Morgunblaðið - 08.11.1998, Blaðsíða 34

Morgunblaðið - 08.11.1998, Blaðsíða 34
34 SUNNUDAGUR 8. NÓVEMBER 1998 MORGUNBLAÐIÐ SKOÐUN ...........................................................................—-------------- UNGT FÓLK OG MEÐFERÐ SÁÁ HVERNIG stendur á því að op- inber umræða um vímuefni og vandamál unglinga leysist gjarnan upp og verður að einhverri þvælu? Þessi spuming leitar reglulega á mig. Nú síðast í miðjum október- mánuði þegar forstjóri Barna- vemdarstofu kvartaði sáran yfír þrengslum á stofnunum sínum og löngum biðlistum. Með þessu dró hann í gang undarlega umræðu um vímuefnavanda unglinga. Málið var auðvitað rætt í sölum Alþingis. Páll Pétursson félags- málaráðherra skýrði vanda Bama- vemdarstofu með fullyrðingu um óvænta flóðbylgju eiturlyfja sem átti að hafa dunið yfir síðastliðið sumar. Hvorki lögregla né aðrir sem em í beinni snertingu við vímuefnavandann í þjóðfélaginu kannast við að sérstök alda hafi risið þetta sumarið án þess þó að draga úr vandanum. Undirmaður ráðherrans, Bragi Guðbrandsson forstjóri Bamavemdarstofu, gaf aðra skýringu á vandamáli sínu en ráðherrann. Hækkun sjálfræðis- aldurs í 18 ár hefur fjölgað skjól- stæðingum stofnunarinnar. Hvert er nú vandamálið? Em unglingarn- ir okkar í stómm meiri vanda en áður eða hafa stjómvöld rétt einu sinni sett lög sem þau gleymdu að fjármagna? Eg hef auðvitað ekkert vit til að hafa nothæfar skoðanir á sérstök- um málefnum Bamavemdarstofu og má enginn skilja mig svo að ég sé að leggja stein í götu fólks sem þar stýrir málum. Hitt er áhyggju- efni mitt að opinber embættismað- ur virðist ekki geta tjáð sig um heimilsböl félagsmálaráðuneytis án þess að níða skóinn af SAÁ og senda foreldmm og almenningi villandi skilaboð um vímuefnavand- ann og meðferð. - Mér er ómögu- legt að þegja. Beinharðar tölur Sjónvarpið fjallaði um þessi mál í Deiglu 20. október undir stjóm Loga Bergmann. Ásetningur þess ágæta fréttamanns var ábyggilega að ræða vanda Bamavemdarstofu í víðara samhengi eiturlyfjavanda ungmenna og opna almenningi yf- irsýn. Þar kom nefnilega niður ræðum að gestir þáttarins og áhorfendur heima við horfðu á myndskeið þar sem Þórarinn Tyrf- ingsson yfirlæknir SÁA sagði frá því hve margir koma til meðferðar á hans stofnanir og hvemig þeir em á sig komnir. Að þessu loknu kastaði stjómandi þáttarins þess- ari kúnstugu spumingu á viðmæl- endur sína: „Era þessar tölur Brunaþéttiefni viðurkennd af Brunamála- stofnun ríkisins Acryl-kítti, silikon-kítti, frauð á brúsum og þensluborðar BM tækniþjónusta Ármúla 5,108 Reykjavík, sími 568 3840, fax 568 3840, farsími 896 4680. raunvemlegar?