Morgunblaðið - 01.10.1998, Page 44

Morgunblaðið - 01.10.1998, Page 44
^4 FIMMTUDAGUR 1. OKTÓBER 1998 MORGUNBLAÐIÐ AÐSENDAR GREINAR Ár aldraðra ÉG ER ekki talsmaður þess að greina menn í aðskilda hópa í þjóðfé- laginu, skv. einhverjum merkingum í kennitölum þeirra, eftir kyni eða eft- ir öðrum greiningaraðferðum. Það kann að þykja mótsögn í því hjá mér að vilja draga úr hólfun þjóðfélagsins eftir aldri þegnanna og hinu að fagna því að Sameinuðu þjóðirnar skuli benda ríkisstjórnum og félagasamtökum á, að sérstaks átaks sé þörf, til að bæta hag og að- stöðu tiltekinna hópa. k En ég tel svo ekki vera. Það er mat Sameinuðu þjóðanna að það þurfi að vekja athygli stjórn- málamannana og forystumanna al- mannasamtaka á mikilvægum við- fangsefnum, sem hafi orðið útundan í þjóðfélaginu. Megintilgangur og stefnumið Sa- meinuðu þjóðanna með þessari út- nefningu ársins er nefnilega skv. út- sendum samþykktum samtakanna, að hvetja ríkisstjórnir og almanna- samtök allra aðildarríkjanna til öfl- ugs samstarfs á árinu. Starfs sem miði að því að koma í veg fyrir að fólk skiptist í hópa eftir aldri. Starfs sem miði að því að aldraðir haldi áfram virkri þátttöku í þjóðfélaginu. Nýbýlavegi 30, (Dalbrekkumegin), sími 554 6300. www.mira.is Starfs sem miði að því að búa til eitt samfélag fyrir alla aldurshópa, sem taki virkan þátt í stefnumótun og framkvæmd mála. Það þarf hugarfarsbreytingu gagnvart kynslóðabilinu. Hugarfars- breytingu sem komi í veg fyrir þann skilning að aldraðir sem hættii' eru að vinna, séu einhver sérstakur minnihluta hópur i landinu. Hið eðlilega er vitaskuld að líta á aldraða sem hluta af órjúfanlegri heild sem myndar þjóðfélagið. Einhliða aldursmörk eru líka ákaf- lega ómarkviss mælikvarði á getu fólks til virkni í samfélaginu. íslenska ríkisstjórnin virðist ætla að taka vel í málaleitan Sameinuðu þjóðanna um að nota ár aldraðra til þess að efla sérstaklega starfsemi til styrktar málefna þeirra. Væntanlega bæði að því er varðar hinn þjóðfé- lagslega viðhorfaþátt og vonandi líka að því er varðar skatta-, trygginga- og önnur efnahagsleg afkomumál þeirra, sem í dag eru að mestu leyti háð stjórnvaldaákvörðunum. Islenska ríkisstjórnin brást nefni- lega vel við tilmælum Sameinuðu þjóðanna strax í fyrravetur og til- nefndi tryggingaráðherra sérstakan starfshóp á vordögum til þess að undirbúa aðgerð- ir fyrir hennar hönd að þessu tilefhi. Og er það vel. Ef grannt er skoðað er aðstaða, þjónusta við alchraða og afkoma þeirra á Islandi, í mörgum efn- um verulega lakari held- ur en gerist í þeim grannlöndum okkar, sem við helst viljum bera okkur saman við. Og ef við ætlum með rétti að geta haldið því fram að við búum í velferðarríki, þá þurfum við að taka okkur tak í þessum efn- um og færa allmargt til betri vegar. Það er þess vegna ekki nóg bara að halda í horfinu að því er varðar eflingu og skipulagningu starfsemi vegna aldraðra. Nei, það verður nú að hefja stórsókn í þeim efnum og ár aldraðra er einmitt ágætt tilefni til þess. Ríkisstjómin og stjórnir sveitarfé- laganna gera sér væntanlega fulla gi-ein fyrir þessu og hafa því tekið fagnandi áskorun Sameinuðu þjóð- anna og hrinda væntanlega slíkri stórsókn af stað. Stórsókn með að- gerðum sem við að árinu loknu get- um sagt að