Morgunblaðið - 08.11.1998, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 08.11.1998, Blaðsíða 4
4 SUNNUDAGUR 8. NÓVEMBER 1998 MORGUNBLAÐIÐ VIKAN 1/11 - 7/11 ►ÁGIJST Guðmundsson kvikmyndagerðarmaður kærði atkvæðagreiðslu sem fram fór um þá kvikmynd sem útnefnd verður framlag Islands til Óskarsverðlauna á næsta ári. Mynd Ara Krist- inssonar kvikmyndagerðar- manns, Stikkfrí, fékk einu atkvæði meira en mynd Ágústs, Dansinn. Niðurstaða kjörnefndar var að vísa kærunni frá. ►FRAMHALDSAÐAL- FUNDUR Læknafélags ís- lands sætti sig ekki við gagnagrunnsfrumvarpið og lagði til að það yrði dregið til baka. Ályktun þessa efnis var samþykkt með 25 at- kvæðum gegn 8. Stjórn sið- aráðs iækna hvetur lækna til að taka ekki þátt í gerð gagnagrunns á heilbrigðis- sviði. ►200 MANNS leita árlcga til SÁÁ vegna vandamála sem tengjast spilafíkn. Að mati SÁÁ hcfur vandinn farið vaxandi samhliða aukinni samkeppni milli fyrirtækja sem reka spilakassa. ►DAVÍÐ Oddsson forsætis- ráðherra mun hitta Gerhard Schröder, kanslara Þýska- lands, i næstu viku. Hann ætlar einnig að hitta Helmut Kohl, fyrrverandi kanslara, og skoða nýtt sendirráð ís- lands í Berlfn. ►TALIÐ er að allt að 600 milþ'ónir manna hafi fylgst með útvarpsþætti um Krist- ján Jóhannsson sem út- varpað var í ríkisútvarpinu í Kina. Fjallað var um Krist- ján persónulega i þættinum og Island auk þess sem Kristján söng nokkrar aríur úr vel þekktum óperum. Auknar greiðslur i lifeyrissjoði RÍKISSTJÓRNIN ætlar að leggja fram frumvarp um að fyrirtæki geti aukið greiðslur sínar í lífeyrissjóð starfsmanna um 0,2% gegn því að tryggingargjald verði lækkað á móti. Launþegar geta því aðeins fengið þetta viðbótarfi'amlag vinnuveitenda að þeir nýti sér heimild í lögum um tekju- og eignaskatt að leggja 2% af launum skattfrjálst inn á lífeyrisspamaðar- reikninga. Geir H. Haarde fjármál- aráðherra segir að þessi breyting sé gerð til að auka þjóðhagslegan spamað í þjóðfélaginu, en á því sé mikil þörf. Ekki er gert ráð fyrir að ríkissjóður tapi á þessari breytingu því áform um lækkun á gjaldi í Atvinnuleysissjóð verða dregin til baka. 47 meinatæknar hættu 47 MEINATÆKNAR á Landspítala hættu störfum um mánaðamót og hægði á starfsemi spítalans af þeim sök- um, en einungis tíu meinatæknar vom við störf í vikunni. Astæða uppsagnanna er óánægja með launakjör og viðræður um gerð aðlögunársamnings. Meinatæknar lýstu sig tilbúna til að veita neyðarþjónustu þrátt fyrir að hafa hætt störfum. Skylt að bjóða út? RÍKISKAUP telur að íbúðalánasjóði, sem tekur til starfa um áramót, hafi verið skylt að bjóða út þá þjónustu sem veðdeild Landsbankans hefur veitt Húsnæðisstofnun. Undirbúningsnefnd um stofnun íbúðalánasjóðs ákvað að semja ekki við Landsbankann heldur gera samning við Búnaðarbankann á Sauðárkróki. Fyrirhugað er að hluta af verkefnum veðdeildar Landsbankann verði sinnt fi'á Sauðárkróki. Stjóm Sambands íslenskra bankamanna mót- mælti flutningnum og átaldi félagsmál- aráðherra fyrir hvernig staðið var að málum. * Irakar storka um- heiminum á ný ÖRYGGISRÁÐ Sameinuðu þjóðanna samþykkti á fimmtudag einróma álykt- un þar sem aðgerðir Iraka em for- dæmdar, en þeir slitu samstarfi við vopnaeftirlitsnefnd SÞ um síðustu helgi, og þess krafist að þeir taki aftur upp samstarf við eftirlitið. Bretar og Band- aríkjamenn hafa varað íraka við því að beiting hervalds komi vel til greina í stöðunni, endurskoði írakar ekki