Morgunblaðið - 08.11.1998, Blaðsíða 33
32 SUNNUDAGUR 8. NÓVEMBER 1998
MORGUNBLAÐIÐ
+
MORGUNBLAÐIÐ
SUNNUDAGUR 8. NÓVEMBER 1998 33 *
STOFNAÐ 1913
ÚTGEFANDI
FRAMKVÆMDASTJÓRI
RITSTJÓRAR
FYRIR nokkru fóru skóla-
stjórar frá Reykjavík í
ferð til Singapúr til þess að
kynna sér skólastarf þar,
sem vakið hefur athygli m.a.
fyrir góðan árangur nem-
enda í stærðfræði og nátt-
úrufræðigreinum. Niður-
staða Gerðar Oskarsdóttur,
fræðslustjóra í Reykjavík,
eftir þessa ferð er eftirtekt-
arverð. Hún sagði á kynning-
arfundi um þessa ferð: „Við
sáum ekki öðru vísi kennslu-
hætti en við eigum að venj-
ast en við sáum óvenjulegt
og agað þjóðfélag og þar af
leiðandi mjög agað skóla-
kerfi, mikla samkeppni og
fólk, sem er þrautþjálfað í að
taka þátt í henni.“
Þetta er óneitanlega um-
Árvakur hf., Reykjavík.
Hallgrímur B. Geirsson.
Matthías Johannessen,
Styrmir Gunnarsson.
hugsunarefni. Er það sem
úrslitum ræður ekki annars
konar kennsluhættir heldur
agi? Öllum er ljóst, að við bú-
um í mjög agalausu samfé-
lagi og höfum lengi gert.
Hins vegar má vel vera, að
það sé að breytast smátt og
smátt. Agaleysið í umferð-
inni hefur verið áberandi í
áratugi. Breyttar starfsað-
ferðir lögregluyfirvalda eru
hins vegar að skila veruleg-
um árangri í því að auka um-
ferðaraga. Agaleysi á vinnu-
stöðum hefur sömuleiðis ver-
ið áberandi. Sennilega er það
líka að breytast. Aukin sam-
keppni á vinnumarkaði veld-
ur því, að fólk mætir stund-
víslegar til vinnu og leggur
harðar að sér en áður. Fjöl-
mörg fleiri dæmi mætti
nefna um aukinn aga í okkar
þjóðfélagi.
Það fer hins vegar ekkert
á milli mála, að það agaleysi,
sem hefur einkennt þjóðfé-
lagið almennt, hefur endur-
speglazt í starfi skólanna og
sjálfsagt ekki undan því
komizt. Hins vegar má segja,
að ef vandinn er sá, að auka
aga en ekki að breyta
kennsluháttum, sé vandinn
kannski auðleystari en við
höfum haldið. Með sameigin-
legu átaki foreldra, kennara
og skólabarna og -unglinga
er hægt að ná miklum ár-
angri á skömmum tíma í að
auka aga í skólum. Og tæp-
ast fer á milli mála, að auk-
inn agi er líklegur til að leiða
til betri árangurs í námi.
Ummæli barna nýbúa, sem
Morgunblaðið ræddi við fyrir
viku, eru athyglisverð í
þessu ljósi. Það sem vakti
mesta eftirtekt þeirra og þau
voru óvön, þegar þau komu í
skóla hér, var einmitt aga-
leysið.
Skólastjórarnir sáu margt
fleira fróðlegt í ferð sinni til
Singapúr svo sem aukna
áherzlu á sjálfstæða hugsun
og gagnrýni í stað utanbók-
arlærdóms. En þessi tiltekni
þáttur, aginn, er áreiðanlega
sá, sem ástæða er til að gera
átak í að bæta úr strax. Slíkt
átak þarf að vera vandlega
undirbúið en það er líklegt
til að skila árangri.
AGAÐ
ÞJÓÐFÉLAG
STJORNUFRÆÐI
G.F. Ursins kemur
út í þýðingu Jónasar
Hallgrímssonar
1842, prentuð í Við-
eiar klaustri, og til-
einkuð „herra Birni Gunnlaugssini
stjömuspekíngí, í virðingar og
þakklætis skini“ eins og Jónas
kemst að orði, en Björn var kennari
hans á Bessastöðum og augljóst
hver áhrif hann hefur haft á skáldið
og hve mjög hann telur sig í þakk-
arskuld við hann.