hafi fært okkur upp að hlið samanburðarþjóðanna, um kjör og aðbúnað aldraðra hér á landi. Þá er einnig mikilvægt, og vil ég alveg sérstaklega fagna því, hve stóm verkalýðssamtökin hér á landi hafa brugðist fljótt og vel við tilmæl- um Sameinuðu þjóðanna. Sameinuðu þjóðirnar beina nefni- lega einnig tilmælum sínum til fjölda- samtaka í löndunum, um að reyna að upphefja kynslóðabilið og efla sam- eiginlegt þjóðfélag fyrir alla aldui's- hópa. En Alþýðusambandið og BSRB hafa nú í samvinnu við Landssam- band eldri borgara undirbúið ráð- stefnu undir þessu kjörorði Samein- uðu þjóðanna, Þjóðfélag fyrir alla aldurshópa. Ráðstefnu sem haldin verður nú 1. október, á degi aldr- aðra, í Gullsmáranum í Kópavogi. Megin viðfangsefni ráðstefnunnar verður að fjalla um starfslokin. Það væri trúlega hægt með skipulögðu starfi, að gera mikið meira í verkalýðsfélögunum heldur en gert hefir ver- ið til þessa, í þeim til- gangi að auðvelda fólki starfslok og koma í veg íyrir að kynslóðabil skapist. En til þess þarf í upphafi góða sameigin- lega umfjöllun forystumanna sem víðast að úr hreyfingunni. Forystu- manna sem síðan gætu útbreytt um- ræðuna i félögin út um allt land. Það er mikilvægt þegar fjöldasam- tök eins og verkalýðshreyfingin gríp- ur til aðgera til að týna ekki sínum félögum, eins og gjarnan hefur gerst Einhliða aldursmörk, segir Benedikt Davíðs- son, eru ákaflega ómarkviss mælikvarði á getu fólks til virkni í samfélaginu. þegar þeir hverfa út af vinnumark- aði. Mörgum gömlum félagsmanni finnst að hann eigi ekki beinlínis er- indi inni í félagsstarfinu þegar hin al- mennu ákvæði kjarasamninga um launataxta eiga ekki lengur við hann. En þetta er auðvitað hinn mesti mis- skilningur. Meginhluti þeirra kjara sem ellilíf- eyrisþegar búa við í dag, er jú til- kominn fyrir tilstuðlan samskipta verkalýðshreyfingarinnar við stjórn- völd um þessi efni. Hinir eldri þurfa því að vera með þegar undirbúnar eru tillögur um breytingar á kjarasamningum, það er einmitt þá sem þarf að ræða hug- myndir og tillögur um breytingai' á þeim hluta kjaranna, sem mai’kast af stjórnvaldaaðgerðum. Og enga um- fram þá sem eiga afkomu sína fyrst og fremst undir góðu lífeyris-, skatta- og tryggingakerfi, eins og ellilífeyrisþegar gera, varðar slíkt meiru. Ég fagna því alveg sérstaklega að verkalýðssamtökin skuli beita sér fyrir ráðstefnuhaldi sem þessu. Ég vænti þess líka að það verði til þess að félagar í samtökum eldri borgara og aðrir ellilífeyrisþegar, svari kalli og efli virkni sína í sam- tökunum. Ég vil einnig geta þess að ýmis önnur fjöldasamtök hér á landi hyggjast á ári aldraðra efla starf- semi sína til styrktar öldruðum. Iþrótta- og ungmennahreyfingin hyggst stuðla með ýmsum hætti að andlegri og líkamlegri uppörvun elli- lífeyrisþega, með mikilli og virkri fræðslu um líkamsrækt. Einnig vil ég geta þess að Lions- hreyfingin á Islandi, í samvinnu við slíkar hreyfingar á öðrum Norður- löndum, hefir ákveðið í tilefni ársins að hefja stóra fjársöfnun, „Rauða fjöðrin", og láta veralegan hluta söfnunai-fjárins renna til verkefna, sem sérstaklega gætu komið öldruð- um að gagni. Ef allir þessir aðilar, ríkisstjórn, bæjarfélög og almannasamtök leggj- ast nú á eitt og gera eins og best má vera, hver á sínu