ákvörðun sína, en stjómvöld í Bagdad hafa hingað til virt hótanimar að vettugi. Krefjast þefi þess að efna- hagsþvingunum SÞ á Irak verði aflétt. Gingrich hættir ►ÍSRAELSSTJÓRN sat á sannkölluðum maraþonfundi á fimmtudag sem frestað var á föstudag eftir sprengjuárás í Jerúsalem, en gert hafði verið ráð fyrir að ísraels- menn myndu staðfesta Wye Mills-samkomulagið við Palestínumenn, sem náðist fyrir milligöngu Bandaríkja- manna. Hefur Yasser Arafat, leiðtogi Palestmumanna, lof- að baráttu gegn hermdar- verkum. Wye Mills-samkomu- lagið kveður á um að ísrael afhendi land á Vesturbakk- anum gegn loforðum um hertar öryggisráðstafanir. ÖLLUM að óvömm héldu demókratar í Bandaríkjunum sínu og vel það í þing- og ríkisstjórakosningunum á þriðjudag. Repúblikanar halda enn meirihluta í báð- um deildum þingsins en demókratar túlka niðurstöðuna á þá leið að kjósendur vildu að öllu tali yrði hætt um málshöfðun til embættismissis á hendur Bandaríkja- forseta. Hefur Newt Gingrich, leiðtogi repúblikana í fulltrúa- deildinni, tilkynnt að hann sækist ekki eftfi endurkjöri þegar kosið verður um forseta deildarinnar. Fórnarlömb Mitch talin í tugiim þúsunda ENN er ekki ljóst hversu margfi fómst í hamfórum í Mið-Ameríku sem fellibyl- urinn Mitch olli um síðustu helgi en þó er ljóst að ellefu þúsund manns fómst að minnsia kosti og álíka margra er saknað. Talið er að hamfarimar hafi fært veikburða efnahagslífið í Mið- Ameríku aftur um tuttugu ár og mikil hætta er á að sjúkdómar gjósi upp og verði að faraldri. ► SVARTA ekkjan svo- kallaða, ekkja tfskukóngsins Maurizio Gucci, var á þriðju- dag fundin sek um að hafa skipulagt morðið á manni sfnum og dæmd til 29 ára fangelsisvistar. Hafa réttar- höldin yfir Patriziu Reggiani Gucci staðið í hálft ár og vakið rnikla athygli á Italfu. ► RÉTTARHÖLD yfir Anwar Ibrahim, fyrrverandi aðstoð- arforsætisráðherra Malasfu, hófust í Kuala Lumpur á mánudag. Er Anwar ákærð- ur fyrir spillingu og kyn- ferðisafbrot en margir telja að raunveruleg ástæða þess að Anwar var rekinn úr embætti og síðan ákærður sé sú að Mohamed Mahathir for- sætisráðherra hafi verið far- inn að óttast áhrif Anwars. ►JEVGENÍ Prímakov, for- sætisráðherra Rússlands, kynnti í vikunni fyrirhugaðar efnahagsaðgerðir stjórnar sinnar sem boða aukin rfkis- afskipti af efnahagsmálum og gengi rúblunnar. Hefur Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn (IMF) gagnrýnt hugmyndim- ar harðlega. FRÉTTIR Prófessor um vanda læknisþjónustu í dreifbýli Viðhorfsbreytingin hefjist í menntaskóla Morgunblaðið/Ámi Sæberg LÆKNARNIR Gísli Auðunsson á Húsavík (t.v.) og Roger Strasser frá Ástralíu segja lækna hneigjast frekar til að starfa í þéttbýli og grfpa verði til aðgerða til að breyta viðhorfi þeirra. LÆKNASKORTUR á landsbyggð- inni verður ekki leystur til frambúð- ar með því að fá lækna til að hlaupa í slík störf, það er aðeins tímabundin lausn. Nauðsynlegt er að vinna að viðhorfsbreytingu á mati á störfum lækna í dreifbýli strax í menntaskóla og háskóla, var meðal þess sem Roger Strasser, prófessor í heimilis- lækningum frá Astralíu staðhæfði í viðtali við Morgunblaðið í gær. Hann ræddi um heilbrigðisþjónustu í þétt- býli á fundi Landssamtaka heilsu- gæslustöðva í gær og í dag flytur hann fyrirlestur á vísindaþingi Félags íslenskra heimilislækna. Meðal þeirra sem unnu að því að fá Roger Strasser hingað til lands var Gísli Auðunsson, heilsugæslu- læknfi