Morgunblaðið - 01.10.1998, Page 56
/ >6 FIMMTUDAGUR 1. OKTÓBER 1998
MORGUNBLABIÐ
Allt að verða
upppantað í október.
Myndataka, þar sem þú ræður hve
stórar og hve margar myndir þú
færð, innifalið ein stækkun 30 x 40
cm í ramma.
kr. 5.000,oo
Þú færð að velja úr 10 - 20 myndum
af bömunum, eftirfarandi stærðir
færðu með 60 % afslætti frá gildandi
verðskrá ef þú pantar þær
strax.endanlegt verð er þá.
13 x 18 cm í möppu kr. 1.200,00
20 x 25 cm í möppu kr. 1.720,00
30 x 40 cm í ramma kr. 2.560,00
Ljósmyndastofa Kópavogs Ljósmyndastofan Mynd
sími: 554 30 20 sími: 565 42 07
Passamyndir á fimm mínútum alla virka daga.
<_
Nýjar o
GO m
dragtir 111 “0
(
>
z
>
X
Opið laugard. kl. 10-16 o
G
tísknvprsl n n
tlðnilrCl ð 1 U 11 Rauðarárstíg 1, sími 561 5077
MARBERT
Kvenleg fegurd
Kvenleikinn er í fyrirrúmi hjá MARBERT
veturinn '98-'99. Áhrifin eru sótt i ástríðu-
fullt og lokkandi andrúmsloft Karibahafs-
eyjanna, þar sem rauður litur ástríðunnar
og svartur litur syndarinnar eru
grunntónarnir.
Þessi glæsilegí kaupauki að verðmæti
kr. 1.690 fylgir með þegar keyptir
eru þrír hlutir úr förðunarlínunni frá
MARBERT. Ekki missa af þessu.
Kynningar verða:________________
L
a
t
1
n
L
o
V
e
Snyrtivd. I Snyrtihöllin, I Sandra, | Gallery
Hagkaups, Garðabæ Smáratorgi förðun
Kringlunni
Fimmtudag Fimmtudag Föstudag Föstudag
Föstudag
í DAG
VELVAKANÐI
Svarað í síma 569 1100 frá 10-12 og 13-15
frá mánudegi til föstudags
Kvótabrask -
kvótaþing', hvers
vegna?
HVENÆR ætla stjórn-
völd að átta sig á því
vandamáli er þau sjálf
hafa skapað með kolvit-
iausri löggjöf um fisk-
veiðistjórnun. Líta má á
það er stjórnvöld úthuta
veiðiheimildum, sem
nokkurskonar fjárhættu-
spil, þar sem gjafarinn
gefur vitlaust, sem sagt
gefur sínum vinum fleiri
spil, sem þeir geta svo
stungið upp í ermina og
síðan selt meðspilurum
eftir þeirra þörfum. Því er
nú haldið fram að nýsett
lög um Kvótaþing geri
það, sem þeim var ætiað,
að kvótabraskið yrði sýni-
legt. Þá kom krókur á
móti bragði hjá sægreif-
um með spilin upp í
erminni, enda var sú út-
hlutun er þeir fengu
ókeypis. Þeir hvorki vilja
selja né leigja veiðiheim-
ildir svo sýnilegt sé og
ætla þar með að koma
lénsmönnum sínum á von-
ai’völ og kvótaþingið þar
með feigt. Þá sýnist mér
sjávarútvegsráðherrann
eigi einn góðan kost tæk-
an, ef helgur Kristján lof-
ar, það er að aflétta veiði-
banni á öilum krókaveið-
um þegar í stað því að
engum heilvita manni
dettur í hug að krókaveiði
geti valdið ofveiði. Þeir
sem því halda fram gera
það af einhverjum annar-
legum hvötum.
Jón Hannesson,
Flyðrugranda 16.