“ Yfir- læknir SÁA sagði frá því að 206 einstakling- ar yngri en 20 ára hefðu komið á Vog ár- ið 1997. Hvemig er hægt að spyrja hvort talan sé „raunvera- leg“? Talan getur að- eins verið óraunvera- leg ef læknirinn lýgur eða framliðið fólk leggst inn á Vog í tugavís. Kannski er gefið í skyn að hann kunni ekki að telja? Læknirinn hefur not- að sér upplýsingar um aldur og fjölda nýliða á Vogi 1994-1997 og reiknað út hlutfall sjúklinga af hveijum fæð- ingarárangi. Ur því reiknisdæmi fæst að 3,2% drengja koma á Vog fyrir tvítugt og 1,9% stúlkna (þess- um tölum var kastað fram rúnnuð- um). Þetta fæst með sáraeinföld- um reikningi. Hér er ekki hægt að spyrja hvort tölur séu raunveru- legar eða óraunvemlegar, heldur hvort læknirinn kunni að deila og margfalda! Forstjóri Bamavemdarstofu svaraði þessari einkennilegu spumingu stjómandans og sagði að tölumar væm ekki í samræmi við þær upplýsingar sem hann hefði. Stjómandi spurði að bragði hveijar þær væra. Embættismað- urinn játaði að hann hefði ekki töl- ur á reiðum höndum og hélt áfram óskiljanlegri ræðu. Stjómandinn gafst upp og lokaði umræðu um þessar staðreyndir með vandræða- legri klisju um að málið snerist um fólk en ekki tölur. Bágt er að skilja forstjóra Bamavemdarstofu þegar hann segist hafa aðrar „upplýsing- ar“. Kannski les hann eitthvað ann- að út úr ársskýrslum SÁA en við hin. Hann hefur ef til vill heimildir um að þessir krakkar hafi alls ekki komið inn á Vog? Unglingar í meðferð hjá SÁÁ Hvaða veruleiki býr að baki þessum tölum? Þeir 206 unglingar undir tvitugsaldri sem komu á Vog 1997 vom margir hverjir býsna veikir eins og nærri má geta enda höfðu þeir notað mikið magn vímu- efna. Hjá SÁÁ höfum við flokkað þá „stómeytendur" sem nota hass eða amfetamín í hverri viku í sex mánuði eða lengur fyrir innlögn. Árið 1997 vora stómeytendur kannabisefnanna í þessum aldurs- hóp 119 á meðan stómeytendur amfetamíns vora 84. 32 einstak- lingar (11 stúlkur og 21 drengur) höfðu sprautað sig í æð með vímu- efnum, þar af 14 reglulega. Það má hverjum manni vera ljóst að ungir einstaklingar í þessu ástandi þurfa góða faglega læknis- þjónustu og hjúkran sem ekki er á færi hvers sem er. Þeir era mikið veikir í heilanum sín- um. Þess vegna þurfa þeir að vera innan um starfsfólk sem þekkir og er vel meðvitað um hvaða áhrif vímuefni og eftirköst þeirra hafa á manneskjuna og nálgast hana í sam- ræmi við það. Þessi ungmenni geta einnig verið með ýmsa fylgi- kvilla vímuefnaneysl- unnar. Til dæmis greindust 5% þessara krakka með klamydíu. Sem betur fer greind- ist enginn með lifrar- bólgu C á árinu í þess- um aldursflokki. Af þessum 206 krökkum okkar yfirgáfu 37 sjúkrahúsið á fyrstu þremur dögum meðferðarinnar. Flestir komu þó aftur á næstu Er það eitthvað annað en dómur yfír meðferð SAA, spyr Pétur Tyrfingsson, að full- yrða að lítið gagn megi af henni hafa? mánuðum, sem betur fer, til að ljúka henni. 123 einstaklingar héldu meðferðinni áfram á Stað- arfelli eða Vík og luku henni. Menn geta farið í útlendar skýrsl- ur og fræðirit og reynt að finna einhverja meðferðarstofnun í ver- öldinni sem lukkast að ná sam- komulagi við sjúklinga á þessum aldri og halda þeim í meðferð eins og starfsfólki SÁA er lagið. Þeir sem eitthvert gripsvit hafa á með- ferð og unglingum gera sér full- komlega ljóst að þetta era stórtíð- indi. Tvö-hundrað-og-sex ungar manneskjur era margir með lítilli þjóð. Engin önnur stofnun en