Morgunblaðið - 08.11.1998, Blaðsíða 22
22 SUNNUDAGUR 8. NÓVEMBER 1998
MORGUNBLAÐIÐ
s s
SIF er nánast alls ráðandi á saltfískmörkuðunum á sunnanverðri Italíu
Morgunblaðið/Emilía
FJÖLSKYLDAN kappkostar að halda tengslunum við Island og í sumar var elzta dóttir-
in, Emilía Björg fermd hér heima. Siguröur stendur fyrir aftan fermingarbarnið,
þá koma Sjöfn, Katrín Erla, Sigurður Kristinn og Elín Edda.
Morgunblaðið/HG
ÞRÍR góðir. Salfiskseljendur þurfa að hafa góð tengsl við veitingahúsin. Hér er Sigurð-
ur Sigfússon á veitingahúsinu da Ciro a Mergellina í Napoli, með eigandanum Pasquale
Fummo fyrir miðju og nafna hans Pasquale Imparato frá Commimport.
jr
OKKUR hefur gengið vel á
Ítalíu. Við erum á þeim
mai’kaði, sem sækist eftir úr-
valsfíski og er tilbúinn að
borga fyrir gæði. SÍF hefur notið
þess að innan raða þess er að fínna
beztu framleiðendurna. I öðru lagi
hefur okkur borið gæfa til þees að til
samstarfs á Italíu hafa valizt sterki,
traustir og góðirkaupendur. I þriðja
lagi má þakka góðan árangur hér
ötulu og framsæknu starfsfólki
heima á Islandi. Það er engin spurn-
ing um það. Þetta þrennt hefur skap-
að okkur þá sérstöðu, sem við höfum
hér,“ segir Sigurður Sigfússon? for-
stöðumaður söluski-ifstofu SIF í
Mílanó á Ítalíu. Morgunblaðið slóst í
för með honum til Napólí, þar sem
kaupendur voru heimsóttir, farið í
fískbúðir og fræðst um neyzlu á salt-
físki og skreið. Sigurður lýsir hér á
eftir starfsemi SÍF og saltfískmark-
aðnum á Italíu.
„Saltfískmarkaðurinn skiptist í
þrjá meginhluta, markað fyrir blaut-
verkaðan físk, fyrir flök og fyrir
þurrkaðan saltfísk. Fjórði angi þessa
markaðar er svo skreiðin. Markaður-
inn fyrir þurrfísk er einkum við
Adríahafsströndina, í fjallahéröðum
Mið-Italíu. Síðan er flakamaðurinn,
sem er í vexti, aðallega á Norður- og
Mið-Ítalíu. Þar eru flökin að leysa
flatta fiskinn af hólmi. Flakamark-
aðnum má svo skipta í þrennt, fyrir
þorskflök, ýmist unnin úr ferskum
físki eða frystum, og svo markaði
fyrir keiluflök og fyrir lönguflök.
Markmaðurinn fyrir saltfisk eins og
við seljum, flattan og blautverkaðan
er einnig skiptur. Á Norður-Italíu er
markaður fyrir smáfisk, en hann fer
minnkandi vegna þess að flökin eru
að taka yfir. Aðalmarkaðurinn er
hins vegar á Suður-Ítalíu. Þar er
stöðugur markaður fyrir stærri fisk
og millifisk, en á Sikiley er svo aftm-
markaður fyrir smæni fískinn.
Það er talið að markaðurinn fyrir
blautverkaðan fisk sé 6.000 til 7.000
tonn á ári, markaður fyrir þorskflök
er 5.000 til 6.000 tonn, keiiufiök í
kringum 1.000 til 1.500 og markaður-
inn fyrir lönguflökin er svipaður eða
heldur minni. ÞuiTkaði fiskurinn er í
kringum 3.500 og loks kaupa Italir
svipað magn af skreið á ári.
Einbeitum okkur að
blautverkaða fiskinum
Við höfum einbeitt okkur að mark-
aðnum fyrir blautverkaðan saltfisk
og þess vegna aðallega Suður-Italíu,
þar sem sótzt er eftir úrvals fiski,
stórum, hvítum og þykkum. En allt
þetta er aðal íslenzka fískins, sem er
f'yiir vikið ráðandi á þessum mark-
aði. Hlutdeild SÍF af blautfiskmark-
aðnum er nálægt 60% í heildina tek-
ið, en á Suður-Italíu er hlutdeildin
um eða yfir 80%. Við höfum ekki lagt
mikla áherzlu á markaðinn í norður-
hluta landsins. Þar vilja menn frekar
smáfisk, sem hrögull hefur verið á
frá íslandi undanfarin misseri og í
ofanálag skiptir verðið þar meira
máli en gæðin. Þar er því eftir minna
að slægjast fyrir okkur.“
Hverfandi samkeppni
á Suður-Ítalíu
Hverjir em helztu keppinautarnir?
„Við leggjum mesta áherzlu á há-
gæða fiskinn, sem við köllum SPIG,
SIGURÐUR Sigfússon með bræðrunum í Bisignano í Afragola, en SÍF hefur staðið með þeim að endurbót-
um á fiskbúð þeirra.
SIF hefur náð góðum árangri í sölu saltfísks til
Ítalíu, einkum á blautverkuðum, flöttum físki.
Helzti markaðurinn fyrir þann fisk er á Suður-
s /_
Italíu og þar stendur SIF enginn á
sporði. Hjörtur Gíslason fór með Sig-
urði Sigfússyni, forstöðumanni sölu-
skrifstofu SÍF á Ítalíu, í heimsókn til
saltfiskkaupenda í Napólí
og varð hann margs vísari.
