Morgunblaðið - 01.10.1998, Qupperneq 60
MORGUNBLAÐIÐ
„60 FIMMTUDAGUR 1. OKTÓBER 1998
FÓLK í FRÉTTUM
arinn Toshiro Mifune en nöfn hans og Kurosawa verða ætíð samtvinnuð. Hér er sá fyrrnefndi
í klassíkinni Yojimbo, fyrirmynd Hnefafylli af dollurum, og allra hinna spaghettívestraima.
KUROSAWA við tökur á meistaraverkinu Sjö samúræjar, sem var endurgerð í Hollywood
undir nafninu Sjö hetjur. Miðmyndin er úr síðasta stórvirki Kurosawa, Ran. Til hægri er leik-
ALLIR kvikmyndaunnendur eru
slegnir yfír fráfalli Kirosawa,
japanska leikstjórans, eins
mesta, ef ekki mesta kvik-
myndasnilling's samtimans. Hans
hefur verið minnst í Morgun-
blaðinu á viðeigandi hátt. Því
verður ferill hans ekki rakinn
hér, heldur stiklað á helstu
myndum meistarans. Ohætt er
að fullyrða að fáir leikstjórar
(hann skrifaði jafnframt handrit
flestra og klippti margar þeirra)
hafa sett jafn mikinn svip á sam-
tíð sína og hinn óbugandi
Kurosawa, sem á röskum 60 ára
’ ferli var að koma á óvart allt
framundir andlát sitt. Lést þó
aldraður maður, á 89. aldursári.
Það var ekki að sjá á verkum
hans. Hann varð víðfrægastur
japanskra leiksljóra fyrr og síð-
ar, og sá eini í þeirra hópi sem
fékk myndum dreift af risaveldi
í Hollywood.
Kurosawa hafði mikil og
auðsæ áhrif á alla helstu leik-
stjóra heimsins í dag, meðal
annars þá virtustu í hópi Band-
aríkjamanna. T.d. telja þeir sig
allir, Francis Ford Coppola,
Martin Scorsese og George
Lucas, lærisveina Japanans, og
það voru einmitt þeir þremenn-
ingarnir sem studdu við bakið á
honum eftir nokkurt hlé. Árang-
urinn var nýtt blómaskeið hjá
Kurosawa, sem hófst með lista-
verkinu Kagemusha, og dreift
var um allan heim af 20th Cent-
ury Fox.
Einhvemtíma fyrir margt
löngu var ég spurður að því
hveijir væm mínir eftirlætis-
leikstjórar. Ekki gáfulegust
spurninga en því vinsælli. Ford,
Chaplin og Kurosawa, var
svarið. Og stendur enn.
Kurosawa var alla tíð ótrúlega
áberandi hérlendis sem annars
AKIRA
KUROSAWA
staðar. Ekki aðeins í
Fjalakettinum sáluga
og á mánudögum
Háskólabíós, heldur
rötuðu furðu margar
myndir hans inná al-
mennar sýningar, að
mig minnir við at-
hyglisverða aðsókn.
Talsvert er til af
verkum meistarans á
myndbandaleigum
borgarinnar og þá er
ekkert orðið einfald-
ara en að panta
myndir á netinu,
mæli með netverslun-
inni
www.amazon.com/.
Þar er að fínna lungann af þeim
rösklega 30 myndum sem eftir
hann liggja. Verðið er viðráðan-
legt og afgreiðslutíminn ekki úr
hófí langur. Tökum sem dæmi
Yojimbo (‘61). Hún kostar 22,99
dali, utan sendingarkostnaðar,
afgreiðslufrestur 2 dagar, auk
flutningsins yfír hafíð.
Fyrsta leikstjórnarverkefni
Kurosawa var Sanshiro Sugata
-júdó saga (‘43), sem er eina
mynd Kurosawa sem hann skrif-
aði ekki sjálfur. Hún hlaut góða
dóma, og á árunum eftir stríðið
smávann hann sér traustan sess
sem Ieikstjóri í heimalandinu. Á
þessu tímabili lauk hann við tug
mynda, þ.á m Yoidore Tenshi -
Drukkinn engill (‘48) og „fílm
noir“-myndina Nora Inu - Flæk-
ingsrakkar (49), sem eru hvað
þekktastar þeirra utan Japans.
1951 kemur fyrsta stórvirkið,
Rashomon, fram á sjónarsviðið.
Hún lagði heiminn að fótum
hans. Hlaut Óskar sem besta
mynd ársins og verðlaun á kvik-
myndahátíðinni í Feneyjum og
Berlín. Óhemju kraftmikil um
það sem mætti kalla eðli sann-
leikans. Tréskurðarmaður og
prestur verða vitni að nauðgun.
