Morgunblaðið - 01.10.1998, Page 43

Morgunblaðið - 01.10.1998, Page 43
MORGUNBLAÐIÐ AÐSENDAR GREINAR FIMMTUDAGUR 1. OKTÓBER 1998 4^ „Samtök fyrirtækja ferðaþj ónustunnar “ UNDANFARIN ár hefur verið mikil gróska í íslenskri ferðaþjón- ustu. Hún kemur m.a. í ljós í framsækni sam- gönguráðherra á flest- um sviðum ferðaþjón- ustunnar, fjölgun ferða- þjónustufyrirtækja í hefðbundnum þjónustu- greinum og mitólli fjölg- un möguleika í afþrey- ingu um allt land. Um leið og þetta hefur átt sér stað hafa sveitar- stjórnarmenn gert sér enn frekari grein fyrir auknum hlut sveitarfé- laganna í ferðaþjónust- unni. Ferðaþjónustan hefur fyrst og fremst þróast á undan- fórnum ái'atugum samhliða starii fyr- h-tækja eins og Flugleiða, Flugfélags íslands, ferðaskrifstofa, Atlanta, Is- landsflugs og hópferðabíla enda ekk- ert eðlilegra, þar sem þessir aðilar öðnim fremur hafa séð um flutninga ferðamanna til og innan landsins. I öðru lagi vegna framtaks sveitai'fé- laga víða um land og í þriðja lagi með uppbyggingu afþreyingar í íslenskri ferðaþjónustu. I þeÚTÍ uppbyggingu hefui' hvorki átt sér stað miðstýring að ofan né að stór ferðaþjónustufyrir- tæki hafi sett niður afþreyingar- möguleika um allt land. Það eru hug- myndir frumkvöðlanna í afþreyingu sem hafa þróast smátt og smátt í flestum tilfellum vegna hesta, jeppa eða vélsleða og vegna sögu, menning- ar eða landslags þess umhverfis sem þessir frumkvöðlai' hafa dvalið í. Nú er þróunin komin á það stig, að nauðsynlegt er að koma á breyttu heildarskipulagi í ferðamálum á Is- landi með hliðsjón af hagsmunum heildarinnar, vegna hagsmuna fyiir- tækjanna, ríkis og sveitarfélaga, sam- taka, skóla og einstaklinga. Ráðherra ferðamála, Halldór Blöndal, kom af stað mikilli vinnu við mótun stefnu í ferðamálum 1996 og hélt áfram með framkvæmdaáætlun 1997 og 1998. Þessi vinna hefur komið mörgu til leiðar. Hún hefur leitt til fram- kvæmda, skipulagsbreytinga, aukið rannsóknir og menntunarmöguleika, opnað augu margra fyrir mikilvægi ferðaþjónustunnar, hvatt til sér- menntunnar og ekki síst fjölgað störfum og aukið hlut sérmenntaðs fólks í ferðaþjónustu. En það er nauðsyn- legt að halda áfram og horfa til framtíðar. Einmitt með framtíðar- sýn í huga hafa ýmsir forystumenn í ferða- þjónustu látið þau orð falla m.a. á ársþingum Ferðamálaráðs að lausn- in væri að stofna heild- arsamtök í ferðaþjón- ustu. Slík samtök muni auka samtakamátt og kraft markaðssetningar í ferðþjónustu bæði inn- anlands sem erlendis, þar sem að því kæmu kraftar allra þeirra aðila, sem starfa að framgangi ferðaþjónustunnar á íslandi. Starfs- menn samgönguráðuneytisins og fleiri hafa unnið að breytingum á lög- um nr. 117/1994 um sldpulag ferða- Er skipulag ferðaþjón- ustunnar á tímamótum, spyr Pétur Rafnsson, sem telur nauðsyn- legt að koma á breyttu heildarskipulagi ferðamála. mála. Þessi vinna er einnig að hluta afsprengi stefnumótunar í ferðaþjón- ustu og þeirra tillagna sem í henni birtust. Þar kom m.a. fram sú hugsun að einfalda stjómsýsluna og sameina hagsmunaaðila í ferðaþjónustu, sem sameinaðir gætu á öflugan hátt tekið á málum gi'einarinnar, hvort heldur væri með ríkinu eða í átökum við það. Fulltrúar fyrirtækja eins og aðrir í greininni tóku vel í þessi jákvæðu skilaboð um stofnun samtaka og hófu undirbúning að málinu. Fyrst með heildarsamtök í huga, síðan samtök allra fyrirtækja og nú standa mál þannig að stofnun samtaka fyr- irtækja í ferðaþjónustu er í burðar- liðnum. Samband veitinga- og gisti- húsa á heiður skilið fyiir þeirra frumkvæði og forystu í þessum und- frbúningi. Eins og fram kemur í frétt í Mbl. 22. september s.l. boðaði Sam- band veitinga- og gistihúsa til aðal- fundar 24. sept. m.a. tO að breyta lögum sambandsins svo önnur fyi-h’- tæki í ferðaþjónustu gætu gengið í sambandið. En samkvæmt tillögu, sem lögð var fyrir fundinn, ætti SVG eftirleiðis að heita „Samtök ferða- þjónustunnar". Hér varð þeim á í undirbúningi að stofnun þessara samtakanna. Fyrirtækin