Morgunblaðið - 08.11.1998, Blaðsíða 27
MORGUNBLAÐIÐ
SUNNUDAGUR 8. NÓVEMBER 1998 27
Við þurfum eins fljótf og mögulegt
er að marka afstöðu okkar til um-
hverfismála. Þar er beðið eftir
stefnu ferðaþjónustunnar.
Það hefur verið vaðið yfir ferðaþjón-
ustuna og hagsmuni hennar sem at-
vinnugreinar vegna þess að við höf-
um ekki verið skipulögð.
og virkjanaframkvæmdum og um-
hverfismálum almennt?
„Það er alveg ljóst að það verður
forgangsmál hjá samtökunum að
mynda sér skoðun á þessum mál-
um,“ segir Steinn Logi og Þorleifur
Þór bætir við: „Fram til þessa hefur
greinin í mjög stórum málaflokkum
ekki getað komið fram með einni
rödd, heldur hafa mismunandi sjón-
armið verið uppi. Með þessum heild-
arsamtökum er von til þess að grein-
in nái fyrst að átta sig á því hvað hún
vill og móta samkvæmt því heildar-
stefnu sem sýni hvernig hagsmunir
ferðaþjónustunnar og þjóðarhags-
munir geti best farið saman.“
Að sögn Emu hefur það í raun
stórskaðað ferðaþjónustuna hve
mjög misvísandi upplýsingar stjórn-
völd hafa fengið frá henni í gegnum
tíðina og Ómar segir að stjómvöld
hafi jafnvel spilað á það, komist upp
með að leita ekki álits greinarinnar
af því þau hafi ekki vitað við hvern
ætti að tala. „Það hefur helst verið
rætt við Ferðamálaráð, en opinberir
starfsmenn geta aldrei verið tals-
menn fyrirtælqanna," segir Erna.
Beðið eftir stefnu
í umhverfismálum
Hvað er langt í að Samtök ferða-
þjónustunnar geti markað sér stefnu
íþessum málum?
„Við þurfum eins fljótt og mögu-
legt er að marka afstöðu okkar til
umhvei-fismála. Þai' er beðið eftir
stefnu ferðaþjónustunnar," segir
Steinn Logi. „Eitt fyrsta verk nýrra
samtaka verður að skipa umhverfis-
nefnd til þess að taka á þessum mál-
um. Við verðum sjálf að hafa for-
göngu um að móta reglur ferðaþjón-
ustunnar í sambandi við umgengni
við náttúrana. Ef það kemur ekki ft-á
okkur sjálfum lendum við bara í því
að það verða settar á okkur óraun-
hæfar kröfur,“ segir Einar Bollason
og Steinn Logi ítrekar að ljóst sé að
hagsmunir ferðaþjónustunnai- til
langs tíma litið fari saman við vernd-
un náttúru landsins.
„Við gerum okkur grein fyrir því
að sú öld sem er að ganga í garð, er
öld umhverfismála," segir Einar, „en
það er alrangt að stilla dæminu
þannig upp að það sé sjálfgefið að
hagsmunir þeirra sem vilja virkjanir
og aðrar stórframkvæmdir stangist
endilega alveg á við hagsmuni aðila í
ferðaþjónustu. Menn þurfa bara að
komast að samkomulagi um bestu
lausnina tU þess að geta lifað hér
saman í sátt og samlyndi."
ísland í forystuhlutverki
„I stefnumótun umhverfishópsins
sem vann að stofnun samtakanna
segir að stefnt skuli að því að Island
gegni forystuhlutverki á sviði um-
hverfisverndar, og það er rökrétt í
ljósi þess að við erum sú þjóð sem
býr yfir stærsta óbyggða landi í Evr-
ópu. Þá segir að tryggja þurfi frjáls-
an aðgang ferðamanna að öllu land-
inu en þess jafnframt gætt að rekst-
ur og uppbygging á ferðamannastöð-
um spilli ekki náttúra landsins og
umhverfi, að ferðamenn dreifist um
landið til að minnka álag á einstaka
staði og að nýta þurfi fjárfestingu í
ferðaþjónustu betur,“ sagði Steinn
Logi. „Eg held að okkar stefni verði
mjög svipuð þessu.“
„Umhverfismálin eru líka mikil-
væg í ljósi þess að markhópurinn
sem íslensk ferðaþjónusta sækir í,
er yfirhöfuð umhverfismeðvitað
fólk,“ segir Einar. „Svo þarf líka að
horfa til þess að sá þáttur ferða-
þjónustu sem er í hvað mestum
vexti, það er afþreyingarþátturinn,
byggir hjá okkur fyrst og fremst á
náttúru landsins, hestarnir, jöklarn-
ir, bátarnir, hvalaskoðun og jeppa-
ferðir. Það er því mjög brýnt mál að
setja reglur um umgengni við land-
ið.“
„Varðandi afþreyingarþáttinn má
líka segja að við höfum að vissu leyti
sofið á verðinum og haldið alltof
lengi að það væri nóg að hafa stóra
glugga með góðu útsýni til þess að
fólk upplifði náttúruna," segir Helgi.
