Morgunblaðið - 08.11.1998, Blaðsíða 21
MORGUNBLAÐIÐ
SUNNUDAGUR 8. NÓVEMBER 1998 21
STARFSMENN Alþjóðasveitar
Hins hússins, f.v. Einar Rafn
Guóbrandsson, verkefnisstjóri
Evrópsku sjálfboðaþjónustunn-
ar, Ingunn Gylfadóttir, verkefn-
isstjóri Ungs fólks í Evrópu, og
Lára Baldursdóttir, deildarstjóri
Alþjóðasveitarinnar.
Jákvæð
lífsreynsla
fyrir ungt
fólk
EVRÓPSKT sjálfboðastarf og
Ungt fólk í Evrópu era tvær áætl-
anir á vegum Evrópusambandsins,
sem veita styrki til ungs fólks
vegna þátttöku í ýmiss konar verk-
efnum.
Alls hafa 19 Islendingar farið til
Evrópulanda á vegum Evrópsku
sjálfboðaþjónustunnar og svipaður
fjöldi ungmenna frá Evrópulönd-
um hefur komið hingað í vinnu.
Dvöl ailt að einu ári
Sjálfboðastarfið felst í ýmiss
konar samfélagsþjónustu s.s. að
vinna með börnum, fótluðum, ung-
lingum, öldraðum eða
fólki sem á félagslega
erfitt einhverra hluta
vegna. Þó era dæmi
um menningarverk-
* < *' efni og umhverfis-
uwTftíuic'tóv verkefni, sem hægt
er að vinna að, en lítið hefur verið
sótt í.
Að sögn Lára Baldursdóttur,
deildarstjóra Alþjóðadeildar Hins
hússins, er markmiðið að gefa
ungu fólki tækifæri til að kynnast
aðstæðum fólks á öðram menning-
arsvæðum. „Sjálfboðaliðarnir geta
dvalist í löndunum allt að einu ári.
Ekki er um launaða vinnu að ræða,
en sjálfboðaliðar fá frítt fæði og
uppihald auk vasapeninga."
Alls kyns verkefni
Ungt fólk í Evrópu er aðallega-
ætlað hópum. Algengust era
svokölluð ungmennaskipti þar sem
hóparnir heimsækja hver annan í
skamman tíma. Markmiðið er að
gefa ungu fólki tækifæri til að
vinna með evrópskum jafnöldram
sínum að ýmsum verkefnum sem
snúa að listgreinum, menningu og
umhverfísvemd, svo dæmi séu tek-
in.
Hópamir era misjafnir að stærð.
Ýmist er um að ræða hópa sem
unnið hafa saman um tíma eða
hægt er að mynda hóp eingöngu í
því skyni að vinna að ákveðnu
verkefni. „Til dæmis gætu mennt-
skælingar í bókmenntaáfanga tekið
sig saman og búið til verkefni sem
þeir vildu kynna erlendis," segir
Lára.
„Hér eru frábærir möguleikar
fyrir ungt fólk til að kynnast krefj-
andi verkefnavinnu í samvinnu við
aðrar þjóðir, en jafnframt fær það
jákvæða lífsreynslu. Ég vil hvetja
ungmenni til að vera með opin
augu og kynna sér þá möguleika
sem era í boði.“
Morgunblaðið/Golli
Morgunblaðið/Golli
HÓPUR evrópskra æskulýðsleiðbeinenda var staddur hér á landi í tengslum við verkefnið Ungt fólk í Evrópu.
Sú áætlun er aðeins einn þáttur þeirra margvíslegu verkefna, sem íslendingum stendur tii boða að taka þátt
í á vegum ESB. Um helgina gefst fólki kostur á að kynna sér hvaða tækifæri eru í boði, en nefna má auk
verkefna sem kynnt eru hér á síðunni: vinnumiðlun EES, starfsnám og endurmenntun og ýmis konar verkefni
í tengslum við skóla.
Markaðstorg
þekkingar og
sóknarfæra
FIMMTA rammaáætlun Evrópu-
sambandsins (ESB) á að hefjast í
byrjun næsta árs og lýkur árið 2002.
Henni er skipt upp í fjögur megin-
þemu, lífsgæði og og lífrænar auð-
lindir, upplýsinga-
þjóðfélagið, sam-
keppni og sjálfbær
vöxtur og vemdun
vistkerfisins.
Að sögn Emils
B. Karlssonar
verkefnisstjóra
Kynningarmið-
stöðvar Evrópu-
rannsókna er aðal-
breytingin frá
fjórðu rammaáætluninni yfir í þá
fimmtu sú, að lögð er áhersla á vís-
indi í þágu þegnanna. „Hver
rammaáætlun stendur í fjögur ár.