í ferðaþjón- ustu eru burðarásar þessarar at- vinnugreinar. Þó eru mun fleiri aðil- ar í ferðaþjónustu á Islandi en þau fyrirtæki, sem boðin er innganga í þessi væntanlegu samtök. Það er því rangnefni að þetta séu einhver heild- arsamtök í ferðaþjónustu á Islandi eða geti með neinum sanni heitið „Samtök ferðaþjónustunnar“. Stjórn Ferðamálasamtaka höfuð- borgarsvæðisins (FSH) kom á fram- færi tillögu um heildarsamtök í ferða- þjónustu og skipulag ferðamála við skrifstofu Ferðamálaráðs íslands, samgönguráðuneytið og ýmsa aðila í ferðaþjónustu fyrir um einu og hálfu ári, þar sem reiknað var með að öll fyrirtæki í ferðaþjónustu, ferðamála- samtök landshlutanna með aðild sveitarfélaganna, ferðafélög, leið- sögumenn og önnm- félög stofnuðu þessi heildarsamtök. Það er öllum Ijóst, sem hafa einhverja yfirsýn yfir ferðaþjónustuna, að sveitarfélögin eru mjög stór hlekkm- í ferðaþjónustu landsins. Ferðamálasamtökin hafa einnig mikilvægu hlutverki að gegna þó misjafnt sé efth’ landshlutum auk fagskóla, háskóla, ferðafélaga, leið- sögumanna og annara samtaka sem í raun eru hluti af ferðaþjónustunni á Islandi. Þess vegna er það miður að fulltrúar fyrirtækjanna skuli ekki hafa skoðað málið betur og í samráði við aðra aðila í ferðaþjónustu. Fyrirtækjunum er í sjálfsvald sett hvers konar samtök þau stofna burt séð frá því hvað aðrir aðilar í ferða- þjónustu gera. A undirbúningsfundi samtakanna á Grand Hotel 4. júní s.l. var lagt fram plagg undh'bún- ingsnefndar. Inngangur þess hefst á þessum orðum: „Hjálagt leggur und- irbúningsnefnd fram drög að lögum fyrir heildarsamtök fyrirtækja í ferðaþjónustu". En vilji fyi'irtækin Pétur Rafnsson kalla þau „Samtök ferðaþjónustunn- ar“ verða allir aðilar ferðaþjónust- unnar að eiga möguleika á inngöngu ellegar setji þau orðið „fyrirtæki" í eignarfalli fleirtölu á milli, þ.e. „Sam- tök fyrirtækja ferðaþjónustunnar“, skammstafað SFF, eða Samtök at- vinnurekenda í ferðaþjónustu (SAF) eins og lagt var til á undfrbúnings- fundinum. Það lýsir því nokknim hroka á aðalfundi SVG að láta sig bara hafa það og samþykkja nafnið „Samtök ferðaþjónustunnar", skítt með alla aðra aðila í ferðaþjónustu á Islandi og hvað þeim finnst. Skipulag ferðaþjónustunnar er á tímamótum, samtök fyrirtækjanna eru að sameinast og önnur félög og samtök munu sameinast í stærri ein- ingu. Samtökin í ferðaþjónustunni munu verða flefri en ein og ráðherra ferðamála mun leggja fram breyt- ingar á lögum um skipulagið í heild. í vor þegar ljóst var orðið að fyrir- tækin stefndu að stofnun fyrirtækja- samtaka, kom stjóm Ferðamálasam- taka íslands tillögu til ráðuneytisins, þar sem hugmyndin var þríeyki, setr^ myndaði heildarskipulag ferðamála * íslandi. Aðrir aðilar en fyrirtæki í ferðaþjónustu eins og ferðamálasam- tök, sveitarfélög og önnur samtök, félög og einstaklingar skyldu sam- einast undir einum hatti Ferðamála- samtaka íslands. Þessir þrír aðilar, Samtök fyrirtækja ferðaþjónustunn- ar og Ferðamálasamtök Islands ásamt samgönguráðherra verði síð- an þeir aðilar sem myndi heildar- skipurit ferðamála á Islandi, standi að ferðamálaráði og markaðsráði ferðaþjónustunnar. Höfundur er formaður Ferðamála- samtaka höfuðborgarsvæðisins og Ferðamálasamiaka íslands. -t- Wf' ' 1 B ■ <&*$*** JS! Mánud. - föstud. Fimmtudagar Laugardagar Sunnudagar 10:00 - 18:00 10:00 - 20:00 11:00 - 16:00 13:00 - 16:00 j TM - HÚSGÖGN ? Síöumúla 30 - Sími 568 6822 yíu^AINl^URENT 40 ára starfsafmæli }'ÍUlíy\lNl//\UW.Nr - seinni hluti. Ævintýri Austurlanda. Gréta Boiia, förðunarmeistari, kynnir nýju haustlitina, í dag og á morgun frá kl. 12 og á laugardag frá kl. 11. Glæsilegir litir og frábærar nýjungar, þar á meðal nýr farði Teint Singulier. Verið velkomin cí ACA Vinsamlega munið að panta tíma í förðun. Kringlunni, sími 568 9033 Reykvíkingar Munið borgarstjórnarfundinn í dag kl. 17.00 sem útvarpað er á Nær Reykjavíkiiriioi^ Skrifstofa borgarsljóra

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.