„Þróunin er sú að fólk vill afþreyingu
og við þurfum að einbeita okkur að
því að skipuleggja hana. Þar er mik-
ið verk óunnið sem samtökin eiga
eftir að hleypa miklu lífi í.“
Menntunin mikilvæg
„Samtökin verða líka mikilvægt
afl í því að efla menntun innan at-
vinnugreinarinnar. Við sjáum fram á
gríðarlega fækkun í nýliðun í
ákveðnum fagsviðum innan greinar-
innar og þurfum að bregðast við með
því að efla vægi og virðingu fyrir
þessari fagmenntun. Það þai’f líka að
vinna að þjálfun sumarafleysinga-
fólks til að bregðast við þeirri stað-
reynd að ferðaþjónusta er mjög árs-
tíðabundin atvinnugrein," segir Þor-
leifur Þór og ennfremur að mikið sé
af skólum sem starfi fyrir ferðaþjón-
ustuna án þess að vera í nægilegum
tengslum við atvinnugreinina.
„Ferðamálaráð hefur talað mikið
fyrir rannsóknum í ferðaþjónustu en
greinin hefur ekkert komið þar að
málum. Það er til dæmis búið að
setja upp stöðu við Háskólann á
Akureyri um rannsóknir í ferðaþjón-
ustu án samvinnu við ferðaþjónust-
una. Það er ljóst að atvinnugreinin í
heild verður að koma að þessum
stærai rannsóknum og skilgreina
hvað hún vill fá út úr þeim. Ella geta
menn verið að eyða tíma, fyrirhöfn
og peningum í rannsóknai'vinnu sem
nýtist ferðaþjónustunni ekki. Við
viljum fá rannsóknir sem við getum
notað í hreinum og klárum viðskipta-
legum tilgangi," segir Þorleifur Þór.
Gæðaflokkun gististaða
Talið berst að gæðamálum innan
ferðaþjónustu. „Það er til lítils að
markaðssetja okkui' ef við erum ekki
samkeppnisfær,“ segir Erna. „Og
þar eru gæðamál ofarlega á baugi.
Neytendavernd er orðin giíðarlega
mikil og þai' að auki eru síauknar
kröfur frá ferðamönnum um aukin
gæði. Gæðamál skipuðu því stóran
sess í undangenginni stefnumótunar-
vinnu enda hafa þau lengi verið í um-
ræðu í ferðaþjónustunni. Þar hefur
kannski mest áhersla verið lögð á
gæðaflokkun, t.d. hjá hóþferðabílum
og upplýsingamiðstöðvum og ekki
síst gististöðum, hvort sem sú flokk-
un er gerð af hinu opinbera eða aðil-
um innan ferðaþjónustu."
Erna segir liggja á borðinu sam-
þykkt þess efnis að ganga til gæða-
flokkunar á gististöðum, aðeins sé
efth' að reka smiðshöggið á ákvörðun
framkvæmdarinnar. „Burtséð frá
þessari gististaðaflokkun er gríðar-
lega mikOvægt að gæðamálin séu
tekin föstum tökum, við megum ekki
við því að dragast þar aftur úr,“ seg-
ir Erna.
Heilsárshótel
á landsbyggðinni
Nú sýnir nýútkomin Hagkönnun
SVG afar slæma rekstrarstöðu heils-
árshótela á landsbyggðinni. Munu
samtökin taka á þessu á einhvern
hátt?
„Það er rétt að það vantar mikið
upp á að endai' nái saman í rekstri
heilsársgististaða úti á landi, og það
er mikið áhyggjuefni. Eg held að eitt
af því fyrsta sem þessi nýju samtök
geri, ef til vill í samvinnu við stjórn-
völd, hljóti að verða að láta vinna
allsherjar arðsemisúttekt í þessari
atvinnugi-ein. Arðsemin er léleg í
flestum þáttum greinarinnar og það
þarf að komast til botns í því hvað er
hægt að gera,“ segir Erna.
Erna bæth' við sem dæmi um hve
stefnan hafi verið ómarkviss að á
sama tíma og 14% virðisaukaskattur
hafi verið settur á rekstur þessara
hótela sem stóðu svona illa, hafi ver-
ið sett á laggirnar nefnd til að fjalla
um það hvernig bjarga mætti heils-
árshótelum á landsbyggðinni. „Við
náðum með mikilli baráttu að fresta
því um nokkur ár að skatturinn yrði
settur á, en síðan kom hann með full-
um þunga, allt of hár. Við vorum bú-
in að reikna út að við gætum tekið á
okkur 6% skatt, en hann var settur
14%. Nokkrum árum seinna settu
Finnar virðisaukaskatt á hótel. Þar
komust menn innan greinarinnar að
þeh-ri niðurstöðu að þeir myndu þola
6% skatt og finnsk stjórnvöld settu
því á 6% skatt,“ segir hún.