I þessari þýðingu sem er svo fag-
urlega gerð að helzt minnir á prósa-
ljóð með köflum gerist Jónas einn
eftirminnilegasti nýyrðasmiður
tungunnar og semur orð eins og
ljósvaki (í annarri merkingu en nú
að vísu, þ.e. eter sem fyllir himin-
geiminn þar sem ljósið kviknar í
„smágjörvu frumefni"), aðdráttar-
afl, safngler, sporbaugur, fjaður-
magn, sólbraut, ljósfræði, miðflótta-
afl, sólmyrkvi, rafurmagn og sjón-
auki. Jónas afsakar nýsmíði sína en
segist hafa það sér til afbötunar að
nýyrði séu ætíð leið í íyrstu, eins og
hann kemst að orði, „þangað til
eyru vor fara að venjast þeim“. En
allt lofi „skaparans miklu dýrð“ og
þrautgóð sólin minni hvem dag á
tungutak drottins og almættisverk
hans.
Jónas vitnar í brezka skáldið
Addison (d. 1719) og kveðst fúslega
eins og hann kemst að orði taka
undir með honum. Festingin er víð
og hvelfingin logandi ljósum skírð.
Sólin er þrautgóð og talar hvern
dag fyrir munn drottins og minnir á
almættisverk hans. Allt ber vitni
um „skaparans miklu dýrð“. Vitnis-
burðurinn sjálfur, þ.e. náttúran, er
engin guðleg vera eða vættur af
guðlegum toga, heldur ber öll sköp-
unin höfundi sínum fagurt vitni svo
að ekki þarf um að villast. Og í
næsta erindi bera himintunglin
sannleikanum vitni. Og að síðustu
segir Jónas í lokaerindinu, því að
auðvitað er þetta kvæði ekki síður
eftir hann en Addison, þótt stuðzt
sé við erlenda fyrirmynd að hætti
Jónasar:
Og þótt um helga þagnarleið
- þreyti vor jörð hið dimma skeið,
og öngva rödd og ekkert hljóð
uppheimaljósin sendi þjóð,
skynsemi vorrar eyrum undir
allar hljómar um næturstundir
lofsöngur þeirra, ljóminn
hreinn:
„Lifandi drottinn skóp oss einn.“
Þarna er Jónasi Hallgrímssyni
rétt lýst. Þetta er afstaða hans und-
ir lokin; trúarlegar tilfinningar
fylgja skynsemi og vísindahyggju
náttúrufræðingsins unz yfir lýkur.
Jónas hefði átt auðvelt með að taka
undir þau orð Sigurðar Nordals í
Einlyndi og marglyndi, Þroski, að
við erum liður í óendanlegu sam-
hengi - og við höfum skyldur við
þetta samhengi. Ennfremur falla
þessi orð Nordals að hugmynd
Jónasar um heiminn: „Ef við hlust-
um eftir því innsta og dýrasta í
sjálfum okkur, og erum því trúir, þá
hljótum við líka að ganga á vegum
guðs.“ Enginn hefur sagt þetta bet-
ur en W.B. Yeats: „Tvær mannlegar
sálir eru aldrei hvor annarri líkar.
Þess vegna er ást guðs á hverri sál
óendanleg, því að engin önnur sál
getur fullnægt sömu þörf guðs.“
(Lífsskoðun.) Guð er sem sagt eins
og hver annar góður faðir sem elsk-
ar jafnt öll börnin sín, þótt ólík séu.
G.F. Ursin var fæddur í Kaup-
mannahöfn 1797. Hann starfaði í
stjömuturninum í Höfn 1819-’29, en
varð stærðfræðiprófessor við lista-
akademíuna þar í borg frá 1827 til
æviloka, 1849. Hann er sem sagt lif-
andi þegar Jónas þýðir verk hans.
Jónas fékk áhuga á stjömufræði
undir handleiðslu Bjöms Gunn-
laugssonar kennara síns sem hóf
rannsóknir himingeimsins úr turni
Besaastaðakirkju árið sem Jónas
gekk inní skólann 1823. Hann var
góður stærðfræðingur og hefur
fylgzt vel með stjömufræðinni,
sköpunarverkið á hug hans allan. I
fyrsta árgangi Fjölnis 1835 er vitn-
að til Ursins um halastjömu Hal-
leys sem von var á um haustið.