Fyrst var lögð áhersla á vísinda-
greinar og grunnrannsóknir, síðan
var aukin áhersla á einstaka at-
vinnugreinar. Núna er verið að sam-
eina tvo póla, annars vegar almenn-
ing og hins vegar viðhorf vísinda-
manna. Þetta þýðir aukna áherslu á
þægindi fyrir borgarana, þ.e. meira
öi-yggi, minna atvinnuleysi, aukin
lífsgæði og nýsköpun. Einnig hafa
umhverfismálin meira vægi núna.“
Samverkandi áhrif
umhverfis og
stofns á nýliðun
HAFRANNSÓKNASTOFNUN
ásamt skosku, dönsku og norsku
hafrannsóknastofnununum hafa
fengið vilyi-ði fyrir áframhaldandi
styrk vegna verk-
efnis sem stóð yf-
ir 1996-1997.
„Þetta er afar
stórt verkefni til
þriggja ára, sem er að fara af stað
og er mjög spennandi," segir dr.
Guðrún Marteinsdóttir, fiskvist-
fræðingur, sem ásamt Steingrími
Jónssyni, útibússtjóra Hafrann-
sóknastofnunar á Akureyri, stjóm-
ar verkefninu hér á landi.
Meginmarkmið verkefnisins er
að skýra sveiflur í nýliðun þorsks
og ýsu og auka skilning á þeim
þáttum sem hafa áhrif á hana, ann-
ars vegar með því að skilgreina
áhrif umhverfisins og hins vegar
áhrif hrygningarstofnsins. „Við
höldum að þegar miklar sveiflur
verða og stórir árgangar koma
fram, sé það vegna þess að rekið
hafi tekist vel frá hrygningarsvæð-
um fyrir sunnan Island.
Líkan notaö við ísland
Hún segir að meðal þess sem
síðasta verkefni skilaði hafi verið
þróun líkans, sem Mkir eftir flæði
og straumum sjávar í Norðursjó.
„Sýnt var að líkanið hermdi vel eft-
ir flutningi lirfa og eggja frá
hrygningarsvæðum inn á uppeldis-
svæðin. Rannsóknarhópurinn hér á
landi mun reyna að flytja líkanið
yfir á hafsvæðið hér.“
Segja má að verkefnið snúist um
þrennt, þ.e. að mæla framleiðslu
eggja á mismunandi hrygningar-
svæðum allt í kringum landið og
reyna síðan að meta hversu mikið
af þeim er lífvænlegt. Síðan er at-
hugað hvert þau reka og þá er not-
ast við líkanið, sem sýnir hvert haf-
straumar og flæðið flytur hrognin
miðað við ákveðnar aðstæður.
Hún segir að þá hafi menn í
huga strauma sem flytja selturíkan
Atlantshafssjó inn á norðurmið,
þar sem aðaluppeldissvæðið sé.
Menn telji jafnvel að sveiflurnar í
árgöngum stjórnist mikið af þessu
flæði.
Hægt að segja til um aldur
seiða upp á dag
Næsta skref er að fara inn á
uppeldisslóðirnar, þar sem reynt
er að meta út frá aldri seiðanna og
ýmsum einkennum hvaðan þau
koma. „Með nýrri tækni er hægt
að segja til um hvað seiðin era
gömul upp á dag og þá getum við
bakreiknað þau yfir í klakdaga.
Hrygningartíminn er ekki sá sami
alls staðar við landið og ef sjórinn
er mjög kaldur tekur mun lengri
tíma fyrir hrognin að klekjast út.
Við vonumst til að geta aðgreint
þau seiði sem veiðast að hausti í
GUÐRÚN Marteinsdóttir ásamt samstarfsmönnum sínum viö kreist-
ingu þorsks vegna rannsóknarinnar.
aldurs- og lengdarhópa og
sagt þannig til um frá
hvaða svæðum þau hafa
komið.“
Guðrún segir ennfremur
að til séu lengdarmælingar
og ýinsar aðrar kannanir
allt aftur til ársins 1970.
Því vonist hún til að hægt
verði að bakreikna framlag
hrygningarsvæða yfir
megnið af tímabilinu.
Verkefnið er kostnaðar-
samt og greiða Islendingar
tugi milljóna króna. Hins
vegar er ávinningurinn
mikill ef vel tekst til því
þegar verið er að fram-
reikna stofninn er tekið til-
lit til útreikninga á nýlið-
un. „Ef við getum komið
með líkan, þar sem við
minnkum óvissuna í þeirri
spá, þá er mat okkar á
komandi árgöngum áreið-
anlegi'a. Þar fyrir utan er
mikill ávinningur að skilja
af hverju nýliðunin hefur
ekki verið góðan síðan
1984.“
Guðrán bendir á að gíf-
urleg vinna og rannsóknir
hafi farið fram um heim
allan á undanfórnum áram
í tengslum við nýliðun al-
mennt og til að skilja áhrif
umhvei'fisins og stofnsins á
nýliðunina. „Nú er allt í
einu kominn sá tímapunkt-
ur að hægt er að tengja all-
ar þessar upplýsingar sam-
an. Það er líka ákaflega
spennandi að sjá hvað út
úr því kemur,“ segir hún.
Guðrún
Steingrímur