Morgunblaðið - 01.10.1998, Síða 45

Morgunblaðið - 01.10.1998, Síða 45
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR L OKTÓBER 1998 4^. ÞAÐ ER fátt betra á dimmum og köldum vetrar- kvöldum en að koma sér einhvers staðar vel fyrir með góða bók sér í hönd, heitt kakó og hlýja og fal- lega værðarvoð yfir kroppnum. Láta sig líða burt úr veröldinni um tíma, úr skarkala hversdagsins yfír í annan heim. Heim sem hver og einn getur valið að vild. Góða bók er vonandi að finna á öllum heimilum og sennilega heita kakóið líka. Fallega værðarvoð gæti hins vegar vantað á einhver heimili. Hér er því gefinn möguleiki á að bæta úr því. Því bráðnauðsyn- legt er að hafa yfir sér fallega værðarvoð til að full- komna þrenninguna. Vert er að nefna að litavalið skiptir miklu máli, því rannsóknir benda til að litir hafa áhrif á fólk. Ef við lítum í kringum okkur þá hefur allt sem fyrir augum ber einhvern lit. Lífið er hreinlega allt í litum þó margir velti því aldrei fyrir sér og hvað þá áhrifum þeirra. Til dæmis hafa ákveðnir grænir litir mjög róandi áhrif á fólk, hárauður litur hef- ur æsandi áhrif og sumir bláir litir geta verið svo kaldir að gæsahúðin hreinlega sprettur fram. Flestir kannast eflaust við það að hafa séð ein- hverja litasamsetningu sem hefur truflandi áhrif á augun, líkt og litafletirnir séu á hreyfingu og mjög óþægilegt er að horfa á. Það gerist oft þegar sterkum andstæðum litum er raðað saman í litla fleti. Það er misjafnt hvað fólk spáir í Iiti en sumir eru svo næmir að ákveðnir litir ná hreinlega að ræna augum viðkomandi. Þ.e.a.s. þeir ná að draga alla athyglina að sér svo að viðkomandi getur hreinlega ekki á heilum sér tekið nema þessi litur verði fjarlægður. Svo það er um að gera að vanda ávallt til litasamsetninga. En í þessa værðarvoð hafa ver- ið valdir heitir og mjúkir haustlitir sem hafa róandi áhrif. Orðið værðarvoð er gamalt fallegt orð sem á nútíma máli er kallað „teppi“. Skv. orðabók Máls og menningar þýðir orðið værðarvoð: „hlýtt ullarteppi". Bara að heyra orðið „værðarvoö" hlýjar manni og minnir á værð og notalegheit. Meðan orðið „teppi“ segir í sjálfu sér ekki neitt, en við tengjum það bara í huganum við þennan ákveðna hlut. Þessi værðarvoð er hekluð úr norsku ullargarni sem heitir Peer Gynt eða á islensku Pétur Gautur eftir samnefndu hugsjónaleikriti eftir norska leikritaskáldið Henrik Ibsen sem Einar Benediktsson þýddi yfir á islensku árið 1901. Ekki dónalegt nafn það á garntegund enda er það eitt það besta á markaðnum og búið að sanna sig, því það er meira en hálf öld síðan byrjað var að framleiða það og gæðin eru eftir því. Fyrst er heklaður ákveðinn fjöldi af litlum „dúllum“ og þær siðan heklaðar saman. Þannig er þægilegt að taka handavinnuna með sér og hekla dúllurnar hvar sem er t.d. á biðstofum, í heimsóknum, í frímínút- um eða hvar sem dauður tími skapast. Það er alltaf hægt að nýta tím- ann betur. Siðan er bara að hita kakóið og kíkja í bókahilluna, kannski leynist Ibsen þar. Nú eða Einar Ben og Guðbergur eða kannski Morgan Kane! Værðarvoð í haustlitum Efnismagn fer eftir stærð teppis og heklfestu. Þetta teppi mælist 105-180 sm og til viðmiðunar fór í það: PEER GYNT 100% ull Kremað nr. 664 Gult nr. 126 Sinnepsgult nr. 227 Mosagrænt nr. 298 Vínrautt nr. 242 Grænt nr. 295 Kamellitað nr. 218 Heklunál nr. 4 Heklið 12 loftlykkjur með krem- uðu PEER GYNT nr. 664 og heklu- nál nr. 4. Tengið í hring með 1 keðjulykkju. 1. umf.: Heklið 4 loftlykkjur = fyrsti tvöfaldur stuðull, 1 tvöfaldur stuðull í hringinn, * 4 loftlykkjur, 4 tvöfaldir stuðlar í hringinn *. End- urtakið frá * - * 2 sinnum. 