Vog- ur hefur bolmagn til að taka á móti slíkum fjölda. Þegar þess er einnig gætt að 281 ungmenni 20-24 ára komu á Vog 1997 verður deginum ljósara hvaða stofnun í landinu ber hitann og þungann af áfengis- og vímuefnameðferð ungs fólks undir 25 ára aldri. Hér er um að tefla líf og hamingju tæplega 500 ung- menna og þörf þeirra fyrir heil- brigðisþjónustu. Þessu fylgir mikil ábyrgð og stór. Leiðtogar og starfsfólk SÁA hafa einsett sér að vinna fyrir fólk- ið í landinu eftir bestu samvisku. Sumir muna kannski eftir því að SÁÁ fékk lóð hér um árið hjá Reykjavíkurborg og hugðist byggja á henni myndarlegt hús yf- ir göngudeild og félagsstarfsemi. Þessar áætlanir vora lagðar til hliðar því aðrar og mikilvægari þarfir þjóðarinnar skulu ganga fyrir. í ljósi þróunar vímuefna- vandans á þessum áratug (einkum meðal ungs fólks) sáu forráða- menn SÁA í hendi sér að nauðsyn- legt er að stækka sjúkrahúsbygg- inguna á Vogi þannig að betur fari um sjúklinga, opnuð verði göngu- deild í beinum tengslum við sjúkrahúsið og fagfólk þess og að- staða sköpuð fyrir sérstaka deild á Voginum fyrir yngstu sjúklingana með bættri geðlæknis- og sálfræði- þjónustu. Eftir margra mánaða undirbúning og hönnunarvinnu munu framkvæmdir hefjast á næstu vikum. Eitruð skilaboð Þrátt fyrir allt þetta lætur for- stjóri Barnaverndarstofu hafa ým- islegt vafasamt eftir sér um SÁA í DV 17. október. Þar á meðal þetta: „Hann segist ekki vilja leggja dóm á meðferð (SÁA) en ljóst sé að yngsti aldurshópurinn hafi lítið gagn af meðferðinni þar.“ Er það eitthvað annað en dómur yfir meðferð SÁA að fullyrða að lítið gagn megi af henni hafa? Ger- ir forstjórinn sér grein fyrir að hann er að segja við alla foreldra sem eiga ungmenni í vímuefna- vanda undir tvítugu að það sé með öllu gagnslaust að koma þeim til meðferðar hjá SÁÁ? Ég velti því fyrir mér hvað heilbrigðisráðherra og landlæknir hugsi þegar kontóristi á snæram félagsmála- ráðuneytis gefur svo stórkallaleg- ar yfirlýsingar um þarfir sjúkra í landinu. Ég hugleiði líka hvort það hafi ekki hvarflað að umboðs- manni bama að hér séu foreldrar vímusjúkra unglinga hvattir til að meina börnum sínum aðgang að einu besta afeitrunarsjúkrahúsi í heimi. Umræðan í Deiglu-þættinum sveigði frá tölunum og átti þá að snúast um fólk. Sú mynd sem áhorfendur fengu af vímuefna- vanda unglinga var einhliða og furðuleg. Ég gat ekki betur skilið en unglingar þeir sem þurfa áfengis- og vímuefnameðferð eru íyrst og fremst þeir sem stunda mikið af afbrotum, eru hættulegir sjálfum sér og umhverfinu, vilja alls enga hjálp og era ekki undir neinum kringumstæðum tilbúnir að semja við foreldra sína um að- gerðir til úrbóta. Þá þykir nauð- syn og þjóðráð að svipta þá frelsi og leggja þá inn á stofnun. Þrjá mánuði þarf til að finna út hvað amar að þeim og heilt ár ef ekki lengri tíma til að ala þá upp hjá vandalausum á stofnunum Bama- vemdarstofu. Ofan á allt saman var ítrekað að Vogur væri ákaf- lega vondur staður fyrir ungmenni eins og búið var að hafa eftir Braga Guðbrandssyni