Fyrirspurn til
Almenningsvagna
MIG langar að vekja at-
hygli á AV í Kópavogi og
strætisvagnaskýlum
tveim, á Kringlumýrar-
brautinni, sem þeir bera
ábyrgð á. Þar er mikið
krot og mikill sóðaskapur
og hafa skýlin ekki verið
þrifin né máluð í nokkra
mánuði. Svo vantar tíma-
töfiur í flest öll strætis-
vagnaskýli í Kópavogsbæ
og hefur vantað í nokkur
ár, eða næstum frá því að
AV byrjuðu. Þess vegna
langar mig- til þess að for-
svarsmenn AV svari mér
eins fljótt og auðið er
hvort það eigi aldrei að
gera bragarbót á þessu?
Eg hef kynnt mér það hjá
Kópavogsbæ að AV eigi
að halda þessu við en því
miður hefur það ekki ver-
ið gert í allnokkra mánuði.
Það hefur sýnt sig að þeg-
ar einstaklingsframtakið
tekur við einhverju af
bænum, t.d. í þessu tilviki
AVafSVK, þáhækkafar-
gjöldin og þjónustan við
farþegana versnar veru-
lega.
Strætisvagnafarþegi.
Drekkið - ídýfið við
altarisgöngur
ÞAKKIR til biskups fyiir
að láta (loks) í sér heyra
hér 27. september sl. varð-
andi fyiirspurn til embætt-
is hans hér á þessum sama
stað 23. júlí sl. um hver
(nafn) og hvenær (ár) hefði
ákveðið formbreytinguna í
sambandi við máltíð Drott-
ins í kirkjunni. Ekki koma
bein svör við spumingun-
um heldur „að tilhlutan
helgisiðanefndar leyfði þá-
verandi biskup ...“ þ.e. „að
dýfa oblátunni í kaleikinn
...“ í tilefni þessa er árétt-
uð fyrirspurnin: Hver var
sá biskup sem leyfið gaf og
hvenær var leyfið veitt? Og
af því helgisiðanefnd er
umtöluð í svari biskups, þá
er nú einnig spurt: Hverjir
sátu þá í þeirri nefnd? og
bað hún biskup e.t.v. einnig
um breytingu á rituale
máltíðarinnar úr „Drekkið
allir hér af ‘ í eitthvað ann-
að, t.d. „ídýfið allir/allar
hér í...“ eða hliðstætt?
Þetta á ekki að vera
brandari, því breyting ritu-
alsins hlýtur að hafa komið
til álita, bæði hjá nefnd og
biskupi. Þessi helga athöfn,
er efnið (þ.e. hold og blóð
Jesú) snertir okkur dauð-
lega, hefur djúpa þýðingu
íyrir þá sem reyna að
skynja hvað hér gerist.
Fjórða spumingin á
einnig rétt á sér: I hvaða
löndum öðrum tíðkast nú
ídýfingai'-atferlið í okkar
evang.-lúth. kirkjudeild?
Gott er að að lesa í svari
biskups: „Við fámennaii
altarisgöngur er víðast
bergt á sameiginlegum
kaleik. Það er vissulega
æskilegt, og það atferli
sem er i bestu samræmi
við það sem upphaflega
tíðkaðist og meii’a en það,
hið eina sem er í samræði
við boð Jesú: „Gjörið þetta
svo oft sem þér drekkið í
mína minningu."
En við jafnvel fámenn-
ustu altarisgöngur hér á
höfuðborgarsvæðinu er
ekki drukkið heldur ídýft
nú.
Einn úr söfnuðinum.
Tapað/fundið
Rautt kvenhjól týndist
RAUTT kvenhjól, 24“ Pro
Style, týndist frá Stranda-
seli 9 fyiii’ nokkmm dögum
síðan. Skilvís finnandi hafi
samband í síma 567 0661.
Gleraugu týndust
GLERAUGU með gylltri
spöng í dökkbláu hulstri
týndust í sumar. Skilvís
finnandi hafi samband í
síma 557 9450.
Blá barnakerra
í óskilum
BLA ensk barnakerra er í
óskilum á Flyðrugranda
14. Upplýsingar í síma
551 7958.
SKAK
(Imsjún Margeir
l'élur.SMiii
STAÐAN kom upp í at-
skák þeirra Hannesar
Hlífars Stefánssonar
(2.535), sem hafði hvítt og
átti lejk, og
Helga Ólafsson-
ar (2.505) á
svæðamótinu í
Munkebo í Dan-
mörku um dag-
inn.