Morgunblaðið-
/HG
SAL-
VATORE
Mauro er
ánægður
eð fiskinn
frá Vísi í
Grindavík.
; sem er dýrastur í markaðs-
!| sókn okkar hér. Sá fiskui- á í
raun ekki í neinni sam-
keppni, því hann er hvergi
framleiddur nema á Islandi.
Hann er viðurkenndur sem bezti
fiskurinn á markaðnum. Fyrir
rúmum fjórum árum ákváðum við
að setja á markaðinn á Italíu sér-
valinn AB-fisk, sem er af næsta
gæðaflokki fyrir neðan SPIG-fisk-
inn. Þennan fisk settum við á
markaðinn til höfuðs Norðmönn-
um og árangurinn hefur orðið
miklu betri en við þorðum að vona.
Því segja má að við séum nánast bún-
ir að ýta Norðmönnum út af mark-
aðnum og er svo komið að á Suður-
Ítalíu er það hverfandi sem selt er af
norskum og færeyskum saltfíski. Því
er lítil samkeppni við íslenzka fiskinn
á Suðm'-ítaliu, sen sú samkeppni sem
er, kemur frá öðrum tegundum mat-
væla.
Danir ráða flakamarkaðnum
Söltuð flök byrjuðu að seljast á
Ítalíu kringum 1985. Þá tók markað-
urinn við sér og óx mjög hratt. SÍF
spilað stóra rullu á þessum markaði
Þar stendur SIF
enginn á sporði
strax í byrjun, en frá 1988, var lagð-
ur 20% tollur á flök frá íslandi,
þannig að salan frá okkur féll úr
2.000 tonnum í ekki neitt. Með þess-
um tolli opnaðist mai’kaðurinn upp á
gátt fyrir keppinautum okkai- frá
Danmörku og Noregi, en á þessum
tíma höfðu Norðmenn ákveðinn toll-
frjálsan kvóta fyrir flök til Italíu.
Það sem hefur gerzt síðan er að
flakafi’amleiðsla á Islandi hefur
dregizt saman vegna þess að fram-
leiðendur þar hafa fleiri kosti en
framleiðendm- í öðrum löndum, geta
saltað fískinn, fryst eða selt ferskan.
Á sama tíma hafa Danir lagt mikla
áherzlu á að salta flök úr alaska-
þorski. Þeir birgja sig upp þegar
tollar á fiski til vinnslu inn til Evr-
ópubandalagsins eru lágir og síðan
gera þeir sölusamninga á fóstu verði
við innflytjendur á Italíu og reka síð-
an fyrirtækin eins og verksmiðjur og
afskipa ört. Þeir hafa því náð mark-
aðnum að mestu leyti undir sig með
því einfaldlega að vera með mjög
góðan fisk á mjög viðráðanlegu
verði.
Það er tvennt ólíkt fyrir Danina að
framleiða flökin úr þessu innflutta
hráefni, þar sem þeir vita hráefnis-
verð, nýtingu og þekkja allan kostn-
að við framleiðsluna, eða vinna svona
flök á Islandi. Þar þurfa menn að
kaupa físk á markaði eða í föstum
viðskiptum á verði sem myndast á
markaðnum. Þeir vita því varla frá
degi til dags hvert hráefnisverðið
verður, vita ekki hvort fískurinn er
fáanlegur og svo framvegis. Það er
því ekki nokkur leið fyrir þá til að
gera langtímasamninga eins og Dan-
ina. Fyrir vikið eru Danir ráðandi á
þessum markaði. Það er reyndar
takmarkaður markaður fyrir flök
unnin úr fersku hráefni, en þau flök
eru mun dýrari en hin.
6 kíló af kjúklingum
eða eitt af saltfíski
Útflutningurinn til Ítalíu hefur
verið nokkuð stöðugur hjá okkur,
milli 4.000 og 5.000 tonn á ári af öll-
um söltuðum afurðum. Seinni árin
hefur flakasalan dregizt saman, en
salan á flöttum fiski, bæði millifíski
og stórum fiski hefur aukist. Það
endurspeglar sterka stöðu okkar á
þeim hluta markaðsins."
Hvernig hefur verðþróun á salt-
físki verið?
„Það er í raun og veru tvennt sem
gerist með saltfískinn. Annars vegar
mótast söluverðið af markaðnum
hérna og hins vegar af ástandinu
hehna, ástandinu á mörkuðum fyrir
aðrai- afurðir, samkeppnisstöðu salt-
físks gagnvart fyrstingu og öðrum
vinnslugreinum. Til þess að vera
samkeppnishæfir verðum við að
bjóða verð, sem gerir saltfiskfram-
leiðendum kleift að keppa við fryst-
inguna heima. Það þýðir í raun og
veru að verðið hefur hækkað sífellt
undanfarið eitt og hálft ár og nú er
svo komið að meðan verð á saltfiski
hækkar stöðugt, hefur verð á land-
búnaðarafurðum til dæmis nánast
verið óbreytt eða lækkað. Það segir
sig svo sjálft að auðvitað kemur það
niður á neyzlunni fyrr eða síðar.
Verð á saltfiski út úr búð er mjög
mismunandi eftir stærð fisksins og
fiskhluta. Meðalgóður fiskur kostar
líklega 1.100 til 1.200 krónur kílóið.