Að áuki drepur ódæðismaðurinn
eiginmann fórnarlambsins. Fyr-
ir rétti segja þau fjögur hvert
sína útgáfuna. Myndin var jafn-
framt ein sú fyrsta með Toshiro
Mifune, sem leikur illvirkjanu,
en samstarf þessara manna
spannaði áratugi og
var eitt það far-
sælasta í sögunni.
Vestur í Hollywood
var myndin síðar
endurgerð með slök-
uin árangri, undir
nafninu The Outrage
(‘64). 1954 er röðin
komin að Schichinin
no Samurai - Sjö
samúræjar, öðru
meistaraverki, að
líkindum því fræg-
asta af sígildum
myndum Kurosawa.
Kurosawa Fjalakötturinn
að störfum. bauð eitt sinn uppá
Kumonosu-jo -
Blóðkrúnuna (‘57), næsta stór-
virki leiksljórans. Flytur
Macbeth í tíma og rúmi til Jap-
ans á tímum lénsherranna. Hríf-
andi og ásækin mynd með hin-
um ábúðamikla Toshiro Mifune
drottnandi yfír framvindunni.
1961 er ár Yojimbo, þeirrar
myndar Kurosawa sem hvað
mest áhrif hefur haft á kvik-
myndagerðarmenn Vesturlanda.
I Háir sem lágir - Tengoku
To Jigoku - High and Low (‘63),
kúvendir leikstjórinn og tekur
fyrir sakamálareyfarann King’s
Ransom eftir Ed McBain. Mifune
Ieikur auðmann sem fórnar eig-
unum til bjargar syni bflstjóra
síns úr höndum mannræningja.
Þeir telja hann son Mifune.
Fyrri hluti þessarar grípandi
spennumyndar snýst um vanda
auðmannsins en í þeim síðari
beinist myndavélin að lágsigld-
um mannræningjunum. Þar með
er komin skýringin á titlinum.
Myndin var sýnd í Hafnarbíó á
almennum sýningum og varpaði
skugga á vestrænar samtíðar-
myndir af sama toga.
Rauðskeggur - Akahige - Red
Beard (‘65) er roskinn, vitur en
hrokafullur læknir á síðustu öld,
meistaralega leikinn af Mifune.
Nýr aðstoðarmaður hans er
hinsvegar liðleskja sem hugsar
um það eitt að þénast yfírboðara
þeirra, lénsherranum.
Kurosawa skoðar lénstímabilið
gagnrýnum augum. Myndin er
Kripalu-yoga
Byrj endanámskeið
hefjast 5. október.
Kennari: Helga Mogensen
v. Bergstaðastræti
sími 551 5103
HEFUR ÞÚ KYNNT ÞÉR...
ARBONNE
INTERNATIONAL
Jurtasnyrtivörur
án ilmefna
fyrir húð og hár.
Útsölustaðir um land allt
gott dæmi um hinn sterka,
myndræna stfl Kurosawa, sem
styrkir frásögnina í stað þess að
draga frá henni athyglina.
Dodes’ka-Den (‘70) er talsvert
þekkt, var sýnd hér á mánudegi
á Melunum, en telst ekki með
betri myndum Kurosawa. Hún
fékk svo slæma útreið í Japan að
Kurosawa reyndi að svipta sig
Iífí.
Kurosawa var farinn að lýjast
þegar hér var komið sögu,
vinsældir hans fóru sífellt
minnkandi í heimalandinu og af-
raksturinn orðinn tvær myndir á
áratug. Sovétið kom honum til
bjargar og lagði nauðsynlegt fé í
gerð Dersu Uzala (‘75) (sýnd í
Laugarásbíó), sem er hrífandi
veisla fyrir augað; sterk,
myndræn frásögnin ógleyman-
leg. Segir af viðskiptum yfir-
manns í rússneska hernum og
titilpersónunni, aðstoðarmanni
hans. Verið er að leggja járn-
braut á Kyrrahafsströnd Rúss-
lands um aldamótin síðustu. Að-
stoðarmaðurinn er innfæddur,
veiðimaður ættbálks síns,
Moskvubúinn, menntamaðurinn,
yfírmaður hans, hrífst af þekk-
ingu hans og skilningi á
náttúrunni. Myndin var heil
fjögur ár í smíðum, en hlaut
Óskarsverðlaun sem besta er-
lenda mynd ársins.
Hér verða þáttaskil í sögu
meistarans. Hann fær ekkert að
gera í heimalandinu, en hróður
hans eykst því meir utan Japans.