En það sem helzt vekur athygli
við þessa þýðingu Jónasar á alþýðu-
riti Ursins er sú augljósa staðreynd
að hann hrífst af anda og efni ritsins
og vinnur að verkinu með sömu af-
stöðu og við ljóðaþýðingar sínar,
þ.e. hann staðfærir efni þess ef svo
ber undir („sögðu þeir hérna í
Reykjavík", „Hér á landi skiptum
vér hvurjum sólarhring í átta eykt-
ir...“, „Hér á landi er til að mynda
eins og allir vita albjartar nætur
framan af sumri", og „löngu seinna
kom sóttin (svartidauði) út á ísland
og var þá ekki annars staðar um
sama leyti“ o.s.frv.). Slík staðfærsla
er í anda skáldsins. Kver Ursins
fylgir rækilega guðstrúarhugmynd-
um þeim sem Jónas aðhylltist þá og
ævinlega, og ekki sízt þegar á leið
ævina eins og rit þetta er m.a. vís-
bending um, en þar segir meðal
annars í Tólftu grein: „Allt það er
vér grillum til um himingeiminn er
eflaust svo lítið að því er ekki að
samjafna sem dropa við sjóinn. Nú
höfum vér reynt að grípa með huga
vorum stærð veraldarinnar; eflaust
er hún afar stór og vér verðum
gagnteknir af lotningu fyrír skap-
ara hennar (leturbr. M.J.), þeim er
vér trúum að fyllt hafi allan þennan
geim af lifandi skepnum..." Slík orð
voru í anda Jónasar, einnig þegar
líða tekur á ævina. Þegar hann
snarar þeim á íslenzku á hann ekki
ólifað nema 3-4 ár (1840-42). Hann
vinnur að útleggingunni um svipað
leyti og hann yrkir Fjallið Skjald-
breiður hér heima, 1841. Augljós
tengsl eru milli stjörnufræðinnar og
þessa kvæðis eins og sjá má af 9. er-
indi:
Hver vann hér svo að með orku?
Aldrei neinn svo vigi hlóð!
Búinn er úr bálastorku
bergkastali frjálsri þjóð.
Drottins hönd þeim vömum veldur;
vittu, bam! sú hönd er sterk;
gatei nema guð og eldur
gjört svo dýrðlegt furðuverk.
Og varla eru þau tilviljun þessi
orð í fjórða erindi sama kvæðis:
Eins ogværuofanfelldar
allar stjömur himnaranns...
(Sjá Nýyrði í Stjömufræði Urs-
ins, Skírni 1944, endurpr. í Orð eins
og forðum, Rvík. 1985: Nýyrði
Jónasar Hallgrímssonar í Stjörnu-
fræði Ursins, eftir Bjarna Vil-
hjálmsson.)
M.
HELGI
spjall
RE V KJAVÍKURBRÉF
Laugardagur 7. nóvember
Það getur verið
varasamt, að ganga of
langt í póhtískum áróðri
gegn andstæðingum sín-
um. Fyrir tveimur mánuð-
um snerust allar pólitísk-
ar umræður í Bandaríkj-
unum um það, hvort Clint-
on forseti yrði að segja af sér eða hvort þing-
ið mundi setja hann af vegna kvennamála
hans og tengdra mála. Repúblikanar gengu
hart að forsetanum undir forystu Newt
Gingrich, leiðtoga þeirra í fulltrúadeild
Bandaríkjaþings. Forsetanum var ekki hlíft
á nokkurn hátt. Þvert á móti var gengið svo
langt, að fólki ofbauð. Sennilega gerðu póli-
tískir andstæðingar Clinton mestan greiða
með því að opinbera myndbandsupptöku af
yfirheyrslu þeirri, sem fram fór yfir honum í
Hvíta húsinu. í stað þess að hlusta á og lesa
matreiðslu fréttamanna á því, sem sagt var
að gerzt hefði í yfirheyrslunni, gátu Banda-
ríkjamenn fylgzt með því sjálfir.