í Dagblað- inu. Þessar alhæfingar era gersam- lega út í bláinn. í fyrsta lagi er íyrr eða síðar hægt að komast að sam- Pétur Tyrflngsson komulagi við flesta unglinga í vímuefnavanda um að tengjast meðferðarúrræðum af einhverju tagi og með því hefst bataferill. Það era hættuleg skilaboð til for- eldra að hvetja þá í lengstu lög til annars. I öðra lagi er langur vegur frá að þau séu öll þannig stödd að allsherjar endurappeldi sé nauð- synlegt. Þau þurfa flest að komast að nýju undir eðlilega handleiðslu þess fullorðna fólks sem ól það upp. í þriðja lagi er það alls ekki rétt að unglingar í vímaefnavanda séu upp til hópa afbrotafólk sem hefur haft stórkostlegan hegðunar- og aðlögunarvanda frá bamsaldri. Það era hættuleg skilaboð þegar látið er í veðri vaka að þeir krakkar segi alla sögu um vímuefnavanda unglinga almennt. Með þessu ógætilega tali í fjöl- miðlum berast skelfileg skilaboð til foreldra sem eiga ungling í vímu- efnavanda. Setjum sem svo að for- eldri uppgötvar að unglingspiltur- inn á heimilinu hefur klúðrað fyrsta vetrinum í framhaldsskóla vegna daglegra hassreykinga. Þau vita reyndar ekki að hann hefur líka verið að fikta við að taka am- fetamín í nefið inn á milli. Þetta bam hefur ekki verið til neinna stórvandræða fram að þessu. Drengurinn komst í gegnum grannskólann með þokkalegum vitnisburði, engin saga er um al- varleg hegðunarvandamál, né held- ur ítrekuð afbrot eða gróf. Hvaða foreldrar í þessari stöðu era tilbún- ir að samþykkja að barnið skuli sent burt í uppeldi hjá Braga og hans fólki í marga mánuði eða ár? Hvaða foreldrar í þessari stöðu vilja ekki fá ráðleggingar um hvemig best er að nálgast ungling- inn og komast að samkomulagi við hann um aðgerðir og hafa hann með í ráðum, - í stað þess að vaða yfir hann með offorsi og loka hann inni á Stuðlum innan um hóp ung- linga sem era með alls konar vandamál og engin bönd halda? I þessari aðstöðu munu engir for- eldrar ganga í björg Bamavemd- arstofu nema í gáleysi ótta og ör- væntingar. Svo lesa þessir foreldr- ar í blöðum að „ljóst sé að yngsti aldurshópurinn hafi lítið gagn af meðferðinni" hjá SÁÁ og heyrir í sjónvarpinu að Vogur sé vondur staður fyrir ungmenni. Foreldrar í þessari stöðu sjá auðvitað enga út- leið og bera sig ekki eftir þjónustu sem er í boði ef þeir taka til sín skilaboðin sem lesa má út úr áróð- ursherferð forstjóra Barnavemd- arstofu síðustu vikur. Sjálfsagt hefur það verið ætlun Braga Guðbrandssonar að ýta við samvisku þingmanna og fjárveit- ingavalds. Hvað er betra en róta svolítið í tilfinningum góðgjamra stjómmálamanna? Hér vora með- ulin ekki nógu vönduð. Þýðingar- miklum staðreyndum var vísað á bug, óþarfa dylgjum um aðrar stofnanir var laumað inn í umræð- una, alhæfingum úr þröngu skoti var veifað eins og þær væra allur sannleikur og fjölda foreldra send háskalega röng skilaboð. - Ja, ljótt er að heyra! Höfundur er áfengisráðgjafi á Vogi og hefur starfað á ölium stigum meðferðar SÁÁ frá 1986.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.