Morgunblaðið - 08.11.1998, Blaðsíða 37
MORGUNBLAÐIÐ
SUNNUDAGUR 8. NÓVEMBER 1998 37
birtist þó aftur að vörmu spori og
I hafði tekið gleði sína á ný og söng
við raust annan bassa í sálminum
Velkomin vertu vetrarperlan fríð, sí-
j blessuð sértu signuð jólatíð. Hann
þagnaði þó brátt og virtist hafa
gleymt hinum versunum vegna ein-
um of krassandi hressingar á
kontómum. Setti að kunnugum ugg
og illan grun um að blessuð fæðing-
arhátíð frelsarans yrði með öðrum
blæ en sálmaskáldið hafði ætlað. -
Den tid den sorg, sagði Ranka í
Brennu, eins og hún hafði lært í vist
hjá Dönum endur fyrir löngu. Og
*j daginn eftir var Pálmar Isólfsson
kominn með verkfæratöskuna fulla
af varahlutum og vongleði og
dembdi sér á stundinni út í björgun-
araðgerðir. Von bráðar tók tandur-
hreint tónkvíslar-a að hljóma um
neðri hæðina á 30 og skömmu síðar
æ skærari skalar úr velstillta
klaverinu. Á ótrúlega skömmum
tíma hafði tekist að bjarga því sem
bjargað varð og meistarinn lokaði
framhlið hljóðfærisins glaður í
| bragði. - Þeim er ekki fisjað saman
Hornung & Mpller og skal stórslys
3 og náttúruhamfarir til að leggja þá
að velli, sagði hann og lagði hnúana
mjúklega á mahóníið í kveðjuskyni.
- Ranka mín, nú er komið að þér að
bóna gripinn og vissara að smyrja
þykkt að ekki verði ásýndin mörkuð
ótímabærum hrukkum, þetta píanó
er enn á besta aldri. Pakkaði svo
niður dóti sínu í verkfæratöskuna,
| kvaddi húsfreyju með handabandi,
j hneigði sig af mikilli kurteisi fyrir
heimilisfólkinu og sagði gleðileg jól
I og takk fyrir mig og hvarf út í
skammdegismyrkrið.
Ranka í Brennu lokaði á eftir
honum útidyrahurðinni, gekk
síðan að píanóinu sínu, strauk
því um vangann og sagði: - Það er
nú meiri karlinn hann Pálmar. Tók
síðan til starfa og homungsmpllerinn
w ilmaði eins og sjálf bóndarósin langt
fram yfir hátíðar. Píanógestir á
Bergstaðastræti voru af ýmsum
gerðum og stærðum og spilaði hver
sinn eigin persónulega stíl en ein-
staka slógu ekki svo mikið sem einn
tón. Páll ísólfsson settist aldrei við
hljóðfærið og var hann þó tíður gest-
ur í miðvikudagssaltkjöti og baunum
og hafði afbragðs góða matarlyst.
Þar kom og Árni „Loggi“ Ingimund-
arson frá Akureyri, sonur Ingimund-
_ ar Árnasonar Geysisstjóra, bróður
Þórhalls Árnasonar gítarista húss-
ins. Gegndi Þórhallur listamanns-
nafninu Trallenberg sem aðdáendur
höfðu gefið honum fyrir einstaka
túlkun á sænskri alþýðumúsík. Ami
Loggi frændi hans brúkaði öðravísi
tækni en Jónas bróðir, beitti gjarnan
tíu fingmm og heyrðist fólki þeir
vera miklu fleiri þegar pilturinn var í
stuði. Mest þótti Áma Logga gaman
að spfia klassískar bagatellm’ á tvö-
földum hraða og náði ótrúlegri fart í
píanóskóianum 45 sónatínum. Létu
því aðrir píanistar lítið á sér kræla á
Loggakonsertum. Á meðal þeirra
vora ungar stúlkur sem einbeittu sér
að Tunglskinssónötu Beethovens og
Impromptúi Chopins í góðu tómi.
Skömmu eftir hernám landsins
var ég orðinn túlkur í Bretavinnunni
og kynntist þar herlöggu sem auk
vopnaburðar spilaði ótrúlega fínt
skálmarapíanó. Hann hét Jimmy Jo-
nes og vísast hefur það verið dul-
nefni, nafnið er algengt í stéttum
djasspíanista austan hafs og vestan.
Einn góðan veðurdag var Jimmy
karlinn horfinn eins og tíðkast í herj-
um stríðandi þjóða og hefur ekki til
hans spurst síðan. Einhvemtíma
þóttust kunningjar hafa séð honum
bregða fyrir í fréttamynd af herför
Montgomerys generála gegn Þjóð-
verjum Rommels generála Hitlers á
sandauðnum Norður-Afríku.