21. Hxf7! _ Kxf7
22. Dxh7+ _ Bg7
23. Hfl+ _ Rf6
24. Bg5 _ De7
25. Bxf6 _ Dxf6
26. Hxf6+
Kxf6 27. e5+ _
Kxe5 28. Dxg7+
og svartur
gafst upp. Þar með komst
Hannes áfram í þriðju um-
ferð þar sem hann vann
Norðmanninn Rune Djur-
huus örugglega. Hannes
hefur átt góðu gengi að
fagna að undanfömu og
um þessar mundir leiðir
hann íslensku sveitina á
Ólympíuskákmótinu í
Elista í Kalmykíu.
HVÍTUR leikur og vinnur.
HÖGNI HREKKVÍSI
Yíkveiji skrifar...
DAGUR aldraðra er í dag og
næsta ár, árið 1999, verður sér-
stakt ár aldraðra. Þrátt fyrir þessa
staðreynd eru öldrunarmál nú og
hafa verið eins konar olnbogabarn
heilbrigðiskerfisins og þess félags-
lega kerfis, sem Reykjavíkurborg
rekur.
Víkverji þekkir það af eigin raun,
á að aldraðan einstakling, sem
stendur honum nær og nýtur ann-
ars ágætrar aðstoðar á eigin heim-
ili, hve bjargarlaus heimilisaðstoðin
getur orðið, ef eitthvað bregður út
af vananum. Sumarleyfi eru þar
óleysanlegur þáttur og verða að-
standendur þá oft að bjarga málum,
því að enginn mannskapur fæst í af-
leysingar.
Þegar rætt er við fólk í þessum
þjónustugeira við aldraða, virðist
vonleysið algjört og því er lýst hve
neyðarástand mála sé mikið að
hundruð gamalmenna, sem þurfi að-
stoðar við, geti ekki fengið hana.
Hundruð bíði eftir vistun. Ófremd-
arástand í málefnum aldraðra sé al-
gjört.
XXX
I^NÝÚTKOMNU VR-blaði eru
öldrunarmálin gerð að umtals-
efni og í leiðara blaðsins segir for-
maður VR, Magnús L. Sveinsson
m.a.: „Sjómannasamtökin eiga mikl-
ar þakkir skildar fyrir þá framsýni
og framtakssemi sem þau hafa sýnt
í byggingu umönnunar- og hjúkrun-
arheimila fyrir aldraðra á undan-
förnum áratugum. VR átti aðild að
byggingu Eirar, sem tók til starfa
fyrir fimm árum. Þar hafa margir
félagsmenn VR fengið umönnun og
hjúkrun. Áform voru um að halda
byggingarframkvæmdum áfram
þegar byggingu Eirar lauk og var
VR reiðubúið til að eiga hlut að því
að veita fé til framkvæmdanna. En
því miður varð ekki af þeim fram-
kvæmdum, þar sem Reykjavíkur-
borg dró sig út úr því samstarfi,
sem var við byggingu Eirar ...“
xxx
HVER skyldi halda að Reykja-
víkurborg kæmi þannig fram
við aldraða útsvarsgreiðendur í
Reykjavík? Ætlaði vinstri meiri-
hlutinn ekki að taka á þessum mál-
um og bæta úr fyrir afskiptaleysi
gamla meirihlutans? Nei þvert á
allt, sem búizt var við, dró Reykja-
víkurborg sig út úr samstarfi við
verkalýðsfélögin, sem sýndu málinu
skilning og ekkert varð úr frekari
framkvæmdum.
Víkverji hefur fyrir satt að öldr-
unarmálin í Reykjavík séu sýnu
verst. Víða úti á landi séu þessi mál
í mun bærilegra ástandi en hér á
höfuðborgarsvæðinu. Það er því
óskiljanlegt að ekkert skuli að gert
til þess að bæta aðstöðu gamla
fólksins og reynt að skapa því
áhyggjulaust ævikvöld.