Á sama tíma öðlast nokkrir ung-
ir kvikmyndagerðarmenn auð
og frægð í Bandaríkjunum. Þeir
Lucas, Scorsese og Coppola
komu átrúnaðargoði sínu til
hjálpar við gerð Kagemusha
(‘80). Afraksturinn næstsíðasta,
sígilda verk Kurosawa, marg-
verðlaunað víða um heim. Gefur
lítið eftir bestu myndum meist-
arans. Kraftmikið myndmál,
þungt og dramatískt undirspil.
Segir frá bragðaref sem fær að
halda lífí gegn því að taka að sér
hlutverk nýlátins stríðsherra,
tvífara síns.
Enn lúrði Kurosawa á snilld-
arverki; það síðasta, Ran, birtist
á tjaldinu 1985. Tvær næstu
myndir hans, Draumar - Yume
- Dreams (‘90), og enn síður
Agústrapsódía - Hachigatsu no
Rapsodi - Rhapsody in August
(91), geta talist stórvirki. Síðasta
verk Kurosawa, Ekki enn -
Madadayo - Not Yet (‘93), hefur
ekki verið sýnt hérlendis. Sagt
er að Kurosawa hafí jafnan
lokið afmælisveislum sinum með
þessu hrópi, „madadayo!“ (ekki
enn). Það hefur því hljómað í
síðasta sinn 23. mars, og heim-
urinn varð einum snillingi
fátækari, stórmenni sem skildi
eftir sig ótrúlegan fjölda óg-
leymanlegra listaverka.
Sígild myndbönd
SJO SAMURÆJAR
(„SCHICHININ
NO SAMURAI (1954)
Leikarar: Toshiro Mifune, Takashi
Shimura, Yoshio Inaba, Ko Ki-
mura, Seiji Miyaguchi, Minoi-u
Chiaki. Á sextándu öldinni ræður
lítið bæjarfélag sjö vígamenn til að
verja sig gegn voðamönnum. Listi-
lega gerð mynd, sem margir hafa
reynt að fylgja eftir með misjöfn-
um árangri. Einna best hefur það
tekist í ameríska vestranum The
Magnificent Seven (sem var hið
upprunalega nafn myndarinnar).
Frásagnargáfa leikstjórans nýtur
sín feikivel og bardagasenurnar
með því besta sem gerist. En það
er líka húmor í myndinni, og
skemmtilegar persónugerðir í
bland við áhrifaríkt mannlegt
drama og sannkallaðar hetjudáðir.
Eitt af lykilverkum leikstjórans og
ómissandi fyrir alla sem unna góð-
um kvikmyndum.
YOJIMBO (1961)
gn'pandi lýsing á áleitnu hugðar-
efni leikstjórans; gi-immilegi'i sögu
Japans. Myndin var m.a. endur-
gerð af snilld af Sergio Leone
(Fistful of Dollars (‘64)) og vanefn-
um af Walter Hill (Last Man
Standing (‘96)). Ógnarlega spenn-
andi með mörgum ógleymanlegum
augnablikum.
RAN (1985)
Ein áhrifaríkasta mynd kvik-
myndasögunnar fjallar um lífvörð,
samúræja (Mifune), sem gengur á
mála hjá þeirri stríðsklíkunni sem
betur býður í nöpurlegum smábæ
þar ssem óöld ríkir milli kaup-
mannanna. Myndin er ádeila á
græðgi, einræði í öllum myndum,
en fyrst og fremst kaldhæðin og
Leikarar: Tatsuya Nakadai, Akira
Terao, Jinpachi Nezu. Sem oft áð-
ur segir Kurosawa frá heiftúðugri
valdabaráttunni í Japan miðalda,
rauða þráðinn sækir hann í Lé
konung. Herforingi hyggst eyða
ævikvöldinu í ró, flytur völdin í
hendur elsta syninum, sendir þann
yngsta í útlegð. Þar með er friður-
inn úti og má gamli maðurinn horfa
uppá enn eina skálmöldina og börn
sín berast á banaspjót. Gamal-
kunnug fegurð myndmálsins, stór-
brotnar landslagssenurnar og
dulúðugt andrúmsloftið er til stað-
ar frá fyrstu upphafsskotum Ran,
en mikið óskaplega er hún lengi í
gang. Hætt við að mörgum leiðist
biðin, hinum er hún frjósöm. Það
er ekki fyrr en ljáir glóa og geirar
syngja að Kurosawa kemst í forn-
frægan ham og heldur athygli
manns óskiptri. Hin austurlenska
veröld Lés er ekki síður fláráð og
ofbeldisfull en okkar.
Sæbjörn Valdimarsson