Morgunblaðið - 08.11.1998, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 08.11.1998, Blaðsíða 6
6 SUNNUDAGUR 8. NÓVEMBER 1998 MORGUNBLAÐIÐ ERLENT Danskir ráðherrar og stjórnmálamenn tíðir gestir í Færeyjum Vara við efnahagslegum afleiðinglmi BAKSVIÐ Danskir ráðherrar og stjórnmálamenn hafa verið óvenjutíðir gestir í Færeyjum frá því landstjórn sjálfstæðissinna var mynduð þar í mars, skrifar Randi Molir, fréttaritari Morgunblaðsins í Færeyjum. Flestir hafa þeir varað Færeyinga við því að slíti þeir sambandinu við Danmörku komi það niður á efnahag eyjanna. NIELS Helveg Petersen Reuters SKÖMMU eftir að fær- eyska landstjórnin var mynduð í mars fór Mog- ens Lykketoft, fjármál- aráðherra Danmerkur, til Færeyja, einkum til að ræða milljarðaskuld Færeyinga við Dani og leysa bankadeilu þjóðanna. Lykketoft sagði ekkert opinberlega um efnahagslegar af- leiðingar sjálfstæðis Færeyja en það gerði hins vegar Poul Nyrup Rasmussen forsætisráðherra þegar hann sótti Færeyinga heim í fjóra daga í október. Anders Fogh Rasmussen, leið- togi Venstre og nýtt forsætis- ráðherraefni í Danmörku, heimsótti einnig Færeyinga í tvo daga fyrir hálfum mánuði og Niels Helveg Petersen utanríkis- ráðherra var þar í þriggja daga heimsókn í vikunni sem leið. Yrðu af fjárveitingu danska ríkisins Færeyingar hafa fengið rúm- lega 11 milljarða ísl. króna fjár- veitingu frá danska ríkinu á ári hverju til frjálsra nota. Þótt dönsku gestimir tækju fram að þeir vildu ekki blanda sér í um- ræðuna í Færeyjum um sjálf- stæði hafa flestir þeirra bent á að Færeyingar fái enga peninga frá danska ríkinu ákveði þeir að slíta sambandinu við Danmörku og stofna sjálfstætt ríki. „Eg neyðist til að taka skýrt fram að danski ríkisstyrkurinn fellur niður í samræmi við sjálf- stjórnarstigið," margítrekaði Rasmussen forsætisráðherra í Færeyjaheimsókn sinni og kvaðst telja að Færeyingar yrðu áfram í ríkjasambandinu við Dani þar sem þjóðimar hefðu báðar hag af því. Hann lagði þó áherslu á að hann vildi ekki blanda sér í sjálf- stæðisumræðuna í Færeyjum. Leiðtogi Venstre, sem verður líklega stærsti flokkur Danmerk- ur í næstu kosningum ef marka má nýjustu skoðanakannanir, varaði einnig Færeyinga við í heimsókn sinni í vikunni sem leið. „Það liggur í augum uppi að þeir sem taka ákvarðanir á ákveðnu sviði þurfa sjálfir að borga. Þess vegna hlýtur fullt sjálfstæði Færeyja að þýða að fjárveiting danska ríkisins falli niður,“ sagði Anders Fogh Rasmussen og tók fram að hann vildi ekki blanda sér í færeysku sjálfstæðisumræðuna. Færeyska dagblaðið Sosialurin hafði ennfremur eftir flokksleið- toganum að „hann myndi ekki þora að krefjast sjálfstjórnar ef hann væri Færeyingur". „Um- ræðan um fullveldi og sjálfstjórn Færeyja snýst um annað en pen- inga - það er að segja tilfinning- ar,“ sagði Anders Fogh Rasmus- sen. „Eg lít á það sem mjög mik- inn skaða ef ríkjasambandið verð- ur leyst upp. Danir og Færeying- ar hafa deilt kjöram í blíðu og POUL Nyrup Rasmussen stríðu í mörg hundrað ár og tengsl þjóðanna era ótrúlega mik- il, bæði menningarleg og per- sónuleg. Meðal annars eru til margar dansk-færeyskar fjöl- skyldur." Rasmussen tók þó fram að ef Færeyingar vildu verða fullvalda og sjálfstæð þjóð myndi hann að sjálfsögðu sætta sig við það. Petersen ræðir landgrunnsdeiluna Niels Helveg Petersen utan- ríkisráðherra ræddi við færeysku landstjómina og utanríkisnefnd lögþingsins í heimsókninni, sem lauk á fimmtudag. Fjallað var m.a. um sjálfstæðisáform land- stjómarinnar og deilu Bretlands og Færeyja um skiptingu land- grannsins milli landanna