I fyrrakvöld tilkynnti Newt Gingrich, að
hann mundi ekki gefa kost á sér til endur-
kjörs, sem forseti fulltrúadeildar Bandaríkja-
þings. Þessi yfirlýsing kom í kjölfar þess, að
uppreisn brauzt fram gegn honum í þingliði
repúblikana. Ástæðan fyrir uppreisninni var
sú, að í stað þess að vinna mikinn sigur í
þingkosningunum, sem fram fóru sl. þriðju-
dag, töpuðu repúblikanar fylgi. Þeir töldu, að
þeir mundu fá umboð þjóðarinnar til þess að
víkja Clinton úr embætti. Þegar þjóðin talaði
í kosningum kom hins vegar í ljós, að henni
hafði ofboðið málflutningur repúblikana
vegna einkamála forsetans, ekkert síður en
fólki í öðrum löndum. Stjórnmálamennirnir
og fjölmiðlamennirnir í Washington reyndust
eklri hafa verið í takt við þjóðina. Það var því
ekki Clinton, sem féll í kosningunum, heldur
Gingrich og repúblikanar sitja nú eftir með
sárt ennið.
Fréttir frá Bandaríkjunum benda til þess,
að Clinton hyggist nota tækifærið og reyna
að koma fram umbótum í heilbrigðismálum á
næstu misserum. Eins og menn muna var
það eitt fyrsta málið, sem hann barðist fyrir í
upphafi forsetatíðar sinnar. Þá var eiginkonu
hans, Hillary, falin forysta fyrir málinu, bæði
varðandi stefnumörkun og baráttu fyrir því
að koma því fram. Sú barátta forsetafrúar-
innar fór út um þúfur. Nú virðast Clinton-
hjónin ætla að taka þráðinn upp að nýju.
Forsetafrúin hefur hlotið almannalof fyrir
framgöngu sína á undanförnum mánuðum og
er talin eiga mikinn þátt í góðri útkomu
demókrata í þingkosningunum. Ekki er því
ólíklegt, að hún eigi eftir að koma við sögu í
hinni nýju baráttu fyrir umbótum í heilbrigð-
ismálum vestan hafs.
Af þessari sögu allri má draga mikinn lær-
dóm. Það getur verið mjög varasamt í stjórn-
málum að fara offari í málflutningi gegn póli-
tískum andstæðingum. Þau vopn snúast
gjarnan í höndunum á þeim, sem standa fyrir
slíkum baráttuaðferðum. Það er augljóslega
rangt, sem haldið hefur verið fram í pólitísk-
um umræðum vestan hafs undanfarna mán-
uði og misseri og raunar víðar, að nú orðið sé
sjálfsagt að draga einkamál fólks inn í opin-
berar umræður. Þvert á móti er stjórnmála-
mönnum refsað fyrir að ganga of langt í þeim
efnum og vel má vera, að fallandi gengi
sumra fjölmiðla megi að einhverju leyti
skýra með oftrú þeirra á því, að almenningur
vilji svona efni.
Demókratar, sem eru ekki bamanna beztir
í þessum efnum, ef það hentar hagsmunum
þeirra, tóku þann kostinn í kosningabarátt-
unni að berjast fyrir málefnum. Og það skil-
aði sér. Það er rangt, sem hvað eftir annað er
haldið fram, að fólk vilji bara léttmeti og sög-
ur af náunganum. í þessum efnum á það
sama við um stjórnmálamenn og fjölmiðla. A
undanförnum áratugum hafa fjölmörg dag-
blöð horfið af sjónarsviðinu á Vesturlöndum.
Hvaða blöð eru það? Nánast undantekning-
arlaust dagblöð, sem lagt hafa áherzlu á létt-
meti og hneykslissögur en ekki alvöru fréttir
og alvarlega umfjöllun um málefni. Á undan-
förnum árum hafa helztu sjónvarpsstöðvar í
Bandaríkjunum misst mikla markaðshlut-
deild. Hvers vegna? Vegna þess, að þær hafa
leiðst út á þær villigötur að hverfa frá alvöru
fréttaflutningi og freistast til þess að gera
fréttatíma sína að einhvers konar skemmti-
þáttum.
Hinn almenni borgari hefur áhuga á þeim
stóru málum, sem varða hagsmuni hans og
barna hans og bamabarna. Stjórnmálamenn
og fjölmiðlar, sem hamast í smámálum, hafa
ekki erindi sem erfiði.
Það verður fróðlegt að fylgjast með því
endurmati, sem væntanlega fer fram í fjöl-
miðlum vestan hafs eftir að niðurstaða
Lewinskymála varð sú, að það var Gingrich
sem féll en ekki forsetinn.