sviði, þá er líklegt að athafna í tilefni árs aldraðra á Is- landi muni gæta vel í framtíðinni í menningarlegu mati á þjóðfélaginu. Þá er einnig líklegt að í efnahags- og félagslegu tilliti verði aðstaða eldri borgara á íslandi sambærileg við það sem best gerist í öðrum lönd- um. Höfundur er formaður landssambands eldri borgara. Benedikt Davíðsson Jöfnun atkvæðaréttar AF OG TIL á síðustu árum hefur verið minnst á jöfnun atkvæðisréttar. Síðan núverandi kosn- ingalög voru samþykkt vorið 1984 er ljóst að bú- ið er að jafna atkvæða- vægið milli flokka en eft- ir er að jafna atkvæða- réttinum milli kjör- dæma. Hægt og rólega sígur á ógæfuhliðina, sérstaklega hvað varðar Vestfirðinga, en íbúum í N orðurlandskj ördæmi vestra fækkar líka. I nóvember 1994 var haldinn borgarafundur í Ráðhúsinu í Reykjavík og munu ungliðasamtök stjórnmálaflokkanna hafa staðið sameiginlega fyrir honum. Fundinum var sjónvarpað beint hjá Ríkissjón- varpinu. A fundinum sátu fyrir svör- Landbúnaðurinn veður uppi, segir Halldór Haildórsson, í skjóli misvægis atkvæða eftir búsetu. um einn frá hverjum flokki, alls fimm. Héldu nú ýmsir að eitthvað færi að gerast. En það er lítið. Þær tvær ríkisstjórnir sem setið hafa síðan 1991 hafa haft ákvæði um jöfnun atkvæðaréttar í stefnuskrám og stjórnarsáttmálum sínum. Það sem gerst hefur er að skipuð hefur verið nefnd í málið með Friðrik Sophusson sem formann. Lögin em þannig að eftir að búið er að sam- þykkja breytingu verður að rjúfa þing og efna til kosninga. Því er ljóst að breytingin verður ekki gerð fyrr en alveg í lok þingsins vorið 1999 og verði hún ekki gerð þá tekur við bið í fjögur ár. í skjóli misvægis at- kvæða veður landbúnað- urinn uppi og eins og fyrri daginn má enginn segja neitt án þess að eiga á hættu að á hann verði ráðist í ræðu og riti. í samgöngumálum líður ekki svo vika að ekki finnist fjall til að bora í gegnum eða fjall- vegur til að malbika. Það nýjasta er flutning- ur ríkisstofnana út á land þrátt fyrir að varla nokkur starfsmaður ætli að flytja með stofnun- inni. Ég er í sambandi við menn sem höfðu áhuga á jöfnun atkvæðisréttar fyrir nærri 20 ái-um, þegar síðast var unnið að breytingum. Þar sem við erum byi-j- aðir að óttast að ekkert verði gert til að jafna atkvæðaréttinn í þetta skiptið hefur verið ákveðið að efna til borgarafundar um málið á morgun, sunnudag, kl. 14. Fundurinn verður í Ráðhúsinu í Reykjavík og er öllum opinn. Þar verða tekin fyrir nokkur dæmi úr landbúnaðinum auk þess sem maður sem hefur farið illa út úr viðskiptalífinu vegna landbúnaðar- mála segir sögu sína. Þá mun verða boðið upp á það sem kalla mætti jarðgangafyllerí, en þar munu verða sýnd dæmi um óskir um jarðgöng úr öllum landsbyggðarkjördæmunum. Þá verður síðan að minnast á það nýjasta, flutning ríkisstofnana út á land, en í því sambandi er vonast til að það fólk sem hefur farjð illa út úr því fjölmenni á fundinn. Ég ætla síð- an að útskýra núverandi kosningalög á myndrænan hátt, en þau eru mjög flókin. Jafnframt verður bent á leiðir til úrbóta sem valda sem minnstri röskun, en örlað hefur á frekar flóknum leiðum upp á síðkastið. Að lokum verða almennar umræður. Halldór Halldórsson Höfundur er útvegsfræðingur.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.