• •
ðru máli gegndi um hermenn
Bandaríkjastjórnar, þeir
hverfa ekki svo glatt af vett-
vangi eins og kunnugt er. I hersveit-
um úr Vesturheimi var einhver slæð-
ingur dáta af íslenskum ættum og
flestir þein-a háttsettir foringjar -
nema hvað. Og þar vom frændur
Árna frá Múla strax orðnir þing-
eyskir herforingjai- of the Reykjahlíð
tribe. Fór nú heldur betur að færast
líf í tónleika og þjóta í skjánum á 14
er þangað vöndu komur sínar gráir
fyrir járnum Ragnar Stefánsson,
sonur Sólveigar fóðursystur og Jóns
Stefánssonar, Filippseyjakappans
hennar, og Ragnai’ H. Ragnar af
nafntoguðum höfðingjaættum suður-
þingeyskum. Ragnar H. sat löngum
við slaghörpuna dönsku og fletti upp
á söngvum íslenskra tónskálda og
þótti mikið til þeirra koma, en nafni
hans Stefánsson, einn herjans
barítónn, söng eins og herforingi.
Þótti húsbóndanum ekki lítið gaman
að taka undir með frændum sínum
og þá gjaman á öllu sem hann átti.
Var það ekki lítil hvatning frændlið-
inu til enn frekari afreka. Stundum
bættist í hópinn vinur okkar Thorolf
Smith fimbulbassi og þá iðulega kall-
að á okkur Jónas til fjöldasöngs.
Hrópuðu allir hver í kapp við annan
af lífs og sálar kröftum og hæst af
öllum húsbóndinn. Mest gekk þó á
þegar vinur stórsöngvaranna úr her
Bretakonungs, skoskur herprestur
og fiðluleikari með höfuðsmannstign
í þokkabót, slóst í hópinn með hljóð-
færi sitt og þjóðardrykk. Sá var nú
ekki sínkur á háfjallaviskíið og það
svo allt ætlaði um koll að keyra, enda
mörgum Þinghyltingum ógleyman-
legir konsertar þeir er bárust á síð-
kvöldum um víða vegu. Undruðust
nágrannar raddstyrk tenóra og þol-
söng bassa og höfðu aldrei getað
ímyndað sér aðra eins sönglist. Eins
og geta má nærri átti bindindis-
hreyfingin erfitt uppdráttar á Berg-
staðastræti 14 og fátítt að söngvarar
neyddust til að taka lagið þurr-
brjósta undir líflegu hernámi mestu
stórvelda Vestursins, með amerískt
stríðsöl á aðra hönd en breskt offí-
séraviskí hinumegin. Því var það að
einkar kær og þaulsætinn heimfiis-
vinur var brátt skírður Dauðinn á
þriðju hæð. Stúlkurnar þama uppi á
loftinu hnupluðu nafninu úr smá-
sagnasafni Halldórs Stefánssonar
sem kom út hjá bókaforlaginu
Heimskringlu um miðjan fjórða ára-
tuginn og átti gengi sitt ekki síst að
þakka smellnu nafninu sem höfund-
ur og forleggjari höfðu gefið bókinni.
QBókartitill Þjóðsögur Jóns Múla
Ámasonar II. Vtgefandi Mál og
menning. Um 253 bls. auk fjölda
mynda. Leiðbeinandi verð 3,980 kr.
TIL SÖLU
Kássbohrer snjóbíll - snjótroðari PB-200D
með 12-14 manna húsi. Nolaður í 5.100 tíma.
Kanarí
25. nóvember
irá hr. 29.932
19dagar
Aðeins
20 sæti
Verð kr.
29.932
M.v. hjón með 2 böm 25. nóv.
Verð kr.
39.960
M.v. 2 í íbúð/smáhýsi, 25. nóv.
19 dagar.
Heimsferðir bjóða nú einstakt
tilboð þann 25. nóvember til
Kanaríeyja. Þú tryggir þér sæti
í sólina í 19 daga og 5 dögum
fyrir brottför hringjum við í
þig og látum þig vita á hvaða
hóteli þú gistir. Kanaríeyjar
eru vinsælasti áfangastaður Evrópubúa, þar er yndislegt
veður í nóvembermánuði og þú nýtur rómaðrar þjónustu
fararstjóra Heimsferða allan tímann.
Austurstræti 17, 2. hæð ♦ sími 562 4600. www.heimsferdir.is
Kjósum kraftmikinn mann sem er traustsins verður.
Kjósum
Kristján Pálsson
alþingismann,
2. sætið
í prófkjöri Sjálf-
stæðisflokksins í Reykjaneskjördæmi 14. nóvember nk.
Kosningaskrifstofurnar í Hamraborg 5, Kópavogi og Hafnargötu 37a,
Reykjanesbæ eru opnar frá kl. 17—21 virka daga og 11-17 um helgar.
Kaffi og kleinur. Allir velkomnir.
Kosningasímar: 4217202 og 564 3492
Heimasíða: www.kristjan.is stuðningsmenn
Reyknesingar