á Heilbrigðisstofnuninni Húsavík, en þefi kynntust þegar þefi voru báðfi í námi sínu í heimilislækn- ingum í Kanada. En Ástralíumaður- inn er spurður nánar um hvemig fá megi lækna til starfa í dreifbýli: Svipaður vandi í Ástralíu og á Islandi „Vandi heilbrigðisþjónustu á landsbyggðinni er svipaður hérlend- is og í Astralíu, það er erfitt að fá lækna til starfa í dreifðum byggðum meðal annars vegna þess að þeim finnst það ekki eins spennandi fag- lega og félagslegar aðstæður geta einnig haft áhrif,“ segfi Roger Strasser en hann hefur m.a. ferðast um Norður- og Norðausturland og kynnt sér heilsugæslustöðvar og að- stæður heimilislækna á landsbyggð- inni. ,Ástandið í Ástralíu fyrfi áratug var svipað og það er hér nú. Þá vantaði lækna í um það bil 26% stöð- ur og þeim fór fækkandi. Fáfi sýndu áhuga á því að stunda læknisþjón- ustu í dreifbýli, töldu það eiginlega vera annars flokks starf og mefia spennandi að vera í þéttbýlinu þar sem eitthvað væri að gerast að þeirra mati. Yfirvöld sáu að ekki var hægt að una við þetta ástand og þvi var gripið til ýmissa aðgerða sem náðu til alfia þátta í þessum ferli.“ Roger Strasser orðaði það svo að læknar í dreifbýli hefðu í raun lengst af verið menntaðfi til þess að verða ósjálfbjarga, þ.e. þefi tækju á móti sjúklingum til að ákveða til hvaða sérfræðinga skyldi vísa þeim í stað þess að reyna sjálfir að leysa vanda þeirra. Þess vegna vildu menn starfa í þéttbýli og að minnsta kosti í nálægð við sjúkrahús. „Við sáum að hefja varð breytinguna heima í héraði, í uppeldinu," segfi Strasser. „Menntaskólanemar vom hvattfi til að fara í læknanám eða aðra heil- brigðisþjónustu og mennta sig sér- staklega til þess að starfa í dreifbýli. í háskólanum var kerfinu einnig breytt þannig að læknanemar fengu strax í hinu almenna sex ára lækn- anámi sérstaka kynningu vegna væntanlegra starfa í dreifbýli og lagðar em aðrar áherslur í sémámi þeirra enda vandamálin önnur en hjá heimilislæknum sem starfa í þéttbýli og þess vegna þarf að taka á þessu strax í náminu.“ Sneru vörn í sókn Þessar breytingar leiddu til þess að Ástralar gátu snúið vöm í sókn í þessum efnum. Hlutfall þeirra háskólanema úr dreifbýli sem fóm í læknanám jókst úr 10% í 20% og tel- ur hann að á næstu fimm áram verði þessi vandi nánast úr sögunni. Auk þessara aðgerða hafa heilbrigðisyfir- völd einnig stutt við lækna sem vilja starfa í dreifbýli, m.a. boðið styrk vegna flutninga, stutt lækna til viðbótarmenntunar án þess að þurfa að flytja úr dreifbýlinu meðal annars í gegnum fjamám og flefia og komið hefur verið upp eins konar stuðn- ingskerfi við fjölskyldur sem hafa kannski búið í stórborgum alla ævi og þurfa að aðlagast lífi í dreifbýli. Roger Strasser telur að slíkar að- gerðfi geti vel átt við hérlendis og bendfi á að hér séu ágæt skilyrði til að þjálfa læknanema til starfa í dreifbýli. Segfi hann ákjósanlegar aðstæður á Fjórðungssjúkrahúsinu á Akureyri og gæti þjálfun farið fram þar og í samvinnu við heilsugæslu- stöðvamar í nágrannabæjunum. Gísli Auðunsson sagði það áhuga- vert sjónarmið að vinna að viðhorfs- breytingu strax í menntaskóla og taldi hér uppi svipuð viðhorf og Roger Strasser lýsti frá Ástralíu, að læknar vildu helst starfa í þéttbýli. Hann sagði rannsóknfi þó sýna að árangur lækna í dreifbýli, t.d. á litl- um sjúkrahúsum, væri ekki síðri en á stóram hátæknisjúkrahúsum og undfi það tók Ástralinn. Báðfi bentu