4 loft- lykkjur, 2 tvöfaldir stuðlar í hring- inn. Tengið með 1 keðjulykkju í 4. loftlykkju. Slítið frá. 2. umf.: (Einhver af hinum litunum) Byrjið í fyrsta horninu og heklið 4 loftlykkjur + 1 tvöfaldan stuðul ut- an um hornbogann. * 4 loftlykkjur + 2 tvöfaldir stuðlar utan um sama homboga, 1 tvöfaldur stuðull í hvern af næstu 4 tvöfoldu stuðlun- um, 2 tvöfaldir stuðlar utan um næsta homboga *. Endurtakið frá * - * 2 sinnum. 4 loftlykkjur + 2 tvöfaldir stuðlar utan um síðasta 7 dokkur 6 dokkur 6 dokkur 6 dokkur 6 dokkur 6 dokkur 6 dokkur TEPPI, heklað úr Peer Gynt 100% ull, verður alltaf eins. Það er áferðin og spuni garnsins sem gefur teppinu þessa eiginleika. Peer Gynt er framleitt í 44 litum. Útskýringar á hekli Keðjulykkja Fastapinni 3 stuðlar teknir saman í toppinn. hombogann, 1 tvöfaldur stuðull í hvern af síðustu 4 tvöföldu stuðlun- um. Tengið með 1 keðjulykkju í 4. loftlykkju, 1 keðjulykkja í tvöfalda stuðulinn og 1 keðjulykkja utan um hornbogann. 3. umf.: Eins og 2. umferð, en tvö- földu stöku stuðlarnir sem voru 4 verða nú 8. 4. umf.: Eins og 2. umferð, en tvö- földu stöku stuðlamir sem vom 8 verða nú 12. Slítið frá. Heklið 1 umferð af fastapinnum með kremuðu utan um dúllurnar. Heklaður er 1 fastapinni í hvern tvöfaldan stuðul, en 4 fastapinnar utan um hornbogann. Þegar búið er að hekla dúllumar er best að leggja þær allar á gólfið t.d. og raða þeim saman eins og hverjum finnst fallegast. Heklið dúllumar saman með keðjulykkjum, fyrst á langinn. Leggið 2 dúllur saman með röngu að röngu og heklið keðjulykkju í fastapinnana upp af tvöfóldu stuðl- unum, en þegar kem- _ ur að fastapinnunum í hornunum er þeim sleppt og heklaðar 7 loftlykkjur. Þegar búið er að hekla allar lengjurnar saman langinn era þær heklaðar eins saman á þverveginn, en þar sem vora heklaðar 7 loftlykkjur era nú heklaðar 3 loftlykkj- ur, 1 loftlykkja utan um miðjuna á hinum 7 + 3 loftlykkjur. Blúnda utan um teppið: Heklið með krem- uðu. Stingið heklu- nálinni í þriðja*-' fastapinnann í einu horninu. * Heklið 3 loftlykkjur + 3 stuðla í sama fastap- inna. ** Hoppið yfir 2 fastapinna og heklið 1 fastapinna f næsta fastapinna. Heklið 3 loft- lykkjur + 3 stuðla í fastapinnann sem þið vorað að gera **. Endur- takið frá ** - ** 6 sinnum. Heklið nú 3 stuðla, sem teknir era saman í toppinn, í fyrstu keðjulykkju sem dúllurnar vora heklaðar saman með. Heklið 3 loftlykkjur + 3 stuðla í toppinn *. Hoppið yfir 2 fastapinna, heklið 1 fastapinna í þriðja fastapinna á næstu dúllu og4* endurtakið frá * - * utan um allt teppið. þakrennur .K Þola íslenskt veðurfar Þakrennukerfið fró okkur er samsett úr galvanhúðuðu plastvörðu stóli. Það er auðvelt og fljótlegt í uppsetningu. Þakrennukerfi sem endist og endist. <4-WIIk/A*Lk7JI» TÆKNIDEILD (XlfrK /VS/ á á~' Smiðshöfða 9 • 132 Reykjavík Sími 587 5699 • Fax 567 4699 ♦ .......................... www.mbl.is Handklæðaofnar Vandaðir handklæðaoihar. Fáanlegir í ýmsum stærðum. Ligerstærðir: 700 x 550 mm 1152 x 600 mrn 1764 x 600 mm Smiðjuvegi 11. Kópavogi ItQgUlrt sími 564 1088,fax564 1089 Fæst í byggingavaruverslunum um land allt. Tilboðsdagar HERRASKÓR Teg.: 81103 Lltur: Svartir. Stærðír: 40-45 Verð áður:4Mt95,- Verð nú: 4.995,- Sérlega breiðir. Vandað leður. Skinnfóðraðir. Þunnur gúmmísóli. Póstsendum samdægurs ecco Teg. 81184. Litir: Svartir og dökkbrúnir. Stærðir: 41-47 Verð áður:jL99S7’ Verð nú: 4.995,- Mjúkir, vandað leður. Skinnfóðraðir. Leðursóli með gúmmí slitfleti. Toppskórinn VELTUSUNDI V/INGÓLFSTORG, SÍMI 552 1 21 2 JOMOS frá Þýskalandi Teg. 25588. Litun Svartir m/dökkgráu. Stærðir: 40-1 Verð áður: 5Æ95T- Verð nú: 3.995,- Góðir götuskór. Vandað leður. Skinnfóðraðir m/góðum slitsóla. Ath. höfum einnig fieiri teg. af yfirstæröum |<lf»

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.