Fyrir afkom-
endur okkar
DAVIÐ ODDSSON
forsætisráðherra
kom að kjarna máls-
ins á fundi, sem Ami
Johnsen, einn af
þingmönnum Sjálfstæðisflokksins í Suður-
landskjördæmi, efndi til á Hellu sl. fimmtu-
dagskvöld, þegar hann sagði, að þjóðin yrði
að fara varlega og sparlega með landið sitt,
ekki einvörðungu til þess að vernda það í
þágu erlendra ferðamanna heldur fyrir af-
komendur okkar. Þetta er auðvitað það, sem
úrslitum ræður. Við höfum skyldur gagnvart
afkomendum okkar, þær skyldur að skila í
þeirra hendur þeim stórkostlegu náttúru-
verðmætum, sem við tókum við. Til þess má
ekki koma, að um miðja næstu öld horfi Is-
lendingar til baka til aldamótanna og harmi
þá skammsýni, sem hér hafi ríkt vegna þess,
að aldamótakynslóðin hafi gengið of langt í
að reisa virkjanir og stóriðjuver.
I gær, föstudag, efndi Verkfræðingafélag
Islands og Tæknifræðingafélag Islands til
ráðstefnu um virkjanir og umhverfi. Á þeirri
ráðstefnu sagði Smári Geirsson, formaður
Sambands sveitarfélaga á Austurlandi, m.a.:
„Við Austfirðingar höfum í forundran fylgzt
með umræðu um þessi mál í fjölmiðlum und-
anfarið. Umræðan hefur nær eingöngu snú-
izt um umhverfismál en hinir félagslegu
þættir hafa sízt verið ræddir. Sú staðreynd
blasir við að ritstjórar allra dagblaðanna
þriggja era neikvæðir varðandi þessi áform
eystra og ríkissjónvai’pið hefur nánast farið
hamförum i umfjöllun um þessi mál.“
Hér í Reykjavíkurbréfi verður ekki fjallað
um meðferð annarra fjölmiðla á þessu máli
en hins vegar skal því vísað á bug, að umfjöll-
un Morgunblaðsins hafi verið „neikvæð“.
Morgunblaðið hefur fyrst og fremst lagt
áherzlu á, að upplýsa almenning með tilvísun
til staðreynda um það hvaða áhrif það mundi
hafa á einstökum landsvæðum ef þau áform,
sem nú eru uppi á borðum Landsvirkjunar
um virkjanir, yrðu að veruleika. Einn af ljós-
myndurum Morgunblaðsins, Ragnar Axels-
son, ferðaðist um þessi svæði í sumar og tók
myndir og einn af blaðamönnum Morgun-
blaðsins, Ragna Sara Jónsdóttir, vann texta
þar sem efnislegar staðreyndii- vora dregnar
fram í dagsljósið. Myndstjóri blaðsins, Einar
Falur Ingólfsson, vann ásamt þeim að því að
útbúa samanburðarmyndir, sem sýndu,
hvernig landsvæðin mundu líta út ef virkjan-
ir og uppistöðulón yrðu að veruleika og
hvaða náttúruverðmæti mundu hverfa af
þeim sökum. Tveir af kortagerðarmönnum
blaðsins, Guðmundur Ó. Ingvarsson og
Andrés Guðmundsson, unnu kort, sem sýndu
hvar þessi landsvæði væru og hvaða áhrif
virkjunarframkvæmdir mundu hafa. Árni
Jörgensen, fulltrúi ritstjóra blaðsins, lagði
línur um uppsetningu mynda, korta og texta.
Fjölmargir aðrir starfsmenn blaðsins komu
við sögu. Greinaflokkur um þetta efni undir
nafninu Landið og orkan birtist hér í sumar
og haust. Að undanförnu hafa myndirnar,
sem birtust með greinaflokknum, verið á
sýningu í Kringlunni.
Þetta framtak Morgunblaðsins er ekki til
marks um „neikvæða" afstöðu, eins og for-
maður Sambands sveitarfélaga á Austurlandi
hélt fram, heldur er það hlutverk og skylda
útbreidds dagblaðs að tryggja almenningi
aðgang að upplýsingum um mikilsverð mál,
þannig að hver og einn geti myndað sér skoð-
un á grundvelli þeirra upplýsinga. Raunar á
það að vera réttur hvers borgara í lýðræðis-
legu þjóðfélagi að hafa aðgang að slíkum
upplýsingum. Eins og bent var á í athyglis-
verðu yfirliti tímaritsins The Economist, sem
Morgunblaðið gaf út í sérstöku fylgiblaði í
maímánuði 1997, eru tímarnir gjörbreyttir.