og á rétt íbúa í hinum dreifðu byggð- um að hafa aðgang að heil- brigðisþjónustu. Roger Strasser hefur farið fyrfi vinnuhópi á vegum Alþjóðasambands heimilislækna sem tekið hefur saman stefnumótun fyrii' þjálfun lækna sem starfa í dreifbýli. Er þar bent á fjölmörg atriði varðandi undfibúning þeirra og hvemig taka verði mið af sérstökum þörfum dreifbýlis í þess- um efnum. Strasser ræddi við land- lækni í gærmorgun og var einnig á fundi á Landspítalanum auk áður- nefndra funda sem hann tók þátt í. Nefnd um endurskoðun laga um mat á umhverfísáhrifum Frumvarpið verður lagt fram á Alþingi fyrir jól ENDURSKOÐUÐ lög um mat á umhverfísáhrifum verða væntalega lögð fyrfi Alþingi fyi-fi jól, að sögn Ingimars Sigurðssonai-, formanns nefndar á vegum umhverfisráðu- neytisins sem hefur lögin til endur- skoðunar. Stefnt er að því að nefndin skili af sér í þessum mánuði en þá verða drög að frumvarpinu lögð fyrfi ráðherra. í vinnutillögu nefndarinnar er gert ráð fyrfi því að framkvæmdfi við vfikjanfi og önnur mannvfiki sem era undanþegin mati á umhverf- isáhrifum, skuli hefjast fyrfi árslok 1999, að því er kom fram í erindi um mat á umhverfisáhrifum á málþingi nokkurra náttúravemdarsamtaka sl. helgi. Verði framkvæmdfi ekki hafn- ar fyrfi þann tíma, skal leggja mat á umhverfisáhrif framkvæmdarinnar. Ingimar Sigurðsson vildi ekki tjá sig um þetta tiltekna atriði sem og önn- ur atriði frumvarpsins, þar sem nið- urstöður nefndarinnar liggja ekki fyrfi. Ingimar kvað hins vegar augljóst að nefndin myndi gera til- lögur um breytt bráðabirgðaákvæði, en Fljótsdalsvfikjun er m.a. undan- þegin mati á umhverfisáhrifum vegna þess. Vegagerð ekki hluti af framkvæmdum Hart hefur verið lagt að stjóm- völdum og Landsvfikjun að meta umhverfisáhrif Fljótsdalsvfikjunar með lögformlegum hætti. Endur- skoðuð lög um mat á umhverfisáhrif- um gætu breytt forsendum um það hvort skylt verði að meta umhverf- isáhrif vfikjunarinnar. I tengslum við umræddar breytingar á bráða- bfigðaákvæðinu hafa vaknað upp spumingar um hvort framkvæmdfi séu þegar hafnar við vfikjunina. Ingimar segfi að innan umhverfis- ráðuneytisins sé litið svo á að fram- kvæmdfi séu ekki hafnar. „Við lítum ekki svo á að vegagerð og sýnataka séu hluti af fram- kvæmdum heldur hluti af undirbún- ingi, og að okkar mati era fram- kvæmdir því ekki hafnar.“ Ingimar segfi að í fljótu bragði sjái hann ekki hver hafi úrskurðarvald um það, hvort framkvæmdfi séu hafnar, en slíkt mál gæti mögulega endað fyrfi dómstólum. Undanfarið hafa einnig komið upp spurningar varðandi það hvort bygg- ing Fljótsdalsvfikjunar sé háð fram- kvæmdaleyfi sveitarstjórnar Fljóts- dalshrepps, eins og á kveður í skipu- lags- og byggingarlögum nr. 73/1997, sem öðluðust gildi 1. janúar sl., en þar er um nýtt ákvæði að ræða. Ingi- mar segfi að lögin séu ekki aftur- vfik, og því megi líta svo á að Fljóts- dalsvfikjun hafi þegar fengið fram- kvæmdaleyfi. Rísi um það ágreining- ur, er gert ráð fyrir að úrskurðar- nefnd sem starfar samkvæmt skipu- lags- og byggingarlögum, skeri úr um hann. Endurskoðun laga um mat á um- hverfisáhrifum tekur meðal annars mið af breyttum reglum Evrópusam- bandsins um mat á umhverfisáhrif- um sem tekur gildi 14. mars nk. Að sögn Ingimars er starf nefndarinnar vel á veg komið, þótt niðurstaða hennar um afgreiðslu framvarpsins sé ekki Ijós að svo stöddu.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.