að málefnaþingið verði af
þeim sökum öragglega fjörugt.
Kynning á frambjóðendum
í Reykjanesi
Málefnaþingið hefst á laugardag-
inn kl. 10.00 þegar Ásdís Halla setur
þingið og að því loknu flytur Haf-
steinn Þór Hauksson, formaður
Hugins, ávarp. Þá taka störf mál-
efnanefnda við, en þær starfa til kl. .-fc
16.00 á laugardaginn. Eftir það flyt-
ur formaður Sjálfstæðisflokksins,
Davíð Oddsson forsætisráðherra,
ávarp. Hátíðarkvöldverður hefst í
Skútunni í Hafnarfirði kl. 20.00 á
laugardagskvöld, þar sem Olafur G.
Einarsson, forseti Alþingis, verður
heiðursgestur en veislustjóri er Guð-
laugur Þór Þórðarson, borgai’full-
trúi.
Þingið heldur áfram kl. 11.00 á
sunnudaginn með afgreiðslu álykt-
ana. Að því loknu, kl. 15.30, sitja
frambjóðendur Sjálfstæðisflokksins
í Reykjaneskjördæmi fyrir svörum.
Þingslit verða um kl. 17.00. Þingfor-
seti er Halldóra Vífilsdóttir, fyrrv.
varaformaður SUS. Þinggjald er
1.000 kr., en skráning á þingið fer
fram á skrifstofu SUS eða með
tölvupósti á susExd.is. Nánari upp-
lýsingar má fá á heimasíðu S.u.s.
www.xd.is/sus