Almenningur hefur aðgang að eða á að hafa
aðgang að öllum sömu upplýsingum og hinir
kjörnu fulltrúar. I krafti þess hefur hinn al-
menni borgari alveg sömu aðstöðu til þess að
taka afstöðu og hinir kjörnu fulltrúar og þarf
ekki að láta segja sér neitt.
ú ■> >
Li 5a* ' , ■ •.
ri í ' *
Á REYKJAVÍKURTJÖRN
Morgunblaðið/Ásdís
Það er á þessum forsendum, sem Morgun-
blaðið hefur lagt mikla vinnu og fjármuni í að
ganga þannig frá upplýsingum um stórmál til
birtingar í blaðinu, að fólk geti myndað sér
skoðun sjálft í stað þess að láta aðra mata sig
á skoðunum. Þetta á við bæði um hálendis-
málin og gagnagrannsmálin, svo að nýleg
dæmi séu nefnd.
Á fyrrnefndri ráðstefnu sagði Smári Geirs-
son að Samtök sveitarfélaga á Austurlandi
hefðu lýst yfir ótvíræðum stuðningi við virkj-
unaráform og „ekki sett það sem skilyrði, að
lögformlegt mat á umhverfisáhrifum Fljóts-
dalsvirkjunar færi fram. Ástæðan væri sú að
það tæki of langan tíma og væri óhentugt, ef
girnilegur orkukaupandi kæmi fram“.
Er hægt að taka ákvarðanir, sem varða
hagsmuni afkomenda okkar í þessu landi, á
þessum forsendum? Er hægt að fallast á það,
að lögformlegt mat fari ekki fram vegna
þess, að það taki „of langan tíma“? Og sé
„óhentugt". Hvers konar málflutningur er
þetta?
Morgunblaðið hefur frá upphafi verið í for-
ystu þeirra, sem hafa barizt fyrir stórvirkjun-
um og stóriðju á íslandi. Það sama verður
ekki sagt um þann stjórnmálaflokk, sem for-
maður Sambands sveitarfélaga á Austurlandi
er fulltrúi fyrir. En aðstæður geta breytzt og
hafa breytzt. Það eru komin ný sjónarmið til
sögunnar, sem við verðum að taka tillit til.
Þau snúast um gjörbreytta afstöðu fólks til
umhverfis síns.
Fyrir aldarfjórðungi litum við á orku fall-
vatnanna, sem aðra helztu auðlind þjóðarinn-
ar ásamt fiskimiðunum. Nú lítum við á nátt-
úru landsins í heild sem helztu auðlind þjóð-
arinnar og eru fiskimiðin þar meðtalin. Það er
hægt að færa efnisleg rök fyrir því, að við
getum haft meiri peningalegan hagnað af því
að vemda náttúru landsins heldur en að
raska henni með stórvirkjunum á viðkvæm-
um svæðum. Það er líka hægt að færa þau
rök, sem forsætisráðherra nefndi á fundinum
á Hellu, að við höfum skyldur gagnvart af-
komendum okkar.
Með því er ekki sagt, að við eigum ekki að
byggja fleiri virkjanir. Auðvitað verðum við
að virkja en það er spuming hvar. Lands-
virkjun hefur eins og eðlilegt er látið undir-
búa þær virkjanir, sem era taldar „hagkvæm-
astar“ út frá þeim forsendum, sem við höfum
gefið okkur síðustu áratugi. En það er ekki
víst, að þær forsendur eigi við í dag, einfald-
lega vegna þess, að fleiri stærðir era komnar
til sögunnar, sem taka verður með í þessa út-
reikninga. Hvaða virkjanir eru „hagkvæmast-
ar“, þegar þær stærðir hafa verið teknar með
inn í þessa mynd? Æskilegt er, að upplýsing-
ar komi fram um það, og í því sambandi má
minna á, að fleiri aðilar hafa lýst áhuga á að
koma að virkjunarframkvæmdum eins og t.d.
Rafmagnsveitur ríkisins.
Auðvitað á lögformlegt umhverfismat að
fara fram á Fljótsdalsvirkjun. I því sambandi
skiptir engu, þótt virkjanaleyfi hafi verið gef-
ið út við allt aðrar aðstæður, þegar önnur við-
horf vora uppi í þjóðfélaginu. Og fáránlegt að
halda því fram, að framkvæmdir séu hafnar,
þótt unnið hafi verið að rannsóknum á þessu
svæði. Við hljótum að taka mið af þeim við-
horfum og sjónarmiðum, sem nú eru uppi, og
í því sambandi mega hvorki þröngir hags-
munir Austfirðinga né skammtímahagsmunir
einstakra stjórnmálamanna ráða ferðinni.