og olíu- lindá undir hafsbotninum. Færeyingar vonast til þess að bið þeirra eftir olíuævintýri sé senn á enda og hafa í hyggju að veita fyrstu boranarleyfin í færeysku lögsögunni þegar á næsta ári. Samkomulag hefur þó ekki enn náðst um skiptingu land- grannsins milli Hjaltlandseyja og Færeyja og deilan við Breta hef- ur staðið í vegi fyrir því að stóra olíufélögin geti hafið boranir. Fundist hefur mikil olía á svæð- inu innan bresku efnahagslögsög- unnar, aðeins í nokkurra mflna fjarlægð frá færeysku lögsögunni, og þótt Bretar hafi gefið til kynna að undanförnu að þeir séu tilbúnir að semja um skiptingu hafsvæðis- ins hefur engin lausn fundist á deilunni. Utanríkismál Færeyja heyra undir dönsku stjórnina og hún hefur skipað nefnd danskra og færeyskra embættismanna til að semja við Breta um lausn deil- unnar. Danski utanríkisráðherrann fór einnig í skoðunarferðir um Fær- eyjar eins og Poul Nyi-up Rasmussen gerði í heimsókn sinni. Niels Helveg Petersen fór m.a. til Klakksvíkur og Viðareiðis, þar sem Annfinn Karlsberg, lög- maður Færeyja, býr. Sjálfstæði gæti leitt til verri lífskjara Fjái-veiting danska ríkisins hefur verið mjög til umræðu í Færeyjum í terigslum við sjálf- stæðisáform landstjómarinnar. Formaður efnahagsráðs Fær- eyja, Færeyingurinn Bjarni 01- sen, hefur m.a. reynt að meta hvaða þýðingu 11 milljarða króna framlag danska ríkisins hefur fyrir efnahag eyjanna. Olsen kveðst ekki vilja ráða Færeying- um frá því að sækjast eftir sjálf- stæði en bendir á að þeir verði að gera sér grein fyrir afleiðingum þess að Danir felli fjárveitinguna niður. Olsen segir að Færeyingar megi búast við þrengingum, m.a. verri lífskjöram, meira atvinnu- leysi og fólksflótta frá eyjunum, verði Færeyjar sjálfstætt ríki og án styrksins frá danska ríkinu. „Fjái-veitingin nemur um 25% af tekjum Færeyja og miðað við ástandið í færeyska atvinnulífinu nú er óraunhæft að ætla að Færeyingar geti sjálfir framleitt svo mikið að það samsvari þess- um tekjum,“ sagði hann. Olsen segir að danska fjárveit- ingin jafngildi 28 milljarða króna heildarveltu í efnahagslífi Fær- eyja og hann bendir á að til að Færeyingar geti framleitt fyrir slíka fjárhæð þurfi þeir að auka framleiðsluna sem nemur öllum útflutningstekjum sínum nú. „Ég bendi ekki á þetta til að vara við sjálfstjórn,“ segir Olsen. „Ég vil aðeins koma á framfæri tölu, sem fólk getur tekið afstöðu til. Við megum ekki starfa með bundið fyrir augun og við neyð- umst til að viðurkenna að danska fjárveitingin hefur haft mjög mikla þýðingu fyrir færeyska efnahaginn. Fjárveitingin á sinn þátt í þeirri velferð, sem við bú- um nú við hér í Færeyjum.“ Olíuævintýri myndi breyta miklu Olsen spáir því að verði Færey- ingar af fjárveitingunni leiði það til lægii launa og atvinnuleysis í Færeyjum, sem geti síðan valdið fólksflótta úr eyjunum. Hann varpar þó einnig fram þeirri spurningu hvort Færeyingar megi ekki við því að lífskjör þeirra versni ákveði þeir að stofna sjálfstætt ríki. Olsen bendir ennfremur á að felli danska stjómin fjárveiting- una niður þurfi Færeyingar ekki að ganga í gegnum miklar þreng- ingar ef olía finnst í miklum mæli í landgranni þeii-ra. Hugsanlegt olíuævintýi-i geti því breytt miklu um efnahagslegar afleiðingar þess að Færeyingar stofni sjálf- stætt ríki. Móðurfrum- ur úr fóstrum ræktaðar Starfsemi dönsku leyniþjón- ustunnar verður rannsökuð Kaupmannahöfn. Morgunblaðið. EFTIR þrýsting um að kanna hvort og hvemig danska leyniþjónustan, Politiets efterretningstjeneste eða PET, hafi fylgst með starfsemi lög- legra stjórnmálahreyfinga