„Talandi um afkomu þessara hót-
ela þá er eitt mál þar sem þessi sam-
tök þurfa að láta taka til sín,“ segir
Helgi. „Breytingin á skólakerfinu
hefur undanfarið leitt til þess að
sumarorlofstími hefur styst. í stað
þess að byrja á bilinu 5.-10. septem-
ber byrja skólar nú í kringum 25.
ágúst og það kemur ekkert í staðinn.
Menn eru að miða þama við útlönd,
en gleyma því að þar hafa verið sett
inn vetrarfrí. Það er auðvelt að sjá
fyrir sér þvílík lyftistöng það yrði
fyrir íslenska ferðaþjónustu, hótel
þar með talin, ef komið yrði á vetrar-
fríum hér á landi. Eg sé fyrh' mér að
Samtök ferðaþjónustunnar vinni í
samstarfi við yfirvöld að því að koma
þessu fyrirkomulagi á þannig að fjöl-
skyldum á Islandi gæfist kostur á að
fara saman í frí að vetrarlagi. Auð-
vitað yrði íslensk ferðaþjónusta þar í
samkeppni við erlenda, en ég sé ekki
annað en við ættum að geta staðið
okkur þar. Með þessu gæti til dæmis
orðið hrein bylting í afkomu þessara
heilsárshótela úti á landi.“
Heilbrigðari atvinnugrein
Að sögn sexmenninganna er ætl-
unin að aðild að samtökunum verði
gæðastimpill á viðkomandi fyi'ir-
tæki. „Við viljum gera þessa at-
vinnugrein heilbrigðari, ekki hafa
þar einhverja aðila sem eru ekki í
þessu af fullri alvöru. Þetta þýðir
ekki að við séum að hugsa um ein-
hverja miðstýringu, heldur viljum
við setja ákveðnar lágmarksreglur
fyrir aðild. Við lifum við síauknar
ki'öfur ferðamanna og til þess að við
sköðumst ekki sem atvinnugrein
þurfum við að gæta þess að fyrir-
tæki innan samtakanna uppfylli
ákveðin skilyrði," segir Omar, „þar
má nefna til dæmis reglur varðandi
gæði, tryggingar og skattamál."
Einai' bætir við að í lögum sam-
takanna standi að þeir einir geti sótt
um aðild sem framvísi rekstrarleyfi
þar sem þess sé krafist, enda muni
samtökin beita sér fyrir því að það
verði settar kröfur um starfsrekstr-
arleyfi þar sem þær séu ekki fyrir
hendi í dag. „Það hlýtur að verða
eðlilegra að það komi frá samtökun-
um sjálfum að það verði settar regl-
ur um starfsemi sem flestra aðila í
ferðaþjónustu," segir hann.
„í þessum samtökum verða aðilar
sem eiga í harðri samkeppni innbyrð-
is, en munu sameinast um að reyna
að gæta sameiginlegi'a hagsmuna at-
vinnugreinainnnar á sem árangurs-
ríkastan hátt,“ segh' Steinn Logi.
„Þetta verður mjög yfirgripsmikið
samstarf sem menn hafa kannski
ekki verið tilbúnir í fyrr en núna,“
bætir Erna við. „Það er í raun bylt-
ingarkennt að setja allar þessar at-
vinnugreinar inn í ein umfangsmikil
atvinnurekendasamtök. Áður töluðu
menn gjarnan um að stofna ein sam-
tök til viðbótar við þau samtök fyrir
voru. Nú sjá menn hins vegar kostina
við það að hafa ein sterk atvinnurek-
endasamtök til þess að gæta sameig-
inlegra hagsmuna þeirra fyrirtækja
sem starfa í þessari næst stærstu at-
vinnugrein íslensku þjóðarinnar."
Helgarferð/A
til útlanda
2 nætur á OÉ0£þOOÍLU Stakis Ingram 28.240; liC^Cíl 2 nætur á Selandia 35.21 o;
LCílOCn 3 nætur á Norfolk 35.61 o; (Hhíieeccíis 3 nætur" á Best Western 34.490;
* á mann í 2ja manna herbergi. Innifalið er flug, gisting og flugvallaskattar.
vilíiiíegi f fug fré /. jsiíer
Fyrir 4ra manna fjölskyldu
33*97Sftr.
á mann m.v. 2 fullorðna og 2 börn 2ja til 11 ára
Innifalið: Flug og gisting á ALoe 1. des., ferðirtil
Fyrir 2
SLeiOi.,
á mann m.v. 2fullorðna
og frá flugvelli erlendis og flugvallarstkattur.
1. desember í20daga
Ferðaalmanak Plúsferða til Kanarí
1. des. I.feb. 8. mars
21. des. uppselt 8. feb. 15. mars
4. jan. 15. feb. 22. mars
18. jan. 22. feb. 29. mars
25. jan. 1. mars 5. apríl
Faxafeni 5 • 108 Reykjavík
Sími: 568 2277 • Fax: 568 2274
Allar nánari upplýsingar hjá sölumönnum