A FYRRNEFNDRI
t) _______' 1 ' ráðstefnu vitnaði
Byggðamal a Smári Geirsson {
Austurlandi óbirta úttekt ráðgjaf-
arfyrirtækis og sagði:
„Ef engar róttækar breytingar verða á at>
vinnulífi Austurlands þá fækkar fólki á Aust-
urlandi um 25% á næstu tíu árum, samkvæmt
framreikningum Byggðastofnunar. Fyrstu
níu mánuði þessa árs fækkaði íbúum á Áust-
urlandi um 335. Þetta era uggvænlegar tölur
en stóriðja getur átt mjög stóran þátt í að
breyta þessari þróun.“
Þetta eru vissulega uggvænlegai- tölur og
þær heyrast því miður úr öðrum landshlutum
einnig. Allir vita hver þróunin hefur verið á
Vestfjörðum í mörg ár. Fólki fækkar í Vest-
mannaeyjum og víðar. Mundi álver á Reyðar-
firði brejrta þessari stöðu? Það má vel vera,
að það mundi breyta henni um skeið. Og þá
er auðvitað spurning, hvort hægt er að
tryggja álveri þar orku með öðram hætti en
þeim að sökkva stórkostlegum náttúruverð-
mætum.
En er álver lausnin á byggðavanda Aust-
firðinga? Gagnstætt því, sem er á Vestfjörð-
um, eru nokkur sterkustu útgerðar- og fisk-
vinnslufyrirtæki landsins starfrækt á Aust-
fjörðum. Þau halda áfram að eflast og ekki
fyrirsjáanleg nein snögg breyting í þeim efn-
um. Áustfirðingar búa ekki við atvinnuleysi
fremur en aðrir landshlutar, þar sem fólki
fækkar. Margendurteknar rannsóknir og
kannanir benda til þess, að það sé af allt öðr-
um ástæðum, sem fólk fiytur af landsbyggð-
inni á suðvesturhornið.
Fólk flytur með börnum sínum, þegar þau
fara í framhaldsnám, sem ekki er fyrir hendi í
heimabyggðum þess. Háskóli á Akureyri
dregur t.d. úr líkum á því að fólk flytji af
Eyjafjarðarsvæðinu af þessum sökum. Áldr-
aðir flytja af landsbyggðinni vegna þess, að
þeir fá betri þjónustu í þéttbýli. Fólk flytur af
landsbyggðinni vegna þess, að það sækir í
það félagslega og menningarlega umhverfi,
sem er í þéttbýlinu á suðvesturhominu.
Hver era rökin fyrir því, að álver mundi
stöðva þennan flótta frá Austurlandi, sem er
af allt öðrum ástæðum en þeim, að það skorti
atvinnu? Að menn vilji heldur vinna í kerskál-
um en í fiskvinnslu? Er það líklegt? Hingað til
hafa kerskálamir ekki verið taldir svo um-
hverfisvænir vinnustaðir.
Sá málflutningur, að stórvirkjanir á Aust-
urlandi og stóriðja á Austfjörðum séu eina
lausnin á byggðavanda Austfirðinga, er of
einfaldur. Hér kemur margt fleira til sögunn-
ar. Hins vegar má vel vera, að þær athyglis-
verðu umræður, sem nú fara fram um stór-
virkjanir og stóriðju, leiði til þess, að athyglin
beinist að byggðamálunum í stórauknum
mæli og að meiri skilningur verði á því að
gera verði aðrar ráðstafanir til þess að stöðva
fólksflóttann úr hinum dreifðu byggðum
landsins.
„Það er augljós-
lega rangt, sem
haldið hefur verið
fram í pólitískum
umræðum vestan
hafs undanfarna
mánuði og misseri
og raunar víðar,
að nú orðið sé
sjálfsagt að draga
einkamál fólks inn
í opinberar um-
ræður. Þvert á
móti er stjórn-
málamönnum
refsað fyrir að
ganga of langt í
þeim efnum og vel
má vera, að
fallandi gengi
sumra fjölmiðla
megi að einhverju
leyti skýra með
oftrú þeirra á því,
að almenningur
vilji svona efni.“