á vinstri- vængnum hefur Frank Jensen dómsmálaráðherra nú ákveðið að skipa nefnd til slíkrar athugunar. Gagnrýninni hefur þó ekki linnt, því vinstrivængurinn álítur rannsóknina of takmarkaða og hægiávængurinn vill að samhliða sé starfsemi ýmissa vinstrihópa og friðarhreyfmga á sama tíma könnuð. Formaður nefnd- arinnar á að vera dómari, annar til- nefndur af samtökum lögfræðinga og sá þriðji af samtökum rektora. Upptökin að rannsókninni eru sjónvarpsþáttur sem TV2 sýndi í vor. Fram kom að á níunda áratugn- um hefði PET njósnað um löglega vinstriflokka með því að hafa sína menn í samtökunum. Upp úr því varð Ijóst að 1968 bannaði Hilmar Baunsgaard, þáverandi forsætis- ráðherra stjómar Venstre, íhalds- flokksins og Róttæka vinstriflokks- ins að fylgst væri með fólki eingöngu vegna þátttöku í löglegum stórn- málaflokkum. Skömmu síðar gerði PET leynilega bókun um að halda slíkum njósnum áfram á vinstri- vængnum, þrátt fyrir bann stjórnai'- innar. Með nýjum yfirmönnum PET 1974 var ákveðið í annan-i leynilegi'i bókun að fella fyrri bókunina úr gildi og fara eftir fyrri fyrirmælum stjórnarinnar frá 1968. í kjölfar þáttarins fór Frank Jen- sen fram á að PET gerði grein fyrir málinu. PET lét þá ráðherrann fá bókanirnai- frá 1968 og 1974 eftir að hafa ekki kannast við þær áður. Upp úr þessu fóru kröfur um rannsókn vaxandi, ekki síst eftir að í Ijós kom að skýrslur um einstaklinga og stjórnmálaafskipti þeirra, sem voru bannaðar 1968, voru færðar á örfilmu og þær geymdar í danska sendiráðinu í Washington. Frank Jensen hefur skipað PET að afhenda gögn í rannsókina. Ákaft er gagnrýnt að stofnun, sem sett sé í rannsókn, eigi sjálf að skammta rannsóknarnefndinni efni. Rannsóknin á að beinast að því að draga menn til ábyrgðar, en bent er á að þess í stað væri áhugaverðara að fá sögulega mynd af því sem gerðist. Fleiri en PET njósnuðu I þessu róti hefur einnig komið í ljós að leyniþjónusta verkalýðshreyf- ingarinnar, Arbejderbevægelsens in- formationscentral eða AIC, hefur allt síðan á 5. áratugnum haldið uppi víðtækum njósnum um kommúnista og aðra vinstrihópa og jafnvel miðlað slíkum upplýsingum til bandarísku leyniþjónustunnar CIA. Einnig er herinn með leyniþjónustu, Forsvar- ets efterretningstjeneste eða FE, sem hefur stundað hið sama. Af þessu sökum finnst mörgum á vinstrivængnum að of takmarkað sé að fara aðeins í saumana á PET. Frank Jensen heldur því hins vegar fram að ef í ljós kemur að PET hafi starfað með AIC og FE muni þær njósnir sjálfkrafa verða hluti rannsóknarinnai-. A hægrivængnum eru menn hins vegar þeirrar skoðun- ar að það hafi verið góðar og gildar ástæður til að vakta vinstrivænginn. Því sé nauðsynlegt að kanna starf- semina þar til að fá rétta mynd af því sem PET aðhafðist á þessum tíma. London. Tlie Daily Telegraph. BANDARÍSKIR vísindamenn segja að þeim hafi tekist að ein- angi-a og rækta móðurfrumur úr fósturvísum og fósturvefjum eftir 15 ára rannsókn. Þeir telja þetta tímamótaskref í þá átt að rækta ótakmarkað magn af hverskonar vefjum til ígræðslu. Takist vísindamönnum að stjórna því hvernig móðurfrumurnar ala af sér dótturframur með framuskipt- ingu kann það að verða til þess að þeir geti ræktað hverskonar vefí sem hægt væri að nota til ígræðslu, allt frá hjartavöðvum til beinmergs og heilavefja. Vísindamennirnir sögðu að rannsóknin gæti valdið byltingu á þessu sviði læknis- fræðinnar. Vísindamennirnir segja þó að mörg ár og jafnvel áratugir geti liðið þar til hægt verði að nota framurnar til lækninga.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.